Morgunblaðið - 12.06.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 21
F
ólk er áhyggjufullt.
Ég óttast hvað tekur
við,“ stendur svörtum
stöfum á tölvuskján-
um fyrir framan mig.
Þetta er bréf frá eþí-
ópískum vini mínum,
móttekið rétt fyrir
helgi. Ég stend upp frá tölvunni,
geng að opnum glugganum og dreg
að mér ferskt kvöldloftið. Sól er enn á
lofti. Þetta er sama sól og skín yfir fé-
laga mínum. Í Eþíópíu er hins vegar
komin nótt og þar eru blikur á lofti.
„Það er fullt af hermönnum og lög-
reglumönnum í bænum og ég hef séð
alls kyns byssur sem ég hafði aðeins
séð í sjónvarpinu áður,“ suðar fyrir
eyrum mér og ég legg ennið að rúð-
unni. Á einu augabragði er ég komin
mörg þúsund kílómetra suður á bóg-
inn. Ég og félagi minn stígum út úr
rútu eftir eins og hálfs dags ferðalag.
Stundum var vegurinn góður en
stundum einungis moldarslóði. Við
lentum í úrhelli á leiðinni og það
rigndi inn í beyglaða rútuna. Þrátt
fyrir að vera skítug upp fyrir haus er-
um við kampakát, enda komin í
heimabæ vinar míns, Bahir Dar. Þar
bíða fjölskylda hans og félagar bros-
andi út að eyrum.
Valdataka árið 1991
Bahir Dar er yndislegur staður og
þar á ég góða daga. Ég sigli á speg-
ilsléttu vatni, sit í skugganum undir
pálmatrjám, skoða gömul klaustur,
virði fyrir mér falleg fjöll og drekk
kaffi með stórfjölskyldunni. Við ríf-
umst um hvort
Arsenal eða Man-
chester United sé
betra lið og allir
biðja að heilsa til
Íslands.
„Þar hlýtur að
vera kalt,“ segir
móðirin á heimilinu
og skenkir mér
kaffi í pínulítinn
bolla. Í hann sigla
einnig tvær kúffull-
ar skeiðar af sykri.
„En sonur minn
sagði mér að þar væri friðsælt.
Hérna er líka friður. Eþíópía hefur
kannski ýmis vandamál en ófriður
hefur ekki verið eitt þeirra í langan
tíma,“ bætir hún við.
Ég kinka kolli. Derg-stjórninni
svokölluðu var steypt af stóli fyrir að
verða fimmtán árum og Meles nokk-
ur Zenawi tók völdin. Hann varð for-
sætisráðherra og er enn í dag. Fyrir
nokkrum árum háði stjórn hans blóð-
ugt stríð gegn Erítreu en það átti sér
fyrst og fremst stað uppi við landa-
mæri ríkjanna tveggja. Eþíópíubúar
hafa almennt lifað við frið í mörg ár.
Það er öruggt að ferðast um Eþíópíu
og landið er heillandi.
„Innst inni held ég að þú hafir talið
Eþíópíu vera samsafn vandamála.
Nú veistu betur,“ segir vinur minn
grallaralegur þegar ég held til Kenýa
eftir tveggja mánaða dvöl í landinu.
Á þriðja tug borgara skotinn
Þar sem ég geng niður Hverfisgöt-
una og skoða útsölutilboð í Kringl-
unni í júnímánuði á Íslandi, er skrýt-
ið til þess að hugsa að vinur minn
virði fyrir sér vopn í Eþíópíu. Hann
er jafnóvanur vígtólum og ég sjálf.
Hann átti ekki von á því sem gerðist í
vikunni og ég ekki heldur. Lögreglan
og herinn skutu á þriðja tug borgara
á miðvikudag, mest stúdenta. Fólkið
mótmælti yfirvöldum og sakaði þau
um að ætla að falsa úrslit kosning-
anna sem haldnar voru 15. maí. Sum-
ir mótmæltu ekki einu sinni en voru
engu að síður skotnir. Skotin dundu
meðal annars uppi við Merkato, aðal-
markaðinn í höfuðborginni Addis
Ababa. Á íslensku sumarkvöldi strýk
ég fingri yfir kaffibolla úr leir sem ég
keypti á Merkato og minnist vinalega
mannsins sem seldi mér hann. Hann
vildi nýja ríkisstjórn en átti ekki von
á breytingum.
„Þessi mun sko ekki afsala sér
völdum svo auðveldlega,“ sagði mað-
urinn.
Stjórnin sökuð um kosningasvindl
Sumir segja fyrri kosningar eftir
að stjórnin tók völdin, frekar hafa
verið upp á punt en nokkuð annað.
Ríkisstjórnin sækir fylgi sitt til
landsbyggðarinnar, þar sem 80%
landsmanna búa og kjósendur
þekkja fáa eða enga aðra frambjóð-
endur. Stjórnarandstaðan fullyrðir
að hún hafi litla möguleika á að koma
boðskap sínum til landsbyggðarfólks.
Dagblöð fara lítið út á land og stór
hluti fólks er ólæs. Útvarpsstöðin er
ríkisrekin og að margra viti málgagn
stjórnarinnar.
