Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 238. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Tónleikar Franz Ferdinands Fær fullt hús stjarna – fimm stjörnur | 50 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Skrifað í skýin  Nútíma norrænt á Salti  Óttinn gerir engum gott Atvinna | Dregur úr atvinnuleysi í Evrópu  Mest at- vinnuleysi á Norðurlandi eystra  Nýjum störfum fækkar vestra 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, alþingis- maður Samfylkingarinnar, segir að reynslu- leysi forystumanna flokksins, Össurar Skarp- héðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hafi orðið til þess að Samfylk- ingin komst ekki í ríkisstjórnarsamstarf eftir síðustu kosningar. Samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi verið raunhæfur möguleiki, en „þeim möguleika spiluðum við út úr höndunum strax morguninn eftir kosn- ingar,“ segir Guðmundur Árni í samtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag. Slíkt ríkisstjórnarsamstarf „hefði orðið af- farasælast fyrir þjóðina og fyrir Samfylkinguna“. Hann segir jafn- framt: „Ég leyni því ekki að ég held að við höfum ekki haldið nógu vel á okkar spil- um. Okkar for- ystufólk var full- fljótt til að klappa Halldór Ásgríms- son upp á sviðið og bjóða honum forsætisráð- herraembættið. Við hefðum átt að gefa þessu miklu meira ráðrúm og tíma.“ Hann segir að hefði Samfylkingin komist til valda eftir síðustu kosningar stæði hann eflaust ekki í þeim sporum nú að kveðja stjórnmálin, en Guðmundur Árni lét af þing- mennsku sl. fimmtudag, 1. september, og tekur við embætti sendiherra í Stokkhólmi 1. nóvember. „Eftir ágætan árangur í kosning- unum voru það gríðarleg vonbrigði að flokk- urinn skyldi lenda í stjórnarandstöðu. Mér fannst niðurstaða kosninganna kalla á að við færum í ríkisstjórn og fullar forsendur til þess.“ Í viðtalinu gerir Guðmundur Árni upp feril sinn í stjórnmálum, m.a. þá atburðarás sem leiddi til þess að hann sagði af sér embætti fé- lagsmálaráðherra árið 1994 og segir að sam- herjar hans í Alþýðuflokknum hafi staðið að því sem hann kallar aðför og rógsherferð. „Mér finnst að forysta flokksins hafi ekki komið hreint fram í þessu máli.“ | Tímarit Samfylkingin gerði mistök eftir kosningar Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is KÖGUN átti langlægsta tilboðið í gerð öku- tækja- og ökuskírteinaskrár á Trinidad og Tóbagóeyjum í Karíbahafi. Ekki hefur þó enn verið gengið til samninga við fyrirtækið þótt útboðið hafi farið fram síðasta vetur vegna þar- lendra spillingarmála sem komið hafa upp í tengslum við útboðið og hafa Sameinuðu þjóð- irnar, sem höfðu milligöngu um útboðið, ákveð- ið að afturkalla það og bjóða verkið út á nýjan leik á næstu vikum vegna þess. Bauð um eina milljón dollara Bjarni Birgisson, framkvæmdastjóri þróun- ardeildar Kögunar, segir að útboðið hafi upp- haflega farið fram í desember síðastliðnum. Nítján tilboð hafi borist, en þegar búið hafi ver- ið að yfirfara þau, hafi einungis tvö fyrirtæki upp í nefnd, sem hafði með málið að gera á Trinidad. Unnið hefði verið gegn því að Kögun fengi verkið þrátt fyrir að eiga lægsta tilboðið og tveir af sjö nefndarmönnum væru ákærðir á Trinidad vegna þess að þeir hefðu þegið mútur frá fyrirtækinu sem bauð gegn Kögun. Þá hafi þarlendir fjölmiðlar birt ýmiskonar óhróður um Kögun, sem hafi þurft að hrekja gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Það hafi verið af sömu rótum runnið og Sameinuðu þjóðirnar tekið allar skýringar Kögunar fullgildar. Vegna alls þessa ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að afturkalla útboðið og bjóða verkið út á nýjan leik, segir Bjarni. Það yrði gert á næstu vikum og nú skildist þeim að Sameinuðu þjóðirnar myndu alfarið sjá um útboðið og