Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ SUÐURNES VORSTÖRFIN hófust hjá landgræðslufólki fyrr en oft áður. Sáningarvélar tóku til starfa við Þorlákshöfn í byrjun apríl og eru nú í notk- un á Mýrdalssandi og Hólasandi. Í fyrradag hófst árlegt áburðarflug landgræðsluvélarinnar Páls Sveinssonar. Stærstu verkefnin í vor eru unnin í samvinnu við Vegagerðina og beinast að því að draga úr sandfoki á vegi. Landgræðslu- stjóri segir að góður árangur hafi náðst og nefnir Mýrdalssand sem dæmi um það. Helsta verkefni Páls Sveinssonar í sumar er að dreifa áburði og grasfræi á landgræðslu- svæði vestan Þorlákshafnar. Er þetta sam- starfsverkefni Landgræðslunnar og Vegagerð- arinnar og beinist nú einkum að því að koma í veg fyrir sandfok á nýju vegstæði fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar, að sögn Sveins Runólfs- sonar landgræðslustjóra. Að þessu sinni verður dreift á þriðja hundrað tonnum af áburði og grasfræi en sandfokssvæðið er 3.000 til 4.000 hektarar að stærð. Þetta er fimmta árið sem Vegagerðin og Landgræðslan vinna að þessu verkefni og segir Sveinn að árangur til þessa lofi góðu. Páll Sveinsson verður í notkun í tæpan hálfan mánuð í vor. Auk þessa verkefnis dreifir hann áburði á Reykjanesi í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrir landeig- sandi í nágrenni þjóðvegarins. Melgresisrák- irnar hafa safnað í sig sandi og hækka ár frá ári og mynda þannig sífellt meira skjól fyrir umferðina um þjóðveginn á vissum köflum. Í ár verður sáð í á annað hundrað hektara á Mýr- dalssandi. Landbætur við Krýsuvík Landgræðslan vinnur að ýmsum smærri verkefnum á Suðurlandi, meðal annars í Skafta- fellssýslum og Rangárvallasýslu. Sveinn nefnir einnig verkefni sem unnið er að við Krýsuvík í samstarfi við sveitarfélög og Vegagerðina. Þar er verið að girða af beitarhólf upp af Krýsuvík, fyrir sauðfé Grindvíkinga, og jafnhliða unnið að stöðvun gróðureyðingar og að bæta land. „Það samkomulag sem tókst á síðasta ári var lang- þráð og kemur alveg í veg fyrir lausagöngu bú- fjár á Reykjanesskaganum,“ segir Sveinn. Á Norðurlandi er Hólasandur stærsta upp- græðsluverkefnið og þar eru landgræðslumenn að hefja störf þessa dagana. Einnig er unnið að fjölda smærri verkefna. „Langumfangsmesta verkefnið er þó Bændur græða landið. Það dreifist um allt land enda taka nærri 600 bændur þátt í því,“ segir Sveinn. Bændurnir leggja til þekkingu, vélar og vinnu við landbætur á heimalöndum sínum og Landgræðslan kemur til móts við þá með því að leggja til hluta áburðar og fræs og með því að veita þeim ráðgjöf. endur í nágrenni Reykjavíkur og fyrir austan fjall. Að þessum verkefnum loknum verður flug- vélin afhent Þristavinafélaginu til varðveislu en það er áhugamannafélag sem hyggst varðveita hana. Sveinn segir óvíst um áframhaldandi notkun vélarinnar til áburðarflugs en tekur fram að tankurinn verði áfram í henni. „Verk- efnin eru orðin lítil því bændur og verktakar hafa tekið við þeim flestum.“ Sáning hófst fyrr en oft áður Önnur uppgræðsluverkefni sumarsins hófust með fyrra fallinu, að sögn landgræðslustjóra, enda fór frost snemma úr jörðu. „Það er raunar enn kalt í lofti. Hér í Gunnarsholti er til dæmis frost flestar nætur,“ segir Sveinn. Byrjað var að nota sáðvélarnar á land- græðslusvæðinu vestan við Þorlákshöfn í byrj- un síðasta mánaðar, einmitt á sama svæðinu við væntanlegan Suðurstrandarveg og Páll Sveins- son er nú að vinna á. Þar var sáð melfræi. Núna eru vélarnar austur í Mýrdal þar sem þær eru notaðar til að sá fræjum melgresis og lúpínu og verktaki ber áburð á svæðin sem sáð var í á síðasta ári. „Á Mýrdalssandi er afar erf- itt sandfokssvæði og sandurinn sækir á þjóð- veginn. Gríðarlegur árangur hefur náðst þarna og sandfok hamlar umferð mun minna en áður var,“ segir Sveinn. Breyting hefur orðið á landslagi á Mýrdals- Sáning og áburðargjöf starfsfólks Landgræðslunnar hófst fyrr í vor en oft áður Melgresið myndar landslag Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nýtt landslag Melgresi á Mýrdalssandi safnar í sig foksandi og myndar hæðir sem veita ökumönnum skjól fyrir sandroki. Umferðin