Morgunblaðið - 26.06.2005, Side 8

Morgunblaðið - 26.06.2005, Side 8
8 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfisstofnunrekur þrjá þjóð-garða, Skafta- fellsþjóðgarð, þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum og þjóðgarðinn Snæfellsjök- ul. Þjóðgarðurinn á Þing- völlum er fjórði þjóðgarð- ur landsins og heyrir beint undir forsætisráðuneytið og Þingvallanefnd. Í hverjum þjóðgarðanna eru sérstakir þjóðgarðs- verðir, fastir starfsmenn og ráðnir eru landverðir og verkamenn yfir sumar- ið. Helstu verkefni landvarða í þjóðgörðunum tengjast móttöku gesta. Meðal verkefna eru fræðsla um náttúrufar og sögu svæða, al- menn upplýsingagjöf um leiðir og aðstöðu innan þjóðgarðsins og ut- an, en einnig hafa þeir eftirlit með því að náttúru- og menningar- minjum sé ekki spillt af gáleysi og umhirðu með svæðinu. Mikil áhersla er lögð á fræðslu til al- mennings og eru börn þar ekki undanskilin. Davíð Egilson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar, segir að sé horft til verkefna varðandi þjóð- garðana sé mikil áhersla lögð á framkvæmd Náttúruverndar- áætlunar. „Þá er vinna við stækk- un Skaftafellsþjóðgarðs mikilvæg. Nú standa einnig yfir fram- kvæmdir við Gljúfrastofu í Jökuls- árgljúfrum og við vonumst til að komast langt með fyrsta áfangann í ár. Gestastofurnar eru aðalatriði í því sem koma skal og nauðsyn þeirra hefur sýnt sig. Við höfum jafnframt verið að koma upp raf- rænum upplýsingaveitum á vefn- um og á hverjum stað fyrir sig.“ Gestastofur eru nú í Skaftafelli og á Hellnum í Snæfellsþjóðgarði. Miklar annir í þjóðgörðum Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður árið 1967 og stækkaður til muna í október á síðasta ári, en flatarmál hans er nú 480.700 ha. Hann spannar nú Lakagígasvæðið ásamt drjúgum hluta Vatnajökuls. Svæðið er afar fjölbreytt að nátt- úrufari og hefur verið lögð áhersla á vandaðar fræðsluferðir og fjöl- breyttar gönguleiðir í garðinum. Þjóðgarðsvörður í Skaftafelli er Ragnar Frank Kristjánsson. Þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum var stofnaður árið 1973. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður segir að liðlega 100 þúsund gestir sæki Jökulsár- gljúfur heim árlega og gistinætur í fyrra hafi verið tæplega 20 þúsund talsins. „Það er verið að bæta sal- ernismál við Dettifoss að austan og koma þar upp vatnssalernum“ segir Sigþrúður Stella um helstu viðfangsefni sumarsins. „Stefnt er að því að framkvæma fyrsta áfanga við Gljúfrastofu, gesta- stofu og upplýsingamiðstöð þjóð- garðsins, sem verður í Ásbyrgi. Talsvert verður líka unnið á gönguleiðum í þjóðgarðinum, í viðhaldi og þess háttar. Tveir hóp- ar frá bresku sjálfboðaliðasamtök- unum BTCV verða að vinna á göngustígum á svæðinu í sumar.“ Langtímaverkefni eru áfram- haldandi skipulag og uppbygging á þjónustusvæðum og stækkun þjóðgarðsins miðað við hugmynd- ir í Náttúruverndaráætlun og um þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður fyrir fjórum árum. „Þetta er eini þjóðgarðurinn sem liggur að sjó þannig að við erum með gönguferðir meðfram sjónum og reynum að stíla inn á tengslin á milli sjávar, umhverfis og fólksins sem bjó hér áður fyrr,“ segir Guð- björg Gunnarsdóttir þjóðgarðs- vörður. Nú eru fjórir landverðir í þjóðgarðinum og hún vildi gjarn- an hafa þá fleiri þar sem svæðið sé víðfeðmt. „Við erum hér í viðhaldi og að leggja göngustíga, ásamt fræðslunni. BTCV hefur líka unn- ið hér gott starf í göngustígagerð ásamt Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd. Við erum núna að setja upp skilti, þrífa rusl og sal- erni og síðast en ekki síst er mönn- uð hér gestastofa sem er mikið notuð af ferðafólki, ekki síst ný vefsjá sem þar er.