Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 8

Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 8
8 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A u g lý s in g a s to fa G u ð rú n a r Ö n n u Fyrir hundrað árum,þegar íslensk skóg-rækt var að hefj- ast, var hún í höndum fá- einna manna og trú almennings á verkefninu var takmörkuð. Í dag þarf ekki að efast lengur um möguleika Íslands á þessu sviði og þúsundir Íslend- inga stunda skógrækt, flestir sér til ánægju, en auk þess er hér um ört vaxandi atvinnugrein að ræða. Nú eru starfandi sex landshlutabundin skóg- ræktarverkefni í umsjón Skógræktar ríkisins. Skógar- bændur eru orðnir 600-700 hundr- uð talsins og komast færri að en vilja. Að sögn Jóns Loftssonar, fram- kvæmdastjóra Skógræktar ríkis- ins, hófst þessi þróun á Héraði með sérstökum lögum um Héraðs- skóga árið 1990. „Suðurlandsskóg- ur bættist við árið 1996, en þá sáu menn að æskilegt var að semja ein lög um málið og árið 2000 voru samþykkt lög um landshlutabund- in skógræktarverkefni,“ segir Jón. Margskonar skógar og mikil eftirsókn Markmið verkefnanna er í meginþáttum tvískipt. Annars vegar er unnið að því að koma upp skjólskógum og hins vegar nytja- skógum. Áherslurnar eru ólíkar eftir landshlutum. Verkefnið á Vestfjörðum heitir t.d. Skjólskóg- ar Vestfjarða því vegna landkosta þar er lögð megináhersla á að koma upp skjólskógum til að skýla öðrum gróðri. Skjólskógarbelti draga mikið úr loftkælingu vinds, vernda tún og skapa forsendur fyrir ræktun annarra tegunda. Að sögn Jóns eru nytjaskógarn- ir hins vegar í forsæti í Héraðs- skógum og Suðurlandsskógum. Auk þess eru einnig ræktaðir landgræðsluskógar sem sporna gegn landeyðingu og uppblæstri. Eins og áður sagði taka 600-700 bændur þátt í verkefninu í dag, en að sögn Jóns eru margar umsókn- ir í vinnslu hjá þeim. Skilyrði um- sókna kveða á um að menn verði að vera landeigendur að lögbýli því þinglýstar kvaðir fylgja samn- ingnum. Hið opinbera leggur til 97% af kostnaðinum og á móti kemur að ríkið fær 15% af rótar- virði skógarins þegar að skógar- höggi kemur. Ekki er skylda að vera ábúandi á jörðinni en ábúend- ur hljóta þó forgang þegar að út- hlutun kemur. Árangur áþekkur og á hinum Norðurlöndunum Héraðsskógar eru lengst á veg komnir í ræktun nytjaskóga. Skógurinn er nú orðinn 35 ára og grisjun orðin umtalverð. Guð- mundur Ólafsson er fram- kvæmdastjóri Héraðsskóga og Austurlandsskóga. Hann segir að tugir hektara séu nú grisjaðir ár hvert og að meðaltali séu 1000- 1500 tré felld á hverjum hektara. Á næstu tíu árum er áætlað að grisjunin tífaldist. „Í upphafi voru sett 6000-7000 tré niður á hvern hektara því menn bjuggust við að afföllin yrðu svo mikil. Annað hefur komið á daginn, bæði lifun og vöxtur trjánna er áþekk því sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Nú gróðursetjum við 3000-3500 tré á hvern hektara,“ segir Guð- mundur. Hingað til hefur skógurinn ver- ið notaður í girðingarstaura, eldi- viðarkubba og kurl, sem gefur ekki mikið í fjármunum. Að sögn Guðmundar eru menn alltaf að leita nýrra leiða til að nýta grisj- unarviðinn. „Með aukinni fram- leiðslu aukast möguleikarnir og þróunin erlendis í þessum efnum býður upp á ýmis sóknarfæri.