Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 53

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 53 MENNING Salou Súpersól 8. júlí frá kr. 39.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu, menningu og litríku næturlífi. Terra Nova býður þér einstakt tækifæri á ótrúlegum kjörum. Þú bókar og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 49.990 í 5 daga Kr. 59.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna. Súpersól 8. júlí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 39.995 í 5 daga kr. 49.995 í 12 daga M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól 8. júlí, 5 eða 12 dagar. Netverð á mann. Óhætt er að fullyrða aðbreska rokksveitinColdplay er einhverstærsta hljómsveitin í heiminum um þessar mundir. Ein- hverjir myndu ofmetnast vegna þessa en ekki Will Champion, trommari sveitarinnar, sem er kurt- eis og ánægður með að heyra að X&Y, nýútkomin þriðja hljóðvers- skífa Coldplay, hafi farið beint á topp- inn á Íslandi, rétt eins og í 27 löndum til viðbótar. Sveitin nýtur líka mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og nær að halda toppsætinu aðra vikuna í röð, þrátt fyrir samkeppni frá Foo Fight- ers og Backstreet Boys. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti í meira en tvo mánuði sem sama platan er á toppn- um lengur en eina viku. „Við elskum Ísland,“ segir Will en Coldplay á sterkan aðdáendahóp hér- lendis, sem varð til snemma á ferli sveitarinnar enda hefur hún tvisvar heimsótt landið. „Þegar við höfum komið til Íslands höfum við skemmt okkur rosalega vel. Aðdáendurnir og áhorfendurnir hafa alltaf verið frá- bærir.“ Tökum engu sem sjálfsögðu Í Bretlandi seldist platan í um 450 þúsund eintökum í fyrstu vikunni, sem er önnur mesta salan þar í landi frá upphafi. Will og félagar hans, Chris Martin (söngur og píanó), Jonny Buckland (gítar) og Guy Berryman (bassi), bjuggust ekki við þessu. „Við bjuggumst ekki við neinu. Hvað okkur varðar tökum við engu sem sjálfsögðum hlut. Við búumst ekki við því að fólk kaupi plötuna eða verði ánægt með hana bara út af því að það var ánægt með hinar plöt- urnar. Okkur finnst við vera að byrja á byrjunarreit uppá nýtt. Við verðum að sanna okkur aftur. Þegar við heyrðum þessar góðu fréttir fannst okkur við vera heppnir og njóta for- réttinda.“ Platan var átján mánuði í vinnslu sem er dágóður tími svo að þeir eru fegnir því að platan fái svona góðar viðtökur. „Það kemur í ljós með tím- anum hvað fólki á eftir að finnast um plötuna en þetta hefur byrjað vel. Það tók langan tíma að gera og klára plötuna og við erum ánægðir með að hún sé komin út en við erum ennþá stressaðir því að við vitum ekki alveg hvað fólki finnst,“ segir Will sem minnist ítrekað á það hvað þeir séu heppnir og hamingjusamir. Þeir mega vera ánægðir því margir virð- ast reikna út að X & Y sé jafnt og A og gefa plötunni toppeinkunn. Morgunblaðið gefur henni fimm stjörnur af fimm mögulegum og plat- an er með 70 af 100 á rýnivefnum Metacritic.com, sem tekur saman gagnrýni frá helstu miðlum. Chris Martin er óneitanlega leið- togi sveitarinnar og ekki minnkaði áhugi fjölmiðla á honum eftir að hann tók saman við Hollywood-leikkonuna Gwyneth Paltrow. Gerir athyglin á Chris Martin lífið auðveldara fyrir ykkur hina? „Já, hún gerir það. Ég get gengið út í búð alveg óáreittur og enginn veit hver ég er. Það er fínt. Pressan er augljóslega mikil á Chris en það er ástæða fyrir því að hann er söngv- arinn og ég trommarinn. Við pössum fullkomlega í þessi hlutverk. Ég myndi aldrei skipta um hlutverk við hann og ég held að hann vildi ekki skipta við mig.