Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 39
MINNINGAR
með mömmu í Elliðavatni, en slíkt
hafði hann þá ekki gert í mörg ár.
Hugur hans var mikið við æskuslóð-
irnar og nokkrum dögum áður en
hann dó lýsti hann vel fyrir mér
hvernig útihús í Hrísnesi hafði verið
byggt.
Ég kveðja verð þig, kæra sveit,
þótt klökk ég verði og tár mín heit.
Fyrst lífið er hér allt ein leit
hve lengi lifum Guð einn veit.
(Kristín Vigfúsdóttir.)
Ég veit að pabbi hefði alveg getað
hugsað sér að eiga fleiri góðar stund-
ir með ættingjum og vinum og fara í
fleiri veiðiferðir, en nú var tími hans
hér á jörð skyndilega búinn. Ekki
heilsar hann eða kveður okkur leng-
ur að sveitasið með því að kyssa okk-
ur á kinn. Góður maður er genginn
og með þessum minningabrotum
minnist ég hans með hlýju og sökn-
uði.
Vigfús Erlendsson.
Við fráfall Erlends Vigfússonar
bróður míns streyma fram í hugann
minningar um góðan dreng. Þar sem
ég var ekki alinn upp á heimili for-
eldra minna hófust kynni okkar ekki
fyrr en ég var kominn vel á unglings-
ár. Elli hafði verið vetrarmaður á
Fossá á Hjarðarnesi og var á heim-
leið, kom hann við á Vaðli og gisti.
Um morguninn lóðsaði ég hann yfir
Vaðalinn en hann gat verið varasam-
ur vegna sandbleytu. Næst lágu leið-
ir okkar saman á Kleifaheiði en þar
vorum við í vegagerð. Um veturinn
1946-1947 vorum við í byggingar-
vinnu við fjölbýlishús innst við Skúla-
götu og leigðum saman herbergi inni
í Kleppsholti. Þá skildu leiðir er ég
fór til Siglufjarðar og var þar um eitt
og hálft ár. Þá var Elli í bygging-
arvinnu og verkamaður við Reykja-
víkurhöfn og annað sem til féll í
Reykjavík.
Elli hafði yndi af spilamennsku,
spilaði vist og bridge á vegum Barð-
strendingafélagsins. Seinni árin spil-
aði hann með eldriborgurum í Gerðu-
bergi. Hann hafði yndi af silungsveiði
og fór víða, t.d. í Þorleifslæk, Hraun í
Ölfusi, Þingvallavatn, Elliðavatn,
Hlíðarvatn í Hnappadal, Svínavatn í
A-Hún. og víðar. Hann hafði sterkar
taugar til Barðastrandar og naut
þess að fara þar um mela og móa og
hafa spurnir af mannlífi og öðru sem
þar var að gerast. Þau Jóhanna settu
fyrst saman bú á Bjarnarstígnum, þá
Framnesvegi, Skálagerði og að síð-
ustu í Rjúpufelli, í Reykjavík. Að leið-
arlokum vil ég þakka kærum bróður
fyrir meira en hálfrar aldar samfylgd
og sendi Jóhönnu, börnum og öðrum
ættingjum innilegustu samúðar-
kveðjur frá mér og minni fjölskyldu
Hannes Vigfússon.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR HELGASONAR
málarameistara.
Jóhanna S. Markúsdóttir,
Aldís Guðmundsdóttir, Bjarni Þormóðsson,
Gerður Guðmundsdóttir, Óskar Þorbergsson,
Már Guðmundsson, Björg Sigmundsdóttir,
Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför
bróður okkar,
ÓLAFS EIRÍKSSONAR,
Grjóti,
Þverárhlíð.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Eiríksdóttir,
Gunnar Eiríksson.
Við þökkum öllum þeim, sem vottuðu okkur
samúð sína og vinarhug vegna fráfalls föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS INGIMUNDARSONAR
bónda á Haukagili
í Hvítársíðu,
og heiðruðu minningu hans.
Starfsfólki Kirkjuvhols, dvalarheimili aldraðra á
Hvolsvelli, eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun, einlægni
og hlýju í hans garð.
Helgi Jónsson,
Hildur Jónsdóttir, Rúnar Gunnarsson,
Jón Ingimundur Jónsson,
Sigurður Jónsson, Jóhanna Friðriksdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Þökkum innilega samðúð, vinarhug og hlýjar
kveðjur við andlát og útför
ÁSLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Hávík,
Skagafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar II á Heil-
brigðisstofnun Sauðárkróks fyrir góða umönnun
og hlýhug.
Haukur Hafstað,
Þórólfur H. Hafstað, Þuríður Jóhannsdóttir,
Ingibjörg H. Hafstað, Sigurður Sigfússon,
Ásdís H. Hafstað, Sveinn Klausen,
Steinunn H. Hafstað, Eiríkur Brynjólfsson.
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
SNJÓLAUGAR MAGNEU LONG
BJARNADÓTTUR,
Þelamörk 54,
Hveragerði,
sem lést sunnudaginn 21. ágúst sl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Áss, Hveragerði.
Guð veri með ykkur öllum.
Magnús Kr. Guðmundsson, Guðrún Reynisdóttir,
Gyða Ó. Guðmundsdóttir, Kolbeinn Kristinsson,
Bjarni R. Guðmundsson, Brynja Sveinsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Lars D. Nielsen,
Sveinn H. Guðmundsson, Erna Þórðardóttir,
Hildur Rebekka Guðmundsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐBRANDAR SÆMUNDSSONAR
Boðahlein 7,
Garðabæ.
Einnig viljum við þakka hjúkrunarfólki og læknum
sem önnuðust hann í veikindum hans.
Kristín María Hartmannsdóttir,
María Guðbrandsdóttir, Sveinbjörn Dýrmundsson,
Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts föður
míns, tengdaföðurs, afa og langafa,
BJÖRNS SIGURÐSSONAR
Sólheimum 23,
Reykjavík.
Björn Jóhann Björnsson, Alma Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Björnsdóttir, Pálmi Freyr Randversson,
Erna Kristjánsdóttir, Sigurjón I. Garðarsson,
Jóhann Björnsson,
Davíð Björnsson
og langafabörn.
Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
og útför
HALLDÓRS SKÚLA VIÐARSSONAR.
Hildur Viðarsdóttir,
Unnur María Figved,
Lúðvík Ólafsson,
Gylfi Jónsson,
Guðbjörg, Viðar, Sigurjón, Halldór,
Anna Theodóra, Skúli, Valdís, Ólafur Páll,
Viðar, Anna og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar