Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 18
H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS af fingrum framHANASTÉLSBOÐ Kópasker | Basil fursti, hund- ur Péturs Þorsteinssonar á Kópaskeri, er þekktur hagyrð- ingur og stundum hafa vísur eftir hann birst í vísnaþætti Morgunblaðsins. Hann svaraði til dæmis Kettinum þannig: Þú hugsar um það helst og fremst / að hringa þig og mala / en aldrei sá til æru kemst / sem ekki kann að smala. Bas- il fursti er af tegundinni bord- er collie og er frá Daðastöðum í Núpasveit, eins og eigand- inn. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Hagyrti hundurinn Basil fursti Gæludýr Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Brottfluttir Borgfirðingar | Hópur Vest- ur-Íslendinga sem ættir á að rekja til Borg- arfjarðar kemur í heimsókn til gamla lands- ins í sumar. Hafa þeir áhuga á að koma upp minnismerki um brott- flutning fólks úr Borg- arfirði til Vesturheims. Rætt er um að afhenda til dæmis áletraðan stöp- ul eða stein á fallegum áfangastað, til dæmis við Brákarsund í Borgarnesi. Bæjarráð Borgarbyggðar tekur jákvætt í erindið og hefur falið bæjarstjóra að vinna að málinu. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skólastjóri tónlistarskólans | Jóhanna Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skóla- stjóri Tónlistarskóla Stykkishólms. Tekur hún við 1. ágúst næstkomandi af Hafsteini Sigurðssyni sem gegnt hefur starfi skólastjóra í afleysingum í vetur. Fram kemur á vef Stykkishólmsbæjar að Jóhanna hefur sinnt kennslu við tónlistar- skólann með öðrum störfum. Skipt um | Sveitarstjóraskipti voru í Öx- arfjarðarhreppi í sumarbyrjun. Rúnar Þórarinsson tók við starfi sveit- arstjóra af Elvari Árna Lund, tímabundið, meðan Elvar fer í þriggja mánaða fæðing- arorlof að því er fram kemur á vefnum dettifoss.is Stjórn KaupfélagsEyfirðinga, KEA,hefur falið fram- kvæmdastjóra að kanna verðmæti og rekstr- arforsendur Íslenskra orkurannsókna (ISOR). Samhliða taldi stjórnin rétt að iðnaðarráðherra og einkavæðingarnefnd væri ritað bréf þar sem KEA óski eftir viðræðum við fulltrúa ríkisvaldsins með kaup í huga. Um leið segist stjórn KEA leggja áherslu á að leitað verði víðtæks sam- starfs við Háskólann á Ak- ureyri, fjársterka aðila, orkuveitur og sveitarfélög á svæðinu – með það fyrir augum að leggja grunn að öflugum vísi að vís- indagarði á sviði orku- tækni og orkunýtingar sem komið yrði upp í tengslum við Háskólann á Akureyri. Markmið slíks samstarfs væri að flytja meginþætti starfsemi ISOR til Akureyrar og ná- grannabyggða. ISOR norður? Stokkseyri | Sjaldgæf höfrungstegund fannst rekin á Eyrarbakka í síð- ustu viku. Dýrið var frem- ur illa farið, en við eft- irgrennslan kom í ljós, að þetta var svonefndur rákahöfrungur, sem einn- ig er nefndur rákaskopp- ari. Hafrannsóknastofnun var gert viðvart og stað- festu starfsmenn þar greininguna. Helsta einkenni ráka- höfrungs er flókið lita- mynstur sem sam- anstendur mest af blásvörtum, gráum og hvítum litum. Fullorðin dýr eru rúmir tveir metr- ar að lengd. Að sögn Gísla Víkings- sonar, hvalasérfræðings Hafrannsóknastofnunar, hefur rákahöfrungur að- eins fundist fjórum sinn- um áður við landið og í öll skipti rekinn. Þann fyrsta fundu Kvískerjabræður í Öræfunum árið 1984. Sá næsti fannst í Mosfells- sveit 1998 og síðan fund- ust tveir í fyrra, annar á Kjalarnesi og hinn í Hér- aðsflóa. Rákahöfrungur hefur aldrei sést innan landhelgi í hvalataln- ingum Hafrannsókna- stofnunar, en dýr hafa sést djúpt suður og suðvestur af landinu. Búsvæði hans er sunnanvert Atlantshaf og í Miðjarðarhafi er hann algengasti höfrungurinn. Óvenjulegur