Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 11 nýs sjúkrahúss á lóð LSH. Átján hópar hönnuða sýndu áhuga á að taka þátt. Úr þeim voru valdir sjö til að keppa til úrslita. Í byrjun október tilkynnir dómnefnd, sem Ingibjörg Pálmadóttir fer fyrir, bestu lausnina. Ekki liggur enn fyrir hvernig byggingin verður fjármögnuð. Ýms- ar hugmyndir hafa verið reifaðar. T.d. að einstaka hlutar spítalans verði byggðir í einkaframkvæmd og að nota fjármuni af sölu ríkiseigna, t.d. Símans, eins og fyrr segir. Fyrir liggur áætlun um það að bygging nýs spítala við Hringbraut muni kosta 36 milljarða króna. „Það er ekki búið að ráðstafa hagnaði af sölu Símans, en sú vinna stendur fyrir dyrum þegar ljóst verður hver hagnaðurinn er,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra. Munu línurnar væntanlega skýr- ast í sumar hvað það varðar, að sögn ráðherra. „Það verður líka að ákveða hvenær við viljum setja slíka stór- framkvæmd inn í efnahagskerfið. Ég vona að ákvarðanir um það verði teknar sem fyrst.“ Bygging nýja sjúkrahússins á sér langan aðdraganda. Fyrir liggur mikið undirbúningsstarf og fjöldi undirbúningsgagna. Að skipulags- samkeppni lokinni verður hægt að ráðast í frekari skipulags- og hönn- unarvinnu og síðan byggingarfram- kvæmdir. Miðað við þann tíma- ramma sem settur hefur verið verður ákvörðun ríkisvaldsins um fjármögnun að liggja fyrir haustið 2006 til að framkvæmdir geti hafist sumarið 2008. 5–10 ár mun þaðan í frá taka að byggja nýja spítalann. Í kjölfar sameiningar Þegar ákveðið hafði verið að sam- eina sjúkrahúsin í Reykjavík var skipuð stjórnarnefnd sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Var Magnús Pétursson, sem áður hafði verið ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, ráðinn forstjóri. Búið var til nýtt stjórnskipurit og ákveðið að fimm framkvæmdastjórar, ásamt forstjóra, myndu skipa fram- kvæmdastjórn spítalans. Fram- kvæmdastjórarnir tóku til starfa í maí 2000 og voru ráðnir til fimm ára. Verksvið þeirra eru: Fjárreiður og upplýsingar, umsýsla tækni og eigna, skipulag kennslu, vísinda og þróunar, stjórnun hjúkrunar og stjórnun lækninga. Talsverð breyt- ing varð einnig á klínísku skipulagi spítalans. Hún skiptist nú í fjórtán stjórnunarlegar einingar eða svið og stýra þeim að jafnaði tveir sviðs- stjórar, læknir og hjúkrunarfræð- ingur. Á þessum sviðum eru 38 sér- greinar í læknisfræði og 62 legudeildir. Skrifstofur spítalans, þar sem fram fer önnur starfsemi en klínísk þjónusta, skiptist einnig í svið. Sviðs- stjórar eru valdir úr röðum starfs- manna til fjögurra ára í senn. Hefur það fyrirkomulag verið gagnrýnt eins og síðar verður komið inn á. Þá var ákveðið að sameina sérgreinar, hverja fyrir sig, og koma þeim fyrir í húsnæði spítalans eftir því sem best hentaði út frá eðli starfseminnar. Sameiningu sérgreina fylgdi tilflutn- ingur deilda og val nýrra yfirmanna. Er sú vinna að mestu leyti að baki. Stjórnendur LSH líta svo á að hag- ræðing hafi náðst í mönnun með sameiningu sérgreinanna. Vaktlín- um á spítalanum hafi fækkað og yfir- mönnum sömuleiðis um 60–70 sem m.a. gerðist þegar heilt stjórnunar- lag, forstöðulæknar og fram- kvæmdastjórar hjúkrunar, var lagt niður. Var verkefnum þeirra deilt á sviðsstjóra, deildarstjóra hjúkrunar og yfirlækna í kjölfarið. Gagnrýni Ríkisendurskoðunar Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um árangur sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem kom út árið 2003, kom m.a. fram að kostnaðarlega hafi sameiningin ekki skilað ávinningi en faglega séð hafi hún styrkt spítal- ann. Þá kom fram að stjórnvöld þyrftu að leggja skýrari línur um það hvernig sjúkrahús LSH væri ætlað að vera í framtíðinni. Í skýrslunni var m.a. gagnrýnt að við upphaf sameiningar hafi ekki legið fyrir nein heildarstefnumörkun fyrir hið nýja sjúkrahús og engin skýr eða mælanleg markmið sett fram um þann árangur sem átti að ná. Yfirlýst markmið hafi verið „að skila öflugri stofnun sem veitti markvissari og hagkvæmari þjónustu til hagsbóta fyrir skjólstæðinga sína“. Sú fram- tíðarsýn hafi verið of óljós til að geta verið sá leiðarvísir sem þurfti til að byggja upp svo margbrotna stofnun sem LSH er. „Ég sagði aldrei að við myndum spara peninga á því að sameina spít- alana, en ég hef sagt að útgjöldin myndu ekki aukast eins mikið eins og þau gerðu ár frá ári ef við sam- einum,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir. „Við munum nýta betur peningana sem við fáum og útgjöldin aukast ekki eins hratt.“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að með sameiningu treyju Nýr spítali mun rísa við Hringbraut Byggingarlóð Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut er tæplega 175 þúsund fermetrar. Hún afmarkast að norðan af Eiríksgötu, Barónsstíg og gömlu Hringbraut og að sunnan af nýrri Hringbraut. Á lóðinni mega Landspítali og Háskóli Íslands vera með byggingar upp á 170 þúsund fermetra. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.