Tæpum mánuði eftir kosningarnar
nú í vor liggja úrslit ekki enn fyrir.
Ríkisstjórnin lýsti því reyndar yfir
tveimur dögum eftir kosningar, áður
en talningu var
lokið, að hún
hefði unnið. Hún
viðurkenndi að
stjórnarandstað-
an hefði unnið
stórsigur í höfuð-
borginni en sagði
það einfaldlega
ekki nóg. Stjórn-
arandstaðan
ásakaði stjórnina
um kosninga-
svindl. Endanleg
úrslit áttu að
liggja fyrir 8. júní en vegna ásakana
um svindl hefur þeim verið seinkað
um heilan mánuð, til 8. júlí.
Kunningjakona mín frá Addis
Ababa var æf þegar hún skrifaði
tölvupóst í gær:
„Eftir kosningarnar bannaði for-
sætisráðherrann öll mótmæli á göt-
um úti. Bannaði það bara sisvona.
Eins og ekkert sé er bara tekinn af
fólki réttur þess. Þeir sem þekkja
lögin vel segja að forsætisráðherrann
megi ekki gera þetta,“ sagði hún.
„Fólk er auðvitað mjög reitt út af
þessu,“ skrifaði annar félagi minn.
Óvíst er hvað tekur við
Í júnímánuði á Íslandi handfjatla
ég útprent af bréfunum að utan og
minnist umræðna á veitingahúsum
og samtala í rútuferðum og fallegu
landslagi.
„Af hverju halda svona margir að
Eþíópía sé bara hungursneyð og
stríð?“ var ég spurð aftur og aftur.
„Nú, þetta er það sem við heyrum
af,“ svaraði ég. „Er þetta ekki eðli
fréttaflutnings? Þið heyrið ekki frá
Íslandi nema ef eitthvað markvert
gerist og þá er það oftast eitthvað
slæmt – snjóflóð, jarðskjálfti eða
álíka.“
Nú er loft lævi blandið víða í Eþíóp-
íu og það er markvert. Óvíst er hvað
gerist. Stúdentar létu sér ekki segj-
ast, þótt mótmæli væru bönnuð. Mun
fólk sætta sig við líklegustu niður-
stöðu kjörstjórnarinnar í byrjun júlí,
þá að stjórnin haldi velli? Eftir at-
burði liðinnar viku liggja viðskipti og
almenningssamgöngur niðri í höfuð-
borginni og óánægjan breiðist út.
Mótmæli og skotárásir í Eþíópíu
árið 2005 eru stórfrétt. Stórfréttir
brenna sig inn í vitund okkar þannig
að löngu síðar munum við enn eftir
þeim. Hugmyndum um stórfréttir
verður ekki auðveldlega breytt. 20
árum eftir hungursneyðina frægu ár-
ið 1985 tengjum við Eþíópíu enn við
sársvöng börn.
„Ég óttast
hvað
tekur við“
Fyrir tæpum mánuði voru kosningar í Eþíópíu. Úrslit liggja
ekki enn ljós fyrir, mótmæli hafa brotist út og staðan er
tvísýn. Sigríður Víðis Jónsdóttir var í Eþíópíu fyrir stuttu
og velti fyrir sér málum.
sigridurv@mbl.is
Morgunblaðið/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Skólastúlkur úti á landi. Flestir Eþíópíubúar lifa á landsbyggðinni. Þangað sækir ríkisstjórnin fylgi sitt.
AP
Í Eþíópíu skarst í odda í vikunni þegar að minnsta kosti tuttugu og sex borgarar voru skotnir til bana. Þeir höfðu mót-
mælt yfirvöldum og sakað þau um að falsa úrslit kosninganna 15. maí, en endanleg úrslit þeirra hafa enn ekki verið birt.
’Það er fullt af her-mönnum og lög-
reglumönnum í
bænum og ég hef séð
alls kyns byssur sem
ég hafði aðeins séð í
sjónvarpinu áður.‘
Borgarholtsskóli
Innritun nemenda úr grunnskóla
á haustönn 2005 stendur yfir og lýkur 14. júní
Í boði eru eftirtaldar námsbrautir:
Nánari upplýsingar um einstakar námsbrautir eru á heimasíðu.
Borgarholtsskóli v/Mosaveg, 112 Reykjavík, sími 535 1700, bréfasími 535 1701.
Sjá nánar á heimasíðu: www.bhs.is
Bóknám til stúdentsprófs:
• Félagsfræðabraut
• Málabraut
• Náttúrufræðabraut
Iðnnám:
• Grunndeild bíliðna
• Fyrrihlutanám í málmiðnum
Listnám:
• Margmiðlunarhönnun, grafísk áhersla
• Margmiðlunarhönnun, fjölmiðlatækni
Annað starfsnám:
• Félagsliðabraut, námsbraut fyrir
aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum
• Verslunarbraut
Almenn námsbraut er einnig í boði fyrir þá nemendur sem ekki
standast inntökuskilyrði annarra námsbrauta.
Opið hús verður í skólanum 13. og 14. júní
frá kl. 11-18 þar sem kynnt verður það nám
sem er í boði.