Morgunblaðið - 25.06.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.06.2005, Qupperneq 21
Skógræktarfélag Íslands er 75 ára, en félagið var stofnað á Alþingishátíðinni 27. júní 1930. Innan vébanda félagsins starfa 59 skógræktarfélög. Skógræktarfélögin eru fjölmenn frjáls félagasamtök og starfa í flestum byggðum landsins. Skógræktarfélag Íslands færir íslensku þjóðinni og velunnurum félagsins alúðar þakkir fyrir stuðning í 75 ár og góðar viðtökur í félagasöfnuninni sem nú stendur yfir. Skógræktarfélögin munu halda áfram að stuðla að betra umhverfi, þjóðinni til handa. Í tilefni afmælisins bjóða eftirtalin skógræktarfélög til skógardags: Laugardaginn 25. júní: Skógræktarfélag Reykjavíkur. Fjölskyldudagur á Heiðmörk, Vígsluflöt við Borgarstjóraplan kl. 13.30-16. Skógræktarfélag Skilmannahrepps. Opið hús í Furuhlíð kl. 14-18. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Afmælishátíð í Skólalundi kl. 18-21. Sunnudaginn 26. júní: Skógræktarfélag Rangæinga. Aldamótaskógurinn á Gaddstöðum kl. 14-16. Mánudaginn 27. júní: Skógræktarfélag Akraness. Skógarganga um Slöguskóg kl. 20. Þriðjudaginn 28. júní: Skógræktarfélag Vestmannaeyja. Lautarferð um Hraunskóg kl. 20. Hin fjölmörgu skóglendi skógræktarfélaganna eru öllum opin. Þú ert ávallt velkominn í skóginn. Nánar á www.skog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.