“ Hálf milljón um Þingvelli Á Þingvöllum eru ferðir með fólk af skemmtiferðaskipum að verða æ meira áberandi í gesta- flórunni. Í þjóðgarðinn koma nú yfir 300 þúsund gestir árlega og sé annarri umferð í gegnum garðinn bætt við er talið að um hálf milljón manna fari þar um hvert ár. Boðið er upp á metnaðarfulla fræðslu- dagskrá í sumar og nýbreytni hjá þjóðgarðinum er Fornleifaskóli fyrir börn, en þar geta krakkar á aldrinum 8–12 ára reynt fyrir sér í hlutverki forn- leifafræðinga á bakka Öxarár. Einar E. Sæmundsen, fræðslu- stjóri þjóðgarðsins, segir um 1.500 skólabörn hafa komið í fræðslu- ferðir í vor og nú sé lögð áhersla á endurnýjun snyrtihúsa og aðstöðu tjaldgesta. Þjóðgarðurinn var tek- inn á heimsminjaskrá UNESCO í fyrra í kjölfar stefnumótunar- vinnu fyrir Þingvelli til framtíðar. Nú er unnið að stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs og er stækkun Skaftafellsþjóðgarðs liður í því. Þá er einnig uppi hugmynd um sjáv- arþjóðgarð á Breiðafirði. Fréttaskýring | Þúsundir gesta leggja leið sína um þjóðgarðana Fræðslan veigamest Áhersla á Náttúruverndaráætlun og stækkun Skaftafellsþjóðgarðs Skaftafellsþjóðgarður nýtur mikilla vinsælda. Skilningur ríkisvaldsins á fjárþörf þjóðgarða eykst  Aukið fé hefur á síðustu árum verið lagt til uppbyggingar í þjóðgörðum landsins, en þeir líða þó enn fyrir fjárskort. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á Þingvöllum, enda koma þar yfir 300 þúsund gestir árlega. Þá hef- ur verið unnið að gerð gestastofa og almennum úrbótum í þjóð- görðum Umhverfisstofnunar og Skaftafellsþjóðgarður var ný- lega stækkaður verulega í kjöl- far sérstakrar fjárveitingar. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, segist vera mjög hneyksl- aður á ummælum Kjartans Magn- ússonar, borgarfulltrúa í Reykjavík, í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar sagði Kjartan meðal annars að horfa ætti til umferðaröryggissjónarmiða frekar en kjördæmapots við úthlut- un vegafjár. Að sögn Sturlu eru þetta afskaplega ósanngjarnar yfir- lýsingar þar sem samgönguáætlun snúist fyrst og fremst um að auka öryggi í umferðinni. „Hins vegar er það gömul saga og ný að menn vilja meiri framkvæmdir og það skil ég mætavel. Þessar að- gerðir sem við erum að standa fyrir á mesta þéttbýlinu eru nú til þess. Ég vísa því algerlega út í hafs- auga að kjördæmasjónarmið séu eingöngu höfð að leiðarljósi,“ segir Sturla og bætir við að vinna við gerð samgönguáætlunar sé fagleg og hann hafi lagt tillögur samgöngu- ráðs fram óbreyttar fyrir ríkisstjórn og þingið í þetta sinn. Fjarri lagi að kjördæmasjónarmið ráði „Það er fjarri öllu lagi að tala um að það séu eingöngu kjördæmasjón- armið sem séu höfð að leiðarljósi. Hins vegar var á sínum tíma tekin ákvörðun um að fara út í jarðganga- gerð til að tengja saman tilteknar byggðir og það er það sem menn nota, Kjartan, Gunnar Birgisson og fleiri, sem eitthvert barefli, vegna þess að þeir hafa það á tilfinningunni að það sé mjög vinsælt að vera á móti Héðinsfjarðargöngum,“ segir Sturla og bendir á að enn sé ekki farið að eyða krónu í Héðins- fjarðargöng og það verði ekki gert nema að óverulegu leyti árið 2006. Hann nefnir einnig að nú sé umferðaröryggisáætlun í fyrsta sinn hluti af samgönguáætlun, þar sem gert sé ráð fyrir því að til viðbótar við fækkun einbreiðra brúa, endur- byggingu Stafholtstungnavegar, tvöföldun Reykjanesbrautar suður í Keflavík, breikkun Vesturlandsveg- ar í gegnum Mosfellsbæ og breikkun vegar um Hellisheiði með mislægum gatnamótum við Þrengslaveg, fari um einn og hálfur milljarður í sér- stakar umferðaröryggisaðgerðir. Með aðgerðunum á að vinna gegn hraða-, ölvunar- og fíkniefnaakstri, tryggja bílbeltanotkun og eyða svo- nefndum svartblettum á þjóðvegum landsins. Áhersla á Sundabraut Sturla segir ástæðu þess að ekki sé gert ráð fyrir frekari fram- kvæmdum við breikkun Vestur- landsvegar í bili, vera þá að hann leggi alla áherslu á að koma Sunda- brautinni af stað og að ekki sé skyn- samlegt að fara út í breikkun á Vest- urlandsvegi, nema mikil seinkun verði á Sundabrautinni. Spurður hvenær hann sjái fyrir sér að farið verði í tvöföldun Vesturlandsvegar segir Sturla að