Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 17
heimskuleg gamanmynd, ekki farsi
um menn að spila fótbolta í kjól-
um, en ekki heldur hádramatískt
sósíalrealískt drama. Við ætluðum
okkur heldur aldrei að vera kurt-
eisir við nokkurn mann, en þó ekki
reyna að ganga framaf fólki. Þetta
er raunsæ mynd með góðum skerf
af kaldhæðni. Við sögðum stundum
í gríni að þetta myndi vera létt og
skemmtileg fjölskyldumynd, bönn-
uð börnum. Ekki vegna einhverra
nærgöngulla kynlífsatriða á milli
tveggja karla eða á milli konu og
karls eða tveggja kvenna, heldur
vegna orðbragðsins sem tíðkast á
fótboltavellinum og fær sinn sess í
myndinni.“
„Við“ í þessu tilviki skírskotar
til Róberts og leikskáldsins Jóns
Atla Jónassonar, sem skrifar
handritið með honum. „Við Jón
Atli erum meðsekir um handritið,“
segir Róbert. „Þegar hann kom til
sögunnar hafði ég aðeins grunn-
hugmyndina í farteskinu, þ.e.
mynd um fótboltalið, en við þróuð-
um hana síðan áfram í um eitt ár
með hléum. Það ferli hófst eig-
inlega strax á eftir að ég frum-
sýndi Maður eins og ég, árið 2002.
Það er gott að hafa margar hug-
myndir í gangi í einu og moða síð-
an úr þeim eftir þörfum og ástæð-
um.“
Jón Atli leikur hlutverk persónu
í myndinni sem Róbert segir einn
almesta hálfvitann sem þar er að
finna. „Það er stundum sagt að
leikarar séu alltaf að leika sjálfa
sig, en sú persóna sem Jón Atli
leikur í myndinni hefði ekki getað
skrifað handritið að þessari mynd.
Ég myndi aldrei gera honum það
að líkja þeim saman.“
Lélegasti leikari sem til er?
En hvarflaði aldrei að honum að
skipa sjálfan sig í hlutverk í mynd-
inni, líkt og fjölmargir leikstjórar
hafa gert? Brosa á stóra tjaldinu?
„Mig hefur aldrei langað til að
Unglingssonur Óttars Þórs (Arnaldur Ernst) og faðir hans (Sigurður Skúlason)
eru ekki sáttir við þær breytingar sem orðið hafa á aðalhetju KR-liðsins.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 17
Frábær vikuferð þar sem við kynnumst mörgum helstu perlum þessara tveggja
landa. Bæði eru þau einstök og bjóða upp á mikla fjölbreytni í upplifun.
Náttúrufegurðin er engu lík og fjölbreytileikinn er mikill. Borgir og bæir eru
töfrandi og í heild má segja að þessi lönd
skapi einstakan ramma utan um
stórkostlega ferðaupplifun.
Ferðatilhögun: Flogið er til Trieste og lent
um hádegi. Ekið til perlunnar Bled í
Slóveníu. Gist í 3 nætur. Á föstudegi er farið
í kynnisferð um Bled og að Bohinj vatni.
Á laugardegi er farið til Ljubljana, hinnar
fallegu höfuðborgar Slóveníu. Á sunnudegi
er ekin fögur fjallaleið um Vrsic skarð til hins
fallega
strandbæjar Izola við Adríahafið. Þar er gist í
fjórar nætur. Á mánudegi er í boði hálfsdags
bátsferð til Piran, á þriðjudegi dagsferð til
Króatíu; Ístríuskaginn Porec - Rovinj og
Limfjord, og á miðvikudegi er í boði hálfs
dags ferð til Trieste. Á fimmtudegi er flogið
heim.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Ævintýri í
Slóveníu og Króatíu
22. september
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Einstök ferð á frábæru verði kr. 59.990
• Bled
• Júlíönsku alparnir
• Ljubljana
• Izola
• Piran
• Porec
• Rovinj
• Trieste
Verð kr. 59.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli er kr. 10.000.
Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hótelum, morgunverður og kvöldverður allan
tímann, ferðir milli staða, kynnisferðir 23. og 24. sept. og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir og aðgangseyrir.
Takmarkaður fjöldi sæta er í boði á þessu verði.
Loksins, loksins!
Haustútsala
Veiðihornsins
hefst í dag kl. 10
Veiðistangir
Veiðihjól
Vöðlur
Vesti
Jakkar
Töskur
Línur
Spúnar
Undirföt
og fleira og fleira og fleira
Frábært úrval og
alvöru útsöluverð
Við gleymum ekki viðskiptavinum
á landsbyggðinni því útsalan er
líka í veiðibúðinni á netinu
www.veidihornid.is
Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sendum samdægursMunið gjafabréfin