Morgunblaðið - 26.06.2005, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa gulli betri
HLJÓMSVEITIN Duran Duran kemur til
landsins á næstu dögum og spilar í Egils-
höll 30. júní. Í tilefni þess er farið aftur í
tímann þegar stríðið á milli áhangenda
Duran Duran og Wham stóð sem hæst.
Rætt er við nokkra forfallna aðdáendur
Duran Duran, saga hljómsveitarinnar er
rifjuð upp og einnig „stóra Rásar tvö mál-
ið“ sem margir muna eftir. | 10–11
Morgunblaðið/Eyþór
Duran Duran og
aðdáendurnir
ÍSLENDINGAR leggja mesta
áherslu á það í uppeldi á heimilum að
kenna börnum að vera sjálfstæð.
85% töldu það mjög mikilvægt sam-
kvæmt nýrri Eurobarometer-við-
horfskönnun sem gerð var í 32 Evr-
ópulöndum. Engin önnur Evrópu-
þjóð lagði jafn ríka áherslu á þetta
skv. könnuninni.
Spurt var hvaða eiginleika svar-
endur teldu mjög mikilvægt að
rækta með börnum í heimilisuppeld-
inu s.s. umburðarlyndi og virðingu
fyrir öðrum, hlýðni, ábyrgðartilfinn-
ingu og ráðdeild.
Svíar leggja meiri áherslu en aðrar
þjóðir á að virkja ímyndunarafl
barna, harðfylgi og erfiðisvinna voru
þættir sem nutu mests stuðnings
meðal Tyrkja. 83% svarenda á Ís-
landi sögðu einnig mjög mikilvægt að
kenna börnum umburðarlyndi og að
bera virðingu fyrir öðrum. Umtals-
verður munur er á afstöðu Evrópu-
búa til jafnréttismála skv. nýrri
Eurobarometer-viðhorfskönnun sem
gerð var í 32 Evrópulöndum. Sú
spurning var m.a. lögð fyrir þátttak-
endur hvort þeir væru sammála eða
ósammála eftirfarandi fullyrðingu:
Ef skortur er á störfum eiga konur
sama rétt til starfa og karlar. Hlut-
fallslega færri Íslendingar lýstu sig
sammála þessari staðhæfingu en íbú-
ar annarra Evrópulanda að Slóvakíu
undanskilinni, eða 62% svarenda hér.
35% svarenda á hér á landi sögðust
vera ósammála fullyrðingunni.
Til samanburðar sögðust 95%
Dana, Frakka og Finna vera þeirrar
skoðunar að konur ættu jafnan rétt
til starfa og karlar þó skortur væri á
störfum. Evrópubúar eru almennt
mjög jákvæðir í garð umhverfis-
verndar , könnunin leiðir í ljós að níu
af hverjum tíu eru þeirrar skoðunar
að manninum beri skylda til að
vernda náttúruna þó það þýði að
draga muni úr framförum.
Ólík afstaða
til náttúrunnar
Töluverður munur er á afstöðu
einstakra þjóða til nýtingar náttúr-
unnar í atvinnuskyni. Mestur stuðn-
ingur mældist meðal Slóvaka, Ís-
lendinga og Pólverja við þá
fullyrðingu að maðurinn ætti óskor-
aðan rétt til að nýta náttúruna til að
bæta líf sitt. 77% Slóvaka og 74% Ís-
lendinga lýstu sig sammála þessu en
til samanburðar var meðaltalið í Evr-
ópusambandslöndunum 43% sem
lýstu sömu afstöðu.
Áhersla á að innræta
börnum sjálfstæði
Lífsánægja | 6
ÞAÐ rigndi á skógræktarmenn
þegar þeir héldu upp á 75 ára af-
mæli Skógræktarfélags Íslands
með því að gróðursetja 75 birkitré
í Vinaskógi í Kárastaðalandi í
Þingvallasveit í gær. Rigningunni
var vel tekið enda var vætan kær-
komin fyrir plönturnar og varla
hægt að óska sér betra veðurs til
að halda upp á afmælið. „Það er
búið að rigna og guði sé lof að við
höfðum rigningu,“ sagði Brynj-
ólfur Jónsson framkvæmdastjóri
félagsins.
Meðal þeirra sem gróðursettu
afmælistrén var frú Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrum forseti Íslands,
og ötull skógræktarmaður. Hátíð-
arhöldin heppnuðust að sögn
Brynjólfs afskaplega vel og þar
sem þarna hefðu verið sam-
ankomnir þaulvanir menn hefði
gróðursetningin gengið hratt og
örugglega fyrir sig. Í afmælisveisl-
unni voru ýmsir þeir sem hafa
starfað með skógræktarfélögum
eða veitt þeim lið á einn eða annan
hátt í gegnum tíðina.