afgreiðslu þess án aðkomu aðila frá Trinidad og Tóbagó. Bjarni sagði að Trinidad og Tóbagóeyjar kostuðu verkið en Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér að sjá um framkvæmd útboðsins. staðið eftir, Kögun og lítið þarlent fyrirtæki sem sé í samvinnu við indverskt hugbúnaðar- fyrirtæki. Þessir aðilar hafi ætlað sér að smíða kerfið frá grunni, en Kögun byggi sína lausn á kerfi sem fyrirtækið hafi unnið hér heima og sé í notkun hjá lögreglunni í Reykjavík og hjá rík- islögreglustjóra. Það sé ástæða þess að Kögun hafi getað boðið miklu lægri upphæð í verkið en keppinauturinn eða um eina milljón Banda- ríkjadala en tilboð hins aðilans hafi verið að minnsta kosti 3,4 milljónir dala. Bjarni sagði að þessi niðurstaða hefði legið fyrir í byrjun ársins og í framhaldinu hefðu Sameinuðu þjóðirnar haft samband við fyrir- tækið og sagt að það mætti eiga von á að samið yrði við það fljótlega. Í lok mars kom fram ósk um að fresta málinu í einn mánuð sem þeir samþykktu, en síðan gerðist ekkert fyrr en í júlí í sumar að Sameinuðu þjóðirnar höfðu sam- band. Þá kom fram að mútumál hefði komið Kögun var lægstbjóð- andi í verk á Trinidad Ekki gengið frá samningi um verkið vegna þarlendrar spillingar Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is New Orleans. AFP, AP. | Hjálpargögn streymdu til New Orleans í Banda- ríkjunum í gær og þjóðvarðliðar byrjuðu að dreifa þeim til tuga þús- unda borgarbúa sem höfðu beðið eft- ir aðstoðinni í fimm daga, án matar og drykkjarvatns. Þúsundir þjóðvarðliða komu til borgarinnar í gær og vörubílalest flutti þangað matvæli, vatn og lyf. Margir borgarbúanna voru orðnir veikir, örmagna af þreytu og ör- væntingu, eftir að hafa beðið bjarg- arlausir í New Orleans frá náttúru- hamförunum á mánudaginn var. Við lá að það liði yfir nokkra borg- arbúa þegar hjálpargögnin bárust loks. Aðrir voru ævareiðir yfir því hversu lengi þeir þurftu að bíða eftir aðstoðinni. „Þeir hefðu átt að vera hérna fyrir löngu. Við höfum sofið á gólfinu eins og rottur,“ sagði 46 ára karlmaður, sem hafðist við í ráðstefnuhöll í New Orleans ásamt um 20.000 öðrum borgarbúum. „Við héldum að þeir myndu láta okkur deyja hérna,“ sagði 26 ára kona sem gat ekki sofið á næturnar af ótta við vopnaða glæpahópa sem fóru ránshendi um borgina. Fólk, sem hafðist við í rafmagns- lausri ráðstefnuhöllinni við skelfileg- ar aðstæður, sagði að minnst fjórtán manns hefðu dáið í byggingunni, þ. á m. ung stúlka sem var skorin á háls eftir að hafa verið nauðgað. Rannsókn boðuð Öldungadeildarþingmenn í Wash- ington sögðust ætla að hefja rann- sókn á miðvikudag á viðbrögðum al- ríkisstjórnarinnar við hamförunum. Nokkur sambandsríki, þeirra á meðal Nýja-Mexíkó, buðust til að senda þjóðvarðliða til Louisiana á sunnudaginn var, daginn áður en fellibylurinn geisaði. Ríkisstjóri Louisiana þáði aðstoðina en vegna skriffinnsku heimilaði alríkisstjórnin ekki liðsflutningana fyrr en seint á fimmtudag. Búist er við að það taki nokkra daga að flytja alla borgarbúana frá New Orleans. „Héldum að þeir myndu láta okkur deyja“ Hjálpargögn og þjóðvarðliðar streyma til New Orleans Reuters New Orleans-búar sitja fyrir utan íþróttaleikvanginn Superdome og bíða eftir því að verða fluttir þaðan. Um 20.000 manns voru þar í fimm daga. VEÐUR var hið besta og gott í sjóinn þegar Hvammsvíkurmaraþon Kayakklúbbs Reykja- víkur var ræst við Geldingarnes í gærmorg- ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hvort metið frá í fyrra hefði verið slegið, en þá var leiðin farin á aðeins 4 klst. og 10 mínútum. un. Mikil eftirvænting ríkti meðal ræðaranna um hver yrði fyrstur að fara hina 40 km löngu leið til Hvammsvíkur í Hvalfirði, en Morgunblaðið/Árni Sæberg Maraþonróður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.