Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SæmundurGuðni Guðvins-
son fæddist á Sval-
barði við Eyjafjörð
6. júní 1945. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítala í Foss-
vogi mánudaginn 2.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðvin Gunn-
laugsson kennari, f.
20. janúar 1912, d.
21. desember 2001,
og Þóra Guðný Jó-
hannesdóttir hús-
freyja, f. 12. júlí
1906, d. 16. apríl 1960. Guðvin
kvæntist síðar Irene Gook, f. 11.
ágúst 1909, og gekk hún börnum
hans í móðurstað. Irene lifir stjúp-
son sinn. Systkini Sæmundar eru:
1) Auður, f. 1. ágúst 1940. Fyrri
maki Auðar er Hörður Jörunds-
son, f. 16. janúar 1931 og eign-
uðust þau fimm dætur og einn
son. Seinni maki Auðar er Birgir
Sveinsson, f. 25. maí 1938. 2) Bald-
ur, f. 8. júní 1942, maki Valgerður
Elín Valdemarsdóttir, f. 16. nóv-
ember 1945. Þau eiga tvær dætur.
Fyrri kona Sæmundar var Auð-
hann bjó á Akureyri var hann
m.a. ritstjóri Íslendings auk þess
sem hann tók þátt í allmörgum
uppfærslum Leikfélags Akureyr-
ar og var í stjórn félagsins um
hríð. Eftir að hann fluttist til
Reykjavíkur var hann blaðamaður
á Vísi og síðar fréttastjóri; einnig
á DV eftir að það blað var stofnað.
Hann starfaði við blaðamennsku
og ritstjórn á ýmsum öðrum fjöl-
miðlum, s.s. Alþýðublaðinu og
Helgarpóstinum, og skrifaði
fjölda greina og pistla í önnur
blöð og tímarit. Sæmundur var
blaðafulltrúi Flugleiða um skeið
en hélt síðan áfram í blaða-
mennskunni, aðallega sem lausa-
maður síðastliðinn áratug. Hann
vann einnig við útvarp og sjón-
varp og ferðamál. Undangengin
ár ritstýrði hann Sjómanna-
blaðinu Víkingi og hafði umsjón
með ýmsum hverfablöðum, s.s.
Vesturbæjarblaðinu og Breið-
holtsblaðinu, auk annarra rit-
starfa. Eftir Sæmund liggja
nokkrar bækur; ævisögur og
þættir. Fyrsta bók hans Við skrá-
argatið kom út 1982 en önnur rit-
verk eru Hættuflug, Kristinn
Olsen svipmyndir frá litríkum
flugmannsferli, Íslenskir hermenn
og Bræðralag gegn Bakkusi SÁÁ
í 20 ár.
Útför Sæmundar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
ur Stefánsdóttir frá
Akureyri, f. 28. mars
1946. Synir þeirra
eru: 1) Stefán Þór, f.
8. september 1962,
kvæntur Björgu Sig-
urvinsdóttur, f. 11.
desember 1961. Börn
þeirra eru Auður, f.
25. febrúar 1983; unn-
usti hennar er Styrm-
ir Reynisson, f. 24.
júlí 1986, og Sindri, f.
18. mars 1992. 2) Val-
ur, f. 3. febrúar 1968,
í sambúð með Hafdísi
G. Pálsdóttur, f. 24.
desember 1963. Börn þeirra eru
Andri Yrkill, f. 12. maí 1992, og
Snædís Ylva, f. 7. maí 1998. Sæ-
mundur og Auður skildu og flutt-
ist Sæmundur til Reykjavíkur
1970. Hann kvæntist Sigrúnu
Skarphéðinsdóttur, f. 27. desem-
ber 1946. Sonur þeirra er Skarp-
héðinn, f. 27. maí 1977. Sæmund-
ur og Sigrún skildu. Síðastliðin ár
var Sæmundur í mjög góðu sam-
bandi við nána vinkonu sína, Nínu
Hafdísi, og fjölskyldu hennar.
