Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 1
Enn ein fjöður í hatt Hamrahlíðarkórinn gerir storm- andi lukku | Úr vesturheimi Lesbók | Af músum og mönnum  Batman innblásinn af Íslandi Börn | Sól, sól skín á mig Gaman í Húsdýragarðinum Íþróttir | Langt ferðalag hjá FH-ingum  Þriðji meistaratitill Spurs HINN 13. ágúst hefur ný sjónvarps- stöð útsendingar hér á landi, Enski boltinn, en eins og nafnið gefur til kynna verður hún eingöngu til- einkuð ensku knattspyrnunni. Nýja sjón- varpsrásin, sem er í eigu Íslenska sjónvarpsfélags- ins sem einnig rekur Skjá einn, gerir áhuga- mönnum um enska boltann kleift að sjá alla heima- og útileiki síns liðs og fylgjast með gangi mála hjá keppinautunum. Stöðin áformar að sýna yfir 350 leiki í vetur eða 250 fleiri en áður, auk þess að sýna ýmsa aðra dagskrárliði tileinkaða ensku knattspyrnunni. Útsendingar Enska boltans verða fluttar um dreifikerfi Símans, Sím- inn Sjónvarp, bæði gegnum ADSL og Breiðbandið. Að sögn Jóns Hauks Jenssonar framleiðanda er einungis ein önnur stöð í Hollandi, að vitað er, sem sýnir jafn marga leiki og íslenska stöðin. 350 leikir í boði í enska boltanum Eiður Smári Guðjohnsen Somerset. Reuters. | Hátíðargestir á tónlistarhá- tíðinni í Glastonbury í Englandi létu rok og rigningu ekki á sig fá og komu sér „vel“ fyrir í sínum útilegutjöldum er hátíðin hófst form- lega í gær. Hún mun standa fram yfir helgi. Þeir sem höfðu tekið forskot á sæluna vöknuðu upp í gegnblautum tjöldum í gærmorgun og við blasti eitt stórt moldarflag og sumstaðar fóru tjöldin á bólakaf og óðu gestir vatns- flauminn sem náði þeim í mitti. Talið er að yfir 150 þúsund manns sæki hátíðina í ár. Hún er fjölmennasta tónlistarhátíð sem haldin er á Bretlandi. Spáð er áframhaldandi skúrum á svæðinu um helgina. 600 lögreglumenn verða á vakt á svæðinu þá þrjá daga sem hátíðin stendur yfir og er kostn- aður við löggæslu vel yfir 100 milljónum króna. Hljómsveitir á borð við Coldplay, White Stri- pes, The Doves og The Killers koma fram á há- tíðinni. Glastonburyhátíðin er haldin í Somerset á Englandi. Fyrirhugað er að flytja hana um set á næsta ári. Reuters Flóð í fjörinu í Glastonbury ENGIN viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréf í SPH þrátt fyrir margítrekaðar óskir um kaup á bréfum. Þetta segir í tilkynningu sem stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar, SPH, sendi frá sér í gær. Viðskipti með stofnfjárbréf í sparisjóði eru, lögum samkvæmt, háð samþykki stjórnar hans. Stjórn SPH segist ekki munu standa í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vilja framselja bréf sín. Beiðni þess efnis hafi hins vegar ekki borist stjórn sjóðsins. „Berist slík beiðni verður hún að sjálfsögðu tekin fyrir og full- nægi hún skilyrðum laga mun sitj- andi stjórn væntanlega taka hana til greina,“ segir stjórn SPH. Stjórnin lýsir jafnframt yfir vilja sínum til að fjölga stofnfjáraðilum, sem nú séu 47 talsins. Til þess þurfi hins vegar stuðning 2/3 hluta at- kvæða á aðalfundi en þann styrk hafi stjórnin ekki í stofnfjáraðila- hópnum. „Með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hefur hjá þeim fjórum sparisjóðum sem farið hafa út í það að auka stofnfé sitt og setja viðskipti með stofnbréf jafnframt frjáls er ekkert óeðlilegt við það að fjárfestar sýni bréfum í SPH áhuga,“ segir í tilkynningu stjórn- arinnar. Fjármálaeftirlitið, FME, sendi í gær öllum stofnfjáreigendum í SPH bréf þar sem minnt er á að að- ilum sem