Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.gjtravel.is outgoing@gjtravel.is Beint flug til Zürich í sumar: Keflavík-Zürich 3., 17., 24. og 31. júlí og 7. og 14. ágúst. Zürich-Keflavík 16., 23. og 30. júlí og 6. og 13. ágúst. Flug fram og til baka kr. 24.900. Flug aðra leið kr. 15.900. Allir skattar og þjónustugjöld innifalin. Beint flug til Prag í ágúst: Flogið til Prag 3. ágúst og aftur til Keflavíkur 17. ágúst. Flug fram og til baka kr. 28.800. Allir skattar og þjónusturgjöld innifalin. ALMENN ánægja með lífið og til- veruna á hér á landi er með því mesta sem mælist meðal íbúa Evr- ópulanda og Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem eru hvað jákvæð- astar í garð vísinda og tækni. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nið- urstöðum nýrra Eurobarometer- viðhorfskannana, sem gerðar voru fyrr á þessu ári í 32 Evrópulöndum á vegum framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Megináhersla var lögð á að kanna viðhorf Evrópubúa til ýmissa álita- mála er varða vísindi og tækni en einnig voru könnuð félagsleg viðhorf og lífsgildi íbúanna og á hvern hátt Evrópumenn líta tilgang lífsins, við- horf til jafnréttis- og umhverf- ismála, trúmála o.fl. Könnunin náði til 25 aðildarríkja ESB, fjögurra landa sem sótt hafa um aðild að sambandinu og EFTA-landanna þriggja. 94% Íslendinga eru almennt ánægð með lífið og tilveruna Fjórir af hverjum fimm Evr- ópubúum sögðust vera ánægðir með lífið og tilveruna skv. könnununum en í ljós kom að nokkur munur er þar á milli þjóða. Hollendingar eru ánægðastir Evrópuþjóða en 97% þeirra sögðust ánægðir með líf sitt. Íslendingar koma næstir í röðinni en 94% svarenda hér á landi segjast almennt vera ánægðir með lífið og tilveruna. Fylgja Danir, Finnar, Norðmenn og Svisslendingar í kjöl- farið þar sem um eða yfir 90% íbúa eru ánægðir með hlutskipti sitt í líf- inu. Minnst lífsánægja mælist hins vegar í Búlgaríu, Litháen og Ung- verjalandi. Einnig var kannað hvort og í hversu ríkum mæli Evrópubúar velta fyrir sér spurningum um til- gang lífsins. Heildarniðurstaðan er sú að um 35% íbúa álfunnar segjast oft velta þessum spurningum fyrir sér og 39% sögðust stundum gera það. Á Íslandi sögðust 80% oft (40%) eða stundum (40%) hugsa um merk- ingu og tilgang lífsins. Kýpurbúar eru hins vegar efstir á þessum lista en þar sögðust 69% oft velta fyrir sér spurningum um tilgang lífsins og 23% sögðust stundum gera það. 38% segjast trúa á guð 38% Íslendinga segjast trúa því að guð sé til skv. niðurstöðum könn- unarinnar. Til samanburðar var meðaltal þeirra sem sögðust trúa á tilvist guðs 52% í Evrópusambands- löndunum. Mest guðstrú er á Möltu þar sem 95% sögðust trúa því að guð væri til, 81% Grikkja og Portú- gala, 74% Ítala og 73% Íra sögðust trúa á guð. Á hinn bóginn sögðust aðeins einn af hverjum fimm svar- endum í Tékklandi og Eistlandi trúa á tilvist guðs. Mismikill stuðningur við dýravernd Meirihluti íbúa allra Evrópuland- anna sögðust vera sammála þeirri staðhæfingu að manninum bæri skylda til að vernda réttindi dýra, hvað sem það kostaði. Afstaðan til dýra er þó mismunandi meðal þjóða. Minnstur stuðningur við þessa stað- hæfingu reyndist vera í Búlgaríu þar sem 58% sögðust sammála því að manninum bæri skylda til að vernda réttindi dýra og á Íslandi þar sem 60% svöruðu þessari spurn- ingu játandi. Stuðningur við dýra- vernd mældist hins vegar mestur um eða yfir 90% meðal íbúa Grikk- lands, Slóveníu og Lúxemborgar. Einnig var könnuð afstaða þjóð- anna til jafnréttismála og mennt- unar. Voru þátttakendur m.a. spurð- ir hvort þeir væru sammála eða ósammála þeirri staðhæfingu að há- skólamenntun væri mikilvægari fyr- ir drengi en stúlkur. 