Morgunblaðið - 11.05.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 11.05.2005, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ó.H.T Rás 2 Ó.H.T Rás 2 FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl. 5.45 - 8 o- 10.15 The Jacket kl. 5.50 - 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 10.20 Maria Full og Grace kl. 6 - 10.15 b.i. 14 Napoleon Dynamite kl. 6 - 8 Vera Drake kl. 10 Beyond the Sea kl. 8 Diary of a mad Black Woman Mastercard forsýning kl. 8 Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. Algjör bíósmellur bæði í USA og á Bretlandi. l j í ll i í l i Byggð á metsölubók Clive Cussler Kvikmyndir.is Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”.  S.V. MBL Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (ThePianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. Sláandi sálfr ðitryl ir eins og hann gerist bestur. eð Óskarsverðlaunahafanu , Adrien Brody (ThePianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. M A S T E R C A R D F O R S Ý N I N G K L . 8 MasterCard korthafar fá frítt á sýninguna gegn framvísun kortsins. ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS M argrét Kristín Sig- urðardóttir, sem kallar sig Fabúlu, ætlar að skapa tón- leika sem verða í senn sjónræn og hljóðræn upp- lifun, í samstarfi við Helenu Jóns- dóttur, leikstjóra og dansmynda- höfund. Tónleikarnir fara fram í Borgarleikhúsinu annað kvöld, undir yfirskriftinni Purpuri og segir Margrét að áhorfendur verði leiddir inn í marga ólíka heima með hjálp myndmiðla, ljósa, sviðs- mynda, búninga og leikmuna. Síðasta plata Fabúlu, Kossafar á ilinni, kom út árið 2001, en áður sendi hún frá sér Cut My Strings árið 1996. Tónlistin á tónleikunum verður af þessum tveimur plötum, á móti nýju efni. „Ég tók mér svo- lítið hlé eftir Kossafar á ilinni, en hef verið að semja mikið að und- anförnu. Rúmlega helmingur lag- anna á tónleikunum verður nýtt efni. Ég stefni á að hefja vinnslu á nýrri plötu í sumar,“ segir hún og slumpar á að það verk gæti því komið út snemma næsta árs. „Það er þó aldrei að vita hversu langan tíma þetta tekur.“ Berstrípuð en dekkri Margrét segir að nýja efnið sé að ýmsu leyti líkt því sem hún hafi áður gert, en að sumu leyti ekki. „Það er kannski erfitt að lýsa muninum með orðum. Tónlistin er kannski frekar í ætt við það sem ég gerði á seinni plötunni, að því leyti að hún er hálfpartinn ber- strípuð, en lagasmíðarnar eru ef til vill nokkuð dekkri, ef svo má að orði komast,“ segir hún. Margrét Kristín fæst ekki að- eins við tónlist. „Ég er líka að kenna í grunnskóla; er með litla sérdeild þar sem ég kenni skemmtilegum strákum. Annars hef ég sífellt meiri tíma fyrir tón- listina og hef þá reglu að helga henni föstudagana. Þeir eru tón- listardagarnir mínir, og svo kvöld- in,“ segir hún. Aðspurð segir hún að lagasmíð- arnar séu misauðveldar. „Tjáning- arþörfin og sköpunin kemur kannski í gusum. Það sem gefur mér mest í tónlist er fullnægjan þegar eitthvað verður til. Þetta er pínulítið eins og þegar börnin fæð- ast, þótt það sé auðvitað lang- mesta undrið. Svo er flutningurinn líka annað sköpunarferli; tónlistin þróast alltaf í samvinnu við þá sem maður spilar með. Tónleikar eru skemmtilegir, finnst mér, þegar sköpunin verður þar líka. Það verður alltaf að vera einhver spuni í gangi til þess að þetta sé spenn- andi,“ segir hún. Hljómsveitin sem Fabúla hefur með sér í liði er skipuð Jökli Jörg- enssen bassaleikara, Birki Gísla- syni gítarleikara, Eric Quick trommu- og slagverksleikara, Júlíu Mogensen sellóleikara, Kjartani Valdemarssyni harmoniku- og pí- anóleikara og Sarah Fogg og Berglind Ósk Guðgeirsdóttur, sem sjá um raddir. Alls ekki „fabulous“ Margrét segir að hljómsveitin hyggist spila af miklum krafti