Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 32

Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER undarlegt hvað ég sem myndlistarmaður þarf að leggja fyrir mig til að innheimta höfundarlaun af útgefendum Stafakarlanna. Nú neyðist ég til að hamra á jafn ágætum manni og Jóhanni H. Níels- syni hrl., skiptaráðanda Apple-umboðsins sál- uga, til að fá upplýs- ingar um viðskipti hans við útgefendur mína. Það gengur erfiðlega því Jóhann er tregur til að veita upplýsingar, ýmist svarar ekki bréf- um eða ber við minn- isleysi. Samt ber hon- um sem opinberum embættismanni að gera grein fyrir embættisverkum sínum. En um hvað snýst málið sem Jó- hann vill þegja um? Jón og Jón sf. er eigandi höf- undaréttar að myndefni Stafakarl- anna og ég er annar Jóninn. Útgefendur margmiðlunardisks Stafakarlanna eru Bergljót Arnalds og Virago sf. (BA&V) en þau gerðu diskakaupsamning við Apple- umboðið sem Jón og Jón (J&J) áttu að fá 10% höfundarlaun af væri hann efndur. Apple-umboðið fór á hausinn 1998 og BA&V kröfðu búið um efndir samningsins. Til að losna við að greiða J&J höfundarlaun sundurlið- uðu útgefendur einingaverð diska í höfundarlaun J&J og Bergljótar. Svo drógu BA&V höfundarlaun J&J frá kröfu sinni í búið en héldu inni höf- undarlaunum Bergljótar sjálfrar. Með þessum reiknikúnstum skyldu BA&V spara sér að greiða J&J eina milljón í höfundarlaun. Ég uppgötv- aði þessi viðskipti BA&V við skipta- ráðanda og krafðist leiðréttingar á höfundaruppgjörum þessa árs. BA&V höfnuðu því alfarið og því fór J&J í tvö innheimtumál. J&J vann fyrra innheimtumálið gegn BA&V vegna 500 þús. kr. und- anskots af sölu til Apple-umboðsins. Næst fór J&J í inn- heimtumál við BA&V vegna viðskipta útgef- enda við þrotabú Apple og dómur féll í mars sl. Tapaði J&J málinu vegna pappírsfrágangs skiptaráðanda, Jó- hanns H. Níelssonar, hrl. J&J mun áfrýja dóm- inum til Hæstaréttar fáist upplýsingar frá Jóhanni. Þetta snýst allt um tölur. Upp- hafleg krafa BA&V í bú Apple var 11 m. kr. Þar af hafnaði skiptaráðandi strax 1,8 m. og eftir stóðu 9 m. sem byggðu á diskakaup- samningnum. Sem sagt, einungis höfundarlaunaskyldar kröfur voru eftir. Þá hófust samningar milli Jóns L. Arnalds, lögmanns BA&V, og Jó- hanns sem enduðu með skuldajöfn- unarsamningi. BA&V féllu frá 11 m. kr. kröfunni gegn afhendingu verð- mæta úr búi Apple og niðurfellingu skulda. Hér liggur hundurinn grafinn. Í pappírsfrágangi skiptaráðanda er bókfært andvirði viðskiptanna lækk- að úr 11 m. kr. niður í um 3 m. kr. án sýnilegrar ástæðu! Verst fyrir J&J er að fimm af sex höfundarlauna- skyldu kröfuliðunum detta út, – og liðir 3–10 (þ.e. 1.8 m. kr.) sem Jóhann hafnaði í upphafi koma inn aftur og verða kjarninn í samkomulaginu! Ég spyr Jóhann hvaða hagsmuni hann var að verja og af hverju var höfundahagsmunum J&J fórnað með þessum hætti? Vissulega var BA&V greiði gerður með að skuldajafna bara liðum 3 m. kr. af kröfuskránni. Sömu verðmæti komu eftir sem áður til BA&V úr búi Apple. Þá lækkar tekjustofn útgáfunnar, – þ.e. ef við- skiptin voru þá talin fram til skatts sem ég veit ekkert um. Ég veit bara að þau voru ekki talin fram til höf- undarlauna J&J. Nú vill J&J áfrýja innheimtumál- inu gegn BA&V en upplýsingar vant- ar frá Jóhanni til þess arna. Séu kröfuliðir „3 – 11“ innsláttarvilla og þar á að standa liðir „3 – 17“ þá á J&J rétt á höfundarlaunum. Jóhann er sá eini sem veit hvað er rétt. Hann út- hlutaði