95% Íslendinga og Dana sögðust ósammála þessari staðhæfingu og er hlutfallið hvergi hærra. 93% Norðmanna, og 92% Svía voru sömu skoðunar. Í Slóvakíu voru aftur á móti 39% svarenda þeirrar skoðunar að háskóla- menntun væri drengjum mikilvæg- ari en stúlkum og 46% Tyrkja voru sömu skoðunar. 20% telja karla betur fallna til pólitískrar forystu Þátttakendur voru jafnframt spurðir hvort þeir væru sammála eða ósammála eftirfarandi staðhæf- ingu: Þegar á heildina er litið eru karlar betur fallnir til pólitískrar forystu en konur. 76% Íslendinga lýstu sig ósammála þessari fullyrð- ingu en 20% sögðust vera henni sammála. Að meðaltali lýstu 66% í Evrópusambandslöndunum sig ósammála þessari fullyrðingu en 27% sögðust vera henni sammála. Mikill munur var á afstöðu þjóð- anna til spurningarinnar. Þannig voru 86% Svía og 83% Dana ósam- mála því að karlar væru betur til pólitískrar forystu fallnir en konur. Hins vegar voru 50% Tékka og 54% Slóvaka öndverðrar skoðunar. Þegar könnuð var afstaða Evr- ópubúa til réttinda kynjanna til starfa á vinnumarkaði kom í ljós að 86% Evrópubúa eru að meðaltali þeirrar skoðunar að konur eigi sama rétt til starfa og karlar þó skortur sé á störfum. Töluverður afstöðumunur kemur hins vegar í ljós þegar svörin eru skoðuð eftir einstökum löndum og sker afstaða Íslendinga sig nokkuð úr. Sú spurning var lögð fyrir þátt- takendur hvort þeir væru sammála eða ósammála eftirfarandi fullyrð- ingu: Ef skortur er á störfum eiga konur sama rétt til starfa og karlar. Hlutfallslega færri Íslendingar lýstu sig sammála þessari staðhæf- ingu en aðrir Evrópubúar eða 62% og 35% Íslendinga sögðust vera ósammála fullyrðingunni. Til sam- anburðar sögðust 95% Dana, Frakka og Finna vera þeirrar skoð- unar að konur ættu jafnan rétt til starfa og karlar þó skortur væri á störfum. 93% Svía, 91% Breta og 90% Hollendinga voru sömu skoð- unar. Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem reyndust vera jákvæð- astar gagnvart hlutverki vísinda og tækni í framtíðinni. Þannig reynd- ust 89% svarenda hér á landi vera þeirrar skoðunar að vísindi og tækni muni auka lífsgæði kynslóða fram- tíðarinnar. Að meðaltali voru 77% íbúa Evrópubandalagsþjóðanna þessarar skoðunar. Í könnuninni var einnig spurt hvaða svið tækniframfara muni hafa jákvæðust áhrif á næstu 20 árum. Mældist stuðningur við líftækni og erfðatækni mestur á Íslandi, en 86% svarenda hér á landi sögðust binda mestar vonir við hana. Kannanirnar voru gerðar með viðtölum á heimilum svarenda á fyrstu mánuðum þessa árs. Ann- aðist Gallup framkvæmd könnunar- innar hér á landi og kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar að niður- stöðurnar hvað Ísland varðar eru byggðar á 500 viðtölum. Niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar Eurobarometer meðal 32 Evrópuþjóða Lífsánægja á Íslandi næstmest í Evrópu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is                                             !"#$        !    " # $ "# %#  #&'"(   # )  *  +" " # $!,  -#   .   /0 %  ,1 +  # 2  '   /4  51 % # .( 6  7 8 9 : ; < 6= 66 6 67 68 6 69 6: 6; 6< = 6  7 8  9 : ; < 7= 76 7 %& % %' %( ) )' )( &% &) && &* &* & & &' &( *+ *) *) *) *& ** *( ,+ ,& ,* ,, , , *  ) *% &                   - " #   -# +"    #&'"( %# +  51     " #  $!, )  $ "# /0 # ,1 *  % # %    .      /4  !    # 2  ' .( 6  7 8 9 : ; < 6= 66 6 67 68 6 69 6: 6; 6< = 6  7 8  9 : ; < 7= 76 7 )) ), )' )( &) & & &' &( &( &( *& ** *, * *( *( ,+ ,) ,* , +   ' & * , ' ' ' '( ,& &  !             - *  " #   $!,   +  . #   # #&'"(  $ "# !    )  +"   ,1 -# 2  ' /4   %#     51  /0 %  " #   % # .