Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 25 HÁSKÓLANUM í Reykjavík hef- ur verið boðin lóð án endurgjalds á milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur. Stjórnendur skólans taka áhættu með því að þiggja boð um að fara á þennan viðkvæma stað. Í bókun okkar borgarfulltrúa sjálfstæðismanna á fundi borg- arstjórnar Reykjavíkur hinn 3. maí sl. fögnum við því, að Háskólinn í Reykjavík skuli velja sér framtíðarsvæði í höfuðborginni. Við áteljum hins vegar jafnframt harðlega vinnubrögð meirihlut- ans í Reykjavík vegna málsins. Enn liggi ekk- ert fyrir um skipulag svæðisins eða hvað borgin nákvæmlega hyggist bjóða skól- anum. Þrátt fyrir óskir fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í nefndum og ráðum borgarinnar, hafi enn ekki farið fram nein heild- stæð kynning á því með hvaða hætti eigi að vinna þetta stóra mál. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi, að- alskipulagi eða deiliskipulagi liggi ekki fyrir og enn hafi íbúar Reykja- víkur ekki með nokkrum hætti feng- ið að tjá sig um þessa ráðstöfun á þessu landi. Á meðan svo sé, hljóti málið að vera á algjörum byrj- unarreit. Við lögðum til, að fyrirhuguð upp- bygging á þessu svæði yrði send í umhverfismat. R-listinn vísaði þeirri tillögu frá í atkvæðagreiðslu. Í tíð minni sem menntamálaráð- herra beitti ég mér fyrir lagasetn- ingu um háskólastigið, sem gerði kleift að stofna Háskólann í Reykja- vík. Á sínum tíma naut ég þess heið- urs að taka fyrstu skóflustungu að húsi skólans í Kringlunni. Ég beitti mér fyrir því sem dómsmálaráð- herra, að nemendur í lagadeild Há- skólans í Reykjavík gætu öðlast réttindi sem héraðsdómslögmenn. Ég hef með öðrum orðum leitast við að greiða götu skólans. Ég hef fullan hug á að gera það áfram, en ábyrgir borgarfulltrúar geta ekki lofað Há- skólanum í Reykjavík lóð á milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar. Þeir verða fyrst að ljúka heimavinnunni. Í afkima Svæðið milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar er afkimi, nema breyt- ing þess í háskólasvæði kalli á veg yfir Öskjuhlíð eða með ströndinni fyrir neðan Fossvogskirkjugarð. Líklegt er, að fimm til tíu þúsund manna vinnustaður í þessu horni muni krefjast fleiri aðkomuleiða en einnar. Til frambúðar verði því ekki unað, að aðeins verði unnt að aka að svæðinu úr einni átt, það er um Hlíð- arenda frá Bústaðavegi. Háskóli Íslands á landsvæði í Vatnsmýrinni vestan n/s brautar flugvallarins og hefur hug á að reisa þar vísindagarða eða þekking- arþorp. Háskóli Íslands ber svip af reisn gömlu háskólabyggingarinnar, sem dregur athygli að öllu svæðinu. Úti í Vatnsmýrarhorni milli Naut- hólsvíkur og Öskjuhlíð- ar getur Háskólinn í Reykjavík aldrei hlotið sambærilegan svip. Við miðborgina? Látið er í veðri vaka, að verið sé að styrkja miðborg Reykjavíkur með því að flytja Há- skólann í Reykjavík út að Nauthólsvík. Há- skólinn sé að verða hluti af miðborginni. Hvernig er unnt að komast að þeirri nið- urstöðu, að flutningur skóla úr Kringlunni út að Nauthólsvík jafn- gildi því, að hann færist nær mið- borginni? Háskóli Íslands er nær miðborg- inni en Nauthólsvíkin. Í þeim há- skóla er nú verið að hanna og reisa sérstakt háskólatorg til að skapa miðbæ innan háskólasvæðisins. Umhverfisráð hundsað Hinn 2. maí féllst umhverfisráð Reykjavíkurborgar samhljóða á eft- irfarandi tillögu sjálfstæðismanna: „Umhverfisráð telur að rétt hefði verið að hafa samráð við ráðið þegar Háskólanum í Reykjavík var út- hlutað lóð í Vatnsmýrinni. Lóðin er á svæði sem hefur að hluta verið skipulagt sem útivistar- og grænt svæði. Þar að auki er fyrirhugað byggingarland alveg ofan í vinsæl- um útivistarsvæðum – Öskjuhlíð- inni, göngustíg með ströndinni og yl- ströndinni í Nauthólsvík – og því enn meiri ástæða fyrir Umhverf- isráð að taka málið til umfjöllunar. Það sætir því furðu að það ráð sem helst á að sinna grænum svæðum og umhverfismálum í borginni skuli aldrei hafa tekið málið til umfjöll- unar og einsetur ráðið sér að láta slíka handvömm ekki henda aftur. Ráðið fagnar því hins vegar að Há- skólinn í Reykjavík hefur fengið lóð í Reykjavík.