Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 2

Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 2
2 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ertu göngugarpur? edda.is Nú færð þú þessar einstöku gönguleiða- bækur eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson á sérstöku sumartilboði - Hér er sagt frá því helsta sem fyrir augu ber og leiðbeint um útbúnað og kost. Að fjölmörgu er að hyggja áður en lagt er í slíkar ævintýraferðir! Tilboðsverð 1.490 kr. Fullt verð 2.990 / 2.490 Sumartilboð KOSIÐ UM STÆKKUN? Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar segir í nefndaráliti að hún kysi helst að áform um stækkun álversins í Straumsvík yrðu lögð til hliðar. Það þjóni hagsmunum Hafnfirðinga best til lengdar að ekki verði tekið meira land svo nærri íbúðabyggð undir mengandi stóriðju. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að álitið sé ekki í takt við samhljóða álit bæjarstjórnar og skipulagsnefndar. Hann segir að til greina komi að Hafnfirðingar kjósi um hvort veita eigi álverinu starfsleyfi um leið og kosið verður um tillögu um samein- ingu Hafnarfjarðar og Voga í haust. Endurfundir um helgina Björgunarafreksins þegar áhöfn togarans Egils rauða frá Neskaup- stað var bjargað fyrir rúmum fimm- tíu árum verður minnst um helgina. Togarinn strandaði að kvöldi 26. jan- úar 1955 undir Grænuhlíð. Í áhöfn skipsins voru 34 sjómenn. 29 var bjargað en fimm fórust. Engin viðskipti Engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar þrátt fyrir margítrek- aðar óskir um kaup á bréfum. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnar SPH frá því í gær. Viðskipti með stofnfjárbréf í sparisjóði eru, lögum samkvæmt, háð samþykki stjórnar hans. Stjórn SPH segist ekki munu standa í vegi fyrir því ef stofnfjár- aðilar vilja framselja bréf sín. Beiðni þess efnis hafi hins vegar ekki borist stjórn sjóðsins. Hittust í Hvíta húsinu George W. Bush Bandaríkja- forseti tók á móti forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jafaari, í Hvíta húsinu í Washington í gær. Á blaða- mannafundi að viðræðunum loknum leituðust þeir við að bregðast við vaxandi efasemdum í Bandaríkj- unum um hernaðinn í Írak. Um sama leyti og Bus og al-Jaafari áttu fund í Hvíta húsinu og hétu „endan- legum sigri“ yfir uppreisnarmönn- um í Írak var sjálfsmorðsárás gerð að hópi bandarískra hermanna í borginni Fallujah. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                         Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 32/34 Úr verinu 12 Kirkjustarf 34/35 Viðskipti 16 Minningar 36/39 Erlent 18/19 Skák 39 Akureyri 22 Myndasögur 44 Suðurnes 22 Dagbók 44 Árborg 23 Víkverji 44 Listir 24 Velvakandi 45 Ferðalög 25/27 Staður og stund 46 Daglegt líf 30 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 32 Staksteinar 55 Umræðan 32/34 Veður 55 * * * ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra segir ítrekaða áskorun meirihluta menntaráðs Reykjavíkur um að fá að koma að endurskoðun grunnskólalaganna makalaust upp- hlaup og tækifærismennsku. Hún segir að í yf- irlýsingum Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkur, komi fram hve illa upp- lýstur hann sé um málið. Meirihluti menntaráðs ítrekaði í gær áskorun sína til menntamálaráðuneytisins um að fá að koma að endurskoðun grunnskólalaganna. Í fréttatilkynningu frá Stefáni Jóni í gær segir m.a. að ráðherra hafi margoft boðað endurskoðun lag- anna en ekkert formlegt samráð hafi verið haft við Reykjavíkurborg eða Samband íslenskra sveitar- félaga. Ráðherra svarar því hins vegar til að sú vinna sem hafi átt sér stað innan ráðuneytisins um end- urskoðun laganna hafi verið í fullu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Það var ekki síst að frumkvæði þeirra sem það var ákveðið að þessi vinna yrði unnin innan ráðuneytisins,“ segir hún. „Þetta hefur allt verið unnið í góðri samvinnu og hefur lögfræðingur sveitarfélaganna m.a. kom- ið að þeirri vinnu.“ Þorgerður segir að vinnan sé komin á lokastig og að ætlunin sé að halda fundi með hagsmuna- aðilum á næstunni. „Það er meira að segja búið að festa niður fund með fulltrúum sveitarfélaga út af þessu máli í fyrstu viku júlímánaðar og ég get ekki gert að því þótt það sé sambandsleysi þarna á milli.“ Ráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi óskað eftir sérstakri aðkomu að þessu máli og að hún velti því fyrir sér hvort það sé til marks um að það sé stefna borgaryfirvalda að slíta samstarfinu inn- an Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég verð að hafa einhvern samráðsvettvang,“ segir hún. „Ég ætla ekki að mismuna sveitarfélögum eftir stærð og finnst það mikið umhugsunarefni og ekki mjög höfuðborgarlegt ef Reykjavíkurborg vill að það verði gert.