Sæmundur var blaðamaður
nánast alla sína starfsævi. Meðan
Pabbi var blaðamaður af lífi og sál
og á þeim vettvangi nutu kostir hans
og hæfileikar sín til fulls. Hann var
skarpgreindur og fróður, vel lesinn,
frábær penni, fljótur að hugsa og
vinna og átti mjög auðvelt með að
hafa samskipti við fólk. Hann var
glaðvær og hafði ríkulegt skopskyn.
Það var gott og gaman að vera í ná-
vist hans. Hann var jákvæður og
horfði bjartsýnn fram á veginn. Og
nú virtist einmitt svo bjart framund-
an.
Þá dundi áfallið yfir. Aðfaranótt
mánudagsins 2. maí var hann fluttur
á sjúkrahús. Ekki virtist hann þó
vera í lífshættu og um hádegisbil var
hann farinn að gera að gamni sínu.
Ástandið átti hins vegar eftir að
versna hratt og síðdegis var hann
látinn. Það var svo óvænt, brátt; líkt
og banaslys.
Pabbi er dáinn, aðeins 59 ára að
aldri. Hann hefði orðið sextugur í
sumar. Og það var skemmtilegt
sumar í vændum. Líf hans var í föst-
um skorðum. Hann var hamingju-
samur og heill, búinn að koma reglu
á líf sitt og hlúði vel að sínum nán-
ustu og gat hjálpað öðrum.
Lífsgata pabba var vissulega æði
grýtt á köflum því hann þurfti að
glíma við Bakkus og varð oft undir.
Það hlaut að bitna á hans nánustu
enda er alkóhólismi fjölskyldusjúk-
dómur. Að lokum fann hann sinn
botn. Engum blöðum er um það að
fletta að góð vinkona hans, Nína
Hafdís, átti sinn þátt í því að pabba
tókst að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Undangenginn áratugur var far-
sæll tími í lífi pabba. Veraldleg gæði
eignaðist hann ekki en hins vegar
hlotnuðust honum gæði sem hann
mat meira og hljóta að vera mik-
ilvægari þegar öllu er á botninn
hvolft. Hann ávann sér ást og virð-
ingu og gat gefið af sjálfum sér. Nína
var honum dýrmæt og mikill styrkur
svo og fjölskylda hennar. Pabbi
styrkti sambandið við okkur bræð-
urna fyrir norðan og barnabörnin
eignuðust góðan afa. Auður og
Sindri geyma góðar minningar í
hjarta sér en söknuður þeirra er sár
því framundan virtust fleiri góð ár
með afa Sæmundi er hann var
skyndilega burt kallaður.
Ég kveð pabba með söknuði og
geymi góðu minningarnar.
Stefán Þór.
Þegar við bræður brunuðum í
hendingskasti til Reykjavíkur mánu-
daginn 2. maí skiptust á skin og
skúrir í veðrinu. Ýmist þungbúið og
gekk á með dimmum éljum eða
glampandi sól. Stundum allt þetta í
einu. Hugurinn var hjá pabba á leið-
inni og ósjálfrátt bar maður lífshlaup
hans saman við sviptingarnar í veðr-
inu. Vissulega hafði hann marga
fjöruna sopið en síðustu árin var
hann kominn aftur í sitt gamla, góða
form. Áfram var bjart framundan,
sextugsafmælið og sólarferðin, en þá
komu þessi snöggu veikindi eins og
skrattinn úr sauðarleggnum.
Á árum áður var samband okkar
stundum slitrótt en alltaf þótti mér
jafnspennandi að koma suður til
pabba. Fá stundum hamborgara á
alvöru veitingahúsi, fara í Sædýra-
safnið, labba í bæinn og kíkja í leik-
tækjasali. En ekkert jafnaðist á við
að fara með honum í vinnuna. Skrif-
stofur Vísis í Síðumúlanum voru
minn helgidómur, á meðan pabbi
vann þar. Þar var hægt að grúska í
gömlum blöðum eða hamra ímynd-
aðar fréttir á gamla ritvél. Stundum
fórum við saman á blaðamannafundi
eða að taka viðtöl. Sannkallaður
undraheimur fyrir ungan dreng og
ég lifði lengi á þessum heimsóknum.
