Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 34

Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 34
34 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Áskirkju syngja. Organisti Kári Þor- mar. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Richard M. Smith, biskup frá Manitoba í Kanada, prédikar og þjónar fyr- ir altari, ásamt sóknarpresti og sr. Gunn- ari Rúnari Matthíassyni, sjúkrahúspresti. Organisti Gísli Magnason. Eftir guðsþjón- ustu verður kirkju- gestum boðið upp á kaffi í safnaðarheim- ilinu. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson prédikar. Í messunni þjónar einnig Paulos Shune forseti kirkjuþings Lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu en hann er einn af gestum Kirkjudaga. Söng- hópur úr Dómkórnum syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Æðruleysis- messa kl. 20:00. Sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir prédikar. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson þjónar ásamt henni. Tónlistarfólk frá Akureyri sér um alla tónlist en þau ásamt sr. Jónu eru gestir Dómkirkjunnar í tilefni Kirkjudaga. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson sóknarprestur á Húsavík prédikar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sam- skot til hjartveikra barna. Ólafur Jóhanns- son. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11:00 í tilefni Kirkjudaganna í samvinnu við söfnuði af landsbyggðinni. Sr. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Grundarfirði prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Óskari H. Óskarssyni sóknarpresti í Ólafsvík og staðarpresti sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Sam- eiginlegur kór safnaðanna á norðanverðu Snæfellsnesi, Jöklakórinn, syngur undir stjórn Friðriks Stefánssonar organista. Ein- söngvarar Veronica Osterhammer og Hólm- fríður Friðjónsdóttir. Gestakór frá Dan- mörku verður í heimsókn í Hallgrímskirkju, en hann heitir Christianskirkens Drenge- og Mandskor frá Fredricia. Stjórnandi kórs- ins er Hans Chr. Magaard og orgelleikari með kórnum er Toft Eriksen. Danski kórinn syngur ásamt Jöklakórnum í messunni en heldur síðan stutta tónleika eftir messuna. Ensk messa kl. 14.00 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Organisti verður Kári Þormar. Forsöngvari Guðrún Finnbjarnar- dóttir. Kristniboðavígsla kl. 16:00. Biskup Íslands vígir Helgu Vilborgu Sigurjónsdótt- ur og Kristján Þór Sverrisson til kristniboðs í Eþíópíu á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Vígsluvottar: Birna Gerður Jónsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Paulos Shune, séra Ragnar Gunnarsson. Skúli Svavarsson lýsir vígslu. Séra Sigurð- ur Pálsson sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt séra Ragnari Gunnarssyni. Organ- isti Kári Þormar. Fyrstu tónleikar Sumar- kvölds við orgelið verða kl. 20.00, en Hörð- ur Áskelsson kantor Hallgrímskirkju heldur fyrstu tónleikana. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Stól- vers sungið af Carinu Kramer og Hrönn Haf- liðadóttur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI Háskólasjúkrahús, Hring- braut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Rósa Krist- jánsdóttir, djákni. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðamessa kl. 11 í tilefni Kirkju- daga. Séra Pétur Þórarinsson, prófastur í Laufási, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, séra Jóni Helga Þór- arinssyni. Kirkjukórar Laufássprestakalls og Ljósavatnsprestakalls syngja. Kórstjór- ar og organistar eru Björg Sigurbjörnsdótt- ir, Dagný Pétursdóttir og Petra Björk Páls- dóttir. Kristjana Helgadóttir leikur á flautu. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20:00. Sigurbjörn Þorkelsson, fram- kv.stjóri, leiðir helgihaldið, ásamt hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Ray Schultz, biskup lúthersku kirkjunnar í Kan- ada, prédikar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Reynir Jón- asson. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Heimsókn frá Glerárkirkju á Ak- ureyri. Barna- og unglingakór Glerárkirkju leiðir sálmasöng og syngur stólvers. Kór- stjóri Ásta Magnúsdóttir. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni við Glerárkirkju, flytur hugleiðingu. Sr. Arna Grétarsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Gúllasguðsþjón- usta kl. 11:00. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldguðsþjón- usta sunnudag kl. 20. Hjörtur Magni Jó- hannsson leiðir guðsþjónustuna. Fjölbreytt tónlist. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Messuheimsókn úr Dölum. Sr. Óskar Ingi Ingason prédikar og sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Ritning- arlestrar og almennar kirkjubænir eru í höndum leikmanna.Viljum við hvetja Dala- menn nær og fjær og Árbæinga til að koma og eiga góða stund saman í kirkjunni og á eftir til að þiggja léttar veitingar í boði sókn- arnefndarinnar í Árbæjarsöfnuði. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Haraldur M. Kristjánsson prófastur í Vík í Mýrdal prédikar. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Bjartur Logi Guðnason. DIGRANESKIRKJA: Messuheimsókn af Héraði í tilefni kirkjudaga kl. 11. Austfirð- ingar sérstaklega velkomnir. Prestar, kór og organisti austfirðinga á Héraði annast helgihald. Léttar veitingar í safnaðarsal eft- ir messu (www.digraneskirkja.is). Kvöld- messa í kapellu kl 20. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Kór Digraneskirkju, A-Hópur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Helgistund kl. 20. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organ- isti Lenka Mátéova. Dagskrá Fella- og Hóla- kirkju í tengslum við Kirkjudaga: Laugar- daginn 25. júní: Pílagrímsganga. Mæting í kirkjunni kl. 10 árdegis. Eftir stutta kynn- ingu og helgistund verður gengið sem leið liggur að Hallgrímskirkju. Þangað verður komið síðdegis en gönguhraði ræðst að mestu af þreki þess sem hægast fer! Píla- grímsganga er æfing í samstöðu. Allir vel- komnir. Klæðist eftir veðri og verið í góðum gönguskóm. Kynnisferð í fjórar kirkjur: Fella- og Hólakirkju, Breiðholtskirkju, Há- teigskirkju og Dómkirkjuna. Farið verður með rútu frá Hnitbjörgum, safni Einars Jónssonar, kl. 11:00 og komið aftur kl. 13:00. GRAFARVOGSKIRKJA: Ólafsfjarðarsöfn- uður heimsækir Grafarvogssöfnuð. Séra Sigríður Munda Jónsdóttir prédikar, séra Elínborg Gísladóttir og séra Lena Rós Matthíasdóttir þjóna fyrir altari. Kirkjukór Grafarvogs og Ólafsfjarðarkirkju leiða söng. Organisti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming. Fermdir verða Sólon Kristinn Árnason og Þorgils Freyr Gunnarsson. Sr. Íris Kristjáns- dóttir og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindaprestakalli, þjóna. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Skagaströnd, prédikar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd- ur verður Alfreð Guðnason, sem býr í Dan- mörku; Sunnubraut 6, Kópavogi. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópa- vogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12:10. LINDASÓKN í Kópavogi: Sameiginleg guðsþjónusta Linda- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 20. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta er kl. 16 í Skógarbæ. Sr. Gísli Jónasson setur Aase Gunn Guttormsen í embætti djákna á veg- um Skógarbæjar og Seljakirkju. Prestur er sr. Valgeir Ástráðsson. Organisti er Jón Bjarnason. Kvöldguðsþjónusta er kl. 20. Altarisganga. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Organisti er Jón Bjarnason. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram prédikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ verður sýndur á Omega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Sam- koma kl. 20. Umsjón Miriam Óskarsdóttir. James Morris talar. Gospelsöngvarar frá Keflavíkurvelli syngja. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Samúel Ingimarsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Bænastundir á miðviku- dagskvöldum kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 07-08. filadelfia@gospel- .is, www.gospel.is. Ath! Hægt er að horfa á beina útsendingu á www.gospel.is eða Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Bæjarkirkja, Borgarfjarðarsýslu. Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi. (Lúk. 5.) UMRÆÐAN Kvenkynsnafnorðið ávirð-ing merkir samkvæmtÍslenskri orðabók ‘yf-irsjón, misgerð’ enda leitt af sagnarsambandinu e-m verður e-ð á. Meistari Jón Vídalín segir t.d.: hinn bakmálugi fiskar í annarra ávirðingum. Í dæmasafni Orðabókar Háskólans er einnig að finna merkinguna ‘last’ frá miðri 20. öld: segja e-ð e-m til ávirðingar. Í nútímamáli er merkingin ‘ásökun’ algeng, t.d.: skrifa að beiðni hennar greinargerð með ávirðingum gegn sóknarprestinum (Mbl. 28.4.05); ávirðingar voru bornar á skóla- meistarann (26.4.05) og í mörgum þeim ávirðingum sem gagnaðilar … hafa borið á málshefjanda (Mbl. 28.4.05). Hér er greinilega um nýja merkingu að ræða. Í 13. pistli var vikið að ofnotkun forsetningarinnar vegna. Með of- notkun er átt við að hún er látin vísa til ýmiss konar tengsla þar sem aðrar forsetningar eru venju- lega notaðar. Þetta er best sýnt með dæmum, innan hornklofa er sýnd málbeiting sem samræmist málvenju: iðgjöld vegna ársins 2004 [fyrir árið 2004]; greinargerð vegna þróunar [um þróun] verð- bólgu (Fréttabl. 20.2.05); deilur sem nú standa yfir vegna nýtingar [um nýtingu] á norsk-íslensku síld- inni (Mbl. 4.5.05); Þverpólitísk samstaða er meðal sveitarstjórn- armanna vegna samgönguáætl- unar [um samgönguáætlun] þeirr- ar sem … (blaðið 6.5.2005); Það var erfitt að komast áfram á hestbaki vegna líkanna [fyrir líkunum] (Fréttabl. 14.5.05); verða fyrir von- brigðum vegna e-s [með e-ð] (Mbl. 21.2.05); greiða hluthöfum x millj- ónir vegna arðs [í arð] (Útv. 13.1.04); hafa samráð vegna e-s [um e-ð] (Frétt 1.8.03) og fréttir vegna seinasta máls [af seinasta máli] (Mbl. 20.6.03). Af dæmunum má sjá að forsetningin vegna er lát- in samsvara fjölmörgum forsetn- ingum, m.a. fyrir, með, um, í og af. Sumum kann að finnast þægilegt að geta gripið til slíkrar ‘ofur- forsetningar’, líkt og with í ensku, en flestir hljóta þó að vera sam- mála um að slík málbeiting ber vott um málfátækt. Forsetningin fyrir getur vísað til tíma en stýrir þá þolfalli. Það er því ekki rétt að segja: Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik (Fréttabl. 10.4.05). Hér kann að gæta áhrifa frá orðasambandinu hafa áhuga fyrir e-u en réttara er þó að hafa áhuga á e-u. Sagnarsam- bandið e-ð dugir fyrir e-u vísar til þess er ‘e-ð (oft peningar) hrekkur til’, t.d.: Þúsundkallinn dugir fyrir níu lítrum af bens- íni. Hins vegar gengur hvorki að segja þrípútt mundi duga fyrir sigrinum ‘til sigurs’ (Mbl. 22.3.05) né Braust inn fyrir efnum ‘eftir efnum; til að stela efnum’ (Fréttabl. 11.5.05). Sagnarsambandið gangast við e-u merkir ‘viðurkenna e-ð’, t.d.: gangast við barni ‘viðurkenna fað- erni’ og gangast við sekt sinni/broti sínu ‘viðurkenna sekt sína/brot sitt’. Sagnarsambandið ganga að e-u er allt annarrar merkingar. Það getur t.d. merkt ‘samþykkja, fallast á’ [aðgengilegur], t.d.: Hann gekk að tilboðinu/öllum kröfum. Ekki gengur að rugla þessum sam- böndum saman eins og gert er í eft- irfarandi dæmi: félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum J. (Fréttabl. 22.4.2005). Orðasambandið rasa fyrir/(um) ráð fram ‘flýta sér um of/meira en skynsamlegt er’ er algengt í fornu máli. Í Laxdæla sögu segir t.d.: Hreystimannlega er slíkt mælt en þó er ráðlegra að rasa eigi fyrir ráð fram. Myndin með fyrir er einhöfð fram á síðari hluta 19. aldar en þá skýtur upp afbrigðinu rasa um ráð fram og er það trúlega myndað með hliðsjón af samböndum eins og flýta sér um of. Af sama meiði er orðasambandið fara að öllu af ras- anda ráði. Í nútímamáli virðist yngra afbrigðið býsna algengt: Rasið ekki um ráð fram á hálli braut fordómanna (Mbl. 14.5.05). Umsjónarmaður telur að þeir sem vilja vanda mál sitt hljóti að kjósa upprunalegu myndina (rasa fyrir ráð fram ‘ana lengra en skyn- samlegt getur talist’) og eftirláti öðrum að rasa um ráð fram. Úr handraðanum Orðasambandið oft og tíðum er kunnugt frá 16. öld og í þessari mynd hefur það lengstum verið notað. Tímaþágufallið tíðum stend- ur hér sem atviksorð, líkt og löngum og stundum. Í nútímamáli er allalgengt að nota myndina oft á tíðum og virðist myndin tíðum þá skilin sem þgf.flt. af tíð, kvk., t.d.: enda [eru] pistlarnir oft á tíðum beittir og skemmtilegir (Mbl. 12.2.05); sóknarleikurinn [hefur] verið slakur oft á tíðum (Mbl. 4.5.05) og Spjall um veðrið, íþróttir og fræga fólkið er kannski oft á tíð- um harla innihaldsrýrt (Mbl. 26.4.05). Slík málnotkun getur ekki talist til fyrirmyndar enda ekki í samræmi við uppruna. — Umsjón- armaður hefur um langt skeið safn- að slíkum dæmum og hefur hann einungis rekist á eitt dæmi um oft á tíðum frá 19. öld, öll önnur eru frá 20. öld eða úr nútímamáli. Orðasam- bandið rasa fyrir/(um) ráð fram ‘flýta sér um of/meira en skynsamlegt er’ er algengt í fornu máli. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 54. þáttur ÞAÐ ER gleðiefni að bæj- arstjórn Seltjarnarness skuli hafa stigið fram fyrir skjöldu og gefið bæjarbúum kost á að velja um út- færslu skipulags á Hrólfsskálamel. Miklu skiptir að vel takist til því hönnun svæðisins verður ráð- andi um framtíð- arásýnd bæjarfélags- ins. Kosið verður um tvær tillögur. Hafa þær verið kynntar bæjarbúum, en ein- ungis með flat- armálsteikningum og í magntölum. Kynn- ingin gefur mjög ein- falda mynd, sem hvergi nægir til að glöggva sig á starfrænum og fagurfræðilegum áhrifum þessara gjörólíku til- lagna. Því ætla ég að biðja lesendur að koma með mér í stutta skoð- unarferð. Byrjum á tillögu H (íþróttavöllur á Hrólfsskálamel). Á horni Nesvegar og Suður- strandar mun rísa 4–6 hæða fjöl- býlishús og er það hús sameig- inlegt báðum valkostum. Hönnun hússins á að verða sem glæsileg- ust og mynda kennileiti fyrir Sel- tjarnarnes. Horfum áfram eftir Suðurströnd. Þar mætir auganu annar húsgafl og ná báðir gafl- arnir niður undir gangstétt. Við komum nær og horfum inn á milli þessara húsgafla. Hér rísa tvö samhliða fjölbýlishús, sem teygja sig vestur að lóð Mýrarhúsaskóla. Milli húsanna myndast eins konar gjá með töluverðri skuggamynd- un. Sjónfæri er yfir gjána inn í íbúðir andbýlinga. Áfram höldum við ferðinni. Handan við syðra fjölbýlishúsið tekur við ríflega fimm metra há girð- ing og 20 metra há flóðljósamöstur. Þeg- ar við komum nær og kíkjum inn fyrir girð- inguna sést gervi- grasvöllurinn lang- þráði; á annan kantinn næstum inni í garði fjölbýlishúss, hinum megin er íþróttamiðstöðin, og milli vallarins og skólalóðar Mýró allt að þriggja metra hár veggur. Hægra meg- in er tenging við skólalóðina, hluti af leiksvæði skólabarna, en er í raun pallar niður á völlinn. Lækkunin svarar til ríflega einn- ar íbúðarhæðar. Varla mjög not- endavinsamlegt leiksvæði fyrir lítil börn. Þetta stingur í augun og minn- ir landnotkun frekar á Tokyo eða New York. Þarf endilega að fara með land- ið okkar á þennan hátt? Við flýtum okkur í burtu til að hvíla augun, en höfum ekki farið langt þegar rekist er á þrjú fjöl- býlishús á útivistarsvæðinu neðan Valhúsaskóla, það vestasta í kantinum á græna svæðinu. Snúum okkur þá að tillögu S. Hún gerir ráð fyrir íþróttavelli þar sem völlurinn er nú. Húsið á horni Nesvegar og Suðurstrandar er það sama og í fyrri tillögunni. En við tekur það sem ræður úr- slitum í mínum huga. Grænt svæði, fallega formað fjölbýlishús og annað þar fyrir aftan. Um- hverfi húsanna er opið og liggur göngustígur þar um sem tenging við aðliggjandi íbúðahverfi og grænu svæðin handan við. Skóla- lóðin stækkar í alvöru fyrir börn- in (um tæpa 800 m² samanborið við 450 m² í tillögu H), rýmra er í kringum íbúðir aldraðra og íþróttamiðstöðina, hönnunin er í takt við ímynd okkar ágæta bæj- arfélags. Íþróttavöllurinn er á sínum stað, en lækkaður. Rúmt er um völlinn og tækifæri til að hanna umhverfi hans fallega, leggja jafnvel upphitaða skokkbraut (ekki endilega 400 metra hefð- bundna braut) um svæðið, sem yrði ekki bara nýtt af skokkurum heldur líka íþróttamönnum og viðskiptavinum aðliggjandi lík- amsræktarstöðvar. Góð hönnun, fagurfræði í fyr- irrúmi og skynsemi einkenna síð- ari tillöguna, tillögu S. Ágætir Seltirningar. Ykkar er valið. Fagurfræði, skipulag og skynsemi Ingunn Benediktsdóttir fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Góð hönnun, fagur-fræði í fyrirrúmi og skynsemi einkenna síð- ari tillöguna, tillögu S. ‘ Ingunn Benediktsdóttir Höfundur er glerlistakona og býr á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.