“ Umhverfisráð undir formennsku Katrínar Jakobsdóttur, varafor- manns vinstri/grænna, vissi ekkert um þessa ráðstöfun á þessu svæði! Ráðið fer bæði með umhverfismál og samgöngumál á vettvangi borg- arstjórnar. Fátækleg gögn Vegna umræðna um þetta mál á fundi borgarstjórnar 3. maí síðast- liðinn bað ég um öll skjöl um það úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Þau komust fyrir í einu, venjulegu A-4 umslagi. Fyrir utan kynningarbækl- inga til að ganga í augun á Háskól- anum í Reykjavík var undir þessu málsnúmeri í skjalasafninu að finna nokkrar bókanir úr borgarráði og borgarstjórn og gögn um Vatnsmýr- ina frá Samtökum um betri byggð. „Einstök náttúrufegurð“ Í kynningarriti Reykjavík- urborgar: Staðarval Háskólans í Reykjavík, samningsgrundvöllur, sem dagsett er í mars 2005 og ég fékk frá skjalasafni Reykjavík- urborgar segir meðal annars: „Öskjuhlíð og Nauthólsvík eru ótví- ræð tákn um það besta sem Reykja- víkurborg hefur upp á að bjóða, ein- stök náttúrufegurð og aðstaða til útivistar í nánum tengslum við ið- andi mannlíf borgarumhverfisins.“ Ég spyr: Hvers vegna tekur Katr- ín Jakobsdóttir, formaður umhverf- isráðs Reykjavíkurborgar og vara- formaður vinstri/grænna, ekki undir ósk okkar sjálfstæðismanna, að framkvæmdir milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur fari í umhverfismat? Hvar á slíkt mat að fara fram í Reykjavík, ef ekki þarna? Hver vill bera ábyrgð á því fordæmi að hafna umhverfismati á stað, þar sem að mati borgaryfirvalda er að finna „ótvíræð tákn um það besta sem Reykjavíkurborg hefur upp á að bjóða“? Í aðalskipulagi Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir háskóla milli Nauthólsvíkur og Öskjuhliðar. Um- hverfismat vegna bygginga skólans og bílastæða hefur því ekki verið unnið við gerð aðalskipulagsins – ekkert slíkt umhverfismat hefur nokkru sinni verið gert. Án einkabíls? Í vefblaði vinstri/grænna hinn 7. maí mátti lesa grein eftir Sigurbjörn Árna Arngrímsson um fyrirhugaðar endurbætur á hinu náttúrulega gufubaði að Laugarvatni. Gufubaðið við vatnsbakkann minnir að sumu leyti á Nauthólsvíkina í Reykjavík. Sigurbjörn Árni harmar, að lóðin við gufubaðið eigi samkvæmt deiliskipu- lagi að verða afgirt og ekkert megi hindra bílaaðgengi að henni. Megnið af grænum svæðum í kringum lóðina eigi að setja undir bílastæði. Hið sama mun einnig gerast milli Naut- hólsvíkur og Öskjuhlíðar. Sigurbjörn Árni segir síðan orð- rétt á vefsíðu vinstri/grænna: „Alls staðar erlendis er verið að endurheimta græn svæði t.d. í há- skólum þar sem bílastæði eru rifin og bílastæðahús byggð í útjaðri há- skólasvæðanna. Fólk leggur svo þar og hjólar eða gengur í skólann.“ Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður vinstri/grænna og formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, hefur sagt, að Háskólinn í Reykjavík sé umhverfisvænn. Af því tilefni hef ég spurt, hvort við Nauthólsvík verði fyrsti háskóli heims án einkabíls. Það er ólíklegt. Hverjum bletti, sem ekki verður nýttur undir byggingar milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, verður örugglega breytt í bílastæði. Engin heimavinna Í skólum skilar heimavinna góð- um árangri – hið sama á við um skipulagsákvarðanir. Heimavinna í skipulagsmálum vegna Háskólans í Reykjavík hefur einfaldlega ekki verið unnin. Tillögu okkar sjálfstæðismanna um að ráðast í þessa heimavinnu með mati á umhverfisáhrifum var