Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 11 Í BYRJUN árs 1985 var mikill hiti meðal aðdáenda hljómsveitarinnar Duran Duran. Komið hafði í ljós að Rás tvö hafði tekið lagið „Save a prayer“ út af vinsældalista hlustenda Rásar tvö. Grunur lék á því að sam- antekin ráð hefðu verið meðal aðdá- enda sveitarinnar um að hringja inn og kjósa lagið og að hvatt hefði verið til þess á einni Duran Duran-hátíðinni, en margar slíkar voru haldnar á skemmtistaðnum Traffic á Laugaveg- inum. Ekki síst þótti þetta grun- samlegt þar sem lagið var gamalt og hafði ekki verið í sérstakri spilun á Rás tvö. Kjartan Guðbergsson var plötusnúður á Duran Duran- hátíðunum og var „tekinn á teppið“ að eigin sögn af Þorgeiri Ástvalds- syni, dagskrárstjóra Rásar tvö á þess- um tíma, fyrir að hafa haft áhrif á val listans. Í kjölfarið var fyrirkomulagi á vali vinsældalistans breytt og dóm- nefnd fékk aukið vægi í valinu á lög- unum. Þetta þótti mikið hneyksli og unga fólkið var ósátt. „Kvartanir höfðu borist til útvarps- ins um meint svindl enda var gríð- arleg hlustun á vinsældalistanum á þeim tíma, það var ekki um það fjöl- breytta úrval að ræða sem núna er á útvarpsmarkaðnum. Það skipti máli að koma til móts við hlustendur og því var lagið tekið út á meðan málið var athugað og breytingar voru gerð- ar,“ segir Þorgeir. Harðir Duran Dur- an-aðdáendur velta vöngum yfir því hvort þeir sem hafi staðið að baki kvörtununum hafi verið svekktir Wham-aðdáendur, þar sem megn óánægja ríkti meðal þeirra með at- hygli landans á erkióvinunum, Duran Duran. Lesendabréfin Það verður að teljast ólíklegt að sambærilegur ágreiningur gæti kom- ið upp í dag en málið vakti mikla at- hygli á sínum tíma. Unglingarnir skrif- uðu í blöðin og fréttin kom í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Hinn 8. febrúar 1985 birtist til dæmis les- endabréf í Velvakanda undir fyr- irsögninni „Rangt að taka lagið út af listanum.“ Þar er kvartað undan því að lagið „Save a prayer“ með Duran Duran hafi ekki fengið að halda sér inni á listanum vegna þess að „um stórsvindl hafi verið að ræða“ í vali listans að mati umsjónarmanns listans. Starfsmenn Rásar tvö eru hvattir „til að hugsa sig tvisvar um“ og til þess að „draga orð sín til baka“. Bréfið heldur áfram og höfundur þess telur að lagið eigi skilið að komast áfram upp listann, það sé nú t.d. „í fyrsta sæti í Árseli.“ Kjartan, betur þekktur sem Daddi Disco, var viðstaddur Duran Duran- kvöldin og meira en það. „Það var svo mikil röð á fyrsta Duran Duran- kvöldinu á Traffic að úr urðu 4 til 5 kvöld til viðbótar og auðvitað gat allt þetta fólk hringt inn og kosið á vin- sældalista Rásar tvö.“ Hann heldur áfram: „Það var rafmagnað andrúms- loft á þessum kvöldum, einhvers kon- ar múgæsing greip fólk og við spil- uðum sum Duran Duran-lögin allt að fjórum sinnum yfir kvöldið. Í afkynn- ingunni man ég eftir að hafa sagt eitt- hvað eins og „munum svo að hringja öll á mánudaginn og kjósa Save a prayer“.“ Þar með var boltinn farinn af stað. „Save a prayer“ komst í efsta sæti listans á Rás tvö en það var litið framhjá því á meðan kosningin var at- huguð af Ríkisútvarpinu. Daddi var beðinn um að koma og ræða við for- svarsmenn útvarpsins sem útskýrðu fyrir honum að þetta stefndi trúverð- ugleika listans í hættu, og þar með einni helstu tekjulind RÚV, fyrir utan afnotagjöldin sem voru auglýsinga- tekjurnar. „Ef einhver plötusnúður á Lauga- veginum gat haft áhrif á val hlustenda leit það ekki mjög vel út“ segir Kjart- an. Það hafði þó ekki meiri áhrif á 17 ára plötusnúðinn en svo að næstu helgina á eftir endurtók hann leikinn og þá fékk lagið um áttfalt fleiri at- kvæði en næsta lag á eftir. Ekki var hægt að líta framhjá vinsældum lags- ins og í kjölfarið fékk það einnig mikla spilun í útvarpinu þar sem augljóst þótti að stór hluti hlustenda vildi fá að heyra vinsælasta lag landsins, þó það væri nær þriggja ára gamalt. Vinsældalisti í uppnámi Morgunblaðið/Sverrir Ekki er að sjá að stirt sé á milli þeirra Þorgeirs og Dadda enda hafa þeir starfað saman og fyrir löngu sæst eftir útistöðurnar vegna vinsældalistans forðum. Það var þó ekki fyrr en eftir að hann hætti að nota nafnið tveimur árum síðar sem hann áttaði sig á að ekkert H er í „Taylor“. „Ég var Taylor af því mér fannst John Taylor flottastur. Ég skrifaði þetta nafn á allar skólabækurnar mínar og jafnvel á prófin líka. Eftir á er fyndið að hugsa til þess að kenn- ararnir kipptu sér ekkert upp við þetta, þeir vissu hver ég var.