Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Solla systir hringdi í mig laugardaginn 14. maí og sagði mér að Edda væri dáin. Ég náði þessu ekki þá og næ þessu ekki enn. Edda mín, hvernig get- ur þú verið dáin? Þú sem lifðir lífinu svo lifandi. Eftir mörg erfið ár var hamingjan búin að slást í för með þér, þú geislaðir af gleði og ham- ingju, já, sem aldrei fyrr. Þið Solla systir voruð búnar að vera vinkonur í tæp 40 ár, mér fannst alltaf þú vera ein af fjölskyldu minni. Þegar ég var nýbyrjuð í andlegum málefnum þá varst þú send til mín, til að leiðbeina mér og gæta mín. Fyrir leiðsögn þína og umhyggju verð ég þér æv- inlega þakklát, þú varst verndareng- illinn minn, Edda mín. Enga mann- eskju hef ég þekkt sem gat gefið svo óendanlega mikið til allra, þá skipti engu máli hver átti í hlut, allir voru jafnir í þínum augum. Sem barn bar ég strax mikla virðingu fyrir þér og ekki minnkaði hún með árunum, heldur þvert á móti. Ég gæti haldið áfram endalaust Edda mín, en þau sem þekktu þig vita að orðin eru fá- tækleg þegar að þér kemur. Ég ætla að lokum að kveðja þig með fáeinum línum: EDDA SÓLRÚN EINARSDÓTTIR ✝ Edda Sólrún Ein-arsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febr- úar 1956. Hún lést af slysförum 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 24. maí. Dáin og horfin er dugmikil kona, Drottinn minn, af hverju fór þetta svona. Bjartsýn og broshýr með framtíðar þrár, að eilífu burt er farin, hún liggur nú nár. Hvers vegna fórst þú? hvað hefur skeð? já, horfin svo óvænt og ófyr- irséð. Sorgin bitur í hjarta mitt sker, sátt verð ég aldrei, hvernig sem fer. Hildina háði með höfuðið hátt, í huga mínum hljómar hlátur þinn dátt. Hugrekki þitt og góðvild ganga við alla sátt, til gæfu var þér gefið, að vera með æðri mátt. Síðast er við sáumst, þú ljómaðir svo skært, stutt er síðan útskrifaðist, nuddið var þér kært. Í bláu lóni þú bættir heilsu og manna líf, björt þín minning lifir, á meðan ég ei blíf. Kveð ég þig að lokum, kveð í hinsta sinn, kveð þig með tárum sem vökva legstað þinn. Þakkir mínar sendi og þakka vinar þel, þín mun ég minnast, á meðan á jörðu dvel. (H.M.) Ég sendi Davíð, Önnu Maríu og Ágústi litla, Þóri, Dís og öðrum að- standendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guð styrkja og vernda ykkur öll á þessum erfiðu tímum sem framundan eru. Vertu blessuð, þín blessuð er sál, um aldur og ár. Hrönn Magnúsdóttir. ✝ Marguerite Ang-elique le Sage de Fontenay Matthías- son fæddist í Kaup- mannahöfn 30. maí 1916. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Frank le Sage de Fontenay, f. í Danmörku 1880, d. 1959, og Olga Helene de Renouard, f. í Danmörku 1884, d. 1969. Systkini Marguerite eru: Elisabeth, f. í Kaupmannahöfn 29.4. 1912, d. 17.5. 1997; Frieda Vibeke, f. í Kaupmannahöfn 30.4. 1919; af síðara hjónabandi föður og Guðrúnar Eiríksdóttur: Jean Robert Eduard, f. í Reykjavík 12.6. 1929, d. 1987; og Eric Leon, f. í Reykjavík 10.6. 1941, d. 1977. Hinn 5. ágúst 1949 giftist Marguerite Friðrik Matthías- syni, f. 3.12. 1907, d. 14.5. 1992, í Kaup- mannahöfn. Börn þeirra eru: Sverrir, f. 30.3. 1950; Elísa- bet Sigríður, f. 14.7. 1951, d. 8.11. 1952; Frank Friðrik, f. 8.3. 1954, maki: Steinunn Kjartans- dóttir, f. 9.1. 1950, dóttir: Helena Margrét, f. 2.11. 1988. Útför Marguerite var gerð frá Garðakirkju hinn 3. júní. Nú þegar Marguerite mágkona mín hefur kvatt þetta líf koma marg- ar minningar henni tengdar upp í hugann. Allar eru þessar minningar góðar og bjartar og skilja eftir sig hlýju í huganum. Sterkust er mynd hennar í mínum huga þar sem hún var að gera eitt- hvað fyrir aðra, hjálpa eða hugga. Marguerite var sífellt að hugsa um þá sem henni voru kærir. Þetta fengum við Jean að reyna þegar við hjóna- kornin settumst upp á heimili þeirra hjóna í Garðabæ með tvö smábörn í nokkra daga. Þá töldu þau Marguerite og Frið- rik ekki eftir sér að ganga úr rúmi fyrir okkur svo öllum liði sem best. Friðrik var einstakt prúðmenni, var ekki síður gestrisinn og gaman var að sjá hve samband þeirra Marguerite var kærleiksríkt. Það má með sanni segja að heimili þeirra í Garðabæ hafi verið menning- arheimili. Dægurmálin voru ekki mikið rædd þar en því meir var fjallað um menn- ingu, listir og ferðalög. Marguerite hlaut uppeldi sitt og menntun í Danmörku og hafði mikinn áhuga á málvísindum og bókmennt- um, mér fannst hún alltaf vera að leita að meiri þekkingu, læra meira. Eitt sinn sagði hún við mig eitt- hvað á þá leið að sér liði best í suð- rænum löndum eins og suður í Frakklandi, enda áttu ættir hennar sinn uppruna í Suður-Evrópu. Menntun og gáfur Marguerite nutu sín