Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 37 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Íbúð í Kópavogi óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 110-130 fm íbúð í nýlegri blokk í Kópavogi. Nánari uppl. veita Sverrir og Hákon. Iðnaðarhúsnæði í Garðabæ óskast. 250-400 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð í Garðabæ óskast. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Garðabæ óskast - staðgreiðsla. 180-280 fm einbýlishús, helst á einni hæð, óskast sem fyrst. Staðgreiðsla í boði. Allar uppl. veitir Sverrir. Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast - staðgreiðsla. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 150-200 fm ein- býlishús á einni hæð á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Espigerði óskast - staðgreiðsla. Traustur kaupandi óskar eftir 110 fm íbúð við Espigerði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Sérhæð við miðborgina óskast. Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 hæð sem næst miðborg- inni. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - rýming eftir 1 ár. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í háhýsi við Sólheima. Staðgreiðsla í boði. Eignin þarf ekki að losna fyrr en eftir 1 ár. Nánari uppl. veitir Sverrir. ,,Penthouse" í miðborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 200-250 fm ,,penthouse"-íbúð eða (efstu) sérhæð í miðborginni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-75 millj. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Kirkjusand óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm íbúð við Kirkjusand. Nánari uppl. veitir Sverrir. Hæð í Hlíðunum eða Kleppsholti óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 120-140 fm hæð í Hlíðunum. Sverrir veitir nánari upplýsingar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Hákon Jónsson. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu - einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða - traustir kaupendur Dæmi úr kaupendaskrá: Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - HOLTSGÖTU 20, 3. HÆÐ NJÁLSGATA - GLÆSILEG Vorum að fá í sölu mikið endurnýjaða 83 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi í miðbænum. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og tvö rúmgóð herbergi. Nýstandsett eldhús með tækjum úr stáli. Gaselda- vél. Baðherbergið er einnig nýstandsett með hornbaðkari með nuddi. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Listar í loftum. Dimmer í stofu og herbergjum. Eikarparket og flísar á gólfum. Glæsileg íbúð í miðborginni sem hefur verið endurnýjuð á smekklegan hátt. V. 19,7 m. HVAMMSGERÐI - EINBÝLISHÚS Fallegt einbýlishús sem skiptist í hæð og ris ásamt litlum kjallara og bílskúr. Aðalhæðin er björt og opin og skiptist í forstofu, hol, eldhús, snyrtingu, tvö herbergi, stóra stofu og borðstofu. Rishæðin skiptist í þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er þvottahús og geymsla. V. 36,5 m. FLÉTTURIMI - MEÐ BÍLSKÝLI Fjögurra til fimm herbergja glæsileg endaíbúð á annarri hæð ásamt stæði í bílageymslu sem er innangengt í. Íbúðin skiptist í hol, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og tvær samliggj- andi stofur. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo og sameiginleg hjóla-/vagnageymsla o.fl. Einnig er stæði í góðri bílageymslu. V. 23,9 m. BLIKAÁS - GLÆSILEG M. 40 FM VERÖND Glæsileg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með um 40 fm timburverönd í litlu fjölbýlishúsi við Blikaás í Áslandi, Hafnarfirði. Sér inngangur. Sér þvottah., vandaðar innréttingar og fallegt útsýni. V. 18,9 m. EYJABAKKI - ÚTSÝNI GYÐUFELL ÞÓRSGATA - GÓÐ SIGLUVOGUR - GÓÐ STAÐSETNING 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð með fallegu út- sýni. Íbúðin skiptist í gang, baðherbergi, þrjú her- bergi, stofu, eldhús og bað. Íbúðin snýr í norður og er með fallegu útsýni yfir Esjuna og víðar, einnig til austurs. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo og sam- eiginlegt þvottahús o.fl. V. 16,9 m. Mjög falleg og mikið standsett 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi, sem skiptist í stofu, tvö herbergi, eldhús og bað. Góðar suðursvalir. Sér- geymsla með glugga er á jarðhæð (nýtt sem vinnuherbergi í dag). V. 16,5 m Góð 3ja herbergja 86 fm rísíbúð í tvíbýlishúsi á góðum og rólegum stað. Íbúðin skiptist í hol, tvö herbergi, stofu, eldhús og bað. Vestursvalir. Íbúðin er undir súð að hluta og gólfflötur hennar hátt í 100 fm. V. 17,9 m Snyrtileg 3ja herbergja 84 fm íbúð í blokk sem hefur verið klædd með varanlegri klæðningu. Íbúðin skiptist í hol, tvö herbergi,eldhús, baðher- bergi, stofu og yfirbyggðar svalir. Á jarðhæð er sameiginlegt þvotthús og sér geymsla. V. 14,5 m. Falleg og björt 81 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjórbýlishúsi við Holtsgötu. Ein íbúð á hæð. Íbúðin skiptist m.a. í tvær rúmgóðar samliggjandi stofur og tvö herbergi. Íbúðin er vel skipulögð. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Fulningahurðir. Listar í loftum. Húsið hefur nýlega verið standsett. Íbúðin er laus 1. júlí nk. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 14-16. V. 17,9 m. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Til sölu er eign við Laugaveg í Reykjavík. Húsið er timburhús á hlöðnum grunni sem byggt var árið 1902. Við húsið hafa þó verið byggðar við- byggingar. Lóðin undir húsinu er 475 fm og skv. skipulagi Reykjavíkur er heimilt að stækka jarðhæð hússins alveg út að lóðarmörkum, þannig að hún verði um 475 fm. Einnig má lyfta húsinu þannig að jarðhæðin verði með u.þ.b. 330 cm lofthæð. Efri hæðir hússins má einnig stækka um ca 160 fm hvora fyrir sig eða um alls 320 fm. Nýtingarhlutfall lóðarinnar má vera allt að 2,28 sem gerir u.þ.b. 1100 fm. Óskað er eftir tilboðum í húsið og allar nánari upplýsingar veitir Jason Guðmundsson lögg. fasteignasali á skrifstofu Eignamiðlunar. Laugavegur - heil húseign - byggingarréttur hlýtur það að mestu að gerast í anda „austurkirkjunnar“. Eins er með siðbótarmenn á Norður- löndum, Þýskalandi, Hollandi og víðar, að kirkjur þeirra eru óháðar páfadómi ef eðlilegum ástæðum. Sama á einnig við um ensku kirkj- una, Church of England. Hún er siðbótarkirkja og kirkja konungs í „Hinu sameinaða konungdæmi Stóra-Bretlands og Norður- Írlands“. Ekki þar fyrir, róm- versk–kaþólska kirkjan er fjöl- menn í Bretlandi. Í siðbótar- löndum er víðast góður vilji til frjálsra samskipta við rómversk- kaþólska kirkju, enda langt um liðið síðan leiðir skildi. Íslenskir þjóðkirkjumenn bera réttmæta virðingu fyrir rómversk-kaþ- ólskum sið og sjá í viðhorfum að- skilinna kirkjudeilda margt sem sameinar kristna menn hvarvetna, þótt sitthvað beri á milli. Fyrir mér og mörgum öðrum getur það þó ekki orðið keppikefli að allar kirkjur og hvers konar kristinn félagsskapur renni saman í eina stjórnarheild á borð við hugsað veraldaralræði „almennrar kirkju“. Slík hugsjón er óraunsæ og útópísk. Kristindómur á að virða og þola fjölhyggju í kirkju- skipan og útbreiðslu trúarkenn- inga og siðaboðskapar. Karlamagnúsarheilkennið Í þessu sambandi verður manni á að minnast ofsafengins áróðurs forustumanna fjölmennustu ríkja á meginlandinu um stofnun Banda- ríkja Evrópu í andstöðu við kjós- endavilja. Karlamagnúsarheil- kennið leynir sér ekki í hugmyndum um allt um lykjandi yfirráð ríkisvalds og kirkjuskip- unar í álfunni. Ekki getur það tal- ist björt framtíðarsýn að gera við- sjála samrunahugmynd Evrópulanda að banameini sjálf- stæðis og fullveldis þjóðríkja, auk þess að lama fjölhyggju, fjölmenn- ingu og umburðarlyndi í trú- málum, sem allt hefur góð skilyrði til að þróast farsællega á grund- velli frjálsrar alþjóðasamvinnu innan og utan Evrópu, fái hún að njóta sín eðlilega. Hugmyndir forustumanna Evr- ópusambandsins um aukið alrík- isvald þess hafa beðið varanlegan hnekki eftir úrslit þjóðaratkvæðis í Frakklandi og Hollandi um drög að nýrri stjórnarskrá, þar sem stefnan er sett á stofnun Banda- ríkja Evrópu. Efnahagsástand margra ríkja innan ESB vekur al- menningi ugg. Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi um langt árabil. Unga fólkið finnur mest fyrir því og miðstétt menntafólks óttast um framtíð sína. Þýskaland er markað af hnignun og úrræðaleysi stjórn- málamanna. Ástandið í Frakklandi er álíka. Evran, hinn nýi gjaldmið- ill, sem átti að efla atvinnu- og viðskiptalífið, er orðinn dragbítur og skaðvaldur í ýmsum aðild- arríkjum, svo að raddir verða sí- fellt háværari um að þau væru betur komin utan evrusvæðisins. Bretar, sem halda fast í sitt sterl- ingspund, þakka almættinu fyrir þá gæfu sem sú íhaldssemi hefur fært þeim, enda vegnar þeim ólíkt betur. Íslendingum er enginn hagur að inngöngu í Evrópubandalagið. Vonandi fer nú að draga úr áróðri fyrir aðild að því hér á landi. Ís- lendingar eiga að varðveita sjálf- stæði sitt og fullveldi. Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra, nú stjórnarmaður í Heimssýn, hreyf- ingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.