Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Salou Súpersól 9. og 16. september frá kr. 24.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • Hafnarfirði • sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður síðustu sætin til Salou á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 24.995 í 5 daga Kr. 34.995 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 9. eða 16. sept. í 5 eða 12 daga. Kr. 34.990 í 5 daga Kr. 44.990 í 12 daga Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 9. eða 16. sept. í 5 eða 12 daga. Síðustu sætin RANNSÓKN BOÐUÐ Hjálpargögn streymdu til New Orleans í Bandaríkjunum í gær og þjóðvarðliðar byrjuðu að dreifa þeim til tuga þúsunda borgarbúa sem höfðu beðið eftir aðstoðinni í fimm daga, án matar og drykkjarvatns. Þúsundir þjóðvarðliða komu til borgarinnar og vörubílalest flutti þangað matvæli, vatn og lyf. Öld- ungadeildarþingmenn í Washington sögðust ætla að hefja rannsókn á miðvikudag á viðbrögðum alrík- isstjórnarinnar við hamförunum. Búist er við að það taki nokkra daga að flytja alla borgarbúana frá New Orleans. Kögun býður lægst Kögun átti langlægsta tilboðið í gerð ökutækja og ökuskírteinaskrár á Trinidad og Tóbagóeyjum í Kar- íbahafi. Kögun bauð um eina milljón dollara í verkið í samvinnu við lítið þarlent fyrirtæki. Bjarni Birgisson, framkvæmdastjóri Þróunardeildar Kögunar, segir fyrirtækið hafa þurft að sitja undir ásökunum um spill- ingu og mútur og ýmiss konar óhróður þarlendra fjölmiðla. Hafi fyrirtækið þurft að hrekja óhróð- urinn gagnvart Sameinuðu þjóð- unum. Klúður sökum reynsluleysis Guðmundur Árni Stefánsson, al- þingismaður Samfylkingarinnar, segir að reynsluleysi Össurar Skarp- héðinssonar og Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur hafi orðið til þess að Samfylkingin komst ekki í rík- isstjórnarsamstarf eftir síðustu kosningar. Hann fullyrðir, í viðtali við Árna Þórarinsson í tímariti Morgunblaðsins, að ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi verið raunhæfur möguleiki, en hon- um hafi verið klúðrað. Guðmundur Árni kveður nú stjórnmálin og tekur við embætti sendiherra í Stokkhólmi 1. nóv. nk. Í viðtalinu rifjar hann upp feril sinn í stjórnmálum. Björgunarsveitir til reiðu Íslenskar björgunarsveitir á veg- um Landsbjargar eru nú í við- bragðsstöðu og tilbúnar að fara til flóðasvæðanna í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóð- irnar hafa skorað á þjóðir heims að leggja til björgunarsveitir og neyð- araðstoð til bágstaddra. Utanrík- isráðuneytið leitar enn íslenskrar konu sem tilkynnt var um að væri týnd. Hennar hefur verið leitað frá fyrsta degi. Mikið lagt til rannsókna Íslensk stjórnvöld leggja hlutfalls- lega mest til rannsókna og þróunar af Norðurlöndunum, en Noregur minnst. Hins vegar leggja íslensk fyrirtæki mun minna til rannsókna en fyrirtæki á Norðurlöndum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 41 Fréttaskýring 8 Myndasögur 42 Hugsað upphátt 19 Dagbók 42/45 Menning 46/47 Víkverji 42 Sjónspegill 26 Staður og stund 43 Forystugrein 28 Leikhús 46 Reykjavíkurbréf 28 Bíó 50/53 Umræðan 30/36 Sjónvarp 54 Bréf 36 Staksteinar 55 Minningar 38/39 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað að Kleppsvegi 64 kl. 2.25 í fyrrinótt, en þar hafði komið upp eldur í þriðju hæð í fjölbýlis- húsi. Að sögn varðstjóra hjá