Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný peysusett Mjódd, sími 557 5900 Vordagar í Mjódd • Gallafatnaður frá Transfer • Gallabuxur kr. 3.990 • Stutt gallavesti kr. 3.990 • Síð gallavesti kr. 4.990 • Gallajakkar kr. 4.990 Verið velkomnar Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11 • Kópavogi sími 517 6460 • fax 517 6565 www.belladonna.is pilsaþytur og blómabolir Opið virka daga kl. 11-18, laugard. 12-16 Vorum að taka upp nýja sendingu af pilsum og bolum - flottir litir  KARL Ægir Karlsson varði dokt- orsritgerð sína í taugavísindum við sálfræðideild University of Iowa í Iowa City í Bandaríkjunum 18. febr- úar síðastliðinn. Heiti ritgerðarinnar er „The Neural Substrates of At- onia and Myoc- lonic Twitching During Sleep in Infant Rats“. Andmælendur voru dr. Mark S. Blumberg, dr. Amy Poremba, dr. Scott R. Rob- inson og dr. John H. Freeman sem öll eru prófessorar við sálfræðideild University of Iowa auk dr. Alan Kay sem er prófessor í lífvísindadeild við sama skóla. Leiðbeinandi verkefnis- ins var dr. Mark S. Blumberg. Rannsóknir dr. Karls snerust um að lýsa taugabrautum sem eru nauð- synlegar fyrir svefn og vöku í ný- fæddum rottum. Svefn er ráðgáta; þrátt fyrir að við verjum einum þriðja af ævinni sof- andi þá er ekki vitað til hvers svefn- inn er. Og vegna þess að allt ungviði ver jafnvel enn meiri tíma í svefn en fullorðnir, hefur því verið haldið fram að skýringa á svefninum væri að leita í bernsku; því hefur til dæm- is verið haldið fram að þær margvís- legu breytingar sem verða í tauga- kerfinu eftir fæðingu séu svefnháð- ar. En vegna þess að taugafræðileg- ar orsakir svefns í nýburum eru óþekktar eru raunprófanir á slíkum kenningum illframkvæmanlegar. Í fyrri rannsóknum höfðu Karl og samstarfsmenn hans hins vegar sýnt að vöðvaspennuleysi, sem er hluti af tónískri birtingarmynd bliksvefns (REM svefns), er einnig mælanlegt í nýfæddum rottum. Orsakir vöðva- spennuleysis, og annarra hluta svefns, eru ekki að fullu ljósar í full- orðnum og þeim hefur aldrei verið lýst í nýburum. Í doktorsverkefni Karls var sýnt fram á að frumur í heilastofninum (ventromedial me- dulla) orsaka vöðvaspennuleysi séu þær örvaðar (hvort heldur sem er með rafmagni eða með glútamat gerandefnum); þær auka tíðni hrif- spenna á meðan vöðvaspennuleysinu stendur og skortur verður á vöðva- spennuleysi ef frumunum er fækkað með sértækum vefjaskemmdum. Enn fremur var sýnt fram á að vöðvaspennuleysi var háð ílagi frá frumum í heilabrúnni (pons); aftur- virkum sporefnum var beitt til þess að auðkenna ílagsfrumurnar. Frum- ur í heilabrúnni sem eru nauðsyn- legar fyrir vöðvaspennuleysi fund- ust á afmörkuðum stöðum (sub- coeruleus og pontis oralis) og vefja- skemmdir á þessum stöðum orsök- uðu skort á vöðvaspennuleysi án þess að hafa áhrif á aðra þætti svefns. Fasískir svefnþættir og vaka voru hins vegar háðir tíðni og hrynj- anda hrifspenna frumna sem liggja frekar baklægt og hliðlægt í heila- stofni (dorsolateral pontine teg- mentum og einkum í laterodorsal tegmental nucleus). Rannóknirnar veita mikilvæga vitneskju um taugafræðilegar orsak- ir svefns í nýburum og opna nýjar leiðir til þess að skilja tilgang og eðli svefns. Rannsóknir Karls hafa verið birtar í vísindaritunum: Behavioral Neuroscience, Journal of Neurosci- ence, Neuroscience, Journal of Neurophysiology og PLoS Biology. Einnig hefur verið fjallað um rann- sóknir Karls í fjölmiðlum á borð við National Geographic og Washington Times. Karl fæddist árið 1971 og var upp- alinn í Þorlákshöfn. Karl lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1991 og eftir nokkur ár til sjós hóf hann nám í sálfræði við HÍ og lauk BA-gráðu í því fagi árið 1999. Eiginkona Karls er Elsa Hrafnhild- ur Yeoman tækniteiknari og eiga þau tvö börn, Kolbein f. 1993 og Nönnu f. 2000. Foreldrar Karls eru þau Guðrún Sigríks Sigurðardóttir, kennari í