Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is 16 HÓTEL ALLAN HRINGINN N†TT HÓTEL Á VOPNAFIR‹I KJÖRINN ÁFANGASTA‹UR Á AUSTURLANDI Íkjölfar kvikmyndarinnar Nott-ing Hill, þar sem Hugh Grantog Julia Roberts fóru á kost-um, hefur Portobello-markað- urinn í Notting Hill verið sérlega vin- sæll hjá ferðamönnum. Fólk röltir um og skoðar allan varninginn og undir niðri er ávallt leitin að hinni einu sönnu bláu hurð. En bláa hurðin er ekki í Notting Hill, hún var seld fyrir alllöngu þar sem eigandi hússins þoldi ekki lengur ferðamenn sem stilltu sér upp þar til að láta taka myndir af sér. En í staðinn fyrir að leggja leið sína á Portobello-markaðinn og skoða antík og alls lags annan varn- ing með hinum ferðamönnunum get- ur verið gaman að prófa aðra markaði þar sem jafnvel minni líkur eru á að vasaþjófar elti fólk á röndum. Einn af flottustu mörkuðunum Spitalfields-markaðurinn sem er rétt hjá Liverpool Street-neðanjarð- arlestarstöðinni er þekktur fyrir að vera einn af flottustu mörkuðunum í dag. Þar eru hönnuðir með vörur sín- ar, antíksalar og alls lags glingur héð- an og þaðan. Í kringum markaðinn er aragrúi af litlum mörkuðum og búð- um sem gaman er að rápa í, þar sem ungir listamenn og hönnuðir eru með vörur sínar. Brick Lane-markaðurinn sem er í næsta nágrenni við Spit- alfields er iðandi af lífi á sunnudögum sem er reyndar einnig aðaldagur Spitalfields. Aðallífið á markaðinum er frá tíu til fjögur á sunnudögum. Gaman er líka að byrja ofar í hverfinu og fara og fá sér morgun- eða hádeg- ismat hjá Columbia Road-mark- aðinum sem er blómamarkaður, fikra sig niður Brick Lane og enda á Spit- alfields-markaðnum. Það er líka hægt að fara í göngutúra um hverfið og sjá svæðið þar sem Kobbi kviðrista at- hafnaði sig. Því miður er Spitalfields- markaðurinn að líða undir lok þar sem byggingarverktakar og borg- aryfirvöld hafa ákveðið að rífa þenn- an sögulega markað og setja í staðinn hótel, verslunarmiðstöð og skrif- stofubyggingar. Svo nú fer hver að verða síðastur. Ungir hönnuðir Camden-markaðurinn hjá Camd- en-neðanjarðarlestarstöðinni er álíka vinsæll hjá ferðamönnum og Porto- bello-markaðurinn þó yfirleitt leggi frekar fólk í yngri kantinum leið sína upp í Camden. Tónlist, antík, fatn- aður og í raun flest sem fólki dettur í hug er í boði á þessum markaði, þó í mismiklum gæðum. Fólki bregður reyndar oft eilítið við þegar það kem- ur á Camden-stöðina þar sem húð- flúraðir pönkarar með hanakamba eiga það til að dvelja þar í kring. En ef fólk vill finna vörur frá ungum hönnuðum þá getur þetta verið stað- urinn til að fara á. Markaðurinn er opinn um helgar frá hálftíu til fimm en þar getur verið nokkuð troðið á sunnudögum. Camden er þekkt fyrir djassklúbba og lifandi tónlist og ef farið er seinnipart dags getur verið gott að enda daginn á einum slíkum klúbbi. Ef veður er gott er líka gaman að nota allan daginn til að rölta í gegnum markaðinn í áttina að Chalk Farm-stöðinni og fara svo í lautarferð í Primrose Hill-garðinum sem er einn aðal lautarferðastaðurinn í London, með útsýni yfir stóran hluta borg- arinnar. Alls lags skemmtilegar búð- ir, kaffihús og veitingarstaðir liggja líka við hæðina og ef förinni er heitið niður í miðbæ eftir á þá er hægt að labba áfram þar sem garðurinn teng- ist Regent Park sem er rétt við miðbæinn. Ef fólk langar að skreppa eitthvað lengra frá er tilvalið að halda austur með London og taka Docklands Rail- way-lestina