Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 23
MINNSTAÐUR
Selfoss | „Núna er þetta allt saman
að koma upp og landið er að breyt-
ast og taka á sig nýjan svip,“ segir
Sigurður Hermannsson, skógar-
bóndi í Gerðakoti í Ölfusi, sem
byrjaði skógrækt fyrir átta árum.
Skógræktarsvæði Sigurðar er á
Neðrafjalli, í landgræðslugirðingu
fyrir ofan Hjallahverfið í Ölfusi. Þar
er hann búinn að planta um 60 þús-
und trjám af mörgum gerðum.
„Ég hef plantað á hverju ári
nokkur þúsund trjám,“ segir Sig-
urður sem er með nokkrar tegundir
í takinu og plantar ekki bara
skógartrjám heldur líka berja-
runnum til að fá tilbreytingu í
skóginn.
Hann kveðst annast útplöntunina
sjálfur og enda sé þetta starf sem
hann hafi kosið sér eftir að hann
lenti í slysi. „Ég sá að þetta var
nokkuð sem hentaði mér og hef gert
þetta allt einsamall. Það er nóg fyrir
mig að gróðursetja nokkur hundruð
plöntur á dag enda er þetta vinnan
mín og þetta heldur í mér heils-
unni.“ Hann segist taka daginn
snemma og er búinn að skapa sér
ákveðið verklag við gróðursetningu
og umhirðu á landinu. „Ég hef mjög
gaman af þessari ræktun,“ segir
Sigurður sem er einn af fyrstu nem-
endunum sem útskrifuðust úr skógarverkefninu
Grænni skógar í maí í fyrra.
Tilraunir með áburðargjöf
Auk þess að planta út trjám í landið stendur Sig-
urður að tilraunum í samstarfi við Hrein Óskarsson á
Selfossi en þær ganga út á að rannsaka áhrif mismun-
andi áburðargjafar. Landinu er skipt niður í blokkir og
þeim síðan skipt í marga reiti. „Við erum núna að sjá
ákveðinn árangur af þessum til-
raunum,“ segir Sigurður sem er
mikill náttúruunnandi.
„Mér hefur alltaf verið annt
um landið. Þegar maður fer af
stað sér maður auðvitað fyrir sér
að þetta verði skógur sem gefi af
sér timbur. Landið mun gefa
margfalt til baka kostnaðinn við
plönturnar en þetta verkefni er
hluti af Suðurlandsskógum og
því kerfi,“ segir Sigurður og
bendir einnig á að þess sé í raun
ekki svo langt að bíða að skóg-
urinn verði til. Það séu víða 20
til 30 ára gamlir reitir sem farn-
ir séu að gefa af sér og nefnir
Snæfoksstaði í Grímsnesi í því
efni. „Þetta er ræktun inn í
framtíðina. Ég mun sjá eitthvað
af þessu en þetta er fyrst og
fremst fyrir jörðina gert,“ segir
Sigurður sem fer reglulega um
landið allt árið og tekur myndir
sem verða góð heimild um land-
mótunina sem skógræktin veld-
ur.
Verður eftirsótt svæði
Hvert sem litið er inni á
Neðrafjalli má sjá plöntur koma
upp úr móanum en landið hefur
verið unnið með skógarherfi til
að skapa betri aðstæður fyrir
plönturnar. Af fjallinu sér yfir
Ölfusið og ósa Ölfusár og vel má gera sér í hugarlund
að þetta verði eftirsótt svæði þegar trén hafa náð
nokkurra metra hæð.
Það er greinilegt að Sigurði er annt um landið og
þessa framkvæmd sem fer vel af stað þrátt fyrir áföll
fyrsta árið en þá lenti hann í frosti með plönturnar og
margar drápust. „Það er gaman að rækta skóg, maður
getur ekki sagt annað og þetta er gott verkefni,“ segir
Sigurður.
Sigurður Hermannsson er með 60 ha skógræktarland
Þetta er allt að koma
upp og taka á sig svip
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Skógarbóndi Sigurður Hermannsson í
Gerðakoti í Ölfusi með myndarlega
unga ösp í skógræktinni á Neðrafjalli.
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | Skrifað hefur verið undir
samstarfssamning til fjögurra ára
um starfsemi Íslensku körfubolta-
akademíunnar í Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Um er að ræða þríhliða
samning milli skólans, Sideline
Sports sem framleiðir hugbúnað til
íþróttaþjálfunar og Sveitarfélagsins
Árborgar.