eignum úr þrotabúinu, skuldajafnaði gegn kröfum BA&V og skráði sjálfur tölurnar á blaðið. Var þetta innsláttarvilla, eða getur Jó- hann útskýrt þessa 70% „lækkun“ sem eðlilega samningsniðurstöðu milli sín og BA&V? Jóhann, svaraðu nú fyrir embætt- isverk þín. Skýrt og skorinort svo sannleikurinn sé augljós. Heimilaðu mér aðgang að málsskjölum þrota- búsins í geymslu Þjóðskjalasafns því þar gæti eitthvað leynst sem nýtist J&J í áfrýjun til Hæstaréttar. Þá læt ég þig í friði framvegis og sný mér aftur að því að innheimta höfund- arlaun J&J úr hendi útgefenda Stafakarlanna. Af hverju þegir Jóhann H. Níelsson, hrl.? Jón Ármann Steinsson ritar opið bréf til Jóhanns H. Níelssonar, hrl. ’Var þetta innslátt-arvilla, eða getur Jó- hann útskýrt þessa 70% „lækkun“ sem eðlilega samningsniðurstöðu milli sín og BA&V? ‘ Jón Ármann Steinsson Höfundur er rithöfundur og grafískur hönnuður. MIKIÐ er rætt um áfengis- og vímuefnafíkn í samfélagi okkar. Eðli mannsins er að mynda sér skoðun á málefnum sem eru í um- ræðunni. Við metum og flokkum þau málefni sem verða á vegi okkar með viðhorfum og gildum. Einnig lærum við að vega og meta í upp- eldinu, mynda okkur skoðun og fara eftir þeim viðhorfum í sam- félaginu sem ríkjandi eru hverju sinni. Við- horf til áfengis og vímuefnafíknar er að mörgu leiti neikvætt og mikið til bundið þeirri stimplun um það að vera alkóhólisti eða háður ólöglegum vímu- efnum, hljóti viðkom- andi að vera mjög gall- aður einstaklingur. Sumir sjá jafnvel fyrir sér að viðkomandi sé óheiðarlegur og tilheyri undir- heimum og stundi alls kyns ólöglegt athæfi. Í félagslegum veruleika lítur myndin öðruvísi út. Félagslegur veruleiki er samfélagið sem við lif- um í þar sem býr fólk af öllum stig- um þjóðfélagsins. Áfengissýki er sjúkdómur sem þróast og gerir ein- staklinginn alltaf veikari ef ekkert er að gert. En eins og með alla sjúkdóma bitnar það ekki síst á þeim fjölskyldumeðlimum sem standa þeim veika næst. Af þeim 23% íslenskra karla og 11,5% ís- lenskra kvenna sem leituðu sér að- stoðar við vímuefnamisnotkun fram til ársins 2004, er mikill meirihluti þeirra heiðarlegt fólk. Ein- staklingar sem hafa skyldum að gegna við samfélagið, eiga fjöl- skyldu og standa við skuldbind- ingar. Á bak við hvern einstakling sem greinist með áfengissýki eru oftast einn til fimm nánir aðstandendur svo ljóst er, að hér er verið að tala um stóran félagslegan hóp í ís- lensku samfélagi sem þekkir til áhrifa vímuefnamisnotkunar. Þessi hópur er dreifður og á engan hátt bundinn við ákveðna þjóðfélags- stétt. Aðstandendur alkó- hólista verða einnig fyrir áhrifum af vímu- efnamisnotkuninni. Þeirra veikindi eru oft dulin og koma í ljós með breyttu atferli sem skýrt er í daglegu tali sem meðvirkni. Ýmsir andlegir og lík- amlegir sjúkdómar geta gert vart við sig svo sem kvíði, þung- lyndi og magasár. Sem dæmi getum við tekið foreldra sem ásaka sig ef barnið ánetjast vímuefnum og makann sem reynir umfram allt að rugga ekki bátnum og rær með maka sínum í þeirri von að allt lag- ist. Að lokum geta þessir ein- staklingar orðið sem skuggar af sjálfum sér. Vonir, þrár og lífsgleði eru nokkuð sem aðstandandinn átt- ar sig svo á að hafa tapað einhvers staðar á leiðinni. Einmanaleiki, sorg, skömm og sjálfsásökun geta verið ríkjandi, ásamt ótta við að sýna að eitthvað sé að hjá mér og minni fjölskyldu. Einnig getur nei- kvætt viðhorf og stimplun komið í veg fyrir að aðstandendur