Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 48
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes KALVIN! HVAÐA HÁVAÐI ER ÞETTA? ÞÚ ÁTT AÐ VERA FARINN AÐ SOFA! ÞAÐ ERU SKRÍMSLI UNDIR RÚMINU MÍNU PABBI! ÉG VAR AÐ BERJA EITT MEÐ KYLFUNNI MINNI ÞETTA ER EKKI SKRÍMSLI. ÞETTA ER TÍGRISDÝRIÐ ÞITT, HANN HOBBES ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÉG HITTI EKKI ALLTAF JÁ... LEYFÐU MÉR AÐ SJÁ KYLFUNA ÞÍNA © DARGAUD Bubbi og Billi ÉG GET EKKI SOFNAÐ. EF ÉG GÆTI BARA FENGIÐ AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ NEI... VOFF! BLESSAÐUR VINUR MINN! ERTU ENNÞÁ VAKANDI? ÉG SKIL. ÞÉR LEIÐIST OG ÞIG LANGAR TIL ÞESS AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ. ÉG SKAL KVEIKJA Á ÞVÍ EN VIÐ GETUM EKKI HAFT NEITT HLJÓÐ ANNARS VAKNA ALLIR Í HÚSINU HVAÐ ER Á DAGSKRÁ? HEPPNIN ER MEÐ ÞÉR! ÞAÐ ER HEIMILDARMYND UM RISAEÐLUBEINAGRINDUR SEM FUNDUST Í AFRÍKU ÞAÐ ER LÍKA VERIÐ AÐ ENDURSÝNA LEIKINN Í MEISTARADEILDINN SEM ÉG MISSTI AF BEININ ERU AÐ MISMUNANDI STÆRÐUM OG GERÐUM NEI VOFF NEI! VOFF! MÉR HEYRIST EINHVER VERA AÐ TALA VIÐ BILLA ÞARNA NIÐRI ÉG SKAL FARA NIÐUR FARÐU GÆTILEGA VIÐ VORUM BÚNIR AÐ RÆÐA ÞETTA! ÞÁTTURINN ÞINN ER BÚINN OG NÚNA MÁ ÉG HORFA Á FÓTBOLTALEIKINN! VOFF!! Dagbók Í dag er sunnudagur 12. júní, 163. dagur ársins 2005 Víkverji flokkastekki sem einn af gömlu fréttahauk- unum enda er hann ungur að árum og ekki með ýkja langa starfsreynslu. Engu að síður hefur Vík- verji sterkar skoðanir á öllu sem varðar fjöl- miðlun og getur röfl- að út í eitt yfir ýms- um starfsvenjum samstarfsfólks síns sem og keppinaut- anna. Víkverji á bágt með að skilja sjón- varpsfréttamenn sem nota þá „tak- tík“ að byrja á að rífa niður það sem viðmælandi þeirra hefur fram að færa. Þótti Víkverja keyra um þver- bak um daginn þegar fréttamaður Stöðvar 2 var að taka viðtal við dómsmálaráðherra sem hafði sama dag tilkynnt að endurskoðun á kyn- ferðisbrotakafla hegningarlaganna væri hafin. Fréttamaðurinn spurði: „Björn, þú hefur skrifað allsherjar- nefnd út af aðgerðahópnum, þú leit- aðir til refsiréttarnefndar, þú hefur falið ríkislögreglustjóranum að gera sérstakar verklagsreglur um heim- ilisofbeldi og nú skiparðu heilan pró- fessor í að endurskoða lög sem eru ekki nema þrettán ára gömul? Eru þau strax úr sér gengin?“ x x x Víkverji fékk á tilfinn-inguna að frétta- manni þætti út í hött að endurskoða þrettán ára gömul lög, þrátt fyrir að fjöldi ábendinga hafi komið fram um að laga- kaflinn sé úr sér geng- inn enda mikið vatn runnið til sjávar síðan 1992 hvað varðar þekk- ingu á kynferðisofbeldi. Þessi undarlega áhersla á „heilan prófessor“ virkaði líka þannig á Víkverja að frétta- manni þætti Björn algjör kjáni. Víkverji ræddi þetta við vinkonu sína sem sagðist hafa farið í sjón- varpsviðtal þar sem fréttamaðurinn sagðist myndu hefja viðtalið á nei- kvæðri spurningu. Það gæfi vinkonu Víkverja tækifæri til þess að svara vel. Víkverji á erfitt með að skilja hvernig það getur virkað vel að tala með svona mikilli neikvæðni um það sem fólk hefur fram að færa. Enda er Víkverji venjulega hinn jákvæð- asti og getur ekki séð að það komi niður á fréttunum sem hann skrifar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Borgarleikhúsið | Styrktarsýning á einleiknum Alveg brilljant skilnaður verður í Borgarleikhúsinu nk. þriðjudag. Allur ágóði sýningarinnar rennur til Árna Ibsen leikskálds en hann á við alvarleg veikindi að stríða um þessar mundir. „Við hvetjum alla þá sem langar til að sjá sýninguna og vilja styrkja þetta góða málefni í leiðinni til að kaupa miða í miðasölu Borgarleikhússins,“ segir Edda Björgvinsdóttir sem leikur í sýningunni. Borgarleikhúsið býður húsnæðið endurgjaldslaust og allir aðstandendur gefa vinnu sína. Styrktarsýning í Borgarleikhúsinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar. (Kól. 3, 17.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.