Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 29 MINNINGAR Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund! En lofaðu’ engan dag fyrir sólarlagsstund. Um sólskin kvað fuglinn, hann sá hvergi skúr, þá sólin rann í haf, var hann kominn í búr. Um sumardag blómstrið hið saklausa hló, en sólin hvarf og élið til foldar það sló. Og dátt lék sér barnið um dagmálsmund, en dáið var og stirðnað um miðaftans stund. Því bilið er mjótt milli blíðu og éls, og brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds. En gott átt þú, sál hver, sem Guð veitir frið, þó gæfan þín sé hverful um veraldar svið. Um Guðs frið þú syngur og grætur ei skúr, þó geymi þig um sólarlag fanganna búr. Sem barn Guðs þú unir sem blómstur við sól, þó brothætt sé um reyrinn þitt lukkunnar hjól. Þó lukkan sé brothætt og ljós þitt sé tál, sá leitar þín, sem finnur og týnir engri sál. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf þó hverfi um stund. (Þýð. M. Joch.) Elsku Sæmi, við mæðgurnar eig- um erfitt með að átta okkur á því að þú sért farinn. Þetta var svo snöggt og óvænt. Þá er gott að rifja upp all- ar góðu stundirnar, minninguna um góðan mann sem var svo óendanlega hjartahlýr og átti svo mikið að gefa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kæra Nína og aðrir ástvinir. Megi Guð styrkja ykkur á erfiðri stund. Fríða og Ingibjörg. Hugur minn segir mér að Sæ- mundur sé farinn en hjartað neitar að samþykkja það. Það eru 14 ár liðin síðan Sæmund- ur tengdist fjölskyldu minni og var það heiður að fá að kynnast svona einstökum manni. Fljótlega varð til setningin: Spyrj- um Sæmund, hann veit það, og svo eftir að börnin mín fæddust var það: Hringdu í Áa, hann veit það. Oddný og Aron Tómas litu alltaf á hann sem afa og hann á þau sem sín börn. Samband hans og Oddnýjar var alveg einstakt. Uppáhaldsiðjan þeirra var að lesa Moggann, hlusta á veðurfréttir og spjalla saman. Hann dekraði við hana eins mikið og hann komst upp með. Hámarkið var þegar hann lét kvöldmatinn hennar hverfa ef hún vildi ekki klára, jú, rökin voru þau að það ætti ekkert að vera að pína barnið ef hún vildi ekki borða. Hann Ái var bjargvættur hennar og besti vinur. Það fyrsta sem Aron Tómas sagði við Sæmund þegar þeir hittust var: Ái, komdu að spila ólsen, og Sæ- mundur sagði: Já, Aron minn, en leyfðu mér að komast úr skónum fyrst. Ég man þegar hann birtist óvænt inni á eldhúsgólfi hjá mér og rétti mér nuddtæki sem hann keypti handa mér því hann vissi að ég hefði verk í bakinu. Ég man allar sumarbústaðarferð- irnar, honum fannst gott að komast í heita pottinn. Ég man öll jólin sem við áttum saman, hann naut þess að horfa á andlitin á krökkunum þegar pakk- arnir voru teknir upp. Ég man hvað hann var stoltur af strákunum sínum. Ég man hvað hann var glaður að fá Sindra og Andra í heimsókn. Ég man hvað hann var stoltur af Auði þegar hún útskrifaðist úr menntaskólanum. Ég mun alltaf muna hversu mikið hann elskaði okkur og þegar sárs- aukinn í hjartanu hefur minnkað þá verða minningarnar sem við eigum um hann okkar gull. Ég bið góðan Guð um að styrkja ættingja og vini. Anna, Guðmann, Oddný og Aron Tómas. Fyrir sjö árum kynntumst við Sæ- mundi Guðvinssyni blaðamanni þeg- ar við stofnuðum Breiðholtsblaðið. Strax tókum við eftir hvað þarna var flinkur blaðamaður á ferð. Maður með mikla reynslu og mörg og góð sambönd inn í íslenskt samfélag. Sæmundur tók að sér ritstjórn Breiðholtsblaðsins og fórst það verk mjög vel úr hendi. Nokkru síðar tók hann einnig að sér að ritstýra Vest- urbæjarblaðinu og með þeim hætti starfaði Sæmundur með okkur á Borgarblöðum þar til yfir lauk. Það er mikill missir að svona góð- um dreng og blaðamanni. Öll þessi ár sem samstarf okkar hefur staðið hefur aldrei borið neinn skugga á. Sæmundur var einstaklega ljúfur maður sem gaf mikið af sér jafnt í vinnu sem utan hennar og er hans sárt saknað. Um leið og við kveðjum Sæmund sendum við sambýliskonu hans, börnum og öðrum ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Kristján Jóhannsson og Valur Kristjánsson. Jæja, góði vinur, þetta varð þá ekki lengra hérna megin. Mikið ósköp voru kynni okkar góð, sam- vinnan, sögurnar, hláturinn og allt það sem vinir segja hvor öðrum. Það voru fáir eins einlægir og þú. Það eru svo fáir dagar síðan við skipt- umst síðast á pósti. Þegar ég les hann nú aftur og aft- ur rennur alltaf betur og betur upp fyrir mér hversu góður vinur þú hef- ur verið. Sigurjón minn, þannig byrjaðir þú einn póstinn, og svo komu falleg orð um mig og ástvini mína. Allt sagt af heilindum. Eftir að hafa stigið krappan dans af og til varst þú kominn í friðarhöfn. Þar var Nína þín. Hana mast þú mikils og hikaðir ekki við að segja frá því. Sæmundur minn, þegar ég frétti af endalokunum hjá þér var mér brugðið. Mér vöknaði um augu og ég fann til saknaðar. Sama á við