Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 41 AUÐLESIÐ EFNI MIKIL spenna er í Addis Ababa, höfuð- borg Eþíópíu, þar sem 26 stjórnar-and- stæðingar voru skotnir til bana á mið- viku-daginn. Forsætis-ráðherra landsins Meles Ze- nawi bannaði öll mót-mæli eftir kosn- ingar í síðasta mánuði, en stjórnar-and- stæðingar í mið-borginni saka yfir-völd um að ætla að falsa úr-slit kosninga. Sér-sveitir yfir-valda fara um göturnar, ógnandi með vél-byssur að vopni. Þær leita að stjórnar-and-stæðingum og hand-taka þá. Ragnar Schram, kristni- boði í Addis Ababa segist hafa heyrt sög- ur af því að fólki sé mis-þyrmt og jafnvel bútað í sundur. Allir borgar-búar eru hræddir og sam-félagið alger-lega lam- að. REUTERS Eþíópískar konur harma fallna ættingja. Mót-mælendur skotnir SÖNG-KONAN Emilíana Torrini ætlar að halda tón-leika á Íslandi ásamt hljóm- sveit sinni í lok júlí. Söng-konan mun spila og syngja víða um land frá 20. júlí til 1. ágúst. Síðasta plata Emil- íönu, Fisherman’s Wife, hefur gengið mjög vel og þegar selst í yfir 5 þús- und ein-tökum hér á landi – sem þýðir að hún fær gull-plötu. Emilíana er þessa dagana stödd í hljóm-leikaferð um Banda-ríkin, og síðan leikur hún á Glaston-bury-hátíðinni í Eng- landi. Emilíana syngur á Íslandi Í ÁGÚST verður banda-rísk stór-mynd tek- in upp á Íslandi. Myndinni verður leik- stýrt af stór-stjörnunni Clint East-wood, en með-fram-leiðandi hans er enginn annar er Steven Spiel-berg. Íslenska fram-leiðslu-fyrirtækið True North mun aðstoða þá við upp-tökurnar hér á landi, en þær hefjast 12. ágúst og lýkur í september. Töku-staðir hafa ekki verið ákveðnir, en East-wood og Spiel- berg völdu Ísland vegna allra þeirra svörtu stranda sem hér eru. Myndin mun heita Flags of our Fathers og fjalla um einn frægasta bar-daga seinni heims-styrj-aldarinnar á eyjunni Iwo Jima í Kyrra-hafi. Eastwood við upp-tökur á óskars-verð- launa-myndinni Million Dollar Baby. Clint kemur ÍSLAND vann Möltu, 4:1, í undan-keppni heims- meistara-mótsins í knatt- spyrnu karla. Leikurinn fór fram á Laugardals-velli á miðvikudaginn. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tryggvi Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörkin. Þetta var fyrsti sig- ur Íslands í undan- keppninni að þessu sinni, en nú eru 7 leikir þegar búnir. Um síðustu helgi tapaði íslenska lands-liðið fyrir Ung-verjum, 3:2, í sömu keppni á Laug- ardals-velli. Íslenska lands-liðið í knatt-spyrnu hefur seinustu mánuði verið mikið gagn-rýnt og því var sigurinn kærkom- inn og mikill léttir. Ísland vann! Morgunblaðið/Árni Torfason Eiður Smári Guðjohnsen fyrir-liði í leiknum á móti Möltu. VALA Flosadóttir, sem vann brons-verð-laun í stangar-stökki á Ólympíu- leikunum í Sydney árið 2000, hefur ákveðið að hætta að æfa og keppa í stangar-stökki. „Á síðustu árum hef ég vonast til að geta stokkið hærra og á stundum þykir mér að ég hefði getað gert betur,“ segir Vala, og bæt- ir við að sú hugsun eða til- finning sé samt ekki nóg til þess hún að haldi áfram að æfa þar sem hún finnur ekki lengur ánægju af íþróttinni. „Ég veit ekki hvort ég var að leggja stund á stangar-stökk fyrir aðra síðustu ár, en því miður þá er ljóst að ég var ekki að æfa og keppa fyrir sjálfa mig og þegar svo er komið er senni-lega best að hætta,“ segir Vala Flosadóttir, eins mesta frjáls-íþrótta-stjarna sem Íslendingar hafa átt. Vala hættir Morgunblaðið/Sverrir Völu þótti bronsið gott í Sydney árið 2000. GERA þarf nýtt umhverfis-mat vegna álvers Alcoa í Reyðar-firði, sam-kvæmt dómi Hæsta-réttar í vikunni. Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfis-ráðherra telur ekki að dómurinn þýði að Alcoa verði að fresta byggingu ál-versins í Reyð- ar-firði. Hún segir að ekki sé ljóst hvenær matið verði tilbúið. Tómas Már Sigurðsson, fram- kvæmda-stjóri Alcoa Fjarða-áls sf., segir að niður-staða Hæsta- réttar komi sér á óvart. Fram- kvæmdir séu enn í gangi og undir- búningur fyrir nýtt umhverfis-mati hafinn. Nýtt um- hverfis-mat vegna ál- versins UM-FERÐAR-RÁÐ fundaði í vikunni. Það skorar á öku-menn að aka var- lega nú þegar sumarið er komið og um-ferðin á vegum landsins eykst. Og minnir einnig á að öku-menn þurfi að haga sér eins og þeir vilji að aðrir hagi sér í um-ferðinni Einar Rúnar Einarsson er sam- mála þessu, en hann hefur verið að jafna sig eftir hræð-ilegt bíl-slys und- an-farið hálft ár. Bíll hans lenti fram- an á flutninga-bíl í brekkunni við Litlu kaffi-stofuna. Einar var heppinn að lifa slysið af, en á hverju sumri láta að meðal-tali 8 manns lífið í um- ferðar-slysum. Einar segir að öku-menn verði að vera skyn-samir og taka ekki óþarfa áhættu, eins og að flýta sér of mikið. „Ég sýp hveljur stundum þegar ég sé framúr-akstur fyrir framan mig, ég veit hvernig það er að lenda framan á bíl,“ segir Einar sem verður aldrei samur eftir slysið sem hann hugsar um dag-lega enda finnur hann alltaf til. Morgunblaðið/RAX Einar Rúnar ásamt eigin-konunni Guðbjörgu Emmu, dætrunum Berg- lindi Ósk og Guðrúnu Ósk, og tíkinni Millý sem var með honum í bílnum þegar slysið varð. Ökum var-lega CLEMEN-TINA Cantoni er 32 ára ítölsk kona sem haldið hefur verið í gíslingu í Afgan-istan í meira en 3 vikur. Henni hefur loksins verið sleppt og hún kom heim á föstu- daginn með foreldrum sínum sem fóru til Kabúl, höfuð-borgar Afgan- istan, til að sækja dóttur sína. hafi verið greitt lausnar-gjald fyrir hana. Málið hefur vakið hræðslu með- al erlendra hjálpar-starfs-manna í Afgan-istan, og mikla athygli á Ítal- íu. Þar var ákaft fagnað þegar Cle- men-tinu var sleppt og hún er við góða heilsu. Clemen-tina vinnur fyrir hjálpar- sam-tökin CARE við að að-stoða ekkjur og börn þeirra við að finna mat og vinnu. Henni var rænt 16. maí af glæpa-gengi og var mikil sam- staða í Afgan-istan um að hún yrði frelsuð. Ráða-menn segja að ekki REUTERS Clementina Cantoni spjallar við ítalska forsætis-ráðherrann Silvio Berlusconi eftir komuna. Cantoni frelsuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.