Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 1
„ÉG MUN aldrei geta fullþakkað læknunum sem framkvæmdu aðgerðina á syni mínum. Hann hefur nú fengið nýja byrjun í lífinu og ég hef orðið vitni að algjörri umbreytingu á honum þar sem hann hefur endurheimt gleði sína og sjálfstraust,“ segir Maggý Fe Bacolod, móðir hins fimmtán ára gamla Erwins Jóns Bacolod, sem í vetur fór í mjög flókna skurðaðgerð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Mæðginin fluttust hingað til lands frá Filippseyjum fyrir fimm árum. Aðgerðin er ein umfangsmesta lýtaaðgerð sem framkvæmd hefur verið á spítalanum. Fjarlægja þurfti meðfæddan heilagúl, sem þrýstist út um gat á höfuðkúpunni milli augn- anna. Til þess að þetta væri mögulegt varð að taka höfuðkúpu Erwins í sundur en fyrst var höfuðleðrinu og andlitshúðinni flett af. Með því móti var að mestu hægt að komast hjá skurðum í andliti hans. Þegar búið var að fjarlægja heila- gúlinn voru augun færð saman og búið til nýtt nef á Erwin. Aðgerðin tók sex klukkustundir og að henni komu fimm skurðlæknar. Þar af þrír íslenskir og tveir frá Bandaríkjunum. Ian T. Jackson, skoskur lýtalæknir sem starf- ar í Michigan í Bandaríkjunum og hefur sér- hæft sig í sundurhlutun og enduruppbyggingu höfuðkúpunnar, var sérstaklega fenginn hingað til lands til að hjálpa til við aðgerðina ásamt ís- lenskum sérfræðingum, auk svæfingalækna. Áður höfðu sérfræðingar lýtalækninga- og brunadeildar LSH leitað samstarfs við aðra út- lenda sérfræðinga en án árangurs. Var m.a. leit- að til Svíþjóðar, en þar treystu menn sér ekki til að framkvæma jafnviðamikla og flókna aðgerð. Höfuðkúpan tekin í sundur Jens Kjartansson, yfirlæknir á lýtalækninga- og brunadeild LSH, segir aðgerðina hafa heppnast mjög vel. Hún hófst á því að höfuð- leðrinu ásamt efsta hluta andlits var flett frá höfuðkúpunni. Fremsti hluti höfuðkúpunnar var svo tekinn burt til að hægt væri að einangra heilagúlinn og fjarlægja hann en gúllinn reynd- ist vera óstarfhæfur vefur. Þá voru augntóft- irnar sundurhlutaðar og færðar saman og búið til nýtt nef með beinplötu, sem tekin var úr höf- uðkúpunni sjálfri. Höfuðkúpunni, ásamt augn- tóftum og nefbeini var síðan raðað saman og fest með títanskrúfum. Að síðustu var and- litshúð og höfuðleður sett yfir að nýju. Þar með var aðgerðinni lokið. Greru beinin síðan líkt og um beinbrot væri að ræða. Í dag hefur göngu sína í Morgunblaðinu greinaflokkur um Landspítala – háskólasjúkra- hús. Frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru sam- einuð fyrir fimm árum hefur margt áunnist í rekstrinum. En aukaverkanir sameiningar eru engu að síður fyrir hendi eins og rakið verður á síðum blaðsins á næstu dögum. Umfangsmikil lýtaaðgerð framkvæmd á fimmtán ára dreng á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Heilagúllinn var áber- andi í andliti Erwins. Búið var til nýtt nef í velheppnaðri aðgerð. Aron Björnsson „Felur í sér algjöra umbreytingu“ Jens Kjartansson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Silju Björk Huldudóttur  Spítali í spennitreyju | 10-17 STOFNAÐ 1913 157. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Bræðralagið Africa-United Í fjölþjóðlegasta knattspyrnuliði landsins er vináttan í fyrirrúmi | 18 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Heimur hótelsins  Stjörnum prýddir gististaðir  Umgjörð og innblástur Atvinna | Atvinnuleysi algengast með- al ungra Könnun á rafrænum skjalavörslukerfum ríkisstofnana 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Aðgerðin tók sex klukkustundir og hana framkvæmdu fimm skurðlæknar; lýtalækn- arnir Jens Kjartansson, Ólafur J. Einarsson, Ian T. Jackson, Jeffrey S. Topf og heila- og taugaskurðlæknirinn Aron Björnsson. Íslensku læknarnir Peking. AFP. AP. | Að minnsta kosti 64 biðu bana, þar á meðal 62 skóla- börn, þegar skyndilegir vatnavextir ollu því að flóðbylgja skall á grunn- skóla í Heilongjiang-héraði í norð- austurhluta Kína á föstudag. Í fyrstu var talið að 29 hefðu farist, en í gær varð ljóst að tala látinna var mun hærri. 352 nemendur á aldrinum sex til fjórtán ára og 31 kennari voru í skól- anum þegar flóðið skall á honum. Að minnsta kosti 455 manns hafa beðið bana í flóðum og skriðum í Kína frá því í byrjun maí, þegar árleg rign- ingartíð hófst í landinu. Ár hvert deyja þúsundir Kínverja af völdum rigninga og flóða og hafa yfirvöld í landinu varað við því að veðurfarið í ár verði líklega verra en í meðalári. 64 fórust í flóði í skóla London. AFP. | Bretar lifa nú leng- ur en forfeðurnir vegna framfara í læknavísindum og betri lífs- hátta á mörgum sviðum. En gæludýrin þeirra lifa líka lengur og útgjöld eigendanna vegna læknisaðgerða og lyfja handa þeim vaxa stöðugt. Tryggingafélagið More Than hefur látið kanna málið og segir að algengt sé orðið að hundar og kettir verði hátt í tveggja ára- tuga gamlir sem svarar til þess að manneskja verði allt að 100 ára. Eigendur eru orðnir meðvit- aðir um að dýrin þurfa að fá nægilega hreyfingu og passa þarf mataræðið svo að þau hlaupi ekki í spik. En mestu skiptir að dýralæknar ráða nú yfir margvíslegum búnaði til að tryggja gæludýrunum lengra líf. Beitt er ómskoðun til að greina krabbamein, gigt eða hjarta- eða nýrnagalla. Eigandinn getur þurft að greiða 500 pund, nær 60 þúsund krónur, á ári fyrir gigt- armeðferð handa dýrinu. Með- ferð vegna hjartakvilla getur verið mun dýrari. Rannsóknin leiddi í ljós að margir gæludýraeigendur geta vel hugsað sér að láta sjúkra- þjálfara og hómópata sinna öldr- uðu dýri, einnig að beitt sé leysi- geislameðferð. Gæludýrin lifa lengur líkt og eigendurnir GOLFARAR fá oft „örn“ eða „skolla“ þegar leik- ið er en það telst til tíðinda að þeir fái sér kríu á golfvellinum. Þessar kríur, sem tylltu sér niður á staur á golfvellinum á Seltjarnarnesi, hafa ef- laust borið saman bækur sínar og skipst á sögum af heimshornaflakki sínu en krían er farfugl á Ís- landi eins og í öllum öðrum varpheimkynnum sínum og færir sig með árstíðunum, heimskaut- anna á milli. Morgunblaðið/Ómar Kríur spjalla á golfvellinum Ólafur Einarsson London. AFP. | Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims (G-8 ríkjanna) náðu í gær ramma- samkomulagi um að fella niður skuldir 18 af fátækustu ríkjum heims. Samkomulagið nemur millj- örðum Bandaríkjadollara en ekki hefur verið gengið frá öllum atriðum varðandi útfærslu þess. Fjár- málaráðherrarnir héldu fundi í London í gær og á föstudag til að undirbúa leiðtogafund G-8 ríkjanna sem verður haldinn í Skotlandi í næsta mánuði. Þar verður vandi þró- unarríkja efst á baugi. | 20 G-8 ríki aflétta skuldum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.