Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
HÁTÍÐIN Reykavík Rocks verður
haldin í fyrsta skipti í sumar.
Þetta er að sögn skipuleggjenda
tveggja kvölda tónlistarhátíð, en
fyrri tónleikarnir, með Duran
Duran, fara fram fimmtudaginn
30. júní og hinir seinni, með Foo
Fighters og Queens of the Stone
Age, þriðjudaginn 5. júlí.
Hátíðin var kynnt á blaða-
mannafundi á Hótel Borg í gær.
Aðstandendur hennar segja að
hugmyndin sé nokkurra ára göm-
ul. Markmiðið með hátíðinni sé að
skapa árlega tónlistarhátíð í
Reykjavík, sem bjóði upp á
rjómann af þeim hljómsveitum
sem komi fram á hátíðum í Evr-
ópu, eins og Hróarskeldu, Glast-
onbury og Reading. „Tónlist-
arhátíð virðist í mörgum tilfellum
vera meira spennandi kostur að
mati tónlistarmannanna og gesta,
auk þess að í faginu þykir tilvist
slíkrar samkomu til marks um
þroskaðan markað fyrir lifandi
tónlistarflutning,“ segja aðstand-
endur hátíðarinnar.
Dave Grohl greip tækifærið
„Hugmyndin fór á flug sl. haust
í viðræðum aðstandenda hátíð-
arinnar og fulltrúa nokkurra virt-
ustu umboðsskrifstofa tónlist-
arfólks í heiminum í dag. Dave
Grohl og félagar í Foo Fighters
stukku strax á hugmyndina og
sögðu að nú væri kærkomið tæki-
færi til að koma Reykjavík á hið
stóra tónlistarhátíðarkort Evrópu
yfir sumartímann. Þeir sögðust
aldeilis ekki ætla að liggja á liði
sínu í að koma Reykjavík Rocks á
koppinn og melduðu sig inn strax.
Dave Grohl hafði svo samband við
félaga sína í Queens of the Stone
Age, sem stukku einnig til. Duran
Duran kom inn stuttu síðar og
grundvöllur Reykjavík Rocks 2005
var tryggður.“
Framkvæmd Reykjavík Rocks
er viðamikil og að sögn aðstand-
enda fyrst og fremst möguleg sök-
um þess Grettistaks sem innlendir
aðilar hafi undanfarin ár lyft í
skipulagningu og framkvæmd
stærri atburða á Íslandi. „Mikil
sérþekking hefur skapast á örfá-
um árum hvað varðar alla fram-
kvæmd og tæknilegar útfærslur í
ört vaxandi innlendum iðnaði sem
gefur erlendum ekkert eftir,“
segja aðstandendur Reykjavík
Rocks.
Brotið blað
Þeir segja að með hátíðinni sé
brotið blað í tónleikahaldi á Ís-
landi. „Hér með opnast möguleiki
á að kynna á Íslandi annað og
meira en bara enn eina tónleikana.
Reykjavík Rocks verður með tíð
og tíma spennandi viðbót við það
sem gerir Ísland að spennandi við-
komustað ferðafólks og með öfl-
ugri kynningu er ljóst að Reykja-
vík verður hluti af
tónlistarhátíðarflórunni í Evrópu.“
Egilshöll verður skipt í tvö
svæði bæði kvöldin, fremra og aft-
ara og rúmar hún 10.000 gesti
hvort kvöld. 2⁄3 af salnum verða
notaðir undir tónleikasvæðið og
þriðjungur undir ýmsa þjónustu
við hátíðargesti, eins og sölu veit-
inga og minjagripa. Miðar á hátíð-
ina verða í tveimur verðflokkum;
miði sem gildir á bæði kvöldin
kostar 9.900 krónur og tryggir að-
gang að fremra svæðinu. 5.000
miðar verða í boði í þeim verð-
flokki og 5.000 á hvert kvöld í hin-
um verðflokknum, en aðgöngumiði
á stakt kvöld kostar 5.900 krónur.
Tónleikar | Reykjavík Rocks, tveggja kvölda tónlistarhátíð í Egilshöll, haldin í fyrsta skipti
Reykjavík á evrópska sumarhátíðakortið
Sérstök forsala á miðum sem gilda bæði kvöldin hefst kl. 11 laugardaginn 21. maí í verslunum 10-11 í Lágmúla, Austurstræti
og Akureyri. Almenn miðasala hefst sunnudaginn 22. maí kl. 11 í öllum verslunum 10-11 og á reykjavikrocks.is.
