Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 23
sem við teljum helst ganga á íslenskum markaði
og einbeitum okkur að því. Það að kunna að velja
og hafna er lykillinn að því að geta veitt góða og
trausta þjónustu, því þetta snýst á endanum um
það að geta veitt þjónustu og að eiga til varahluti
þegar viðskiptavinir okkar þurfa á þeim að halda.
Við getum ekki verið öllum allt, en með þessu
tókst okkur að verða fremstir eða stærstir þar
sem ákváðum að taka þátt í samkeppninni.
Þá má nefna í þessu sambandi að fyrirtækið
hefur alltaf haft þannig starfsmannastefnu að
starfsmenn geti gengið inn í störf annarra starfs-
manna, að alltaf væri staðgengill til að geta þjón-
að viðskiptavinum okkar, án þess að þeir þurfi að
leita að „sínum“ starfsmanni. Árangur þessarar
stefnu hefur sannarlega staðist prófið nú þegar
nokkrir reyndir starfsmenn ákváðu að hætta
störfum nýlega. Þá tóku aðrir við kyndlinum og
sýna kannanir sem við höfum gert, svo og árang-
ur fyrirtækisins undanfarna mánuði, að við-
skiptavinir okkar hafa ekki liðið fyrir þessa
breytingu.“
Þensla í Kraftvélum
Páll hefur ekki eingöngu fengist við innflutn-
ing á bílum því árið 1990 fékk P. Samúelsson um-
boð fyrir gröfur og tæki frá Komatsu. Var fyr-
irtækið valið úr hópi 25 fyrirtækja sem sóttust
eftir umboðinu. „Við stofnuðum fyrirtækið
Kraftvélar um Komatsu-umboðið. Á fyrstu ár-
unum var nokkur uppgangur, síðan kom öldudal-
ur og má segja að innflutningur á þessum at-
vinnutækjum sé ekki síður en bílarnir viðkvæm-
ur og háður margs konar sveiflum. Þegar þessi
lægð gekk yfir tókum við að sinna þjónustu við
aðrar tegundir í gröfum og tækjum og sköpuðum
okkur þannig næg verkefni.
Innflutningur á gröfum hefur síðan aukist aft-
ur og fyrirtækið, sem nú er til húsa við Dalveg í
Kópavogi, er að stækka við sig þar.“
Stækkunin er líka á öðru sviði því nýlega tóku
Kraftvélar að sér sölu á Komatsu í Danmörku.
Segir Páll líklegt að fyrirtækinu takist að byggja
þar upp jafnmikla sölu og stærð heildarmark-
aðarins er hérlendis.
Þegar litið er út fyrir bílainnflutninginn og
annan fyrirtækjarekstur sjást fingraför Páls hér
og þar á góðgerðarmálum – en aðeins ef vel er að
gáð – og er skógræktin ekki minnsta verkefnið.
„Við ákváðum á 20 ára afmæli fyrirtækisins að
gefa 10 þúsund trjáplöntur sem voru gróðursett-
ar í öllum landsfjórðungum.“
Einnig má nefna að fyrirtækið gaf Skógrækt-
arfélagi Íslands bíl fyrir fimm árum, á 70 ára af-
mæli félagsins. Þá hefur Krabbameinsfélagið
notið stuðnings fyrirtækisins með bílum og svo
hafa þeir feðgarnir Bogi og Páll gefið vildarbörn-
um gistirétt á tveimur íbúðum í Flórída.
Ekki er í anda Páls að hafa mikið fleiri orð um
þennan þátt og enda spjallið á því sem nefnt var í
upphafi, því sem er honum jafnan ofarlega í
huga, þjónustulundinni við viðskiptavinina þegar
hann er spurður hvað honum finnist standa upp
úr eftir áratuga störf í fyrirtækjarekstrinum:
„Ég er fyrst og fremst mjög þakklátur öllu því
góða fólki sem hefur átt við okkur viðskipti gegn-
um árin.“
’Fyrirtækiðhefur alltaf
haft þannig
starfsmanna-
stefnu að
starfsmenn
geti gengið
inn í störf
annarra
starfs-
manna.‘
’Ég er afarþakklátur fyr-
ir að nýliðinn
maímánuður
er söluhæsti
mánuður í
sögu fyrir-
tækisins.‘
joto@mbl.is
M
IX
A
•
fít •
5
0
7
6
5
Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun
Sumarið er okkar tími!
Tilvalið að líta inn
Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is
og í síma 515 9000.
Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Végarður í Fljótsdal
Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og
allt sem henni viðkemur í Végarði.
Tilvalið að koma þar við áður en
haldið er upp að Kárahnjúkum.
Sultartangastöð
ofan Þjórsárdals
„Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð
sýning um mannlífið í Þjórsárdal
í 1100 ár.
Blöndustöð í Húnaþingi
Þorir þú 200 metra niður í jörðina?
Hvað verður í göngum Blöndustöðvar
í sumar? Magnaður viðkomustaður.
Kröflustöð í Mývatnssveit
Allt um Kröfluelda í Gestastofu.
Kynnist eldsumbrotunum sem urðu
í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984.
„Hreindýr og dvergar“
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
sýnir magnaða tréskúlptúra
í Laxársstöð í sumar.
„Hvað er með Ásum?“
Frábær sýning Hallsteins
Sigurðssonar, sem hlotið
hefur einróma lof.
Ljósafosstöð í Soginu
„Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar
suður. Veit Guðni af þessu?
365 kúamyndir sem hlotið hafa verð-
skuldaða athygli.
Hvernig verður rafmagn til?
Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna
en hjá öðrum þjóðum?
Laxárstöðvar í Aðaldal
Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg
Hapro farangurskassi
er snjöll lausn til að koma öllum
farangrinum fyrir í bílnum.
Verð frá 19.900
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is
Það sem upp á vantar
Sterku kerrurnar frá
Camp-let í mörgum stærðum
Fortjöld frá Isabella fyrir fellihýsi,
ferðabíla og hjólhýsi. Örugglega
bestu fortjöld sem fáanleg eru.