“ Athyglin hefur væntanlega aukist eftir samband hans við Gwyneth? „Já, hún hefur tvímælalaust gert það. En það er ekki hægt að velja hverjum maður verður ástfanginn af,“ segir hann og ítrekar að þetta skapi ekki spennu í sveitinni. Áhugaverð staðreynd um Coldplay er að hún er samfélagslega meðvituð hljómsveit sem hefur lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir aukinni velferð þróunarlanda. Sérstaklega hefur sveitin lagt áherslu á „fair trade“ eða sanngjörn viðskipti. Finnst þér mikilvægt að nota frægðina til að leggja áherslu á hluti sem eru mikilvægir fyrir ykkur? „Já, þetta er mikilvægt fyrir okk- ur. Með því erum við ekki að segja að allir þurfi að gera eins og við. Alveg eins og Beyoncé eða einhver annar notar frægð sína til að auglýsa ham- borgara eða gos þá getum við gert þetta. Kannski trúir þetta fólk virki- lega á þessa hluti og kannski gefur það því mikla ánægju að hjálpa þess- um fyrirtækjum. En fyrir okkar leyti finnst okkur mikilvægt að nota þau litlu áhrif sem við höfum til að reyna að styðja góðan málstað.“ Coldplay-liðar voru að vonum ánægðir með ákvörðun G8-þjóðanna að fella niður skuldir nokkurra þró- unarríkja. „Þetta er góð byrjun. Þessi niðurfelling er auðvitað stórt mál, segir hann og það heyrist að það er „en“ á leiðinni. „En ef ekki er hugsað um það hvernig þróunarlönd versla við iðnvæddar þjóðir á þetta allt eftir að gerast aftur. Ástæðan fyrir því að þessi lönd eru svo skuld- sett er að þau geta ekki átt viðskipti við önnur lönd á sanngjörnum grunni.“ Honum liggur greinilega mikið á hjarta. „Vandamálin sem við erum að kljást við eru út af þessum ósann- gjörnu ástæðum. Fólk vill ekki endi- lega fá gefins peninga heldur frekar fá tækifæri til að vinna sig út úr stöð- unni sjálft. Það vill enga ölmusu held- ur bara tækifæri til að sanna að það geti gert það sjálft. Þetta er bara al- menn regla og það er alveg út í hött að setja þessar viðskiptahömlur á þessi lönd. Hin löndin eru alveg nógu rík fyrir eins og Bandaríkin og stór hluti Evrópu. Þau þurfa ekki meiri pening heldur er það græðgin sem rekur þau áfram. Það er hægt að leysa þetta og það þarf ekki að taka langan tíma.“ Sumir halda því fram að Coldplay sé að hrekja frá sér aðdáendur vegna pólitískra skoðana sinna en sveitin er ekki hrædd við það. „Fólk þarf ekk- ert endilega að hlusta á það sem við erum að segja. Við erum fyrst og fremst hjómsveit sem fæst við tónlist. Ef við semjum vonda plötu með léleg- um lögum þá getum við ekki verið áhrifamiklir á neinn hátt. Við verðum að ná til fólks með tónlistinni svo við getum rætt við fólk um sanngjarna viðskiptahætti. Mér finnst við ekki vera að hræða neina frá með því að ræða þetta. Ef fólki líkar tónlistin er það gott, það er þegar allt kemur til alls mikilvægasti þátturinn. Það er enginn að neyða fólk til að hlusta á það sem við erum að segja.“ Spenntur fyrir Live8 Það ætti ekki að koma á óvart að Coldplay er ein þeirra sveita sem spila á góðgerðartónleikunum Live8, sem fram fara víðsvegar um heiminn 2. júlí og er Will spenntur fyrir uppá- komunni. „Já, mjög. Það er mjög gaman að hafa allar þessar spennandi hljómsveitir og vera hluti af ein- hverju sem er til þess gert að vekja athygli fólks á stóru alþjóðlegu vandamáli. Og fyrir utan allt þetta þá er Pink Floyd að koma saman á ný. Það er kraftaverk, hver hefði getað giskað á það?