Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 4

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 4
4 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKEPPNISRÁÐ hefur fallist á að Esso, Olís og Shell haldi áfram að reka sameiginlega Eldsneytisaf- greiðsluna á Keflavíkurflugvelli, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í ákvörðun ráðsins segir að rekstur eldsneytisafgreiðslu fyrir flugvélar sé afar kostnaðarsamur og að með rekstri einnar stöðvar sé hámarks- hagkvæmni náð. Þegar samkeppnisráð úrskurðaði um ólögmætt samráð olíufélaganna í fyrra beindi það þeim fyrirmælum til félaganna þriggja að leggja af samvinnu í tengslum við rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar. Olíufé- lögin óskuðu eftir undanþágu á grundvelli 16. greinar samkeppn- islaga en þar segir m.a. að hægt sé að veita undanþágu frá banni við samkeppnishamlandi starfsemi ef hún stuðlar „að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnhagslegar framfarir“ og veiti neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst. Starfsemi stöðvarinnar felst ann- ars vegar í afgreiðslu við samnings- bundna viðskiptavini olíufélaganna og hins vegar við ósamningsbundna viðskiptavini sem kaupa eldsneyti endrum og sinnum. Svipað fyrirkomulag í Evrópu Hingað til hefur ósamnings- bundnum viðskiptavinum einungis staðið til boða eitt staðgreiðsluverð hjá eldsneytisstöðinni sem olíufé- lögin hafa ákveðið sameiginlega. Í ákvörðun samkeppnisráðs segir að ljóst sé að olíufélögin þrjú séu keppinautar og að öll samvinna þeirra á milli dragi úr samkeppni. Á hinn bóginn tók ráðið tillit til þess að rekstur eldsneytisaf- greiðslustöðvarinnar kallaði á um- talsverða fjárfestingu í sérhæfðum tækjabúnaði auk þess sem hún yrði að vera opin allan sólarhringinn. Kostnaður við stöðina væri því mikill og ljóst væri að ein stöð stuðlaði að hámarkshagkvæmni. Þá er bent á að í Evrópu sé bróð- urparturinn af flugvélaeldsneyti af- greiddur í gegnum sameiginlegar eldsneytisstöðvar. Ráðið féllst því á samreksturinn með skilyrðum, m.a. þeim að rekst- urinn yrði aðskilinn frá rekstri olíu- félaganna, settar voru takmarkanir á tengsl stjórnarmanna í stöðinni við olíufélögin og tengd félög og stöðinni gert skylt að annast elds- neytisafgreiðslu fyrir aðra en olíu- félögin. Fleiri skilyrði voru sett. Þegar samkeppnisráð tók ákvörðunina sátu fund ráðsins þau Kirstín Flygenring, Atli Freyr Guðmundsson, Ragnheiður Braga- dóttir, Karitas Pálsdóttir og Sig- urbjörn Þorbergsson. Reka áfram eina elds- neytisafgreiðslustöð Samkeppnisráð hefur fallist á ósk Esso, Olís og Shell Telur að ein stöð stuðli að hámarkshagkvæmni ÍBÚAKOSNING um deiliskipulag á Sel- tjarnarnesi hófst kl. níu í Valhúsaskóla í gær, laugardag. Um fimmtíu manns höfðu kosið fyrsta klukkutímann, að sögn Péturs Kjartanssonar, formanns kjörstjórnar. Kjörsókn hefði því verið heldur dræm í upphafi. Tæplega fjögur hundruð greiddu at- kvæði utan kjörfundar. Allir Seltirningar, 18 ára og eldri, voru á kjörskrá, eða rúm- lega 3.300 manns. Pétur gerði ráð fyrir því að fyrstu tölur lægju fyrir strax þegar kjörstað yrði lokað kl. 22. Hann vonaðist til þess að úrslitin yrðu ljós fyrir miðnætti á laugardags- kvöld. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Kosið var um deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar á Seltjarnarnesi á laugardag. Kosningar fóru rólega af stað VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra undirritaði á föstudag gagnkvæman samning við Mexíkó um vernd fjárfestinga. Valgerður hefur undanfarna daga farið fyrir sendinefnd íslenskra at- hafnakvenna sem nú er stödd í Mexíkó. Fyrir hönd Mexíkó undirrit- aði samninginn Fernando Canales, efnahagsmálaráðherra. Samkvæmt tilkynningu frá iðnað- arráðuneytinu tryggir samningurinn að fjárfestar njóta jafnréttis og svo- nefndra bestukjara í báðum löndum. Einnig eru ákvæði um skjótvirka lausn deilumála milli ríkjanna, ákvæði um eignarnám og eignar- námsbætur og ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga. Eftir er að fullgilda samninginn og öðlast hann gildi að því loknu. Við- ræður milli Íslands og Mexíkó um fjárfestingasamninginn hófust árið 2000, um leið og fríverslunarviðræð- ur EFTA-ríkjanna og Mexíkó stóðu yfir. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra og Fernando Canales Clariond, ráðherra efnahagsmála í Mexíkó, við undirritun samningsins. Samningur um vernd fjárfestinga MEGINTILGANGUR upp- græðsluaðgerða á svæðum umhverf- is Keflavíkurflugvöll á undanförnum árum hefur verið að fæla máva frá varpi í nágrenni flugbrautanna, en árekstrar flugvéla og stórvaxinna fugla á borð við máva er vel þekkt ógn við flugöryggi. Þetta segir dr. Aðalsteinn Sig- urgeirsson, skógerfðafræðingur, en hann er þessa dagana við mælingar á gróðri á Miðnesheiðinni ásamt dr. Dennis Riege, skógvistfræðingi, sem annast hefur framkvæmd rannsókn- anna. Morgunblaðið fjallaði nýlega um rannsóknir á hvort beita megi tófum til að sporna gegn útbreiðslu og fjölgun sílamáva á þessu svæði. Verpa bara ef þeir sjá frá sér Dennis segir að mávarnir hafi verpt mjög nálægt norðurenda flug- vallarins en eftir að grasi og lúpínu hafi verið plantað þar, hafi fuglarnir fært varp sitt um nokkra kílómetra og ekki haldið sig þarna síðan. Upp- græðslan hefur þannig átt mikinn þátt í að hrekja hluta mávanna fjær flugvellinum. „Mávar eru hræddir við rándýr og verpa bara þar sem þeir sjá frá sér. Með því að koma upp gróðri sem byrgir þeim sýn má koma í veg fyrir varp,“ segir Dennis og þeir félagar eru ánægðir með nið- urstöðurnar. Skjólskógar bæti flugöryggi Aðalsteinn segir marga hafa hald- ið að trjágróður yxi ekki á heiðinni, eða á nesinu almennt vegna veð- urfars, loftslags eða safnvinda, en að tilraunirnar hafi leitt í ljós að til- tölulega auðvelt sé að koma upp skjólskógum í kringum flugvall- arsvæðið. Þannig megi bæta flug- öryggi en ein helsta ógnunin við það séu hliðarvindar á svæðinu sem gott sé að hefta með skjólbeltum. „Næringarskortur í jarðvegi er aðalvandamálið, en þar nýtist lúp- ínan vel þar sem hún vinnur köfn- unarefni úr lofti og veitir plöntunum skjól. Gallinn er þó að hún er hávax- in svo gefa þarf plöntunum forskot á hana svo þær gefi sig ekki í sam- keppni við lúpínuna um ljós, til dæmis ef plönturnar kelur. Teg- undir eins og sitkagreni og jörvavíð- ir hafa staðið sig vel hér og birki má nota með vissum aðferðum, svo sem jarðvinnslu eða að þekja með plasti.“ Aðalsteinn segir að bæði markmiðin hafi því náðst, að beita lúpínu gegn varpi mávanna og rækta síðan skóg til skjóls í lúp- ínubreiðunum. Skógurinn og breið- urnar munu síðan enn frekar hjálpa við að beita tófum gegn varpi máv- anna, því í þéttum gróðri hefur tófan betra búsvæði og getur nært sig á hagamúsum þegar mávar eru ekki á svæðinu. Umhverfisdeild Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og Suðurlandsskógar standa sameig- inlega að rannsóknunum, en svæðið sem upphaflega var sáð í er um 660 hektarar, sem er helmingi stærra en Breiðholt og Seljahverfi til samans. Öðrum aðferðum hefur einnig verið beitt til að sporna gegn máv- um á svæðinu, svo sem að hræða þá með hræðsluhljóðum máva og skjóta þá, en gallinn er að fuglarnir læra fljótt inn á slíkt. Ljósmynd/Atli Már Gylfason Dr. Dennis Riege og dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson mæla vöxt og viðgang plantna í lúpínubreiðu á Miðnesheiðinni. Uppgræðsla hefur gefist vel Margþættar aðgerðir til að sporna við fjölgun máva við flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Hálendingunum ehf. að nota orðið Highlanders sem erlent heiti, vöru- merki og lénsnafn en annað ferða- þjónustufyrirtæki, Fjallafari sf., hafði áður tekið upp orðið High- lander sem vörumerki. Það voru raunar Hálendingarnir sem upphaflega kvörtuðu til sam- keppnisráðs yfir notkun Fjallafara á léninu highlander.is og bentu á að Hálendingarnir hefðu árið 2001 eignast orðmerkinguna Highland- ers og highlanders.is. Í niðurstöðu samkeppnisráð er bent á að Fjallafari hafi notað heit- ið Highlander frá árinu 1996. Taldi ráðið að Fjallafari hefði meiri rétt til að nota orðið og að Hálendingum hefði átt að vera ljós ruglings- hættan þegar þeir tóku heitið upp. Highlander eða Highlanders?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.