Á þessum árum tók ég fyrst eftir
því hvað pabbi þekkti marga. Það
var bókstaflega alls staðar fólk sem
þurfti að spjalla við hann eða hann
við það, og svona var þetta alla tíð.
Enda var hann gæddur einstökum
hæfileikum í mannlegum samskipt-
um auk þess að vera bæði ritfær og
skarpskyggn. Fæddur blaðamaður;
hafði þetta allt í sér.
Síðustu árin voru góð hjá pabba.
Engum blöðum er um að fletta að
það var Nínu að þakka að hann
komst á réttan kjöl á ný og hún kall-
aði fram allar hans bestu hliðar.
Hann hefur leikið á als oddi síðustu
árin; haft nóg að gera og stundum
meira en nóg. Í fyrravetur skamm-
aði hann mig stundum þegar honum
fannst ég ganga of nærri mér í vinnu
en sjálfur naut hann sín hvað best í
skorpuvinnu undir mikilli pressu.
Alltaf ræktaði hann þó sambandið
við börn og barnabörn og við kveðj-
um hann öll með góðar minningar í
hjarta.
Valur.
Það birti mikið til í lífi okkar þegar
Sæmi varð partur af litlu fjölskyld-
unni okkar. Ljósið hans og ljúfleiki
hreif okkur með sér og bar okkur
áfram í gegnum góða jafnt sem erf-
iða tíma.
Alltaf varst þú kletturinn sem
haldið var í þegar á móti blés. En nú
er þitt ljúfa ljós slokknað og eftir
sitja minningarnar um þig, allar góð-
ar, allar hlýjar.
Ekki datt okkur í hug þegar þú
komst á laugardeginum í grill til
okkar að það væri í síðasta skiptið
sem við fengjum að hafa þig hjá okk-
ur, að ljósið þitt myndi ekki loga
nema í tvo daga til viðbótar. Ef ég
hefði vitað það, þá hefði ég haldið
fastar utan um þig þegar við kvödd-
umst og sagt þér hversu dýrmætur
þú værir okkur, ekki bara
… sjáumst …
Í þér fundum við ljúfan vin, trún-
aðarvin, skarð sem verður ekki fyllt.
Saman voruð þið mamma ein
heildstæð persóna, ef maður sá ann-
að ykkar fylgdi hitt í kjölfarið, sálu-
félagar. Þið bættuð hvort annað upp
og í huganum hugsaði maður aldrei
til ykkar hvors í sínu lagi heldur ætíð
sem mömmu og Sæma.
Það kom fyrir oftar en ekki að ég
hringdi í mömmu til að segja henni
eitthvað ákaflega áríðandi og þú
svaraðir í símann. Eftir hálftíma
spjall við þig, sem endaði oftast í tíu
mínútna hláturskasti, spurðirðu mig
hvort ég vildi tala við mömmu og þá
svaraði ég iðulega: „Nei, nei, segðu
henni bara að ég hafi hringt.“
Við áttum hláturinn saman, enda
var mikill hlátur í kringum allt sem
við gerðum saman, en þó sérstak-
lega við eldhúsborðið við spila-
mennsku.
Elsku mamma mín, Stefán, Valur,
Skarphéðinn og fjölskyldur, megi
góður Guð varðveita ykkur og
styrkja á þessari erfiðu stund.
Með ást og virðingu viljum við
Steini kveðja þig með þessum orð-
um:
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ágústa og Þorsteinn.
Lítil stúlka situr spennt fyrir
framan sjónvarpið með föður sínum.
Í sjónvarpinu er spjallþátturinn Ei-
ríkur og gestur hans er Sæmundur
Guðvinsson. Ég man vel eftir því
hversu stolt ég var að sitja þarna og
fylgjast með afa mínum. Afi Sæ-
mundur var merkilegur maður og
hef ég alltaf verið meðvituð um það.