vísað frá borgarstjórn Reykjavíkur. Í frávísuninni felst hættulegt for- dæmi. Hún stenst ekki hlutlæga skoðun, heldur einkennist af þeirri hentistefnu, sem R-listinn tileinkar sér alltof oft í skipulagsmálum. Þegar þannig er að verki staðið, er hætta á vandræðum. Sporin hræða – af þessu kjörtímabili má nefna þrjú dæmi um marklausar ákvarðanir: Innantómar yfirlýsingar um bílastæði undir Tjörninni, heit- strengingar um niðurrif Austurbæj- arbíós og fullyrðingar um sátt vegna grisjunar gamalla húsa við Lauga- veg. Allar eru þessar ákvarðanir til marks um ótrúlegan hringlandahátt án niðurstöðu. Við velunnarar Há- skólans í Reykjavík hljótum að hafa uppi varnaðarorð, þegar skólinn er dreginn út í kviksyndi R-listans í Vatnsmýrinni. Engin heimavinna við Nauthólsvík Eftir Björn Bjarnason ’Þrátt fyrir óskir fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í nefndum og ráðum borgarinnar, hafi enn ekki farið fram nein heildstæð kynning á því með hvaða hætti eigi að vinna þetta stóra mál.‘ Björn Bjarnason Höfundur er borgarfulltrúi og ráðherra. nýju á slenskir tugi verið sókna á i má r að þjóðanna á landi ár- deild Ís- hitaskól- gi ess að á alya voru 32 erindi ar og askólans m 20% allra erinda sem flutt voru á ráð- stefnunni. Á samkomu sem skólinn hélt nemendum sínum á ráðstefn- unni var einkar athyglisvert að sjá hve ánægðir allir nemendurnir voru með dvöl sína og nám hér á landi. Glæsilegur árangur skólans und- anfarin 25 ár ber jafnframt vitn- isburð um sterka stöðu jarð- hitarannsókna hér á landi. Endurnýjanlegir orkugjafar í stað jarðefnaeldsneytis Á fundinum benti ég í erindi mínu á þýðingu jarðhitans fyrir margar þjóðir við að draga úr notkun olíu við orkuframleiðslu. Spáð er um 60% aukningu á orkunotkun heims- ins fram til ársins 2030 og þar af er gert ráð fyrir að um 85% aukning- arinnar komi frá olíubrennslu. Mik- ilvægt er að þjóðir heims átti sig á og grípi til aðgerða gegn skaðlegum loftslagsbreytingum sem til eru komnar vegna brennslu slíks jarð- efnaeldsneytis. Því þarf að nota öll tiltæk úrræði til að stórauka jarð- varmanotkun þar sem það er mögu- legt. Fjölmargar þjóðir búa yfir jarð- hita sem þær nýta ekki í dag. Aukin nýting hans, sérstaklega til raforkuframleiðslu, er eitt mikilvægasta verk- efni sem þessar þjóðir geta ráðist í á næstu árum til að draga úr notkun brennsluefna við orkuframleiðslu. Nýting og virkjun jarð- hita kallar oft á meiri rannsóknir en virkjun ýmissa annarra end- urnýjanlegra orkulinda eins og t.d. vatns- og vindorku. Rannsóknum á jarðhitasviði fleygir þó víða fram eins og glöggt kom fram í erindum sem flutt voru á ráð- stefnunni. Á ráðstefnunni kynnti ég stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar um auk- inn stuðning til þróunarríkja á næstu árum. Í því samhengi verður ekki síst hugað að þróun endurnýj- anlegra orkulinda í þessum ríkjum og þá einkum jarðhitans. Þá var kynntur aukinn stuðningur ís- lenskra stjórnvalda við starfsemi Jarðhitaskólans en skólinn mun halda námskeið í nokkrum þróun- arríkjum á næstu árum. Á þessum vettvangi er nauðsynlegt að koma á fót öflugu samstarfi Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands og Orku- stofnunar, Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna, Íslenskra orkurannsókna og fyrirtækisins ENEX, sem er sam- eiginlegt útrásarfyr- irtæki orku- og ráð- gjafafyrirtækja um útflutning á íslenskri orkuþekkingu. Er þetta í takt við sam- þykktir Heimsþings Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg ár- ið 2002 þar sem kveð- ið var á um að auka skuli verulega hlut endurnýjanlegrar orku í orkubúskap heimsins. Einn liður í því að fram- fylgja þeirri samþykkt er að raf- væðing fátækari hluta heimsbyggð- arinnar byggist á endurnýjanlegum orkugjöfum. Djúpboranir Í