vel þegar hún kenndi fram- haldsskólanemendum tungumál í einkatímum. Þá sýndi hún námi þeirra og árangri meiri áhuga og metnað en almennt gerist. Æviferill Marguerite verður ekki rakinn hér en ég veit að hann var við- burðaríkur og eins og flestir fékk hún að reyna bæði sorgir og gleði. Síðustu æviárin hafa verið erfið vegna veikinda en hún gat þó búið á eigin heimili lengst af með hjálp fjöl- skyldunnar og ekki síst sonardóttur- innar, Helenu Margétar, sem var hennar augasteinn og uppáhald. Mesta gleðin var að fylgjast með vexti og þroska þessarar efnilegu telpu. Að leiðarlokum er ég þakklát ör- lögunum fyrir að Marguerite og Friðrik skyldu setjast að á Íslandi svo við fengjum tækifæri til að kynn- ast. Samúðarkveðjur frá mér og mín- um sendi ég öllum ástvinum Mar- guerite og kveð hana með virðingu og þökk. Hún skilur eftir sig minningu sem er hluti af ódauðleikanum. Ólöf Kristófersdóttir. MARGUERITE ANGELIQUE DE FONTENAY MATTHÍASSON Kvaddur er kær frændi og góður vinur, Þorgeir Gestsson, læknir frá Hæli. Um farsælan læknisferil hans í dreifðum byggðum landsins, á Ströndum, í Neskaupstað, á Húsa- vík og í Hvolhreppi höfum við ekki mörg orð, aðrir munu verða til þess að lýsa gefandi störfum hans þar. Síðustu 25 ár starfsævinnar var Þorgeir heimilislæknir í Reykjavík og var þá ávallt reiðubúinn að veita okkur allt það liðsinni sem læknir sem hann mátti. Þannig sinnti hann fjölskyldu okkar af mikilli velvild og umhyggjusemi, sem seint ÞORGEIR GESTSSON ✝ Þorgeir Gestssonlæknir fæddist á Hæli í Gnúpverja- hreppi í Árnessýslu 3. nóvember 1914. Hann andaðist á Landakotsspítala í Reykjavík að morgni 19. júní síðastliðins og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 23. júní. verður fullþakkað. Þorgeir var einstak- lega hlýr og glaðvær maður og hafði til að bera í ríkum mæli það sem oft er nefnd góð nærvera. Við minn- umst á þessari stundu samfunda á heimili þeirra Ásu og heima á Hæli við gleði og söng með systkinunum það- an og fjölskyldum þeirra. Slíkir fundir eru ómetanlegir í minningunni. Þorgeirs verður ekki minnst án þess að geta um MA- kvartettinn, sem hann stofnaði 1932 ásamt Steinþóri bróður sínum, föð- ur og tengdaföður okkar sem þessar línur skrifum, svo og Jóni frá Ljár- skógum og Jakobi Hafstein. Feg- urri samhljómur er vandfundinn og því ekki að undra að söngur hans er enn í dag oft fluttur á öldum ljós- vakans. Að leiðarlokum þökkum við Þor- geiri af alhug indæla samveru alla tíð og biðjum Guð að blessa hann. Við sendum Ásu, sonum þeirra og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur við andlát þessa góða manns. Gestur Steinþórsson og Drífa Pálsdóttir. Fallinn er nú frá mannvinur og heiðursmaður, Þorgeir Gestsson. Mér varð hugsað til Þorgeirs dag- inn áður en mér var tilkynnt andlát hans, þegar ég ók framhjá Stór- holtshvoli þar sem hann og Ása frænka bjuggu þegar Þorgeir var héraðslæknir í Rangárvallasýslu. Ég var varla nema þriggja ára gam- all þegar ég var þar í fóstri hjá Þor- geiri og Ásu á Stórholtshvoli og at- aðist í hundinum Lappa. Fannst mér ég hljóta að vera mjög sérstakur þegar ég síðar komst að því að miðnafn mitt Ásgeir var tileinkað þeim hjónum, vegna velvildar í garð foreldra minna. Faðir minn hafði þá dvalið langtím- um erlendis við vinnu og höfðu þau reynst móður minni einstaklega vel í fjarveru hans og hún fjarri ætt- mennum með þrjú börn. Á uppvaxt- arárum mínum var ég tíður gestur hjá Þorgeir og Ásu eftir að þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu á Norðurbrún. Þrátt fyrir erilsama vinnu gaf Þorgeir sér tíma til að tefla, lesa og spila við drenginn. Síð- ar þegar unglingsárin færðust yfir með tilheyrandi bægslagangi var Þorgeir alltaf jákvæður í minn garð og sýndi mínum málum áhuga. Um- hyggja hans virkaði sem eftirlit í uppvexti mínum og maður varð um síðir að standa sig í námi, annars var viðbúið að maður gæti ekki horfst í augu við Þorgeir þegar hann innti eftir námsárangri. Þrátt fyrir brokkgengan námsárangur á þeim árum, var hann alltaf jákvæð- ur og stappaði í mig stálinu. Þegar jafnvel foreldrum mínum leist ekki á blikuna var Þorgeir alltaf hvetj- andi. Í minningunni held ég að áhugi hans hafi veitt þessum unga manni aðhald sem hann þarfnaðist til að ljúka langskólanámi. Verð ég honum ævilangt þakk- látur fyrir. Þegar ég hugsa til Þorgeirs mun ég minnast jákvæðni, heiðarleika, glaðværs og smitandi hláturs sem hann færði okkur sem umgengust hann. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég til Ásu, Guðmundar, Gests, Eiríks, barna og barnabarna. Guðmundur Ásgeir Björnsson. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.