Ég las Sögu Leikfélags Akureyrar
spjaldanna á milli því þar mátti finna
umsagnir um verk sem afi hafði leik-
ið í ásamt gagnrýni og myndum.
Einnig las ég þær bækur sem hann
hefur gefið út og við eigum til í bóka-
hillunni.
Þegar ég eltist var ég svo lánsöm
að komast að því að afi minn var
merkilegur fyrir fleira en hæfileika
sína. Hann var einstaklega góður
maður og hlýr. Hann var mér svo
miklu meira en afi því hann var jafn-
framt jafningi minn og trúnaðarvin-
ur. Afi vildi allt fyrir mig gera. Þegar
ég kom til Reykjavíkur var heimili
hans ávallt opið fyrir mér og var
hann boðinn og búinn að keyra mig
um allan bæ.
Ég flutti til Edinborgar fyrir tæpu
ári og hefur nánast ekki liðið sá dag-
ur sem við afi höfum ekki heyrst á
msn. Þar spjölluðum við um heima
og geima, grín og alvöru og hann
hafði einstakt lag á að stappa í mig
stálinu þegar við átti. Hann studdi
mig í einu og öllu og er mér óhætt að
fullyrða að hann hafi verið minn
dyggasti aðdáandi. Hann hrósaði
mér fyrir skrif mín og hvað sem ég
tók mér fyrir hendur, það var mér
óendanlega mikils virði.
Þegar ég kom heim í jólafrí var afi
auðvitað mættur til að sækja mig á
flugvöllinn og Nína amma með. Þau
keyrðu mig svo á Reykjavíkurflug-
völl og voru mætt þangað tveim vik-
um síðar til þess að ná í mig. Við
amma borðuðum á heimili afa sama
kvöld og er það mér ákaflega minn-
isstætt. Afi þjáðist sjálfur svo af
tannpínu að hann kom engu niður en
við amma borðuðum pitsu með bestu
lyst. Þrátt fyrir tannpínuna var afi
glaður þetta kvöld því honum þótti
svo gaman að hafa bæði mig og Nínu
hjá sér. Daginn eftir kvaddi ég hann
því ferðinni var aftur heitið til Ed-
inborgar. Mig grunaði ekki að þetta
væri í hinsta sinn sem ég sæi afa
minn því hann var aðeins 59 ára
gamall og heilbrigður eftir því sem
ég best vissi.
Mánuðirnir liðu úti í Edinborg og
allt í einu var kominn maí. Aðeins
einn mánuður í sextugsafmæli afa og
ég var búin að ákveða hvað ég ætlaði
að gefa honum. Engin orð geta lýst
sorginni og áfallinu þegar ég fékk
fréttirnar um að afi væri látinn.
Missir minn og svo margra annarra
er mikill. Söknuðurinn er sár og ég
veit að hann mun aldrei hverfa. Að
fara inn á msn er óhugsandi því að
ég veit að afi er ekki þar og verður
aldrei aftur. En ég á svo margar
góðar minningar og þær tekur eng-
inn frá mér. Þær lifa í hjarta mér,
líkt og afi mun ávallt gera.
Auður Stefánsdóttir.
Þú sem ræður öllu yfir
allan skilur tilgang manns,
þú einn veist hvort lífið lifir
og ljósið birtir kærleikans.
Hvað skal muna! Hvað skal þakka
hvíldarlaust er tímans hjól.
Gegnum þykka þokubakka
þörf er á að skíni sól.
(S. B.)
Það var 26. apríl sl. sem ég heim-
sótti bróður minn í síðasta sinn,
hressan og kátan að venju. Hann
ætlaði að koma til okkar Birgis í dag
7. maí því þá var fyrirhuguð Grind-
arvíkurferð vegna blaðaviðtals (Sjó-
mannablaðið Víkingur). En það er
oft stutt bilið á milli lífs og liðins og
svo var að þessu sinni. Sæmundur
veiktist snögglega að kvöldi 1. maí
og var allur síðdegis 2. maí. Það er
mjög erfitt að meðtaka svona bráða
andlátsfregn. Ég er þakklát fyrir að
hafa hitt bróður minn svo stuttu áð-
ur en áfallið dundi yfir.