ávarpi mínu minntist ég einnig á hið svokallaða djúpborunarverk- efni, en unnið hefur verið að und- irbúningi þess í nokkur ár. Því var hrint úr vör árið 2000 af Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjun, Orku- veitu Reykjavíkur og Orkustofnun. Að mati fræðimanna á sviði jarðhita er möguleiki á því að vinna megi langtum meiri jarðhitaorku úr há- hitasvæðum landsins en hingað til hefur verið gert. Markmiðið með slíku verkefni og tilheyrandi rann- sóknum er að kanna möguleika á að nýta varma úr rótum háhitakerfa á allt að 5 km dýpi. Verkefnið er í raun tilraunaborun niður á meira dýpi en þekkst hefur hér á landi. Þó er það eðlilegt framhald af þeim grunnrannsóknum sem gerðar hafa verið á eðli og gerð jarðhitasvæða okkar og snýst um að reyna að meta raunverulegan og nýtanlegan jarð- hitaforða landsins. Það getur leitt til þess að unnt verði að vinna marg- falt meiri orku úr háhitasvæðum landsins en hingað til hefur verið gert, án þess að umhverfisáhrif á yf- irborði yrðu nokkru meiri, eða meira gengi á orkuforða landsins. Er hér um að ræða alþjóðlegt sam- starfsverkefni sem fjöldi erlendra vísindastofnana og fræðimanna koma að og hefur þegar vakið veru- lega athygli. Samstarf við aðrar þjóðir Á meðan á ráðstefnunni stóð hitti ég, ásamt fulltrúum frá fyrirtækinu ENEX, marga áhrifamenn í orku- málum annarra ríkja. Rætt var óformlega um aukið samstarf við rússnesk stjórnvöld og formlegir fundir voru með indónesíska orku- málaráðherranum og æðstu emb- ættismönnum í orkumálum Filipps- eyja. Báðir þessir aðilar lýstu yfir miklum vilja til að taka upp form- legt samstarf á þessu sviði, bæði við rannsóknir sem og fjárfestingar í orkuverum. Mun indónesíski ráð- herrann koma í heimsókn hingað til lands í sumar og er þá stefnt að því að undirrita samstarfssamning. Þá er einnig unnið að því að gera sams- konar samning við stjórnvöld á Fil- ippseyjum. Orðspor íslenskrar jarðhitaþekkingar Fyrir rúmu ári var tekin ákvörð- un um að skrifstofa og fram- kvæmdastjórn Alþjóða jarðhita- sambandsins yrði staðsett hér á landi á árunum 2005–2010 og hefur hún þegar tekið til starfa. Enginn vafi er á því að orðspor íslenskrar jarðhitaþekkingar og rannsókna hefur átt hlut að þeirri ákvörðun. Með staðsetningu skrifstofunnar hér munu opnast auknir möguleikar á kynningu og útbreiðslu á íslenskri jarðhitaþekkingu, og starfsemi hennar mun vafalaust geta leitt til aukinna jarðhitaverkefna erlendis. Staða okkar Íslendinga í orku- málum á alþjóðavísu er mjög sterk og þá sérstaklega varðandi nýtingu jarðhitans. Ýmsir möguleikar eru á útflutningi sérfræðiþekkingar og reynslu okkar á nýtingu endurnýj- anlegra orkugjafa og með aukinni þróunaraðstoð landsins verður verulegum hluta þeirrar aukningar væntanlega varið til að styðja rann- sóknir og framkvæmdir við jarðhit- anýtingu í þessum ríkjum. Það er því bjart yfir framtíðarverkefnum okkar á þessum vettvangi. ægasta d heimsins Valgerður Sverrisdóttir nd- mjög aklega Höfundur er iðnaðar- og við- skiptaráðherra. ngar í Evrópu og ég held að Indland gæti í þeim efnum.“ ast hafta árið 2003 sé hagkerfi Indlands að opn- t. Upplýsingatækni færir Indverjum miklar nn að í fyrra hafi Indverjar flutt út upplýs- gdar fyrir um 17 milljarða bandaríkjadollara óna). Þessi útflutningur vaxi um 30–35% á upphæð hans verði komin upp í 50 milljarða dlandi 8,1%, þrátt fyrir mikla þurrka á sum- n líklega heldur minni eða um 6,9%, sem er m að þróast á okkar hátt. Og í fyrra náði hag- gjast að helmingi á þjónustu, sem er til merk- Og umbætur í hagkerfinu hafa átt sér stað án afi fylgt, enda er almenn sátt um breyting- Indland ssvæði Morgunblaðið/Eyþór ð væntanleg heimsókn forseta Indlands til vinnu og viðskipti milli landanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.