hyggist eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki beri, lögum samkvæmt, að leita sam- þykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir- fram. Óskar FME eftir upplýsingum frá stofnfjáreigendunum um hvort þeir hafi selt stofnfé sitt í SPH, þeim borist tilboð í það eða hvort þeir hafi gerst aðilar að samkomu- lagi um beitingu atkvæðisréttar á aðalfundi sjóðsins í apríl sl. Segist FME hafa til skoðunar hvort virkur eignarhlutur [10% eða meira] sé til staðar í sparisjóðnum og hvort fyr- irætlanir séu um sölu stofnfjár í sparisjóðnum eða hvort slík sala hafi átt sér stað. Fjármálaeftirlitið óskar svara frá stofnfjárfestum Engin viðskipti með stofnbréf SPH Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is  Vilja fjölga |16 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tók á móti forsætisráðherra Íraks í Hvíta hús- inu í Washington í gær. Á blaðamanna- fundi að viðræðunum loknum leituðust þeir við að bregðast við vaxandi efasemdum í Bandaríkjunum um hernaðinn í Írak. „Markmið óvinarins er að bola okkur út úr landinu áður en Írakar ná að koma sér upp öruggri, lýðræðislegri ríkisstjórn. Það skal þeim ekki takast,“ sagði Bush forseti eftir fund- inn með Ibrahim al-Ja- faari. Bush sagði ógerlegt að ræða áætlun um hugsanlega heim- kvaðningu herliðsins í Írak. „Það stoðar ekkert að smíða tímaáætlun. Hvað eigum við að gera, rétta óvininum áætlunina og segja: „Hér er áætlunin, gjörið svo vel að bíða þangað til við erum farnir“?“ Al-Jaafari tók í sama streng og sagðist vonast til þess að „herra Bush [myndi] reyna að taka upp einhvers konar Mars- hall-aðstoð í Írak og hún [yrði] nefnd Bush- áætlunin.“ Hann sagði ennfremur að Írak- ar myndu aldrei gleyma þeim stuðningi sem Bandaríkjamenn hefðu veitt þjóðinni. Ráðist á bandaríska hermenn Um sama leyti og Bush og al-Jaafari hétu „endanlegum sigri“ yfir uppreisnar- mönnum í Írak var sjálfsmorðsárás gerð að hópi bandarískra hermanna í borginni Fallujah. Tveir létu lífið og þrettán særð- ust. Fjögurra er saknað, og er gert ráð fyr- ir að þeir séu látnir. Annar þeirra sem lét- ust var kona, sem og ellefu þeirra sem særðust. Al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin gengust við ódæðinu. Þrjátíu og sex banda- rískar konur hafa dáið í Írak frá því að Bush blés til herfarar gegn stjórn Sadd- ams Hússein. Heita „endanleg- um sigri“ 36 bandarískar konur meðal látinna í Írak George W. Bush Harðlínumaðurinn Mahmood Ahmadinejad virtist seint í gærkvöldi hafa sigrað í for- setakosningunum í Íran. „Þetta er búið spil,“ hafði AFP-fréttastofan eftir nánum aðstoðarmanni Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrum forseta, sem talinn hafði verið nán- ast öruggur um sigur. Tölurnar sem birtar voru í gærkvöldi komu því mjög á óvart. Heimildir hermdu að Ahmadinejad hefði fengið 60% greiddra atkvæða þegar 13 milljónir þeirra höfðu verið taldar. Opinber- ar tölur innanríkisráðuneytisins sem birtar voru um miðnætti kváðu á um að hann hefði hlotið 58% greiddra atkvæða. Kosningarnar eru taldar hinar mikilvæg- ustu frá því að hreintrúarmenn tóku völdin í Íran árið 1979. Rafsanjani hafði lagt áherslu á að hann væri fulltrúi umbótaafla í landinu en svo virtist sem málflutningur Ahmadin- ejad hefði náð til kjósenda, einkum það lof- orð hans að nýta olíuauðinn í þágu hinna fá- tæku. Óvænt úr- slit í Íran ? ♦♦♦ Lesbók, Börn, Íþróttir og Lifun í dag STOFNAÐ 1913 169. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.