Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
REYKVÍKINGUM þykir vænt
um Námsflokkana. Það hef ég sann-
reynt á þeim fáu vikum sem ég hef
gegnt starfi forstöðu-
manns þeirra. Hingað
hringja margir og lýsa
áhyggjum sínum vegna
framtíðar þessarar elstu
starfandi fræðslu-
miðstöðvar landsins. En
Námsflokkunum þykir
líka vænt um Reykvík-
inga. Það stendur ekki
til að leggja þá niður
eins og fullyrt hefur
verið. Hins vegar eru
talsverðar breytingar á
starfseminni fyrirhug-
aðar. Ég ætla hér að
reyna að útskýra í
hverju þessar breytingar eru fólgn-
ar og af hverju þær eru gerðar.
Frumkvöðlastarf
Í þau 65 ár sem Námsflokkarnir
hafa starfað hafa þeir verið eins og
harmonikka – stundum belgstór og
hljómmikil, stundum samandregin
og hljóðlát. Mismunandi umfang í
áranna rás stafar af síbreytilegum
menntaþörfum og óskum Reykvík-
inga sem og breytilegri stefnu
stjórnvalda í fræðslumálum fullorð-
inna. Þegar ný úrræði koma til sög-
unnar, eins og öld-
ungadeildir á sínum
tíma og fjarnám nú,
minnkar þörfin fyrir
það sem fyrir er,
a.m.k. tímabundið.
Þanþol Námsflokk-
anna er örugglega ein
ástæða þess hve lengi
þeir hafa haldið velli.
Og það munu þeir
örugglega gera
áfram. Ágúst Sigurðs-
son og Guðrún Hall-
dórsdóttir eru tví-
mælalaust höfundar
félagslegrar mennta-
stefnu Námsflokka Reykjavíkur.
Markmið félagslegrar menntastefnu
er að hjálpa þeim að leita sér
menntunar sem mest þurfa á henni
að halda en eiga af einhverjum
ástæðum ekki greiða leið inn í al-
mennt menntakerfi t.d. vegna les-
blindu, lítillar íslenskukunnáttu,
fötlunar, félagslegra aðstæðna eða
af skólaótta vegna fyrri reynslu af
skólakerfinu. Þessu fólki hafa
Námsflokkarnir verið griðastaður
og oft á tíðum brú inn í formlegt
nám.
Menntun er veiðarfæri
Stærsta breytingin sem gerð
verður á starfsemi Námsflokkana er
sú að almennt námskeiðshald verð-
ur fellt niður. Það er af sem áður var
að Námsflokkarnir væru nær einir
um að bjóða almenningi fjölbreytt
frístundanám. Fjöldi fræðslufyr-
irtækja starfar nú í borginni og þar
á bæjum eru menn ósáttir við að
þurfa að standa í samkeppni við
Reykjavíkurborg enda mega op-
inberar stofnanir ekki vera í sam-
keppnisrekstri samkvæmt sam-
keppnislögum frá 1996. Hins vegar
er engin samkeppni um að mennta
þá sem misst hafa af menntalestinni.
Reykjavíkurborg mun eftir sem áð-
ur sinna því hlutverki og sömu upp-
hæð og áður er veitt til Námsflokk-
anna til að móta og framfylgja
félagslegri menntastefnu. Slíkri
stefnu má líkja við þróunaraðstoð
sem ekki gefur þeim þurfandi fisk
heldur veiðarfæri til að afla hans.
Með menntun er hægt að afla sér
ríkara lífs á öllum sviðum.
Brú inn í framhaldsskólann
Stefnt er að því að leggja niður
alla starfsemi sem er í boði annars
staðar eða gæti auðveldlega verið
það. Sem fyrr segir þykir ekki rétt
að borgin greiði niður frístundanám
né heldur það nám sem er í verka-
hring framhaldsskólanna að veita.
Því verða ekki lengur á dagskrá
áfangar sem kenndir eru í fram-
haldsskólum. Hins vegar munu
Námsflokkarnir halda áfram þeirri
viðleitni að vera brú inn í framhalds-
skólakerfið og ætlunin er að fá
framhaldsskólana til samstarfs um
það. Bráðlega verður auglýst eftir
samstarfsskólum sem hafa áhuga á
að finna leiðir til að gera nýtt upp-
haf skólagöngu fullorðinna mýkra
og kynna þeim margvíslegar leiðir í
námi og aðferðir til náms. Þó verður
haldið áfram með verkefni sem þeg-
Námsflokkar í fullu fjöri
Björg Árnadóttir fjallar
um Námsflokkana ’Vonandi tekst okkurað viðhalda víðsýni og
hugmyndaauðgi frum-
kvöðlanna.‘
Björg
Árnadóttir
Jónína Benediktsdóttir:
Sem dæmi um kalrifjaðan
siðblindan mann fyrri tíma
má nefna Rockefeller sem
Hare telur einn spilltasta
mógúl spilltustu tíma...