Slökkvi- liðinu hafði nágranni bjargað ein- um manni út úr íbúðinni og voru þeir báðir fluttir á slysadeild. Tveir reykkafarar fóru inn og slökktu eld í eldhúsi, en hann hafði kviknað út frá síðnætureldamennsku. Eld- urinn var ekki mikill en töluverður reykur myndaðist og reykræsta þurfti íbúðina og stigaganginn. Eldur kviknaði í eldhúsi TÓNLEIKAR hljómsveitarinnar Franz Ferdinand í Kaplakrika á föstudagskvöldið fóru afar vel fram að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði og var aldrei ástæða til að skipta sér af málum þar. Í öðrum bæjarhlutum Hafn- arfjarðar var aðra sögu að segja, en lögreglan stöðvaði alls sex öku- menn grunaða um ölvun við akstur aðfaranótt laugardags. Þykir það allnokkur fjöldi að sögn lögreglu. Sex ölvaðir við akstur í Hafnarfirði Hrunamannahreppur | Bændur hér í Hrunamannahreppi eru að byrja kornskurð en bygg er ræktað á 130 til 140 hekturum lands. Útlit er fyrir góða kornuppskeru. Byggið er valsað og mest af því súrsað og er hið besta fóður fyrir mjólk- urkýr. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti að slá sex raða bygg á um 9 hektara akri á jörðinni Syðra-Langholti í góða veðrinu sl. föstudag. Kornskurðarvélin sem er þýsk er alveg ný af gerðinni Claas og reyndist mjög vel. Að sögn Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra hjá Korpu, hefur byggrækt aukist um 10 til 15% árlega undanfarin ár. Talið er að bygg sé ræktað á rúmlega 3000 hekturum á öllu landinu. Hann segir líkur á góðri uppskeru nú en hún verði þó ekki eins mikil og árin 2003 og 2004 sem voru afbragðs uppskeruár. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Góð kornuppskera BORÐTENNISMEISTARARNIR úr Víkingi losnuðu úr prísundinni á flugvellinum í Kiev í Úkraínu í gær- morgun. Að sögn Tryggva Áka Pét- urssonar, eins þremenninganna, þurftu þeir að borga samtals um 500 bandaríkjadali og fengu þá að fara inn í landið. „Við höfðum reynt að fá að tala við einhvern en var alltaf bent að fara inn í þennan sal og bíða bara. Það var ekkert að gerast og enginn kom að tala við okkur. Við reyndum að stelast inn í vegabréfaafgreiðsluna sem var þarna. Í morgun náðum við á endanum að hitta á manneskju sem spurði hvort við hefðum pening fyrir vegabréfsáritun,“ sagði Tryggvi Áki. Þegar rætt var við Tryggva Áka voru þeir félagar á leið í leigubíl til Sumy, þar sem þeir áttu að spila við Úkraínumeistarana í borðtennis í gær. Vegalengdin er um 300 km. Ekki var komið í ljós hvort leiknum fengist frestað þar til í dag, sunnu- dag. Tryggvi Áki sagði að þeir væru þreyttir og máttlausir eftir að hafa fastað heilan sólarhring. Látnir sofa á grjóthörðum bekkjum „Við vorum látnir sofa á grjót- hörðum bekkjum.Við erum mátt- lausir og þreyttir. Við fengum ekk- ert að borða. Það var einhver sem reyndi að selja okkur hálfa vatns- flösku á tvo dollara, en við létum ekki bjóða okkur það,“ sagði Tryggvi Áki. Að sögn Péturs Stephensen, for- manns borðtennisdeildar Víkings, var óskað eftir því við borðtennislið Lokomotiv Sumy, að leiknum yrði frestað þar til í dag. Máttlausir og þreyttir eftir vistina „VIÐ teljum að þetta sé góður samn- ingur fyrir íslenskan landbúnað og er- um afar þakklát þeim embættis- og stjórnmálamönnum sem hafa verið í fararbroddi í þessum viðræðum og gengið frá þessu samkomulagi,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS/MBF, þegar