Margar eru minningarnar sem
skjóta upp kollinum þessa dagana.
Sæmi litli bróðir minn var ljúfur og
góður drengur, geðgóður og rólegur.
Snemma var hann orðheppinn og
fullorðinslegur í tilsvörum. Okkur
kom ætíð vel saman, hann leyfði
stóru systur að ráðskast með sig ef
svo bar undir. Sem unglingur dvaldi
hann í sveit á sumrin bæði á Hvarfi í
Bárðardal og á Hamri í Svarfaðar-
dal. Hann var dýravinur og undi vel
hag sínum í sveitinni og fólkinu sem
hann dvaldi hjá líkaði vel við hann og
hélst sá kunningsskapur árum sam-
an.
Lífshlaup Sæmundar var oft upp
og niður eins og hjá mörgum öðrum.
Móðurlaus varð hann tæpra 15 ára
og var sá missir okkur öllum erfiður,
ekki síst honum sem yngstur var og
á viðkvæmum aldri. En við vorum
heppin þegar pabbi giftist aftur,
yndislegri enskri konu Irene Cook.
Hún hefur ætíð viljað hag okkar og
barna okkar sem mestan og bestan.
Í 90 ára afmælisveislu Irenar var
Sæmi veislustjóri og hann rifjaði
upp gamlar minningar, m.a. er hann
fór með henni til Reykjavíkur í við-
skiptaferð fyrir verslun hennar
(Sport- og hljóðfæraverslun Akur-
eyrar). Honum fannst hún keyra
ansi hratt og svo var hún svo væn að
fara með hann í bíó, kúl myndi vera
sagt í dag. Frá barnæsku var hann
bókaormur og bækurnar þekkja
sína. Ritstörf voru hans áhugamál
m.a. Ungur fluttist hann til Reykja-
víkur og sáumst við þá sjaldnar, en
eftir að ég flutti suður höfðum við
mikið samband, bæði hittumst við
oft og hringdum líka mikið hvort í
annað. Ég veit að ég á eftir að sakna
hans mjög mikið. Hans mesti auður
og ánægja í lífinu voru afkomend-
urnir, þrír myndar og vel gerðir syn-
ir, sem allir gengu menntaveginn og
gengur allt í haginn í dag. Barna-
börnin eru ekki síður mannvænleg
og var gott samband við þau. Hans
góða vinkona Nína Hafdís og dætur
hennar tvær og barnabörn glöddu
hann mjög og fóru þau oft í ferðalög
saman.
Sæmi, þú sagðist vakna svo
snemma á vorin og fórst þá oft að
vinna á skrifstofunni þinni, þá kom
þetta erindi mér í hug:
Ég vaknaði snemma og frjálsari en fyrr
og fagnandi vorinu stökk ég á dyr
og unað og gleði ég alls staðar sá
og aldrei var fegurra að lifa en þá
því geislarnir glönsuðu um sveitir og sæ.
Það var söngur í loft, ilmur í bæ
það var morgunn í maí.
(Davíð Stef.)
Elsku Sæmi, það var gott að eiga
þig að sem bróður og besta vin. Guð
blessi minningu þína og styrki þína
nánustu í sorginni. Innilegar sam-
úðarkveðjur til þeirra allra frá okkur
Birgi.
Þín systir
Auður.
SÆMUNDUR
GUÐVINSSON
Eiginmaður minn,
GUÐJÓN GUÐNASON,
Lækjasmára 8,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 10. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Steinunn Gunnlaugsdóttir.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
RAGNA KR. ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfara-
nótt mánudagsins 9. maí.
Útförin verður auglýst síðar
Ársæll Þorsteinsson,
Guðlaug Ársælsdóttir,
Þóra Ársælsdóttir,
Ragna Ársælsdóttir,
Björg Ársælsdóttir.