Sturla Kristjánsson: Bráð-
ger börn í búrum eða á af-
girtu svæði munu naumast
sýna getu sína í verki; þeim
er það fyrirmunað og þau
munu trúlega aldrei ná þeim
greindarþroska sem líf-
fræðileg hönnun þeirra gaf
fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur
nr. 122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum
tilvikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofn-
ana, sem heyra undir sam-
keppnislög, hvern vanda þær
eiga við að glíma og leitar
lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með
hagsmuni allra að leiðarljósi,
bæði núverandi bænda og
fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
BURKNAVELLIR - HF. - 5 HERB.
Glæsileg fullbúin 111,7 fm 5 herbergja endaíbúð á
3ju (efstu) hæð í mjög vönduðu nýju fjölb. Eignin
er fullbúin og innréttuð á vandaðan hátt. Forstofa
er flísalögð með skáp. Hol flísalagt. Björt og falleg
stofa og borðstofa með útgangi á góðar svalir.
Eldhús flísalagt með fallegri innréttingu, keramik
helluborð, góður borðkrókur. Innaf eldhúsi er gott
þvottahús/geymsla með glugga. Þrjú góð barna-
herbergi, eitt þeirra með skáp. Eitt af þessum herbergjum var geymsla á teikn. en var stækkað og er
gott herbergi í dag. Svefnherbergi er rúmgott með góðum skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og
gólf með fallegri innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Fallegt ljóst parket á gólfum, plastpark-
et á herbergjum. Glæsilegt útsýni úr íbúðinni, m.a. Snæfellsjökull, Esjan o.fl. Glæsileg fullbúin eign
mjög vel staðsett við opið svæði. LAUS STRAX. Verð 22,7 millj.
BÆJARGIL - EINB. - GARÐABÆ
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu
mjög gott 150 fermetra einbýli á tveimur hæðum,
ásamt 28 fermetra bílskúr, vel staðsett í Bæjargili í
Garðabæ. Lýsing eignar: Góð forstofa með skáp.
Gestasnyrting. Hol. Eldhús með fallegri innréttingu
og góðum borðkrók. Inn af eldhúsi er gott þvotta-
hús með útgang út í bakgarð. Björt stofa og borð-
stofa, þaðan er gengið út á pall. Gott opið hús-
bóndaherbergi. Frá holi er gengið upp stiga upp á
pall þar sem eru þrjú góð barnaherbergi. Hjóna-
herbergi með skápum. Glæsilegt ný standsett bað-
herbergi með baðkari og fallegri innréttingu. Geymsluloft. Gólfefni eru að mestu parket og flísar.
Góður sérstæður bílskúr með rafmagni og hita. Glæsilegur gróinn garður með sólpöllum, tjörn og til-
heyrandi. Verð 39,0 millj.
FUNALIND 1
Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í sölu
mjög góða 113,6 fermetra 4ra herbergja íbúð á
þriðju hæð í góðu lyftuhúsi, ásamt 28,1 fermetra
bílskúr, samtals um 141,7 fermetrar, vel staðsett í
Lindahverfi i Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu,
hol, stofu, borðstofu, gang, tvö góð barnaher-
bergi, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús og
geymslu. Fallegar innréttingar og gólfefni eru
parket og flísar. Góður bílskúr með rafmagni, hita
og sjálfvirkum hurðaopnara. Góðar suðursvalir.
Verð 29,5 millj.
SUNNUFLÖT
- VIÐ HRAUNJAÐAR OG LÆKINN
Nýtt í sölu gott 200,2 fermetra einbýli á einni hæð
ásamt 63,7 fermetra bílskúr, samtals 263,9 fer-
metrar, á fræbærum stað á Sunnuflöt við lækinn
og hraunjaðarinn. Tveir inngangar eru í húsið, að-
alinngangur og annar þvottahúsmegin og er það-
an innangegnt í bílskúrinn. Komið inn í rúmgott
anddyri. Opið inn í forstofu og þaðan stórar stofur.