“ Í borgarstjóraleik Þorgerður segist telja að yfirlýsingar sínar um að hún vilji styrkja réttarstöðu einkarekinna skóla spili inn í þetta mál; greinilegt sé að þær hafi farið í taugarnar á fulltrúum R-listans. Spurð um tengsl á milli þessa máls og athuga- semda forystumanna Kennarasambandsins við vinnubrögð hennar fyrr í þessum mánuði segir Þorgerður þau skýr. „Þetta er bara pólitík. Þetta er skólabókardæmi um tækifærismennsku í póli- tík. Stefán Jón hefur greinilega ákveðið að sæta lagi núna bæði vegna þessa að Kennarasambandið hefur farið á undan og til að dreifa athyglinni frá því sem er að gerast hjá þeim. Hann er bara í borgarstjóraleik sem hann er að byggja upp.“ Í fréttatilkynningu frá Stefáni Jóni segir að í nóvember í fyrra hafi fengist svar frá ráðuneytinu um að fyrir lægju drög að frumvarpi eftir vinnu starfshóps innan ráðuneytisins. „Reykjavíkurborg hefur ekki fengið neina aðkomu að málinu, og er þó stærsti veitandi grunnskólaþjónustu í landinu. Starfsmaður Sambands sveitarfélaga hefur aðeins verið áheyrnarfulltrúi í sérfræðingahópi innan ráðuneytis.“ Þá segir Stefán Jón: „Sem formaður mennta- ráðs lýsi ég eftir áformum um endurskoðun grunnskólalaga og ítreka kröfur stærsta sveitar- félagsins sem hefur 1⁄3 allra grunnskólabarna í landinu í skólum sínum um að koma að gerð frum- varps áður en það er lagt fram.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menntaráði Reykjavíkur segja í bókun sem þeir lögðu fram á fundi ráðsins í gær að staða endurskoðunar grunnskólalaganna hafi verið kynnt í stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Þar eigi m.a. sæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, og Árni Þór Sigurðsson borgar- fulltrúi. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins undrast að for- maður menntaráðs og fulltrúi R-listans sé ekki upplýstur um starf sem fram fer á vettvangi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og hafi ekki rætt um málið við borgarstjóra heldur búi sér til pólitíska stöðu sem formaður menntaráðs,“ segir m.a. í bók- uninni. Meirihluti menntaráðs Reykjavíkur vill koma að endurskoðun grunnskólalaganna Upphlaup og tækifæris- mennska segir ráðherra Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur og Örnu Schram HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega þrítugan mann, Óla Hauk Valtýsson, í 6 og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot og meðákærða, Tryggva Lárusson, 26 ára, í 6 ára fangelsi. Þá var þriðji maðurinn dæmdur í 6 mánaða fangelsi og kona, sem einnig var ákærð í málinu, í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var fimmti sakborningurinn dæmd- ur í 40 þúsund kr. sekt. Stærstu ákæruliðirnir vörðuðu smygl á tæpum 8 kg af amfetamíni frá Hollandi með Dettifossi í fyrra, og 2 þúsund skömmtum af LSD auk þess sem ákært var fyrir vörslu á 4 þúsund skömmtum af LSD í Hol- landi. Talið var sannað með gögnum og skýlausri játningu þess sem þyngst- an dóminn hlaut að hann hefði gerst sekur um amfetamínsmyglið. Hann var talinn hafa tekið einn ákvörðun um flutningsleiðina til landsins. Framburður hans var talinn mjög mikilvægur við að upplýsa sakarefn- ið og var það virt honum til refsi- lækkunar auk játningar hans. Sá sem fékk 6 ára dóm neitaði sök en framburður hans fyrir dómi þótti út í hött. Sannað þótti að hann hefði í fylgd með óþekktum vitorðsmanni keypt amfetamínið í Hollandi og áformað að taka við því á Íslandi. Málið dæmdi Guðjón St. Mar- teinsson. Verjendur voru Jón Magn- ússon hrl., Jón Egilsson hdl., Guð- bjarni Eggertsson hdl., Brynjar Níelsson hrl. og Róbert Árni Hreið- arsson hdl. Málið sótti Sigríður E. Kjartansdóttir fyrir ákæruvaldið. 6½ árs fangelsi fyrir smygl Selfoss | Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi bauð Forn- bílaklúbbinn velkominn í Árnessýslu á fornbílamótið á Selfossi í setningaræðu sem hann hélt á Kambabrún þar sem góður hópur fólks var mættur. Sævar Pétursson formaður Fornbílaklúbbs Ís- lands kom akandi á Kambabrún með Ólaf Helga sýslumann í framsætinu. Eftir ræðu Ólafs Helga fóru þeir síðan akandi niður gamla veginn í Kömb- unum í gamla Fordinum. Áður en lagt var af stað notaði Ólafur tækifærið og tók bílinn í skyndiskoðun sem Fordinn stóðst með ágætum. Sýslumaður sagð- ist nýta hvert tækifæri sem gæfist til að hvetja til varfærni í umferðinni. Hann hvatti alla fornbílaeigendur og aðra til þess að fara varlega í umferð- inni, sagðist vita að þeir beittu mikilli þolinmæði við bíla sína, þessar miklu gersemar sem þeir varðveittu og þjóð- arsómi væri að. Fornbílasýning verður um helgina á Selfossi, á tjaldsvæðinu við Engjaveg. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og Sævar Pétursson formaður Fornbílaklúbbs Íslands við gamla Ford- inn áður en lagt var af stað niður Kamba. Áður hafði Fordinn staðist skyndiskoðun sýslumannsins. Gamli Ford í skyndiskoðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.