( 6  7 8 9 : ; < 6= 66 6 67 68 6 69 6: 6; 6< = 6  7 8  9 : ; < 7= 76 7 +' +( %+ %+ %% %% %% %) %& %& %* %* %, % % % %' %' %' %( %( )+ )% )) )) )& )* )( &% &% &( *% %( , #   $ %           -.     )      ,1 #&'"( $!, %#     %  . !  " #   # *    # /0 +" $ "# +  " #  /4    -# 2  ' 51 % # .( 6  7 8 9 : ; < 6= 66 6 67 68 6 69 6: 6; 6< = 6  7 8  9 : ; < 7= 76 7 +) +, + + +' +' +( +( +( %+ %+ %% %& %& %* % %( %( )+ )% )) )* )* ) &) && && &* &, & &( ) )+   Meira á mbl.is/ítarefni RJF-hópurinn, sem er stuðnings- nefnd Arons Pálma Ágústssonar, sem er í stofufangelsi í Bandaríkj- unum, hefur nú sent náðunar- og reynslulausnarnefnd Texasfylkis sérstakt erindi með hraðpósti þar sem þess er farið á leit að fyrirtöku á máli Arons Pálma verði flýtt, hon- um veitt ferðafrelsi og leyft að fara til Íslands sem fyrst. Þetta kemur fram á vefsíðu RJF- hópsins. Hópurinn hefur verið í sambandi við ræðismann Íslands í Texas, íslenska sendiráðið í Wash- ington og utanríkisráðuneytið. Fyr- ir liggur að samningur um fanga- flutning hefur legið tilbúinn og staðfestur af Íslands hálfu í yfir þrjú ár hjá bandaríska dóms- málaráðuneytinu í Washington, en viðbrögð frá Texas hafa engin ver- ið, segir í frétt á vef hópsins. Fylgjast má með framgangi málsins á slóðinni http:// www.leit.is/servefir/RJF. Vilja flýtimeðferð fyrir Aron Pálma BRUNINN á athafnasvæði Hring- rásar í nóvember í fyrra kostaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 33 milljónir króna og er áætlað að starfsmenn liðsins hafi varið 1.400 vinnustundum í að fást við brunann og afleiðingar hans. Er þá ótalinn kostnaður annarra sem komu að slökkvistarfinu. Þetta kemur fram í ársskýrslu slökkviliðsins. Í ársskýrslunni segir að bruninn hafi sett strik í rekstrarreikning liðsins. Alls nam rekstrarkostnaður um einum milljarði en rekstrar- afgangur varð 50 milljónir. Um 130 slökkviliðsmenn börðust við eldinn þegar mest var og voru tólf slökkvibílar frá þremur slökkvi- liðum notaðir við slökkvistarfið. Einn slökkviliðsmaður slasaðist á hendi og fjórir fengu reykeitrun sem leiddi til lungnabólgu. Þá er tal- ið að nær 18 milljónum lítra af vatni og ríflega 14 þúsund lítrum af froðu hafi verið dælt á eldhafið. 33 milljónir fóru í Hring- rásarbrunann SAMTÖK verslunar og þjónustu vara fyrirtæki og stofnanir við svo- nefndum auglýsingasvindlurum en það eru þeir aðilar kallaðir sem hrella fyrirtæki með fjárkröfum vegna skráningar í viðskiptaskrár eða annað sem viðkomandi hafði ekki gert sér grein fyrir að rukkað væri fyrir. Í tilkynningu frá samtökunum segir að margir hafi leitað til skrif- stofu þeirra vegna slíkrar starf- semi, einkum European City Guide. Góð ráð gegn þessum aðilum er að finna víða á netinu og er tengingar á slíkar vefslóðir að finna á mbl.is/ ítarefni. Varað við auglýs- ingasvindlurum STEFÁN Jón Hafstein var kjörinn formaður borgarráðs á fundi ráðs- ins á fimmtudag. Mun hann gegna formennskunni til loka kjörtíma- bilsins. Stefán Jón tekur við af Al- freð Þorsteinssyni sem hefur verið formaður borgarráðs frá 2003. Björk Vilhelmsdóttir var kjörin varaformaður. Stefán Jón var kjörinn í borg- arstjórn 2002 og er hann formaður menntaráðs og menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. Stefán Jón er fjölmiðlafræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem ritstjóri dægurmálaútvarps og síð- ar sem dagskrárstjóri Rásar 2 á ár- unum 1985 til 1992. Þá var hann rit- stjóri dagblaðsins Dags 1996 til 1999. Stefán Jón hefur skrifað nokkrar bækur um fjölmiðla, ferða- sögur og fluguveiði. Stefán Jón Hafstein formað- ur borgarráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.