á næstunni. Aðspurð segir hún ekki erfitt að finna staði til að spila á. „Í rauninni ekki. Það er alltaf eitt- hvað að gerast. Bæði spilum við á stærri tónleikum, sem við skipu- leggjum sjálf, auk þess sem við höfum verið að spila á hinum ýmsu viðburðum, eins og listasýn- ingaopnunum og þess háttar,“ seg- ir hún. Margrét segir að margir hafi spurt hana út í Fabúlunafnið að undanförnu. „Þetta nafn kom eig- inlega bara óvart til sögunnar. Það tengist alls ekki orðinu „fabulous“; það er alveg skelfilegt þegar fólk heldur það. Sögurnar á fyrstu plötunni voru fabúleringar og það- an er nafnið komið,“ segir hún. Tónlist | Fabúla spilar á sjónrænum tónleikum annað kvöld Spuninn skapar spennu Morgunblaðið/Golli Tónleikar eru skemmtilegir, finnst Fabúlu, þegar sköpunin verður þar líka. Fabúla spilar í Borgarleikhúsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kost- ar miðinn kr. 2.400. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is VINSÆLASTA mynd helgarinnar í íslenskum kvikmyndahúsum var geimferðaævintýrið The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy. „Við erum í skýjunum yfir velgengni mynd- arinnar hér á landi og voru Disney- menn himinlifandi enda áttum við í harðri samkeppni við stórmynd Rid- ley Scotts,“ segir Christof Wehmeier hjá Sambíóunum. „Við erum bæði að fá bíógesti á myndina sem hafa lesið bækur Douglas Adams og þá sem hafa aldrei komist í kynni við hinar mjög fyndnu og frumlegu bækur höf- undarins. Myndin á eftir að rúlla vel. Bíógagnrýnin á myndina hefur líka verið góð. Þetta er auðvitað mjög sér- lundaður húmor í myndinni en það gerir hana einmitt sérstaka og áhuga- verða fyrir bíógesti,“ segir hann. Um 6.300 manns sáu myndina um helgina en með miðvikudegi og fimmtudegi hafa um 9.500 manns lagt leið sína á hana. Myndin í öðru sæti er af öðrum toga en það er Kingdom of Heaven eftir fyrrnefndan leikstjóra, Ridley Scott. Hún gerist á tímum krossferð- anna á 12. öld og fer Orlando Bloom með aðalhlutverkið. Alls sáu hana um 4.300 manns um helgina en heildar- aðsókn er komin í um 7.300 manns. Kvikmyndahátíðarmyndirnar Der Untergang og Mótorhjóladagbæk- urnar af IIFF 2005 eru sína fimmtu viku á listanum. Um 8.300 hafa séð fyrrnefndu myndina sem fjallar um síðustu daga Hitlers en um 6.500 manns þá síðarnefndu en hún segir frá Ernesto „Che“ Guevara á yngri árum. Kvikmyndir | Vinsælustu myndir helgarinnar á Íslandi Gaman í geimferð Félagarnir Zaphod (Sam Rock- well), Ford (Mos Def) og Arthur (Martin Freeman).                  ! "##$ "  %   &'  ( & "  %     )* +* ,* -* .* /* 0* 1* 2* )3*   /+ @/ && " && 4 0    !9"#  0:&'G            ÁKVEÐIÐ hefur verið að Pavlo Shylko, betur þekktur sem DJ Pasha, og Maria Efrosinina verði kynnar á Evróvisjón-keppninni, sem fram fer í Úkraínu 19. og 21. maí. Stjórnandi útsendingar úkraínska sjónvarpsins frá keppninni, Mykhailo Krupiyevsky, segir að Efrosinina sé atvinnukona í sjónvarpi. „Hún tekur sig vel út og talar reiprennandi ensku. Það er mjög sérstakt starf að vera kynnir á Evróvisjón – fyrirkomulagið er með þeim hætti að kynnarnir verða að koma á fram- færi miklu magni af uppbyggjandi upplýs- ingum til áhorfenda og um leið hafa mjög gott tímaskyn. Evróvisjónþátturinn er tal- inn í sekúndum – ef kynnirinn þarf að tala í 37 sekúndur verður hann að geta talað í 37 sekúndur, ekki 36 eða 38. Þess vegna þurfa kynnarnir að búa yfir mikilli reynslu af beinum sjónvarpsútsendingum.“ Rusl- ana, sem sigraði í keppninni í fyrra, mun einnig taka þátt í sýningunni, en í hlut- verki sem á að koma áhorfendum á óvart. Maria Efrosinina er með af- bragðs tímaskyn og mikla reynslu, að mati skipuleggj- enda Evróvisjón-keppninnar. Pavlo og Maria kynna Evróvisjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.