Nánari upplýsingar er að finna á reykjavikrocks.is.
Morgunblaðið/Eyþór
Reykjavík Rocks var kynnt með viðhöfn á Hótel Borg í gær.
HVATAMAÐUR Foo Fighters er
Dave Grohl, sem trommaði í hinni
frægu gruggsveit Nirvana á sínum
tíma. Hann
stofnaði sveit-
ina árið 1995,
eftir sjálfs-
morð söngv-
ara Nirvana,
Kurts Coba-
ins, og hefur
síðan gert
Foo Fighters
að jafnfrægu
nafni og Nirv-
ana. Grohl
tók upp 15 lög
með vini sínum nokkrum mánuðum
eftir sjálfsmorð Cobains, setti þau á
kassettu og gerði 100 eintök. Í kjöl-
farið fékk hann plötusamning og
stofnaði hljómsveitina í stað þess að
hefja sólóferil. Kassettan varð að
fyrstu plötu Foo Fighters, sam-
nefndri sveitinni. Á henni voru lög
á borð við „This Is a Call“ og „Big
Me“ og björninn var unninn.
Foo
Fighters
Dave Grohl, höfuð-
paur Foo Fighters.
ALLFLESTIR Íslendingar kannast
við hljómsveitina Duran Duran, sem
naut mikillar hylli á níunda áratugn-
um. Sveitin var stofnuð fyrir 27 ár-
um og nú hafa upphaflegir meðlimir
hennar; Simon Le Bon, Nick Rhodes,
John Taylor, Andy Taylor og Roger
Taylor, komið saman á ný. Duran
Duran hefur nýlokið tónleika-
ferðalagi um Bandaríkin og á tón-
leikum tekur hún að sögn rjómann
af lögum sínum, en á meðal vinsæl-
ustu tónsmíða fimmmenninganna
eru „Careless Memories“, „Hungry
Like the Wolf“, „Rio“, „Save a Pra-
yer“, „Union of the Snake“, „A View
to a Kill“, „Ordinary World“ og
„Come Undone“.
Duran Duran
Reuters
Nick Rhodes og Simon Le Bon.
HLJÓMSVEITIN Queens of the
Stone Age hefur notið mikilla vin-
sælda síðustu ár fyrir frumlega
rokktónlist,
en lagið „No
One Knows“
var ofarlega
á vinsæld-
arlistum fyrir
u.þ.b. tveim-
ur árum.
Trommuleik-
ari í því lagi
var einmitt
góðvinur og
aðdáandi
sveitarinnar,
Dave Grohl. Upphafsmaður QOTSA
er hinn rauðhærði Josh Homme, en
hann stofnaði hana á rústum rokk-
sveitarinnar Kyuss, sem hætti starf-
semi árið 1995. Fyrsta plata QOTSA,
samnefnd sveitinni, kom út árið 1998
og tveimur árum seinna kom platan
R. Songs of the Deaf kom út 2002 og
nú er nýkomin platan Lullabies to
Paralyze.
Queens of the
Stone Age
Josh Homme, for-
ystumaður QOTSA.
Miðasala opnar kl. 15.003
WWW.BORGARBIO.IS
Frá leikstjóra
Die Another Day
Sýnd kl. 8 og 10 B.I 12 ÁRA Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA
TV
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10.45. B.I 16 ÁRA
Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara
á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
Ridley Scott, leikstjóri
Gladiator, færir
okkur eina
mögnuðustu mynd
ársins!
Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir
okkur eina mögnuðustu mynd ársins!
Magnaður spennutryllir
T H E INTERPRETER
ÓÖH DV
Orlando Bloom, Liam
Neeson og Jeremy
Irons fara á kostum í
epískri stórmynd.
Missið ekki af þessari
Sýnd kl. 5.30. (Síðasta sýning) B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl taliSýnd kl. 10.15 . B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30.
Skráðu þig á bíó.is
Sýnd kl. 5.45 og 8.
kl. 4, 7 og 10.
Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára.
Frá leikstjóra
Die Another Day
Frá leiks óra
Die Another Day
DIARY OF A
MAD BLACK
WOMAN