Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Sumarstörf Sjúkraliðar Óskum eftir sjúkraliðum í 80%—100% störf á dag- og kvöldvaktir. Einnig er laus 60 % staða á dagvakt. Aðhlynning Óskum einnig eftir að ráða starfsmenn til aðhlynningar á dag- og kvöldvaktir. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Sjá nánar á www.soltun.is Nánari upplýsingar veita Sigurveig Guðjóns- dóttir, sími 590 6215, og Guðrún Björg Guð- mundsdóttir, sími 590 6322. Mosfellsbær Þjónustustjóri Mosfellsbær óskar eftir að ráða þjónustu- stjóra í fullt starf í Þjónustuver. Helstu verkefni eru að annast verkaskipt- ingu og stýra þeirri þjónustu, sem þjón- ustuverið ynnir af hendi, s.s. móttöku við- skiptavina, upplýsingagjöf, meðhöndlun umsókna, skjalavinnslu o.fl. Þjónustustjóri hefur umsjón með almannatengslum, heimasíðu og kynningarmálum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af sambærilegum störfum, gott vald á helstu tölvuforritum, s.s. Word og Excel, innsýn í heimasíðugerð og staðgóða tungumálakunnáttu. Umsóknum skal skilað fyrir 18. maí nk. til Þjónustuvers Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, merktar: „Þjónustustjóri”, eða á netfangið slr@mos.is, en þangað er einnig hægt að beina fyrirspurnum varðandi starfið. Kaffi Sólon Bankastræti 7a Við á Kaffi Sólon óskum eftir vönu og brosmildu fólki bæði í sal og á bar í full störf og aukavinnu, einnig vantar fólk í ræstingar um helgar. Upplýsingar gefur Bento á staðnum, miðvikudag og fimmtudag milli 14-17 aldurstakmark 20 ár. Frá Þelamerkurskóla Kennarar Vegna námsleyfis er laus til umsóknar staða kennara næsta skólaár. Vegna barnseignarleyf- is er laust starf íþróttakennara í þrjá mánuði frá næsta hausti. Laus er 80% staða kennara í upplýsinga- og tæknimennt, tölvuumsjón og tónmennt. Umsóknarfrestur er til 18. maí. Upplýsingar gefur Anna L. Sigurðardóttir skólastjóri í síma 462 1772 eða 895 5623 eða Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri í 462 1772. Þelamerkurskóli er rekinn af tveimur 450 íbúa sveitarfélögum í næsta nágrenni Akureyrar. Skólann sækja um 100 nemendur. Raðauglýsingar 569 1111 Fundir/Mannfagnaðir Félag skipstjórnarmanna auglýsir Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn í Háteigi, sal á efstu hæð á Grand Hót- eli Reykjavík, kl. 13 föstudaginn 20. maí. Dag- skrá samkvæmt lögum félagsins um aðalfund. Fundurinn verður auglýstur í fjölmiðlum fimmtudaginn 19. maí. Framkvæmdastjórn. Eignarhaldsfélag Suðurnesja Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. verður haldinn á Hótel Keflavík miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 16.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Reikningar félagsins, ásamt tillögum, liggja frammi á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fitjum, Reykjanesbæ. Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja hf. Aðalfundur fyrir árið 2004 hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja hf. verður haldinn í húsi Akóges við Hilmisgötu 15 í Vestmannaeyjum fimmtu- daginn 19. maí 2005 og hefst hann kl. 15.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Tölvubíla hf. verður haldinn í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 25. maí kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og lög- gilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí 2005 Fölsuð lyf geta valdið örkuml og dauða Hjúkrunarfræðingar ráðast gegn notkun falsaðra og ófullnægjandi lyfja Opinn fundur á Grand Hóteli 12. maí 2005 kl. 20-21.30 Dagskrá: Ávarp Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Erindi Náttúruefni og náttúrulyf – vaxandi notk- un almennings en virka þau? Arnór Víkingsson, sérfræðingur í gigt- lækningum. Fölsuð lyf, innflutningur einstaklinga á lyfjum – pantanir á netinu. Þorbjörg Kjartansdóttir, lyfjafræðingur, Lyfjastofnun. Lyfjamál íþróttamanna, hvað kemur það okkur við. Bönnuð efni og aðferðir í íþróttum. Áslaug Sigurjónsd., hjúkrunarfræðingur, formaður lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ. Tónlist Ragnheiður Gröndal söngkona. Allir velkomnir — Aðgangur ókeypis Dagskráin verður send á eftirtalda staði: Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Sjúkrahús Ísafjarðar Fræðslunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Veiði Laxveiðiá til leigu Veiðifélag Gljúfurár í Húnavatnssýslu hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í leigu á stang- veiðirétti í Gljúfurá fyrir veiðitímabilið frá og með árinu 2006. Leyfð er veiði á tvær stangir. Lítið veiðihús fylgir með í leigu. Væntanlegir bjóðendur sendi tilboð í lokuðu umslagi merkt TILBOÐ til formanns félagsins, Björns Magnússonar, Hólabaki, 541 Blönduós, fyrir kl. 12 miðvikudaginn 25. maí nk. Tilboðin verða opnuð þann sama dag kl. 14.00 á heimili formanns. Nánari upplýsingar í síma 452 4473 eða 895 4473. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Gljúfurár. Langá 25. til 28. júní Vegna forfalla er til sölu heilt holl í Langá á Mýrum 25.—28. júní - 10 stangir. Veitt er á flugu og maðk. Langá hefur verið gjöfulasta laxveiðiá landsins undanfarin ár. Glæsilegt veiðihús til ráðstöfunar fyrir veiði- hópinn. Verð alls 1.683 þús. kr. fyrir allar 10 stangirnar í 3 daga. Gisting er innifalin. Þeir, sem hafa áhuga, hringi í síma 892 4744. Félagslíf Skyggnilýsingarfundur með Maríu Sigurðardóttur verður haldinn í Góðtemplarahús- inu fimmtudaginn 12. maí og hefst kl. 20.30. Á fundinum heldur María Sigurðardóttir skyggnilýs- ingu. Aðgöngumiðar verða seldir í and- dyri Góðtemplarahússins fyrir fundinn frá kl. 19.30—20.30 á meðan húsrúm leyfir. Miðaverð 800 kr. fyrir félags- menn en 1.200 kr. fyrir aðra. Stjórnin.I.O.O.F.181865117Lf. I.O.O.F. 9  1865117½  ve I.O.O.F. 7  18651171/2  Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.