Inn af stofu er notaleg arinstofa í baðstofustíl og inn af því er stórt svefnherbergi með stórum glugg-
um, þakgluggum og rennihurð út í suðurgarðinn. Fallegt eldhús með nýrri innréttingu og tækjum.
Inn af eldhúsi er stórt þvottahús, búr milligangur og bílskúr. Í svefnherbergjaálmu eru fjögur svefn-
herbergi (eitt notað sem fataherbergi) og baðherbergi. Á gólfi hússins er nýlegt parket. Góður fullbú-
inn bílskúr með geymslu inn af. Lóðin sem er 1590 fm býður upp á mikla möguleika en um endalóð
er að ræða og er örstutt í Heiðmörkina. Verð tilboð
BLIKAÁS - HF.
Nýkomin í einkasölu hjá Hraunhamri fasteignasölu
mjög falleg 97,5 fermetra íbúð á 1. hæð í sex
íbúða húsi, vel staðsettu í Áslandhverfi í Hafnar-
firði. Eignin er með sérinngang og skiptist í for-
stofu, hol, stofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi,
tvö herbergi og geymslu. Fallegar innréttingar og
gólfefni. Góð verönd. Eign í sérflokki. Verð 20,9
millj. 76102
VESTURBERG - RVÍK
Sérlega falleg og björt 94,4 fermetra 4ra herbergja
íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli. Góður ingangur,
forstofa, eldhús, rúmgóð borðstofa, björt stofa,
rúmgott svefnherbergi, baðherbergi, sérgeymsla í
kjallara, sameiginlegt þvottaherbergi, hjóla-
geymsla o.fl. Frábært útsýni. Hús nýlega tekið í
gegn. Góð staðsetning. Verð 16,9 millj.
EIKARÁS 4
Nýkomið í einkasölu stórglæsilegt tvílyft einbýli með innbyggðum bílskúr, samtals 320 fm. Sér-
smíðuð innrétt., vönduð gólfefni. Möguleiki á aukaíbúð. Frábær staðsetn. Útsýni. Eign í sérflokki.
BLIKANES - EINBÝLI
Nýkomið glæsilegt tvílyft einbýli með innbyggðum bílskúr, samtals 334 fm. Möguleiki á aukaíbúð
með sérinngangi. Glæsilegur garður með næturlýsingu. Stórar stofur. 5-6 svefnherbergi. Alrými.
Arinn. Glæsilegt eldhús o.fl. Frábær staðsetning og útsýni. Eign í sérflokki.
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS Í DAG
NESBALI 64 - SELTJARNARNESI
Vorum að fá í einkasölu og sýnum í dag glæsilegt einlyft alls 160 fm endaraðhús
staðsett innst í botnlanga á frábærum stað á Nesinu. Innbyggður 26 fm bílskúr.
Húsið er allt hið glæsilegasta, bæði innréttingar, gólfefni, lóð og allur frágangur. 3
svefnherbergi, glæsilegt eldhús, rúmgóð stofa, mikil lofthæð og frábært skipulag.
Afgirtur suðurgarður með hellulögn og fallegum gróðri. SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
Verð 44,8 millj.
Eiríkur tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16.
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
OPIÐ HÚS
RÁNARGATA 15, 101 REYKJAVÍK.
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is
Ránargata 15 101 Reykjavík. Opið hús í dag frá kl 16-18. Einstaklega sjarmerandi og björt
3ja herbergja risíbúð á vinsælum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Fallegur stigi með stórum
glugga. Komið inní hol. Baðherbergi er allt nýlega tekið í gegn á mjög smekklegan hátt, flí-
salagt á gólfum og veggjum, fallegt frístandandi baðkar og sturta, vönduð tæki og halog-
en lýsing, hiti í gólfi. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Eitt hjónaherbergi sem er rúmgott og
bjart, parket á gólfum. Barnaherbergi er parketlagt. Eldhús er rúmgott með nýlegri snyrti-
legri innréttingu. Stofa og borðstofa í alrými. Mjög fallegir gluggar í stofu sem gefa íbúð-
inni mikinn svip. Parket er á gólfum. Íbúðin er undir súð þannig að íbúðin er í raun um ca
76 fm. Bílastæði fylgir eigninni. Fjallað var um íbúðina í Innlit/Útlit haustið 2004. Fallegur
garður fylgir eigninni. Verð 17,9 milljónir.
Unnur og Björn taka vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 16-18.