“ Honum finnst fólk áhugasamara nú um málefni þróunarlandanna en fyrir nokkrum árum. „Fyrir fimm ár- um hafði fólk varla heyrt um hug- takið sanngjörn viðskipti. Það var ekki hægt að kaupa sanngirniskaffi í stórmörkuðum og fólk vissi ekkert brögð við nýju lögunum á tónleikum og hlakkar til að spila þau fyrir áhorf- endur núna þegar platan er komin út. „Fólk á vonandi eftir að þekkja lögin og kunna eitthvað af textunum. Það er alveg frábær tilfinning,“ sagði hann en það er ekki ólíklegt að aðdá- endur hafi sungið með ófáum lögum á tónleikum Coldplay á Glastonbury- tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. Finnst þér að Coldplay hafi startað tísku með öldu svipaðra hljómsveita? „Ég veit það ekki, það kemur mér ekki á óvart að það séu til hljóm- sveitir sem hljóma svipað og við. Flestar þessar hljómsveitir ólust upp á sama tíma og við og eru á svipuðum aldri. Ég held að þær séu ekki undir beinum áhrifum frá Coldplay heldur eru þær undir áhrifum frá sömu hlut- um og við þegar við vorum að semja okkar plötur. Svona virkar tónlist, hún gengur í bylgjum.“ Hvaða áhrif ertu helst að tala um? „Varðandi þessa plötu, þá vorum við að hlusta á mikið af tónlist frá miðjum eða síðari hluta áttunda ára- tugar síðustu aldar og frá upphafi þess níunda, mikið af Kraftwerk, David Bowie, Joy Division, New Ord- er og sitthvað fleira. Það var ekkert eitt ákveðið. Ef við hefðum verið að hlusta á eitthvað annað hefði platan getað orðið allt öðruvísi,“ segir hann en það má líka greina Kate Bush og meira að segja Dire Straits á plöt- unni. Líka er stef úr laginu „Computer Love“ með Kraftwerk á plötunni, nánar tiltekið í laginu „Talk“. „Já, við stálum því beint. Vonandi eru þeir sáttir við það.“ Þeir hljóta að vera það því Coldplay fékk leyfi frá Kraftwerk til að nota kaflann. Ekki of stórir fyrir Ísland Eigum við eftir að fá að heyra aftur í Coldplay á Íslandi eða eruð þið orðnir of stórir fyrir okkar litla land? „Ég er viss um að þið eigið eftir að heyra meira frá okkur. Það á ekkert eftir að halda okkur frá Íslandi, þetta er einn af uppáhalds stöðum okkar í heiminum. Þarna er líka eitt uppá- halds kaffihúsið okkar, Kaffi- brennslan,“ segir hann, með sann- færandi íslenskum hreimi. „Mörg uppáhalds tónlistin okkar er ættuð frá Íslandi. Sigur Rós er uppáhalds hljómsveitin okkar núna, þeir eru alveg magnaðir. Og Björk auðvitað. Líka Emilíana Torrini og allar þessar ótrúlegu hljómsveitir. Við hlustum mikið á þessar sveitir.“ Það væri gaman að fara á tónleika með Sigur Rós og Coldplay á Íslandi. „Það væri frábært. Sjáum hvort það sé ekki hægt að koma því við. Það er eitthvað sem við myndum virki- lega vilja gera.“ Tónlist | Will Champion, trommari Coldplay, ræðir málin Engin hamborgarahljómsveit Þeir eru heppnir og hamingjusamir og semja grípandi popplög. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Will Champion, trommara Coldplay. Coldplay-liðar standa þétt saman þó sviðsljósið skíni skærast á Chris Martin, sem hér er lengst til hægri. Will Champion, lengst til vinstri, er sáttur við að ganga óáreitt- ur um götur og vildi ekki skipta um hlutverk við hann. Ætli Jonny Buckland og Guy Berryman séu ekki sammála? ingarun@mbl.is hvað þetta er. Núna veit fólk almennt hvað þetta er og það er bara gott.