Verkefnið byggist á því að sextán
afrekspiltar í körfubolta stundi nám í
FSu en njóti jafnframt sérstakrar
þjálfunar í körfuknattleik frá þjálf-
urum Sideline Sports og keppi síðan
sem lið í mótum Körfuknattleiks-
sambands Íslands. Skólinn leggur til
æfingaaðstöðu í Iðu, nýju íþróttahúsi
skólans, og tekur frá íbúðir í nýju
nemendagörðunum Fosstúni. Æfing-
ar piltanna fara fram snemma á
morgnana áður en kennsla hefst en
einnig verður skapað rými í stunda-
töflunni til æfinga yfir daginn. Iða
verður heimavöllur liðsins.
Meginmarkmið þessa verkefnis er
að gera afreksíþróttamönnum það
kleift að ná samtímis bestum árangri
í námi og íþróttinni, að flétta saman
nám og þjálfun við bestu aðstæður.
Gert er ráð fyrir að meðlimir aka-
demíunnar næsta vetur komi frá
Reykjavíkursvæðinu, Akranesi,
Reykjanesbæ, Stykkishólmi og Sel-
fossi og nágrenni og að fjórir ein-
staklingar verði í hverjum árgangi
skólans.
„Mér finnst þetta mjög spennandi
verkefni. Þessir strákar verða eins og
hverjir aðrir nemendur hérna. Mér
líst vel á að sérþörfum þessara nem-
enda sé sinnt á þennan hátt og það er
líka rík áhersla á að strákarnir standi
sig vel í námi,“ sagði Sigurður Sigur-
sveinsson skólameistari FSu.
Samvinna Einar Njálsson bæjarstjóri, Sigurður Sigursveinsson skóla-
meistari og Brynjar Karl Sigurðsson frá Sideline Sports handsala samning.
Körfuboltaakademía tekur til starfa
við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Akademían send-
ir lið í mót KKÍ
Hveragerði | Kristján Runólfsson
hefur flutt minjasafn sitt frá Sauðár-
króki til Hveragerðis. Við opnun
safnsins sagði Kristján að þegar
hann opnaði safn sitt á Sauðárkróki
hefði forseti lýðveldisins opnað þar.
Hér yrði það ekki minni maður sem
klippti á borðann. Fyrir valinu varð
barnabarnið Elís Aron Sigfússon,
sem er á öðru ári, en honum til að-
stoðar var móðir hans, Hugrún
Ómarsdóttir.
Þegar fréttaritari leit vinn í safnið
var rólegt og þægilegt andrúmsloft
og tíminn virtist stöðvast um stund.
Það er einkar fróðlegt að ganga um
safnið með Kristjáni því hann kann
sögu allra hluta og getur rakið ættir
eigenda þeirra. Það er með ólíkindum
að hlusta á hann segja frá öllu því
sem fyrir augu ber. Allt verður svo
lifandi og áhugavert.
Byrjaði þriggja ára að safna
Kristján ólst upp að Brúarlandi í
Deildardal í Skagafirði, fór 13 ára að
heiman, og var á Eyrarbakka til 17
ára aldurs. Haustið 1973 fór hann aft-
ur norður og bjó á Sauðárkróki þang-
að til í nóvember sl. þegar hann flutti
til Hveragerðis.
Spurður af hverju hann hafi flutt í
Hveragerði segir Kristján að það hafi
verið vegna þess að þau hjónin, hann
og Ragnhildur Guðmundsdóttir, hafi
átt hús hér í bænum og hann var bú-
inn að ímynda sér að hér væri gott að
búa. „Það hefur komið á daginn, hér
er gott mannlíf.“ Einnig skiptir máli
að kona Kristjáns er úr Hveragerði.
Þau Ragnhildur eiga þrjú börn hvort
og sameiginlega eiga þau sjö barna-
börn, ef vel er talið, eins og Kristján
komst að orði.
– Hvernig hófst áhugi á söfnun
gamalla muna?