er öruggari. „ÞETTA venst. Ég er vanur því að vera einhvers staðar einn með sjálfum mér,“ sagði Bjarni Arn- þórsson, sáningarmaður hjá Land- græðslunni, þar sem hann ók með raðsáningarvélina á Mýrdalssandi í gær. Hann sagðist venjulega hafa verið einn á sandinum en núna séu tvær vélar að störfum í einu. „Þetta er eins og að vera í fjölbýli þegar maður veit af öðrum í ná- grenninu,“ segir Bjarni. Hann var að sá mel, berings- punti og lúpínu. Spurður um breytingar á landslagi á Mýrdals- sandi vegna uppgræðslunnar segir Bjarni að melrákirnar safni í sig sandi og hækki ár frá ári. Hann áætlar að elstu rákirnar séu orðn- ar þriggja metra háar. Sumar eru margir kílómetrar að lengd, sér- staklega austan við Blautukvísl, en misháar. Uppgræðsla Bjarni Arnþórsson, sáningarmaður hjá Landgræðsl- unni, setur fræ og áburð í rað- sáningarvélina á Mýrdalssandi. Vanur að vera einn með sjálfum mér Reykjanesbær | Útibú Landsbank- ans í Keflavík hefur með sam- komulagi við stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum stofnað styrktarsjóð félagsins. Samningur þess efnis var undirritaður við móttöku sem bank- inn bauð til í tilefni af endurnýjun húsnæðis útibúsins. Útibúið leggur samtals þrjár millj- ónir kr. til sjóðsins á næstu fjórum árum. Sjóðurinn verður varðveittur í bankanum og segir Halldór Leví Björnsson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, að stefnt sé að því að láta höfuðstól sjóðsins halda sér að mestu en úthluta vöxtunum tvisvar á ári til stuðnings félaginu og skjól- stæðingum þess. Þá segist hann von- ast til að sjóðurinn eflist á næstu ár- um með framlögum annarra í hann. „Sjóðurinn kemur sér vel. Það eru óteljandi verkefni sem við höfum áhuga á að vinna að og hann getur opnað leið til láta einhver þeirra verða að veruleika,“ segir Halldór. Þroskahjálp rekur dagvist fyrir fatl- aða í Ragnarsseli og kostar for- eldraráðgjafa. Þá rekur félagið vinnustaðinn Dósasel. Húsnæði útibús Landsbankans á Hafnargötu 57 í Keflavík hefur allt verið endurnýjað í samræmi við breyttar þarfir viðskiptavina bank- ans fyrir þjónustu. Friðgeir Magni Baldursson útibússtjóri sagði í ávarpi við móttöku sem efnt var til að þjónustan hafi verið efld verulega og löguð að nútíma bankastarfsemi. Þjónustufulltrúum hafi verið fjölgað og söluráðgjafi fengið fasta aðstöðu. Auk fyrirtækjasérfræðings hafi ver- ið ráðinn einstaklingssérfræðingur í fullt starf og muni hann sinna mark- aðsmálum og ráðgjöf vegna við- skipta við einstaklinga. Starfsfólki hefur fjölgað í útibúinu sem einnig hefur afgreiðslur á Keflavík- urflugvelli og í Sandgerði. Friðgeir sagði að starfsemin hefði aukist. Þannig hefðu útlán aukist á annan milljarð frá áramótum og nú væru útlán bankans á Suðurnesjum orðin meiri en innlánin en því hefði verið öfugt farið um síðustu áramót. Útibú Landsbankans stofnar Styrktarsjóð Þroskahjálpar á Suðurnesjum Áhugi á að ráðast í óteljandi verkefni Ljósmynd/Hilmar Bragi Styrkur Halldór Leví Björnsson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, og Björgólfur Guðmundsson, stjórnar- formaður Landsbankans, takast í hendur eftir undirritun samninga um stofnun styrktarsjóðs. Á milli þeirra eru Friðgeir Magni Baldursson, útibússtjóri í Keflavík, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Helguvík | Hringrás hefur hafið út- flutning á brotamálmi frá atvinnu- svæði sínu við Helguvíkurhöfn. Fyrsta farm- inum var skipað út síð- astliðinn föstudag. Hringrás tók í notkun söfnunar- og vinnslusvæði í iðngörðunum við Helguvík í nóvember síðastliðnum. Fyrirtækið hefur boð- ið sveitarfélögunum hagkvæmar lausnir við förgun brotajárns og málma og hafa þær verið í skoðun, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Vakin er athygli á því að starfsemin í Helgu- vík komi svæðinu vel og dragi úr kostnaði vegna þess að ekki þurfi að aka málmunum til Reykjavíkur. Hringrás hefur tekið þátt í ár- legu umhverfisátaki Reykjanesbæj- ar. Þar hefur þúsundum tonna af brotajárni og málmum verið safnað saman, endurgjaldslaust. Þrjú þúsund tonn af brota- járni úr landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.