leiti sér faglegrar aðstoðar. Það besta við þetta er, að hægt er að snúa ferlinu við, þ.e. leita til fag- aðila, t.d. félagsráðgjafa eða áfeng- isráðgjafa, sem hafa góða þekkingu á vímuefnamisnotkun og áhrifum hennar á fjölskyldur. Hægt er að fara í einkaviðtöl, fjölskyldu- meðferð, hópmeðferð eða námskeið hjá þessum aðilum. Grunnur að bata er að fá fræðslu og öðlast skilning á sjúkdómnum. Skoðað er m.a. hvað er meðvirkni, hvers vegna upplifa aðstandendur kvíða og skömm. Einstaklingurinn lærir hvernig hann getur stjórnað tilfinn- ingum og lífi sínu sjálfur. Viljum við ekki öll búa í samfélagi sem er hvetjandi og segir okkur að það er ekkert sem gerir okkur að þroskaðri og ábyrgari manneskjum en þegar við áttum okkur á að eitt- hvað er að. Þá leggjum við af stað fáum fræðslu og hjálp og leitum að- stoðar þegar það á við. Ég held að allir geti verið sam- mála um að það er þannig samfélag sem við viljum búa í. Fjölskyldan og fíknin Jóna Margrét Ólafsdóttir fjallar um áhrif fíknisjúkdóma á fjölskylduna ’Á bak við hvern ein-stakling sem greinist með áfengissýki eru oft- ast einn til fimm nánir aðstandendur svo ljóst er, að hér er verið að tala um stóran félags- legan hóp í íslensku samfélagi sem þekkir til áhrifa vímuefna- misnotkunar.‘ Jóna Margrét Ólafsdóttir Höfundur er félagsráðgjafanemi við Háskóla Íslands og hefur starfað við áfengisráðgjöf hjá SÁÁ og Götusmiðjunni. UMRÆÐAN um fiskveiðimál á Ís- landi hefir áratugum saman verið á villigötum – og henni haldið þar af ráðnum hug landstjórnarmanna með það fyrir augum að skjóta skildi fyrir þá staðreynd, að fiskveiði- stjórnarkerfið hefir leitt þjóðina í háskaleg- ar ógöngur. Kvótakerfinu var komið á fót undir því yf- irskini að vernda – raunar bjarga – þorsk- stofninum. Hagræð- ingin var fundin upp síðar, þegar sýnt þótti að kerfið var verra en ekki í þeim efnum. Hvernig sem á málið er litið hafa allar ráða- gerðir allra sérfræð- inga og ráðamanna í út- vegsmálum reynzt ráðleysi verri: Ekki sér högg á vatni hvað varð- ar vöxt og viðgang þorskstofnsins. Í 22 ár, á árunum 1950 til 1972 var jafn- stöðuafli þorsks á Ís- landsmiðum 438 þús- und tonn innan landhelgi, sem þá var lengst af miklu minni en síðastliðin 30 ár. Síðustu 20 árin hefir meðaltalsafl- inn verið innan við 200 þúsund tonn. Geta ófaglærðir menn fengið ein- hverja skýringu á þessum ókjörum? Að vísu hafa miklar veiðar á loðnu og rækju síðari áratugina vafalaust orðið til trafala, enda meginhlekkir í fæðukeðju þorsksins. Spurning: Þurfa fiskifræðingar að- eins að taka tillit til landaðs afla við út- reikninga sína en ekki til þess hversu mikið af þorski er drepið árlega? Þótt þagað sé um það þunnu hljóði er öllum, sem nærri útgerð koma, kunnugt um það gífurlega brottkast, sem tíðkast á Íslands- miðum. Enda er brott- kastið beinlínis innbyggt í kvótakerfið. Allur flot- inn kastar smáfiski. Þeir, sem leigja sér kvóta, kasta öllu nema stærsta og verðmætasta fisk- inum. En útgerðaraðallinn fagnar niðurskurði fiski- fræðinga. Niðurskurð- urinn heldur uppi verð- inu á gjafakvótanum þeirra og hækkar verð- lag á leigukvótanum, þótt það hafi að vísu í för með sér aukið brottkast. Brottkastið er svo mikið hvort sem er að ekki sér á svörtu. Þar sem logið er til um aðalforsendur í stjórn fiskveiða, er öll umræða rugl og mark- leysa. Og verður það áfram þar til þjóðin hefir endurheimt lögmæta eign sína úr ræn- ingjahöndum. Þegar sá dagur rennur, að það gef- ur fiskimanninum mest í aðra hönd að koma með allan afla að landi, munu menn sjá ofboðslega sóun og spillingu, sem núverandi fiskveiðistjórnarkerfi hefir haft í för með sér. Rugl Sverrir Hermannsson fjallar um fiskveiðistjórnun Sverrir Hermannsson ’Allur flotinnkastar smáfiski. Þeir, sem leigja sér kvóta, kasta öllu nema stærsta og verð- mætasta fisk- inum.