Morgunblaðið - 26.06.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 45
ALDARMINNING
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT ÞÓRDÍS EGILSDÓTTIR
glerlistakona,
Kambaseli 21,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 19. júní,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 27. júní kl. 13.00.
Óskar Smári Haraldsson,
Haraldur Helgi Óskarsson, Anna Fanney Gunnarsdóttir,
Brynjar Þór Óskarsson, Magdalena Hilmisdóttir,
Oddur Jarl Haraldsson.
Móðir okkar,
AÐALBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR
(Lalla),
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarförin verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 27. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Blindrafélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Thor Helgason,
Ásgeir Bolli Kristinsson,
Sybil Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SKÚLI GARÐARSSON,
Þverbraut 1,
Blönduósi,
lést miðvikudaginn 22. júní.
Útförin auglýst síðar.
Sigþrúður Guðmunda Sigfúsdóttir,
Guðni Rúnar Skúlason, Eydís Berglind Baldvinsdóttir,
Hanna Dís Skúladóttir, Bergur Ingi Ásbjörnsson,
Garðar Freyr Skúlason,
Guðmunda Rán Skúladóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BJÖRN K. KRISTJÁNSSON,
Ljósuvík 58,
112 Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut laugardaginn 18. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans.
Þökkum auðsýnda samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Fossberg Leósdóttir,
Fríða Björnsdóttir, Ármann Óskar Sigurðsson,
Lára Huld Björnsdóttir, Helgi Þorsteinsson,
Anna Birna, Ingibjörg Lára,
Sigurður Leó, Ísak Thor.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÓLÍNA GUNNARSDÓTTIR,
Dvergabakka 2,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn
24 . júní.
Sigfús Jóhannsson,
Lára Sigfúsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Jóhann Sigfússon, Gunnhildur F. Theódórsdóttir,
Unnur Sigfúsdóttir, Ragnar Gunnarsson,
Þórir Ólason,
ömmubörn og langömmubarn.
Útför eiginkonu minnar, móður, systur okkar,
mágkonu og svilkonu,
UNNAR AÐALSTEINSDÓTTUR,
Giljalandi 29,
fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
30. júní kl. 13.00.
Ólafur Friðfinnsson,
Sunneva Líf Ólafsdóttir,
Íslaug Aðalsteinsdóttir,
Ragnar Aðalsteinsson, Anna Hatlemark,
Ása Aðalsteinsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir,
Guðríður Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason,
Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebeneserdóttir,
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Ólafur Lárusson,
Elín Þóra Friðfinnsdóttir,
börn og barnabörn.Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
SIGURÐUR RAGNAR ARNBJÖRNSSON,
Kirkjuvegi 18,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
miðvikudaginn 29. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
sjóðinn „Sjálfstyrking ungmenna“, sem stofnaður hefur verið í minningu
Sigurðar innan FFGÍR, Foreldrafélag og foreldraráð grunnskólanna í
Reykjanesbæ, kennitala 460505-1270, reikningsnr. 1109-05-410289.
Erla Björk Sigurðardóttir, Arnbjörn Eiríksson,
Hafþór Raul Brown,
Kristmundur Arnbjörnsson,
Ísar Arnbjörnsson,
Hlíf Arnbjörnsdóttir,
Elín Arnbjörnsdóttir,
Aron Arnbjörnsson,
Þórunn Anna Arnbjörnsdóttir,
Sigurður Ragnar Björnsson,
Jóna G. Arnbjörnsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR OTTESEN GUNNARSSON,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
þriðjudaginn 28. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Gunnsteinn Guðmundsson, Áslaug I. Skúladóttir,
Sólveig Guðmundsdóttir, Ragnar Þorvaldsson,
Gunnar Guðmundsson, Margrét Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hún fæddist inn í sól-
bjartan vordaginn norð-
ur á Húsavík 26. júní
1905 og ól þar allan ald-
ur sinn. Foreldrar
hennar voru Anna
María Árnadóttir hús-
móðir og Karl Einars-
son útvegsbóndi í Túns-
bergi. Systkini Arn-
fríðar voru tvö, Hans-
ína, fædd 1904, og
Þórhallur, fæddur 1908.