“ Varfærnisraddir Stundum heyrast þær raddir að Íslendingar séu að fara of geyst í skógræktinni og gæti ekki nægi- lega að áhrifum hennar á lands- lagið, fornleifar og dýraríkið. Freysteinn Jónsson, jarðfræð- ingur og stjórnarmaður í Land- vernd, segir að fyrst og fremst hafi menn gert athugasemd við ein- rækt nytjaskóga. „Einrækt þýðir að aðeins einni tegund er plantað á stór svæði, en í náttúrulegum skógum blandast tegundirnar saman og hafa hag af hver annarri. Stundum huga menn ekki að áhrifum ræktunar- innar á landslagið, gróðursetja í beinum línum sem skera sig úr í landslaginu og svokölluð frí- merkjaræktun er einnig oft til ama.“ Mikið hefur þó áunnist í þessum efnum, að mati Frey- steins, og ekki sami „skotgrafa- hernaðurinn“ í gangi í dag og áður. Björn B. Jónsson, framkvæmd- arstjóri Suðurlandsskóga, segir að menn séu meðvitaðir um þessi við- horf. „Við hugsum nytjaskógana einnig sem útivistarskóga – skóga sem bæta mannlífið og fólk getur notið. Við vinnum allar áætlanir okkar með það fyrir augum að skógarnir verði fallegir, blöndum saman trjátegundum og reynum að fella skógana að landslaginu. Í skógarjaðrana gróðursetjum við svo íslenskt birki og víði, þannig að engin hætta er á að gamla ís- lenska skógarásýndin hverfi,“ segir Björn. Fréttaskýring | Markmiðið að 5% láglendis verði skógi vaxin eftir 40 ár Atvinnugrein í örum vexti Skógarbændur eru nú 600–700 og færri komast að en vilja Grenitimburhlaðar úr Hallormsstaðarskógi. Skógrækt í margvíslegum tilgangi  Áherslur í skógrækt eru margvíslegar hér á landi og hafa tveir aðilar umsjón með rækt- uninni. Annars vegar Skógrækt ríkisins sem vinnur með skóg- arbændum að því að rækta skjól- skóga, nytjaskóga og beitar- skóga, og hins vegar Skóg- ræktarfélag Íslands, regnhlífar- samtök 50 skógræktarfélaga um allt land, sem leggja meiri áherslu á að rækta útivistar- skóga fyrir almenning. Kristján Torfi Einarsson ANNA Kristinsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sér ekki fram á að breytingar verði á Laugardalslauginni og svæðinu þar í kring með þeim hætti sem Björn Leifsson, eigandi World Class, hef- ur sett fram. Hugmyndir hans ganga m.a. út á að reisa hótel þar sem gamla stúk- an er nú, auk umtalsverðra breyt- inga á laugarsvæðinu sjálfu. Anna segir að Birni Leifssyni hafi verið skýrt frá þessari afstöðu borgaryfirvalda og bætir því við að sundlaugin eigi að vera sjálfsögð þjónusta við íbúa borgarinnar sem geti með þessu móti orðið sér úti um ódýra heilsurækt. Þeirra á meðal séu margir eldri borgarar, sem séu stór hluti fasta- gesta laugarinnar. Hún bendir á að uppbygging laugarinnar hafi verið dagskrá hjá borginni þegar framkvæmdum við innilaugina myndi ljúka, en þeim framkvæmdum lauk nú um áramót- in. Ætlunin er að endurhanna svæð- ið og færa það í nútímalegra horf. „Það er heilmikið sem þarf að gera. Það eru ákveðnir þættir í innra byrði laugarinnar sem þarf að gera við, þó hún sé ekki ónýt eins og Björn segir.“ Anna segir hugmyndir Björns um ferhyrningslaga sundlaug þar sem fólk syndir í hringi en ekki fram og aftur ekki eiga upp á pall- borðið hjá sundmönnum. Hugmyndasamkeppni um nýtingu stúkunnar Anna segir jafnframt að það sé heilmikið svæði sem sé ekki nýtt sem skyldi við Laugardalslaugina og ætlunin sé að ráða bót á því. Varðandi stúkuna segir Anna ljóst að hún þjóni litlu sem engu hlutverki en það þýði þó ekki mann- virkið verði rifið í fljótheitum. „Það myndu rísa hér upp miklar og há- værar raddir um það að við værum að eyðileggja menningarverð- mæti,“ segir Anna og bætir því við að hugmyndir séu uppi um að setja af stað hugmyndasamkeppni næsta vor um hvernig mætti nýta stúk- una. Endurnýjun Laugar- dalslaugar á dagskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.