“ Hann var ekki sá eini í vinahópn- um, þeir voru fimm félagarnir og gat hver fengið eitt nafn úr band- inu. Síðan bættist sjötti vinurinn við en honum var þá boðið nafn saxafónsleikara sem spilaði með Duran Duran einstaka sinnum. Það fylgir ekki sögunni hvort það vakti mikla hrifningu. „Við þóttumst vera mikið pæl- andi tónlistaráhugamenn og gerð- um blöð sem sýndu best alvarlega tónlistarrýni okkar, með skóstærð- um og uppáhaldslitum hljómsveit- armeðlima,“ segir Gunnar og glott- ir út í annað. Sætu stelpurnar héldu með Wham Hann viðurkennir að það hafi verið venjan að vera á móti Wham þegar uppáhaldsbandið var Duran Duran en í hans tilviki þá var hag- stæðara að hafa sig hægan. „Við gátum ekkert farið í stríð við Wham-liðið því að í því voru all- ar sætustu stelpurnar. Reyndar komust stelpurnar upp með að halda upp á báðar hljómsveitir. Hins vegar var meiri hreintrúar- stefna hjá okkur strákunum, það var bara Duran og ekki neitt annað þótt maður þættist fíla eitt og eitt lag með Wham,“ segir hann og bætir við hlæjandi, óhræddur við að ýfa upp sárin hjá sætu stelp- unum; „En Wham voru náttúrulega bara glataðir.“ Ester er einnig á því að öflugri fylking hafi verið að baki Duran Duran en Wham. „Ég fílaði nú Wham líka smá. Flestir hins vegar héldu með Duran Duran en þeir strákar sem héldu með Wham þurftu oft að afsaka stuðninginn því það þótti ekki eins töff.“ Hallærislegt eftir á? Eins og æðið hafði gripið hratt um sig meðal margra þá varð það líka fljótt tímabil sem sumt fólk skammaðist sín fyrir seinna meir. Í lok níunda áratugarins voru ekki margir sem vildu kannast við að hafa verið harðir áhangendur sveit- arinnar og sumir jafnvel undir- strikuðu breyttan tónlistarsmekk sinn með því að brenna plaköt og aðra minjagripi um hljómsveitina. Ekki var laust við að aðrir viðmæl- endur, sem blaðamaður ræddi við, yrðu hinir fúlustu og kærðu sig ekki um að ræða um átrúnaðargoð- in sín að neinu leyti. Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, er ekki meðal þeirra. Hann viður- kennir fúslega að hafa haldið upp á hljómsveitina og þá sérstaklega tónlistarinnar vegna. „Ég var og er mikill Duran mað- ur en náði í rauninni rétt í skottið á æðinu sjálfu. Ég hef fylgst með þeim síðan þá og séð þá tvisvar á tónleikum. Fyrst sá ég þá í London 1993 þar sem þeir voru mjög kraft- miklir og svo í New York árið 2000 en ég hef ekki séð þá áður fimm saman og hlakka því til,“ segir Magnús sem ætlar að sjálfsögðu í Egilshöll á fimmtudaginn. Hann var einnig á móti Wham en segir það ekki hafa verið byggt á vís- indalegri úttekt. „Maður varð bara að halda með Duran.“ Magnús Geir safnaði plötunum og fylgdist spenntur með þegar myndböndin komu út, enda mikið fyrir leikgervi og góða framleiðslu. „Myndböndin höfðuðu til mín og ég var ánægður með hvað það var mikið lagt í þetta. Maður beið eftir Duran myndbandi á Skonrokki á föstudögum og fylltist stolti þegar nýtt og flott myndband var frum- sýnt.“ Þó að mörgum hafi síðar fundist bandið hallærislegt er Magnús Geir ekki á því og hinn tryggi aðdáandi verður að fá að eiga lokaorðin að þessu sinni „Þeir eru flottir og þeir kunna þetta. Þeir þóttu frekar hall- ærislegir og kannski helst það sem þeir voru að gera á árunum 1987 til 1990 en ég hef alltaf haldið áfram að hlusta á Duran Duran og mér finnst tónlistin þeirra bara frábær.“ Duran D uran-hát íðarnar o g eftirmál þeirra vo ru á síðu m blaðanna í byrjun árs 1985 . Aðdáend ur létu í ljós óánægju sína veg na þess að ákveðin lög komu st ekki á vinsælda lista Rás ar tvö og Wham-a ðdáendu r létu ek ki sitt eftir liggja. Hver man ekki eftir Duran Duran-stílabókunum og -nótnabókum með lögunum ásamt fyrstu vasadiskóunum? Munir sem Ester hefur varðveitt vel. Yfir tíu þúsund miðar hafa selst á tónleikana í Egilshöll nk. fimmtudag. Upplýsingar er að finna á reykjavikrocks.is. ’Í lok kvöldsins var hárið, sem búiðvar að eyða hátt í tveimur tímum í að túpera, farið að síga vel niður. Það átti við jafnt um stráka sem stelpur.‘ sara@mbl.is (Kjartan) Morgunblaðið/Eyþór Það var þó ekki fyrr en eftir að hann [Gunnar] hætti að nota nafnið tveim- ur árum síðar sem hann áttaði sig á að ekkert H er í „Taylor“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.