um Kristborgu og Hildi og Janus. Öll söknum við vinar. Ég og þú segj- um hvor öðrum ekki fleiri sögur að sinni, vonandi seinna. Við sendum Nínu og öllum syrgj- endum öðrum okkar bestu kveðjur. Megi Guð blessa ykkur. Sigurjón M. Egilsson. Sumt fólk er þannig að þegar maður hittir það í fyrsta skipti er eins og það sé gamlir vinir. Sæ- mundur Guðvinsson var þannig maður. Þegar ég hitti hann fyrst fyrir all- mörgum árum í völundarhúsi blaða- mennskunnar fannst mér eins og ég hefði alltaf þekkt hann. Vinalegt brosið, hlýlegt viðmótið og lágur hláturinn gerði Sæmund vinsamleg- an og óvenjulega geðugan mann. All- ir þessir eðlisþættir styrktu Sæ- mund sem blaðamann. Viðmælendur hans treystu honum og meðfædd kurteisi hans gerði honum auðvelt að nálgast menn hvaðanæva úr sam- félaginu. Góðir skipulagshæfileikar og mannkærleikur gerðu honum auðvelt að fara með mannaforráð. Hann vann um tíma sem fréttastjóri á tveimur dagblöðum og sýndi þar einstaka næmi fyrir fréttum; með bestu fréttanefjum á Íslandi um tíma. Þegar félagi minn og ég stofnuð- um hverfisblað Vesturbæjar, Vest- urbæjarblaðið, fyrir nokkrum árum, var ég það heppinn að ráða Sæmund sem aðstoðarritstjóra. Þegar ég tók þá ákvörðun að hefja háskólanám í annað skipti og nú sem roskinn maður, tók Sæmundur við merkinu og settist í ritstjórastólinn. Honum fórst það starf mjög vel úr hendi, átti góðar hugmyndir, skrifaði blaðið nær allt sjálfur, tók viðtöl jafnt sem hann annaðist fréttaskrif. Ef Sæmundur hefði ekki tekið við Vesturbæjarblaðinu sem ritstjóri er mér til efs að ég hefði þorað að standa upp úr stólnum og hefði ég engu að síður gert það, er mér til efs að blaðið kæmi enn út. Auk samstarfs í blaðamennsk- unni, vorum við Sæmundur góðir vinir. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál, höfðum báðir svamlað í ölduróti blaðamennskunnar og lifað hundasundið af, fengist við bóka- skrif og höfðum gaman af samfélags- málum; vorum báðir forvitnir menn. Sæmundur var góður vinur; hlýr, fyndinn og skapvænn. Ég mun sakna samverustunda okkar. Fjöl- skyldu Sæmundar votta ég mína dýpstu hluttekningu. Ingólfur Margeirsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VAGNBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 12. maí kl. 15.00. Þórarinn Árnason, Bertha Þórarinsdóttir, Hólmfríður Þórarinsdóttir, Þorbjörg Jóhanna Þórarinsdóttir, Aðalsteinn Hermannsson, Rúnar Þórarinsson, Þorbjörg Friðriksdóttir, Magnús Þórarinsson, Eiður Þórarinsson, Heiður Friðriksdóttir, Róbert Anderson, Ásdís Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona, barna- barn, frænka og vinkona, LOVÍSA RUT BJARGMUNDSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 12. maí kl. 15.00. Sólveig Guðlaugsdóttir, Bjargmundur Grímsson, Guðmundur Bjargmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kolbrún Bjargmundsdóttir, Lovísa Rut Bjargmundsdóttir og aðrir aðstandendur. AGATHA ÞORLEIFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðviku- daginn 11. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð krabbmeinssjúkra barna Sigrún Bjarnadóttir og fjölskyldur, Guðbjörn Oddur Bjarnason, Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR HILLERS, Háengi 27, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, laugardaginn 7. maí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gyða Huld Björnsdóttir, Jón Ágústsson, Þorvaldur Ómar Hillers, Anna Friðbjörnsdóttir, Úlla Hillers, Úlfar Pálmi Hillers, Ingibjörg Hjaltadóttir, Karl Henrik Hillers, Edda Guðmundsdóttir. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdasonur, tengdafaðir, stjúpi og afi, HEIÐAR ALBERTSSON vélstjóri, Laugalind 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 12. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð krabbameins- deildar LHS. Margrét Sigurðardóttir, Ingibjörg Heiðarsdóttir, Guðmundur Jónasson, Lilja Björk Heiðarsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Jón Grétar Heiðarsson, Hólmfríður Björnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, stjúpbörn og barnabörn. TRYGGVI VILMUNDARSON netagerðarmeistari, Sunnubraut 4, Höfn, lést laugardaginn 7. maí. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstu- daginn 13. maí kl. 15.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Lilja Jóhannsdóttir. Ástkær faðir minn og bóðir, GEORG HEIÐAR EYJÓLFSSON, Kleppsvegi 68, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Krossinum, Hlíðasmára 5-7, Kópavogi, fimmtudaginn 12. maí kl. 13.00. Fyrir hönd ástvina, Tryggvi Freyr Elínarson, Sigurrós Erna Eyjólfsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju föstudaginn 13. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið á Höfn í Hornafirði njóta þess. Hafsteinn Jónsson, Bára Hafsteinsdóttir, Bjarni Stefánsson, Steinþór Hafsteinsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.