‘ Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. ÍBÚAR á Seltjarnarnesi kjósa um skipulagsmál á laugardag, 25. júní. Íbúum verður gefinn kostur á að velja milli tveggja tillagna, sem auð- kenndar eru með bók- stöfunum H og S. Þeim sem hugnast hvorug tillagan, verður ekki gefinn kostur á að láta þá skoðun í ljós. Það umboð, sem bæj- arstjórn fær úr nið- urstöðum slíkra kosn- inga, verður því mjög takmarkað. Það verður nefnilega ekki hægt að líta svo á, að tillagan, sem sigrar, hafi hlotið eindreginn stuðning meiri hluta kjósenda, heldur einungis að þeim hafi þótt sú tillaga betri en hin, e.t.v. að- eins skárri kosturinn af tveimur illum. Það er því vandséð hvernig slík niðurstaða getur orðið bindandi fyrir bæjarstjórn, eins og lagt er upp með. Það er mikil óánægja meðal íbúa við Austur- strönd (húsaröðin með- fram Nesvegi að aust- an, norðan Suðurstrandar) með báðar tillögurnar. Báð- ar gera ráð fyrir allt að 6 hæða bygg- ingum á Hrólfsskálamel, rétt handan Nesvegar. Þetta kemur til með að spilla mjög útsýni frá Austurströnd- inni til suðurs og vesturs og auka skuggavörpun. Íbúar hafa áður hafn- að því að svo háar byggingar risu á þessum stað. Svo virðist sem þessi sjónarmið eigi að hundsa. Það má þó segja að hér sé tillaga H illskárri kosturinn, annars vegar vegna þess að húsin á Hrólfsskálamel standa nokkrum metrum fjær og hins vegar vegna þess að skv. þeirri tillögu verð- ur umferð um Nesveg minni en ella. Að setja fólk í þá stöðu að þurfa að taka afstöðu á þessum forsendum er ekki gott, vegna þess að meginmunur tillagnanna liggur ekki í þessum þátt- um, þegar á heildina er litið. Í síðustu fundargerð (17. maí 2005) rýnihóps á vegum bæjarins, sem fjallaði um skipulagstil- lögurnar, kemur fram að nokkrir nefndarmanna voru mjög ósáttir við að ekki skyldi gefið meira svigrúm til að ljúka starfinu. Mörg atriði sem varði skipulags- vinnuna séu enn á huldu. Telja þeir, svo vitnað sé í fundargerðina, „óeðli- legt með öllu að rjúfa nú það samstarfs- og sátta- ferli, sem í starfi rýni- hópsins hefur falist“. Telja þeir ennfremur að bæjarstjórn sé í raun að ganga á svig við erind- isbréf rýnihópsins með því að stöðva vinnu hans (sjá http://www.seltjarn- arnes.is/skipulagsmal/ rynihopur/fundargerdir/ nr/1559). Það boðar ekki gott um framhaldið að bæj- arstjórn skuli ganga fram með þessum hætti. Í fyrsta lagi að hætta við hálfkláraða vinnu rýni- hópsins og í öðru lagi að leggja ein- ungis tvær tillögur í dóm bæjarbúa, eins og engir aðrir kostir séu í stöð- unni. Þetta er eins og einn nágranna minna orðaði það: „Þú færð að velja um hvort þú verður hengdur eða skotinn“! Ég mun líklega velja H (hengdur) frekar en S (skotinn). H (hengdur) eða S (skotinn) Kristján Helgi Bjartmarsson fjallar um skipulagsmál Seltjarnarnesbæjar Kristján Bjartmarsson ’Það er mikilóánægja meðal íbúa við Austur- strönd (húsa- röðin meðfram Nesvegi að austan, norðan Suðurstrandar) með báðar til- lögurnar.‘ Höfundur er verkfræðingur og íbúi á Austurströnd á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.