blaðamaður Morg- unblaðsins leitaði viðbragða hjá hon- um við Hoyvíksamningnum sem felur í sér algera fríverslun og tollfrelsi milli Íslands og Færeyja. Segir Guð- brandur að með tíð og tíma megi gera ráð fyrir að markaðsstærð íslenskra mjólkurafurða í Færeyjum verði 3-4 milljón lítrar á ári Velvilji Færeyinga mikill gagnvart íslenskum vörum Aðspurður segir Guðbrandur ljóst að íslenskir framleiðendur mjólkuraf- urða hafi á undanförnum árum horft til Færeyja enda miklir kostir bundn- ir þeim markaði. „Annars vegar er þetta markaður sem er mjög nálægt okkur og við erum að horfa til þess að við getum verið að vinna sýrðar vörur með meðallangt geymsluþol, þá er ég að tala um 14 til 28 daga,“ segir Guð- brandur og nefnir í því samhengi vörur á borð við skyr, jógúrt og bragðbætta mjólkurdrykki eins og skyr.is. „Hins vegar tel ég ljóst að það er mikill velvilji í Færeyjum gagnvart íslenskum vörum, auk þess sem Fær- eyingar þekkja vel til íslenskra af- urða,“ segir Guðbrandur og bætir við: „Svo er líka mikill kostur að við get- um prófað vörur í okkar umbúðum á þessum markaði, sem er auðvitað al- veg einstakt. Þannig að vonandi mun framtíðin leiða það í ljós að þetta verði nánast eins og hluti af okkar heima- markaði.“ Spurður hvaða markaðsstærð gera mætti ráð fyrir í Færeyjum segist Guðbrandur sjá fyrir sér að hann geti með tíð og tíma orðið 3–4 milljón lítr- ar af mjólk, sem væri 3% af heildar- framleiðslu á Íslandi, en hún er 111 milljón lítrar árlega. „Auðvitað förum ekki inn með allt þetta magn í einu, því það tekur einhvern tíma að þróa markaðinn.“ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær undirrituðu Davíð Oddsson, ut- anríkisráðherra, og Jóannes Eides- gaard, lögmaður Færeyja, með sér samkomulag þess efnis að landbún- aðarhluti Hoyvíksamningsins taki þegar í stað gildi. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi segir Guðbrandur það muni flýta áformum MS/MBF varð- andi útflutning til Færeyja og megi gera ráð fyrir að fyrstu sendingar geti farið utan innan tíðar. „Um leið og við náum samkomulagi við kaup- endur er ekkert því til fyrirstöðu að byrja viðskiptin,“ segir Guðbrandur og tekur fram að fyrirtækið hafi að undanförnu verið í viðræðum við aðila á færeyska markaðnum. „Ég held einnig að það sé mjög mikilvægt að við nýtum okkur það að samningur- inn virki í báðar áttir og við munum hafa augun opin fyrir því hvort ein- hverjar vörur í Færeyjum gætu hent- að í okkar dreifikerfi.“ Miklir möguleikar á færeyskum markaði Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞRETTÁN rúður voru brotnar í Rimaskóla um hálftvöleytið í gær- nótt. Voru við athæfið nýttir grjót- hnullungar og járnbiti og var að- koman ekki falleg að sögn lögreglu. Stórar rúður voru brotnar og skemmdirnar umfangsmiklar. Lög- reglan telur sig hafa vísbendingar um hverjir voru þar að verki og vinnur nú að rannsókn málsins. Helgi Árnason, skólastjóri Rima- skóla, harmar þennan leiðinlega at- burð, en segir þó enga röskun verða á kennslu vegna þessa. „Þetta voru bara rúðubrot,“ segir Helgi. „Kerfið fór í gang og raskaði áformum þeirra sem þarna voru að verki. Securitas-menn voru komnir á svæðið fimm mínútum eftir að kerfið fór í gang.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúðubrot í Rimaskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.