Í Túnsbergi við nið-
andi Búðarána ólst hún
upp við ást og gott atlæti
foreldra sinna. Snemma
kom dugnaður og myndarskapur fram
hjá stúlkunni. 13 ára var hún í heim-
sókn hjá frænku sinni frammi í Kinn
og var þar þá haldin skemmtisam-
koma. Arnfríður sýndi snör handtök
við að hella upp á kaffi fyrir samkomu-
gesti og vakti það aðdáun 18 ára sveita-
pilts frá Þóroddsstað, Þóris Friðgeirs-
sonar (1901–1996). Ekki vakti það
minni aðdáun hans hvað hún var lagleg
og lífsglöð þessi stúlka á rauðum
flauelskjól með þykkar, brúnar hár-
fléttur niður á bak.
17 ára lifði Arnfríður eitt mesta æv-
intýri unglingsáranna. Hún sat í litla
herberginu inn af eldhúsinu í Túns-
bergi og heyrði á tal foreldra sinna
gegnum hálfopnar dyrnar. Pabbi
hennar er að tala um að sig vanti ráðs-
konu á bátinn Njál meðan þeir geri út
frá Siglufirði og segist halda að Adda
geti alveg tekið þetta að sér. Móðir
hennar biður fyrir sér og segir að
Adda sé nú bara krakki þótt 17 ára sé.
Nú blandar Adda sér sjálf í samræð-
urnar, fer að telja upp hvað hún kunni
að baka og matbúa. Það verður úr að
hún er ráðin ráðskona hjá pabba sín-
um þennan tíma og gekk það allt vel.
Um þetta ævintýri skrifaði Arnfríður
frásögn í Heima er best.
Nokkur sumur eftir þetta er Arn-
fríður kaupakona á Þóroddsstað og
tókust þá nánari kynni með þeim Þóri
og enduðu með trúlofun.
Árið 1925 þegar Arnfríður er tvítug
trúlofuð stúlka fær hún jákvætt svar
við umsókn sinni um skólavist í
Kvennaskólanum á Blönduósi. Henni
finnst hún næstum orðin of gömul og
ráðsett en slær þó til og er í skólanum
veturinn 1925–26. Um þessa skólavist
og ferðalög til og frá skóla skrifaði
Arnfríður frásögn sem birtist í bók-
inni Djúpar rætur – hugverk þing-
eyskra kvenna.
Á afmælisdegi Arnfríðar 26. júní
1927 gengu þau Þórir í hjónaband,
hún 22 ára, hann 25. Hjónavígslan fór
fram í Þóroddsstaðarkirkju og var til
þess tekið hvað veður var gott þennan
dag. Allmikill fjöldi var í brúðkaups-
veislunni, þ. á m. þó nokkrir frá Húsa-
vík. Veitinga var neytt bæði úti og
inni og mikið sungið og ræður haldn-
ar.
Ungu hjónin hófu búskap í Nýju
stofu, útbyggingu norðan við gamla
Þóroddsstaðarbæinn. En ekki voru
liðnir nema sjö mánuðir frá brúð-
kaupinu þegar Anna María í Túns-
bergi dó tæplega sextug að aldri.
Fluttu þá ungu hjónin til Húsavíkur
og settust að í Túnsbergi hjá þeim
feðgum Karli og Þórhalli. Þrem mán-
uðum seinna réðist Þórir til starfa hjá
Kaupfélagi Þingeyinga fyrst sem af-
greiðslumaður í söludeild. Seinna var
hann um langt árabil gjaldkeri KÞ en
lauk starfsævi sinni sem bókavörður í
Bókasafni Suður-Þingeyinga.