ekki sé þörf á því að tvöfalda Vesturlandsveginn lengra en upp að Þingvallaafleggjara. „Ef við hins vegar sjáum fram á það að Sundabraut fari hægar af stað, t.d. vegna umhverfisástæðna, þá tel ég að við eigum að leggja áherslu á að vera með þrjár akreinar austur á Selfoss og upp í Borgar- nes,“ segir Sturla og bætir við að hann telji eðlilegt, óháð Sundabraut- inni, að frá Hvalfjarðargöngum og upp að Borgarnesi verði 2+1 vegur með víraleiðara á milli. Hraði og ógætilegur akstur vandinn Sturla segir að hin hörmulegu um- ferðarslys sem verða þegar bílar úr gagnstæðri átt skella saman, megi í langflestum tilvikum rekja til hrað- aksturs. „Þó vegakerfið skipti miklu máli, þá er það hraðinn, ógætilegur akstur, öryggisbelti og ölvunarakst- ur sem eru stóru viðfangsefnin og þess vegna tel ég að það skipti máli að allir taki höndum saman. Ég tel að tryggingafélögin þurfi að koma með miklu öflugri hætti inn í áróð- urinn gegn hraðaakstri og ölvunar- akstri en þau hafa verið að gera.“ Hann nefnir einnig að við gerð samgönguáætlunar fyrir árin 2003–6 hafi þingmenn gamla Suðurlands- kjördæmis lagt áherslu á Suður- strandarveg en ekki Hellisheiði. „Þegar búið var að taka ákvörðun um að setja Suðurstrandarveg af stað, sem verið er að vinna í núna, þá koma menn upp á dekk og átta sig á því að það yrði að fara í Hellisheið- ina af meiri krafti en þingmenn Suð- urlandskjördæmis höfðu lagt áherslu á,“ segir Sturla og bætir við að hann hefði sjálfur talið réttara að farið yrði í Hellisheiðina á sínum tíma. Ósanngjarnar yfirlýsing- ar um samgönguáætlun Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Sturla Böðvarsson LÍFEYRISSKULDBINDINGAR Reykjavíkurborgar hafa hækkað umtalsvert á liðnum árum og vega orðið afar þungt í heildarskuldum borgarinnar, að því er segir í endur- skoðunarskýrslu vegna ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004. Í skýrslunni kemur fram að lífeyris- skuldbindingar borgarinnar hafi hækkað um 3,6 milljarða króna á árinu 2004. Þær námu því rúmlega þrjátíu milljörðum króna í lok ársins. Í fjárhagsáætlun borgarinnar var hins vegar gert ráð fyrir því að líf- eyrisskuldbindingarnar myndu hækka um rúmlega 1,8 milljarða á árinu. Í skýrslunni er því mælst til þess að sérfræðingar verði fengnir til að meta hvað þessar skuldbind- ingar séu líklegar til að breytast mikið á næstu árum, svo hægt verði að auðvelda áætlanagerð í framtíð- inni. Skýrslan er unnin af Grant Thornton endurskoðun ehf. Í skýrslunni er tekið fram að ekki verði annað sagt en að rekstraráætl- un fyrir A-hluta borgarinnar, þ.e. Aðalsjóð, Eignasjóð, Fasteignastofu, Innkaupastofnun og Skipulagssjóð, hafi staðist vel að undanskildum breytingum á lífeyrisskuldbindingu og fjármagnsliðum. „Gert hafði verið ráð fyrir að fjármagnsliðir yrðu nei- kvæðir um 1.193 m.kr. en niðurstað- an varð sú að þeir urðu jákvæðir upp á 2.264 m.kr.,“ segir í skýrslunni. „Mismunurinn 3.457 m.kr. skýrist fyrst og fremst af gengishagnaði er- lendra langtímalána.“ Lífeyrisskuldbindingar hafa hækkað umtalsvert TALIÐ er að á sjötta hundrað manns hafi mætt á opn- unarhátíð Kirkjudaga í Hallgrímskirkju á föstudags- kvöld. Systkinin og prestarnir Sigrún Óskarsdóttir og Óskar Óskarsson stýrðu hátíðinni. Ávörp fluttu Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra og Richard Smith, bisk- up lúthersku kirkjunnar í Winnipeg. Kirkjudagar eru uppskeruhátíð kirkjustarfsins, að því er fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar, og stendur Þjóðkirkjan fyrir slíkum dögum fjórða hvert ár. Að þessu sinni fara Kirkjudagarnir fram á Skólavörðu- holti í Reykjavík. Dagskráin hófst á föstudagsmorgun og átti að ljúka á miðnætti á laugardag. Hægt var að velja á milli um 160 dagskráratriða, þar á meðal voru listsýningar, kvöldvökur og málstofur. Talið er að um 700 manns komi að dagskránni. Morgunblaðið/ÞÖK Fjölmenni á opnunarhátíð Kirkjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.