á Greenwich-markaðinn eða þá að taka ferju til Greenwich og njóta Thames-siglingar í leiðinni. Þessi markaður er einstaklega sætur með vönduðum antíkvörum, listmun- um, bókum og fötum. Flóamarkaður fyrir þá sem vilja njóta þess að fara eilítið út úr ösinni. Fimmtudagar og föstudagar eru sérlega tileinkaðir an- tík og safnmunum og er þá opið til fimm og um helgar er markaðurinn opinn frá hálftíu til hálfsex og bætast þá listmunir og hönnunarvörur við safnið. Ef ferðinni er heitið til Green- wich gefst líka tilvalið tækifæri til að skoða og fara um borð í Cutty Sark- seglskipið en það er hægt alla daga frá tíu til hálffimm fyrir um það bil 500 krónur. Opinn á nóttunni Bermondsey-markaðurinn við London Bridge-stöðina er sá mark- aður sem fæstir hafa séð. Hann er an- tíkmarkaður og þekktur fyrir að hafa á miðöldum verið sá staður þar sem þjófar seldu vörur sínar. Ástæðan fyrir því að fæstir hafa séð þennan markað er að hann er einungis opinn á föstudögum frá fjögur um nóttina til tólf á hádegi og er best að koma með vasaljós með sér eins snemma og möguleiki er á og gera þá reyfara- kaup. Elsti markaðurinn Ef fólk er á annað borð vaknað eld- snemma á föstudegi til að kíkja á Bermondsey-markaðinn þá er tilvalið að fá sér hádegismat á Borough- markaðnum. Borough er elsti mark- aður London en ólíkur hinum mörk- uðunum þar sem einungis er hægt að fá mat þar. Hægt er að fá heitt að borða eða einfaldlega kaupa í matinn þar sem meðal annars er á boðstólum grænmeti, bökur, brauð, nautakjöt, strútakjöt og fiskur jafnvel alla leið frá Íslandi. Markaðurinn er opinn á föstudögum frá tólf til fimm og á laugardögum frá tíu til fjögur. Ef labbað er yfir London Bridge í átt að Monument er hægt að finna annan matarmarkað en það er Leadenhall- markaðurinn. Sá markaður er mun þekktari fyrir snobb og má aðallega sjá kaupsýslumenn fá sér hádegismat þar. Ef fólk vill fá sér dýran en ágætis hádegismat gæti Leadenhall verið staðurinn til að kíkja á. Opið á virkum dögum frá átta til þrjú. Í miðri London er Soho með mat- armarkað en annars má benda á Cov- ent Garden-markaðinn. Það versta við Covent Garden er þó að hann er einn vinsælasti ferðamannastaður London ef Oxford Street er undan- skilið og því má búast við að þar sé nokkuð troðið. Götulistamenn eru á hverju horni og vörurnar á mark- aðinum er oft hægt að fá annars stað- ar á mun lægra verði. Reglan er reyndar sú á flestum mörkuðunum að því fyrr sem maður kemur því meiri möguleika á maður á að fá betri tilboð og jafnvel betri vörur .  LONDON | Margir áhugaverðir markaðir í borginni og hver er með sínum sérkennum Næturmark- aður og iðandi mannlíf Fjölmargir Íslendingar fara í heimsókn til London ár hvert og láta þá ekki Portobello-markaðinn framhjá sér fara. Laila Pétursdóttir segir að það séu þó fjölmargir aðrir markaðir í London sem vert sé að heimsækja. Morgunblaðið/Sverrir Það er um að gera að taka sér frí frá Oxford stræti og skella sér á markað. Ledenhall-markaðurinn er í dýrari kantinum og þangað kíkja gjarnan kaupsýslumenn til að fá sér hádegismat. Borough-markaðurinn er sá elsti í London og þar er einungis hægt að fá mat. Spitalfields-markaðurinn er einn sá flottasti í London. Þar eru hönn- uðir að selja vörur sínar og síðan fæst þar glingur héðan og þaðan. Höfundur er búsettur í London. Ljósmynd/Laila Pétursdóttir Ljósmynd/Laila Pétursdóttir Ljósmynd/Laila Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.