Þorlákshöfn og Karl Sig- mar Karlsson, vélstjóri, athafna- og veitingamaður. Karl starfar nú við rannsóknir við Neuropsychiatric Institute í Uni- versity of California í Los Angeles (UCLA) í Bandaríkjunum. Þar vinn- ur hann við rannsóknir á taugalífeðl- isfræði svefns – bæði í tilraunadýr- um og mönnum. Doktor í tauga- vísindum EFTIRFARANDI athugasemd hef- ur borist frá stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 en félagsmenn voru meðal þeirra sem mótmæltu olíugjaldinu við Al- þingishúsið á mánudag. Að aðgerð- unum stóðu auk þeirra Félag hóp- ferðaleyfishafa, Frami – stéttarfélag leigubílstjóra, Landssamband sendi- bílstjóra og Bifreiðastjórafélagið Átak. „Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 lýsir furðu sinni á ummælum fulltrúa Fé- lags íslenskra bifreiðaeiganda um mótmælaaðgerðir gegn fyrirhuguð- um álögum á dísilolíu, sem fram hafa komið í fréttum og á vef félagsins. Í umfjöllun FÍB um aðgerðirnar er kosið að rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra samtaka sem að að- gerðunum stóðu, í stað þess að styðja mótmælaaðgerðir gegn óhóf- legum álögum á þá bifreiðaeigendur sem nota dísilolíu. Í umræddri áskorun til fjármála- ráðherra er á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíu- gjald í stað þungaskatts. Hins vegar er mótmælt því gríðarlega háa olíu- gjaldi sem ákvarðað hefur verið og gerir dísilbíla að óhagstæðum kosti fyrir íslenska bifreiðaeigendur. Þetta gengur þvert á markmið frum- varps um olíugjald sem var fyrst og fremst að fjölga dísilbílum í umferð og gera þá að hagkvæmum valkosti fyrir bifreiðaeigendur. Fullyrðingar FÍB um að í mótmælaaðgerðunum felist stuðningur við núverandi þungaskattskerfi eru því með öllu úr lausu lofti gripnar og ekki hægt að skilja þær öðruvísi en rangtúlkun á innihaldi áskorunarinnar. Við skor- um á FÍB að draga ummælin til baka og standa með okkur í þessu stóra hagsmunamáli fjölmargra bifreiða- eigenda. Aðeins þannig getur FÍB staðið sem hagsmunafélag allra bif- reiðaeigenda á Íslandi.“ Lýsa furðu á ummælum fulltrúa FÍB um aðgerðir RAUÐI kross Íslands stóð nýverið fyrir námskeiði fyrir verðandi leið- beinendur á námskeiðunum Við- horf og virðing, en tilgangur nám- skeiðsins er að vinna gegn fordóm- um og mismunun í þjóðfélaginu með virkri umræðu. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þau Sidsel Per- son frá norska Rauða krossinum og Rajan Chelliah (Chelliah Rajakulas- ingam), þáttarstjórnandi þáttarins Migrapolis hjá norska Ríkissjón- varpinu. Rajan, sem á ættir að rekja til Sri Lanka, segir hættulegt að hefja um- ræður um kynþáttafordóma með því að stimpla fólk „rasista“, því þannig loki fólk á umræður og þroska. „Oft þarf fólk bara að ræða saman og kynnast hvert öðru og þá minnkar þessi menningarlegi mis- skilningur,“ segir Rajan. „Markmið okkar er að vekja umræður hjá fólki. Það er hluti af námskeiðinu að fá fólk til að tala saman. Við leið- um samræður inn á vissar brautir sem opna fyrir umræðuna um þessa ólíku menningarheima og fjöl- breytileikann í samfélaginu.“ Sidsel segir íslenska Rauða krossinn hafa viljað prófa nýjar leiðir til að berjast gegn kynþátta- fordómum. „Norski Rauði krossinn hefur mikla reynslu af þessu starfi, en við leggjum áherslu á fjölbreyti- leika og samræðu,“ segir Sidsel. Um tuttugu einstaklingar, víðs- vegar að af landinu, tóku þátt í námskeiðinu. Þar var um að ræða fólk úr ýmsum áttum, t.d. hag- fræðinema, kennara, mannfræð- inga og fleira. Þátttakendurnir báru námskeiðinu og leiðbein- endum góða sögu og kváðu sam- ræður og vangaveltur hafa kveikt á ýmsum hugmyndum. Tuttugu manns á námskeiði RKÍ um viðhorf og virðingu Morgunblaðið/Þorkell Rajan Chelliah og Sidsel Person leiðbeindu verðandi íslenskum leiðbein- endum um umræður, viðhorf og virðingu á námskeiði Rauða krossins. Markmiðið að vekja umræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.