Í afmælinu færði Páll Sam-
úelsson hjá Toyota Skógrækt-
arfélaginu að gjöf 35.000 trjá-
plöntur sem verða gróðursettar í
sumar. Tilefnið var bæði afmæli
skógræktarfélagsins og Toyota.
Morgunblaðið/Þorkell
Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur eitt af þeim 75 birkitrjám sem gróðursett voru á 75 ára afmælinu.
Gott að það rigndi í afmælinu
HIN þekkta tónlistar-
kona Patti Smith heldur
ásamt hljómsveit tón-
leika á Nasa við Austur-
völl þriðjudaginn 6. september. Event
stendur fyrir komu rokkgyðjunnar til
landsins og verða aðeins 550 miðar í boði.
Ráðgert er að hefja miðasölu um miðjan
júlí og verður tilkynnt um hana innan tíð-
ar. | 56
Patti Smith
til landsins
GUL, blá, rauð, bleik og önnur litrík arm-
bönd, svonefnd tryggðarbönd, fara nú um
álfuna eins og eldur í sinu. Efnið í bönd-
unum er sílíkon og fyrir utan að vera í mis-
munandi litum tákna þau mismunandi
skoðun eða stuðning við ákveðið málefni
og er áletrun þess efnis þá greypt í bandið.
Hér á landi hafa Krabbameinsfélagið,
barna- og unglingageðdeild Landspítal-
ans og MS-félagið t.a.m. hafið sölu á bönd-
um í fjáröflunarskyni, band BUGL er
grænt og á því stendur: GEÐVEIKT!
Hermt er að það hafi meðal annars selst
giska vel meðal framhaldsskólanema að
undanförnu.
Ungt fólk er í meirihluta meðal þeirra
sem bera böndin, en kvikmyndastjörnur á
rauða dreglinum í Cannes og knatt-
spyrnukappar í ensku úrvalsdeildinni eiga
ásamt öðrum stjörnum þátt í vinsældun-
um. „Þetta gengur út á að vera flottur og
góður í senn,“ segir Björn Sigurbjörns-
son, 24 ára, í Tímariti Morgunblaðsins í
dag, og vísar til mikilvægis þeirra málefna
sem böndin vitna um. Nefna má armbönd
gegn fátækt og eyðni, einelti, heimilisof-
beldi og kynþáttafordómum. | Tímarit
Tíska með tilgang
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
GPS-staðsetningartæki var grætt í nokkra
þorska á Eyjafirði í gærmorgun með lítilli
skurðaðgerð og í gegnum lítið senditæki, sem
komið verður fyrir um borð í smábátum, verð-
ur hægt að fylgjast með ferðum fiskanna sem
þannig eru merktir.
Áður hafa rafeindamerki verið fest utan á
fisk en nú er rist á kvið þorsksins, tækinu
komið fyrir inni í honum og síðan saumað fyr-
ir. Tilraunir voru reyndar gerðar með þetta á
síðasta ári við suðurströndina, en senditækið
sem þá var notað var risastórt, um borð í haf-
rannsóknarskipi. Nú er senditækið orðið
handhægt og auðveldlega hægt að flytja það á
milli báta.
Hér er um að ræða íslenska hátækni; það
er fyrirtækið Stjörnu-Oddi í Reykjavík sem
þróað hefur tækið í samstarfi við Simrad í
Noregi og Hafrannsóknastofnun, auk þess
sem Háskólinn á Akureyri og fleiri taka þátt í
verkefninu.
„Við byrjum á því núna að rannsaka fisk við
hverastrýturnar í Eyjafirði, í því skyni m.a. að
sjá hvort það er staðbundinn fiskur, næsta ár
stefnum við að því að gera þessar rannsóknir í
öllum firðinum og seinna á öllum Íslands-
miðum. Þetta gerir okkur kleift að fylgjast
með hegðun þorsksins,“ segir Hreiðar Þór
Valtýsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofn-
unar á Akureyri og lektor við Háskólann á
Akureyri í samtali við Morgunblaðið.
Í gær stóð til að setja hið nýja staðsetning-
armerki í 24 fiska.
Staðsetningartæki
í eyfirska þorska
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vilhjálmur Þorsteinsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, saumar saman skurðinn á
þorskinum sem hann risti til þess að koma staðsetningartækinu fyrir í fiskinum. Til hægri er
Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður Hafró á Akureyri.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is