Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 11

Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 11
urstöðu. Eins og gengur og gerist eru menn auðvitað missáttir. Svona mat er alltaf erfitt og ljóst að ríkið var alls ekki sammála okkar niðurstöðu.“ Minnkandi munur Vaxandi umræðu hefur gætt í samfélaginu um réttlæti jafnmikils mismunar á skatt- byrði einstaklinga og einkahlutafélaga og raun ber vitni. Árni Harðarson segist persónulega þeirr- ar skoðunar að of mikið ósamræmi sé á milli skattlagningar einstaklingsrekstrar og einkahlutafélagarekstrar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, tekur fram að 4% tekjuskattslækkun og afnám hátekjuskatts á kjörtímabilinu minnki muninn á skattlagn- ingu einkarekstrar og einkahlutafélags- rekstrar. „Einkahlutafélög eru alls ekki allt- af besta lausnin fyrir einstaklinga með eigin rekstur eins og margir virðast halda. Al- gengt er að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu stífar reglur gilda um reiknuð laun. Sumir hafa rekið sig á að hagnaður einka- hlutafélaganna hefur ekki staðið undir kröf- um ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald þannig að tap myndast í rekstrinum. Ef menn fara strangt eftir reglum laganna og reikna sér laun eins og um óskylda aðila sé að ræða er munurinn á skatti á einstaklings og einkahlutafélags oft sáralítill og fer minnkandi eins ég nefndi. Hinu er ekki að leyna að einkahlutafélög henta vel ákveðnum rekstri og í sjálfu sér má segja að í atvinnurekstri eins og hjá iðn- aðarmönnum og trillukörlum sé hluti tekn- anna fólginn í áhættuálagi eða arði. Eðlilegt er að af þeim sé greiddur 10% skattur eins og af öðrum arði en ekki tekjuskattur. Rekstur þeirra og ýmissa annarra getur snúist upp í tap eins og hendi sé veifað. Lægri skattþrep skýrir heldur ekki ein- göngu fjölgun einkahlutafélaga að undan- förnu. Fleira hangir á spýtunni, t.d. greiða fyrirtæki hvorki tryggingagjald, iðgjald í líf- eyrissjóði né félagsgjöld til stéttarfélags eins og launafólk. Svo má heldur ekki gleyma því hversu mikil gróska hefur verið í atvinnulífinu að ógleymdri þeirri eðlilegu til- hneigingu fólks að vilja takmarka ábyrgð sína með stofnun hlutafélags.“ Finnst þér þá ekki ástæða til að endur- skoða þetta fyrirkomulag? „Vissulega þarf alltaf að vera vakandi fyr- ir öllum slíkum möguleikum en ég sé nú ekki betur en lækkun tekjuskatta minnki verulega hvatann.“ Lægri fjármagnstekjuskattur skilar meiru í kassann Pétur Blöndal var í framhaldi af því spurður hvort hann teldi ástæðu til að hækka fjármagnstekjuskattinn. „Ég verð að segja að mér finnst athyglisvert að stærstu skattsvikamálin á Íslandi eru vegna fjár- magnstekjuskattsins – þessara 10%. Ef skatturinn yrði hækkaður yrði hvatinn væntanlega enn meiri. Þar fyrir utan telja margir að með frjálsum fjármagnsflutning- um flytji menn bæði arð og vexti og annað slíkt til útlanda þar sem skattar eru lægri,“ segir hann og leggur áherslu á að þessi rök séu margrædd. „Ég held að menn ættu að vera mjög ánægðir með fjármagnstekju- skattinn eins og hann er því að þó hann hafi t.d. verið lækkaður úr 47% á söluhagnað niður í 10% gefur hann ríkissjóði marg- faldur tekjur á við tekjurnar fyrir lækk- unina. Menn ættu að horfa meira á hvaða tekjur skatturinn gefur ríkissjóði heldur en þessa samanburðarfræði.