Kristján segist ekki muna hversu
gamall hann var þegar hann hóf söfn-
un hluta. „Mér er sagt að ég hafi ver-
ið þriggja ára, en það var auðvitað
bara í smáum stíl. Þetta vildi þannig
til að æskuheimili mitt, Brúarland, er
landnámsjörð og þar var rofinn gam-
all öskuhaugur. Það var grafin súr-
heysgryfja í hauginn, sem var þá hola
í jörðina og ég eins og aðrir krakkar
var að leika mér í mold og drullu.
Þarna fór að finnast ýmislegt gamalt
dót sem ég tók til handargagns. Ég
var því alla mína barnæsku að grafa í
þessum haug og leika fornleifafræð-
ing og stundum með mann á launum.
Bróðir minn, Ásgeir var ráðinn átta
ára gamall til að grafa með mér og
fékk 25 aura á tímann. Þá hef ég verið
tólf ára sjálfur.
Svo smitaðist ég seinna enn frekar
af þessari bakteríu þegar ég kynntist
manni á Eyrarbakka sem hét Sigurð-
ur Guðjónsson og var forgöngumað-
ur að sjóminjasafninu á Eyrarbakka.
Þannig fékk ég hugmyndina að því að
setja einhverntíma upp safn í minni
heimasveit og horfði þá til gamla
barnaskólans sem ég gekk sjálfur í.
Það varð reyndar ekki. En ekki er öll
nótt úti um það enn, því það húsnæði
er ekkert notað í dag og gæti orðið að
safni. Hver veit.“
– Urðu kaflaskil í söfnuninni á ein-
hverjum tíma?
„Þegar ég ákvað að nota bílskúrinn
minn undir draslið, þá varð vendi-
punktur í söfnuninni. Það var ekki
fyrr en upp úr 1985. Safnið var ekki
mikið að vöxtum þegar þarna var
komið en jókst hröðum skrefum upp
frá því. Og litlu síðar fór ég að safna
handritum, skjölum og ljósmyndum.
Þegar fólk var að koma með gamalt
dót til mín þá leyndist allt mögulegt
inni á milli. Oft var það þannig að fólk
kom með kassa með dóti í og sagði þá
gjarnan „Hirtu það sem þú vilt og
hentu hinu.“ Meira að segja eftir að
ég kom hingað í Hveragerði hefur
fólk komið með kassa með dóti til
mín.“
– Er allt nýtilegt eða er einhverju
hent?
„Ég hendi helst ekki miklu, ég
hendi kannski ef ég fæ slitur úr ein-
hverjum tímaritum og á jafnvel ann-
að eintak heilt. Annars má segja að
ég hafi safnað öllu sem tengist ís-
lenskri menningu, nema því sem
tengist nútíma tækniminjum, þvotta-
vélum ísskápum og þess háttar hlut-
um.“
Einyrki en til í samstarf
Kristján var í samstarfi við
Byggðasafn Skagfirðinga á Sauðár-
króki, en í Hveragerði vinnur hann
allt á eigin forsendum. Hann sér þó
möguleika á því að hefja samstarf við
Grunnskólann í Hveragerði og jafn-
vel fleiri skóla. Nemendur kæmu í
safnaheimsókn og kynntust lífi for-
feðranna. Þannig mætti vinna verk-
efni í skólanum eftir heimsókn á safn-
ið.
Kristján horfir í forundran á
fréttaritara þegar hann spyr hvort í
nýja safninu séu allir gripirnir hans.
„Nei, það eru um 1500 munir á þess-
ari sýningu, en alls á ég skráða dálítið
á þriðja þúsund muni. Myndirnar
sem ég er búinn að skrá eru á fjórða
þúsund og samt á ég eftir að skrá æði
margar myndir ennþá.
Minjasafnið í Austurmörk 2 er opið
frá klukkan 14 til 18 alla daga og
Kristján stendur sjálfur vaktina, auk
þess sem hann vinnur í Hverabakaríi
á morgnana.
Kristján Runólfsson flytur minjasafn sitt milli landshluta og hefur opnað það í Hveragerði
Hendi helst
ekki neinu
Eftir Margréti Ísaksdóttur
Saumar Fjöldi gamalla saumavéla
er á safni Kristjáns í Hveragerði.
Hér sést ein gömul og góð.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Á nýjum stað Hjónin Ragnhildur Guðmundsdóttir og Kristján Runólfsson
við opnun safnsins í Hveragerði. Safnið á Kristján og rekur sjálfur.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