hvalreki Í nýju FréttabréfiKvæðamannafélags-ins Iðunnar er margt góðra vísna sem endra- nær. Bjargey Arnórs- dóttir yrkir: Galsa lífsins glöggt ég skil, gælir sól við stráin. Vaknar sterk í vorsins yl vængjatakaþráin. Sigrún Haraldsdóttir yrk- ir: Þó að vetrarveðrin ströng vorsins tefji ljóma. Heyri ég fagran fuglasöng í fjarlægðinni hljóma. Jón Ingvar Jónsson: Lóan frjáls af flugi móð fer mig nú að pirra, hún syngur aftur sömu ljóð og söng hún mér í fyrra. Loks Jói í Stapa: Í æðum virtist ólga grín oft á stuðlum sentist. Maðurinn orti um mold og vín meðan lífið entist. Hvarf einbúans við Jöklu vekur víða athygli, þar á meðal Sigrúnar Haralds- dóttur sem yrkir: Öræfin af kvíða klökk, kveðja Jöklustrauminn. Einbúinn af stalli stökk, steyptist oní flauminn. Mold og vín pebl@mbl.is Hólmavík | Ferðaþjónustan á Ströndum er uggandi yfir veitingastaðnum Cafe Riis en tvísýnt er hvort staðurinn opnar fyrir sum- arið. Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasýningar á Ströndum, segir að eig- endur staðarins hafi selt hann og að nýi eig- andinn ætli sér ekki að reka staðinn. Eig- andinn hefur ekki fundið neinn til að annast reksturinn en að sögn Sigurðar er enginn annar matsölustaður á Hólmavík ef frá er talinn söluskáli Esso. Sigurður hefur áhyggjur af því að ferða- þjónustan bíði hnekki og að það taki langan tíma að vinna aftur upp ímyndina sem Hólmavík hefur skapað sér. „Hólmavík er að verða ferðmannastaður. Cafe Riis fellur inni í ímyndina sem við höfum verið að búa til undanfarin ár,“ segir Sigurður og bendir á að innréttingarnar á veitingastaðnum eru skreyttar galdrastöfum. Eðvarð Björgvinsson er eigandi Fjarðar- kletts sem nú á Cafe Riis en hann segist hafa eignast staðinn í tengslum við önnur viðskipti og að aldrei hafi annað staðið til en að selja hann. „Ég bíð bara eftir að Stranda- menn taki ákvörðun um að kaupa þetta. Margir eru að spá en ekkert gerist,“ segir Eðvarð en reksturinn hefur gengið vel. Har- aldur V. Jónsson, oddviti Hólmavíkur- hrepps, segir að hreppsnefnd hafi ekki tekið afstöðu en nú hljóti menn að þurfa að ákveða hvernig málum verður háttað í sumar. Ef það fer ekki að gerast skoðum við ef- laust málið,“ segir Haraldur. Óvissa um veitinga- aðstöðu Stokkseyri | Ljósmyndasýning Jóhanns Óla Hilmarssonar í Menningarverstöð- inni Hólmaröst á Stokkseyri hefur verið framlengd fram yfir hvítasunnu. Sýn- ingin er opin um helgar frá 14 til 18. Sýningin er á þriðju hæð, gengið inn að norðanverðu. Sýningin nefnist Náttúra Flóans. Um helmingur er fuglamyndir, enda er fuglalíf Flóans fjölskrúðugt og fuglaljósmyndun aðalviðfangsefni ljós- myndarans. Jóhann Óli er þekktur fyrir náttúru- ljósmyndir sínar, sérstaklega fugla- myndir. Myndir hans hafa birst í bókum, blöðum, tímaritum og á sýningum um allan heim. Þekktasta verk hans er met- sölubókin Íslenskur fuglavísir, sem þýdd hefur verið á ensku og þýsku. Sýning Jóhanns Óla framlengd ♦♦♦                           Leiklistarnámskeið | Leikfélag Ak- ureyrar býður upp á leiklistarnámskeið fyr- ir börn, unglinga og fullorðna í júní í sumar. Kennslan fer fram með æfingum og leikj- um. Nemendur fá þjálfun í að koma fram fyr- ir framan aðra. Farið verður í spuna, leik- hússport og æfðar stuttar senur eftir því sem efni standa til. Nemendur og kennari spinna sig saman gegnum ævintýri leikhússins. Kennt verður á sviði leikhússins og nem- endur kynnast krókum og kimum hússins. Kennari á námskeiðunum er Hildigunnur Þráinsdóttir. Nánari upplýsingar á leik- felag.is. Skráning fer fram á; midasala@leik- felag.is eða í síma 862 8011 eftir kl. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.