“ Indriði Þorláksson, ríkisskattstjóri, sagði tvo meginstrauma ríkja varðandi skattlagn- ingu fjármagnstekna í nágrannalöndunum. „Annars vegar að gera engan greinarmun á fjármagnstekjum og öðrum tekjum, þ.e.a.s. leggja þær saman og skattleggja sem eina heild eins og tíðkaðist í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Hins vegar að aðgreina tekjur og fjármagns- tekjur eins og gert er á hinum Norðurlönd- unum og skattleggja fjármagnstekjurnar sérstaklega – oft með á bilinu 25–29% skatt- hlutfalli. Það skatthlutfall er svipað eða jafnvel hærri en af launatekjum.“ Pétur sagði samanburð á fjármagnstekju- skatti milli Íslands og nágrannaþjóðanna talsvert flókinn. „Hjá nágrannaþjóðunum skekkja alls konar undanþágur myndina verulega. Skattahlutfallið sjálft segir ekki alla söguna því að líta verður á þætti eins og skattstofninn, hvers kyns undanþágur og frádrætti til að sjá heildarmyndina. Spurn- ingin er hvort menn vilja hafa kerfið einfalt og að einhverju leyti óréttlátt eða mjög flók- ið og réttlátara. Það er spurning hvort menn horfa á tekjur ríkissjóðs númer 1, 2 og 3 eða tekjujöfnunina. Menn geta verið svo uppteknir af því að skipta kökunni að kakan minnkar niður í ekki neitt.“ Óeðlilega mikill munur á skattbyrði einstaklinga og lögaðila Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir óeðlilega mikinn mun á skattbyrði einstaklinga og lögaðila á Íslandi „Eftir að ljóst varð að lögfesta ætti þenn- an gífurlega mun á skattlagningu eftir upp- runa tekna þurfti ekki að spyrja að afleið- ingunum. Sprenging varð í stofnun einkahlutafélaga enda var með stofnun þeirra hægt að takmarka ábyrgð eigenda og færa hluta launa yfir á hagnað og arð og greiða þannig lægri skatta. Ég man að margir aðilar í skattkerfinu vöruðu við þess- ari breytingu, m.a. embætti ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og skattstjórar að ótöldum Seðlabankanum og ASÍ. Farið var yfir fyrirséðar afleiðingar þessarar skatta- lækkunar og þær hafa allar komið fram. Ég hef skilning á því að í þessari breyt- ingu er fólginn ákveðinn hvati fyrir atvinnu- rekstur og jafnvel frumkvöðlastarfsemi í landinu. Engu að síður er ég þeirrar skoð- unar að með þessari breytingu og reyndar líka skattbreytingunum almennt á undan- förnum árum hafi skapast of mikill munur á skattbyrði lögaðila og einstaklinga, sem aukið hefur á óréttlætið í skattlagningu. Gíf- urleg tilfærsla hefur orðið á skattheimtunni sem færst hefur meira og meira frá fyr- irtækjum og fjármagnseigendum yfir á launatekjur og lífeyrisgreiðslur. Ekki má heldur gleyma því að fjölgun einkahluta- félaga hefur haft í för með sér umtalsvert tap fyrir sveitarfélögin í landinu. Eins hefur verið bent á að yfirfærsla úr einkarekstri í einkahlutafélag ýtti undir skattasniðgöngu og gerviverktöku. Með því að taka veru- legan hluta tekna í formi arðs og söluhagn- aðar sköpuðust líka möguleikar á ýmsum tekjutengdum bótagreiðslum eins og vaxta- og barnabótum.“                                          !" #$   %  &'   ( )  '   ! * +  ,-*     ,!''!"  $ . % !"*  ( )' %  /   * $ #) * (  "- 0   * 1 ( 2!"   3   (   0" 1 ( )    4   2!"  $ 2    $      (  ,  ) * 5* *  6%     (  )  ! * +  ( #  ) * *!"   ,  ) *  $       ( #  2- * !"                ! "#$ %&'  (    !    %&'  )*        &   +     , "  - %&'   "                     7 8 9     :                   ago@mbl.is ’Ef einhver ætlar að fara út í góðan rekstur leikur ekkivafi á því að stofnun einkahlutafélags er góður kostur.