Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 45
DAGBÓK
Þankar eftir flutning
Mattheusarpassíunnar
„ER þetta sú músík sem maður
heyrir þegar maður deyr?“
Þessar ljóðlínur úr vangaveltum
Thors Vilhjálmssonar eftir tónleika
Rostopovitch í Reykjavík komu í
huga minn eftir flutning Mattheus-
arpassíunnar í Hallgrímskirkju
mánudaginn 22. ágúst.
Stórviðburður í íslensku tónlistar-
lífi, magnaður flutningur einsöngv-
ara á heimsmælikvarða, barokk-
sveitar ekki síðri, og agaðs samstillts
kórs mótettu í Hallgrímskirkju.
Hvaða eyrnakonfekt er betra? Hvar
er hægt að gleðja og upphefja sál-
artetrið hærra en með þessum ein-
staklega samstillta hópi listafólks, að
flytja áhrifamestu verk risans í
kirkjutónlist allra tíma, Jóhanns
Sebastíans Bach. Undurfagrar aríur
verksins við undirleik hljóðfæra,
sérstaklega smíðaðra til flutnings
barokkverka, svifu sem lofsöngur
um hina háu hvelfingu kirkjunnar,
og lýstu tónrænt þeirri fórn til heilla
mannkyni, sem krossdauði Krists er.
Hér fengu áheyrendur enn einu
sinni að upplifa heildstætt listaverk
úr listasmiðju þeirra hjóna, Harðar
Áskelssonar og Ingu Rósar Ingólfs-
dóttur, sem hafa skenkt kirkjulist-
unnendum enn eitt meistaraverkið.
Ef þetta er sú músík, sem menn eru
sungnir burt úr hlaði hérvistar, er
litlu að kvíða.
Karl Kristensen.
Ungbarnagrautar
ÉG vildi lýsa óánægju minni með að
Gerber- og Milupa-ungbarnagrautar
sem verið hafa hér á boðstólum ára-
tugum saman séu horfnir af mark-
aði. Ástæðan er víst sú að í þeim er
meira járnmagn en Evrópustaðlar
segja til um.
Mér finnst skjóta skökku við í
þessum efnum þar sem fréttir hafa
áður borist af því að íslensk ungbörn
fái mörg hver ekki nægjanlegt járn!
Í staðinn eru komnir á markaðinn
grautar sem eru síðri hinum fyrr-
nefndu að því leyti að þeir innihalda
viðbættan sykur og/eða mjólkurduft.
Grautana, sem voru teknir af
markaði, var hins vegar hægt að fá
eingöngu úr mjöli auk viðbættra vít-
amína og steinefna. Þetta tel ég mun
betri kost þar sem ég tel viðbættan
sykur óþarfan og vil einnig fá að
ráða hvaða mjólk (ef einhverja) ég
set út í grautinn, t.d. brjóstamjólk
eða stoðmjólk. Ég myndi gjarnan
vilja heyra álit næringarfræðinga á
þessu, þ.e.a.s af hverju járnið er nú
talið of mikið í grautunum, hvaða af-
leiðingar of mikil járninntaka getur
haft og hvað þeim finnist um þá
grauta sem nú er komnir á markað í
stað þeirra sem fyrir voru.
Sigrún.
Gsm-sími týndist
SONY Ericson gsm-sími, í blá-
munstruðum silkipoka með löngu
bandi, týndist sl. þriðjudag. Skilvís
finnandi hafi samband í síma
891 8925.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
• Þekkt kaffihús í Reykjavík. Mjög góð staðsetning.
• Gott iðnfyrirtæki fyrir trésmið sem vill breyta til. Ársvelta 150 mkr.
• Matvælavinnsla með þekkt vörumerki. Hentar til flutnings og/eða sameiningar.
• Rótgróið iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 mkr. Góð afkoma.
• Stór heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði og góðan hagnað.
• Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr.
• Rótgróin ferðaskrifstofa með innanlands- og utanlandsdeild.
• Lítil heildverslun með byggingarvörur. Hentar vel til sameiningar.
• Stór húsgagnaverslun með góð innkaupasambönd.
• Þekkt heildverslun, sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. Góður
hagnaður.
• Varmi, bílasprautun og réttingar. Þekkt nafn og stöðug velta
• Stór matvælavinnsla. Ársvelta 380 mkr.
• Trésmíðafyrirtæki með eigin innflutning sem framleiðir heilsárshús. Góð verkefnastaða.
• Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr.
• Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir heildverslanir.
• Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur.
• Lítið vínumboðsfyrirtæki með fjórar bjórtegundir í kjarna. Hentugt til sameiningar.
• Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr.
• Meðalstórt verktakafyrirtæki í jarðvinnu. Góð verkefnastaða.
• Stór heildverslun með hjólbarða. Vel tækjum búin.
• Rótgróin sérverslun með mikla vaxtarmöguleika. Ársvelta 37 mkr.
• Heildverslun með búnað og vélar til notkunar í iðnaði. Ársvelta 130 mkr.
Dagskrá:
1. Ávarp flytur Margrét Margeirsdóttir formaður
2. Kynning á húsnæðinu: Stefán Ólafur Jónsson gjaldkeri
3. Kynning á vetrardagskrá: Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri
Vinarbandið flytur tónlist - Veitingar
Frá Félagi eldri borgara í Reykjavík
Opið hús
í Ásgarði að Stangarhyl 4, 10. og 11. september frá kl. 14.00 - 16.00.
Harðviðar skjólgirðingar
Vönduð vara á góðu verði
Upplýsingar í síma 691 3360
Getum bætt við okkur góðum söngröddum
Mörg spennandi verkefni framundan,
m.a. verður farið á Sæluviku 2006.
Bjóðum upp á raddþjálfun.
Áhugasamir hafi samband við Björgvin
í síma 861 1255 eða 553 6561.
Skagfirska söngsveitin í Reykjavík.
ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í
Reykjavík, sem fram fer dagana
29. september til 9. október,
bryddar upp á þeirri nýjung að
óska eftir sjálfboðaliðum til að að-
stoða við framkvæmd hátíð-
arinnar, en slíkt fyrirkomulag er
vel þekkt á kvikmyndahátíðum
víðsvegar um heim. Þá býður fólk
á öllum aldri fram aðstoð sína við
umönnun gesta, við bíósýningar,
við sendiferðir, við veisluhöld og
allan þann fjölda af verkefnum
sem geta fallið til við skipulagn-
ingu og framkvæmd kvik-
myndahátíðar.
Í tilkynningu frá Kvik-
myndahátíð segir að framlag sjálf-
boðaliða geti skipt sköpum ef gera
skal kvikmyndahátíðina að þeim
glæsilega menningarviðburði sem
stefnt er að. Auk þess eigi sjálf-
boðaliðar ríkan þátt í að skapa þá
lifandi stemningu sem myndast á
meðan á hátíðinni stendur.
Að sögn forsvarsmanna hátíð-
arinnar eru störfin tilvalin fyrir
áhugafólk um kvikmyndir þar sem
leitast er við að veita fólki innsýn í
undirbúningsferlið að kvik-
myndahátíð um leið og fólki er
boðið upp á skemmtilegt starf í líf-
legu andrúmslofti. Sjálfboðaliðar
hátíðarinnar fá aðgöngupassa sem
gildir á allar myndir hátíðarinnar
meðan húsrúm leyfir og aðgang að
móttökum á vegum hátíðarinnar.
Flestir sjálfboðaliðarnir munu
starfa á meðan á hátíðinni stend-
ur, en næg verkefni eru þó einnig í
aðdraganda hátíðarinnar.
Áhugasamir geta farið á heima-
síðu hátíðarinnar – www.filmfest.is
– og fyllt út umsóknareyðublað,
eða hringt á skrifstofu hátíð-
arinnar: 55 22 555.
Kvikmynda-
hátíð vantar
sjálfboðaliða
Fáðu úrslitin
send í símann þinn