Þau hjónin eignuðust þrjú börn
meðan þau bjuggu í Túnsbergi.
Fyrsta barnið var stúlka sem dó í
fæðingunni. Anna María fæddist 24.
október 1929 og Hildur 31. janúar
1933.
Haustið 1933 keypti Þórir Sól-
bakka, glæsilegt steinhús úti á Beina-
bakka á Húsavík og flutti fjölskyldan
þangað en Karl og Þórhallur urðu eft-
ir í Túnsbergi en þangað fluttu um
svipað leyti Hansína, systir Arnfríðar
með manni sínum, Hannesi Jakobs-
syni málarameistara og syninum
Karli Hannesi en þau höfðu um árabil
búið í Ameríku.
Þórir kom upp blóma- og trjágarði
við Sólbakka, þeim fyrsta á Beina-
ARNFRÍÐUR
KARLSDÓTTIR
bakkanum. Arnfríður
var afar ánægð með fal-
lega húsið með græn-
máluðu bogunum yfir
gluggunum.
Í svartasta skamm-
deginu, 21. desember
1936, fæddist þeim
hjónum lítill drengur,
sannkallaður ljósgeisli.
Hann var skírður
frammi á Þóroddsstað á
tíu ára brúkaupsafmæli
hjónanna og hlaut nafn-
ið Friðgeir Karl. En
honum voru ekki ætlað-
ir langir lífdagar hér á
jörðu og hann lést úr lungnabólgu 22.
júlí 1938.
Vorið 1939 fæddist dóttir, Ragn-
heiður. Hún lést tæplega 65 ára í febr-
úar 2004. Yngsta dóttirin, Inga, fædd-
ist 4. ágúst 1945.
Arnfríður var oftast nefnd Adda í
Sólbakka og hýrnaði yfir mörgum
þegar þeir heyrðu þetta nafn eða tóku
sér það í munn. Hún var mikil mynd-
arhúsmóðir, allt var fágað og hreint
og í röð og reglu í kringum hana og
hún bjó til afskaplega góðan mat.
Gestrisin voru þau hjón svo af bar og
fáir voru þeir dagar um langt árabil
sem ekki sat sveitafólk í kaupstaðar-
ferð til borðs í hádeginu. Kostgang-
arar og leigjendur voru oft á heim-
ilinu. Arnfríður tók að sér farlama
gömul hjón, Árna Jakobsson og Sig-
ríði Sigurgeirsdóttur, um árabil og
bjuggu þau í kjallaraherbergi í Sól-
bakka og sá Arnfríður um þau með
mat og drykk og alla þjónustu.
Þegar á ævina leið tók Arnfríður
meiri og meiri þátt í félagsmálum, að-
allega í Kvenfélagi Húsavíkur. Hún
sat lengi í stjórn og var einnig formað-
ur þess félags. Hún var heiðursfélagi í
Kvenfélagasambandi Suður-Þingey-
inga. Í hennar tíð stuðlaði Kvenfélag
Húsavíkur að stofnun leikskóla og
ráðningu hjálparstúlkna til heimila.
Mörg önnur góð málefni hafði félagið
á stefnuskrá sinni og Húsavíkur-
kirkja naut alla tíð góðs af störfum
þess. Nokkrar ferðir fór hún á sam-
bandsfundi kvenfélaga og urðu þessi
ferðalög henni mikil ævintýri.
Seinni hluta ævinnar var Arnfríður
mjög heilsuveil og dvaldist langdvöl-
um á sjúkrahúsum á Húsavík, Akur-
eyri og í Reykjavík. Sjúkdómsböl
bugaði ekki hennar léttu lund. Henni
þótti gaman að lifa og hún lifði lífinu
lifandi.
Arnfríður lést á Húsavík 7. júní
1976, tæplega 71 árs að aldri.
Anna María Þórisdóttir.