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 11 ’Við stöndum frammi fyrir storminumsem við höfum lengi óttast.‘Ray Nagin , borgarstjóri New Orleans, þegar hann fyrirskipaði brottflutning allra íbúa borgarinnar er fellibylurinn Katrín stefndi á hana. ’Þetta er ólýsanlegur harmleikur.‘Kathleen Blanco , ríkisstjóri í Louisiana, eftir að felli- bylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna. ’Við erum unnendur náttúrunnar. Okkurer annt um þær gersemar sem skipulega er verið að skemma af ríkisstjórn þessa lands sem hingað til hefur skellt skoll- eyrum við öllum mótmælum. Við þorum að berjast fyrir náttúruperlum og meint vanvirðing við fánann finnst okkur lítið mál í samanburði við þá óvirðingu sem landið sjálft og þjóðin má þola.‘Finnur Guðmundsson og Hjörtur Jóhann Jónsson , sem klifruðu upp á Stjórnarráðsbygginguna og höfðu fánaskipti á henni. ’Þarna sat ég í götunni með stúfinn íhendinni og var að hugsa um að fá mér smók!‘Björn Hafsteinsson , vagnstjóri hjá Strætó bs., um al- varlegt strætisvagnsslys sem varð til þess að hann missti báða fætur. ’Við heyrðum að sjálfsmorðssprengj-umaður væri í þvögunni. Allir æptu þann- ig að ég stökk fram af brúnni í fljótið, synti og komst að bakkanum. Ég sá kon- ur, börn og gamla menn falla á eftir mér í vatnið.‘Fadhel Ali , 28 ára Íraki, eftir að hátt í þúsund manns tróðust undir eða drukknuðu í Tígris-fljóti. Ofsa- hræðsla greip um sig nálægt helgistað í Bagdad þar sem um milljón sjítar voru saman komnir vegna trúarhátíðar. ’Er maðurinn fífl?‘Ian Campell , umhverfisráðherra Ástralíu, um Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra, samkvæmt frétta- vefnum news.com.au. Árni ritaði Campell bréf þar sem hann gagnrýndi Ástrali fyrir að andmæla vísinda- hvalveiðum Íslendinga í ljósi þess að þeir standi sjálf- ir að umfangsmikilli fækkun á úlföldum og kengúrum. ’Að mínu mati birtist metnaðarleysi yf-irvalda á margan hátt, m.a. í því að við vorum komin með sjálfsagða bráðaþjón- ustu fyrir unga fólkið en fengum ekki að halda því áfram þó öll rök hafi verið með því.‘Þórarinn Tyrfingsson , yfirlæknir á Vogi, í tilefni af nýútkomnu ársriti SÁÁ fyrir 2004–2005, þar sem fram kemur að vímuefnavandinn hafi aukist verulega síð- ustu ár. ’Það mætti gera miklu meira við Hljóm-skálagarðinn. Það er t.d. óskiljanlegt hvers vegna Árbæjarsafninu var valinn staður í Árbæ (kannski var bara búið að nefna það áður en húsin voru flutt).‘Grímur Atlason í grein um skipulagsmál í Reykjavík. ’Ef þjóðin hafnar henni, þá skrifum viðaðra.‘Jalal Talabani , forseti Íraks, um stjórnarskrá lands- ins sem verður lögð í dóm írösku þjóðarinnar í októ- ber. ’Jónas Jóhannsson héraðsdómari spurðiyfirtollvörðinn af þessu tilefni hvort það væri eitthvað óeðlilegt þótt menn yrðu taugaóstyrkir þegar þeir þyrftu að gera grein fyrir áfengi sem þeir hefðu með- ferðis. Þetta hefði dómarinn sjálfur feng- ið að prófa á eigin skinni fyrir skömmu þegar hann var látinn gera grein fyrir hvítvínsflösku í farangri sínum í Leifs- stöð.‘Úr lýsingu á réttarhaldinu yfir manninum sem ákærð- ur var fyrir að flytja hingað til lands frá Litháen tvær flöskur af brennisteinssýru. Maðurinn var sýknaður. Ummæli vikunnar AP Ástandið í New Orleans versnar stöðugt og fjöldi fólks hefur misst heimili sitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.