“ Hvað finnst þér um sífelldan sam- anburð á Coldplay og U2? „Það er auðvitað mikið hrós. Þetta er hljómsveit sem hefur tekist að skipta máli í nærri þrjá áratugi núna. Við erum mjög heppnir að það sé ver- ið að bera okkur saman við þá. En á sama tíma erum við ekki að reyna að herma eftir neinum, við viljum ekki feta í fótspor neinna heldur ryðja okkar eigin braut,“ segir hann. Sérðu ykkur saman eftir tuttugu ár, ennþá að spila? „Ég hef ekki græna glóru um það. Það er nógu erfitt að sjá næstu viku fyrir sér, hvað þá hvað verður eftir tíu ár. Við höfum alltaf einbeitt okkur að markmiðum sem eru nær í tíma, við höfum ekkert langtímatakmark. Við settum okkur í upphafi það tak- mark að gera tónlist sem við virkilega elskum og það hefur alltaf verið aðal atriðið. Við erum alltaf hissa á því hversu margir hafa gaman af tónlist- inni okkar og mæta á tónleika. Þetta er stórkostlegt tækifæri sem búið er að gefa okkur. Fólkið er búið að gefa okkur ótrúlegt líf og við stöndum í mikilli þakkarskuld við það. Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en hvað sem við gerum eigum við eftir að gera það af fullum krafti því við viljum ekki sóa þessu tækifæri,“ segir Will og var nýja platan unnin með þessari einbeitingu. Almennt er litið á Chris sem helsta lagasmið sveitarinar en þrátt fyrir það hefur hann lagt áherslu á í við- tölum að þeir fjórir hafi allir sett mark sitt á hvert einasta lag plöt- unnar. Will segir lögin verða til með mismunandi hætti. „Stundum kemur Chris með lag sem er tilbúið. Stund- um kemur hann bara með hugmynd, jafnvel titil eða einhver orð. Stundum kemur Jonny með tilbúið gítarriff. Það eru engar sérstakar reglur um hvernig þetta virkar. Það sem gerist, gerist,“ segir hann en Will hefur m.a. það hlutverk að henda út lögum og hugmyndum sem hann telur ekki henta hljómsveitinni. Allir meðlimir eru skráðir fyrir lögunum í samein- ingu og segir Will það hafa verið mik- ilvægt fyrir þá. Hefði orðið banjóleikari Ætlaðirðu alltaf að verða tromm- ari? „Umm, heiðarlegt svar við því verður að vera nei. Mig langaði vissu- lega að verða tónlistarmaður. Ég hefði spilað á hvaða hljóðfæri sem er til að ná því. Vinir mínir voru í hljóm- sveit og þá vantaði trommara og ég stökk til. Ef þá hefði vantað hljóm- borðsleikara eða banjóleikara hefði ég gert það líka,“ segir hann en Will er þekktur fyrir að spila á hin ýmsu hljóðfæri. „Já, en ég spila ekkert vel á þau. En ég hefði alltaf gert mitt besta og lært meira.“ Hvernig hefur Coldplay breyst og þroskast á þessari plötu? „Það er erfitt að gera sér nákvæm- lega grein fyrir því vegna þess að maður breytist eitthvað á hverjum degi, allt sem maður sér og heyrir, borgirnar sem maður heimsækir hafa áhrif á mann á einhvern hátt. Maður er eitthvað eldri og búinn að sjá meira. Allt þetta mótar persónuleika manns. Það sem er öðruvísi við þessa plötu er kannski það augljósasta. Það eru tólf eða þrettán ný lög þarna! Lögin eru ný en sama fólkið er á bak við þetta og líka sami drifkrafturinn. Við gerum alltaf það sem kemur nátt- úrulega til okkar. Við höfum reynt að semja lög sem eru háðsk og snjöll eða mjög pólitísk en það kemur ekki eðli- lega til okkar. Þegar allt kemur til alls þurfum við bara að gera það sem fæðist eðlilega en öðruvísi getum við ekki virkað sem hljómsveit,“ segir hann en einkennismerki Coldplay er að lög sveitarinnar fjalla oftar en ekki um tilfinningar. Will segir þá hafa fengið góð við-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.