Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 43

Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 43 DAGBÓK Ferðahátíð verður haldin í Norræna hús-inu dagana 8.–10. september nk. á veg-um tímaritsins Icelandic Geographicog eru fyrirlesarar meðal áhrifamestu einstaklinga á sviði ferðamála og ferðaskrifa í heiminum í dag. Ráðstefnustjóri verður Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður. Alls koma ellefu erlendir fyrirlesarar á ráðstefnuna. Þeirra á meðal eru Keith Bellows, ritstjóri National Geographic Traveler, metsöluhöfundurinn Bill Bryson, Maureen og Tony Wheeler, stofnendur Lonely Planet-ferðabókaútgáfunnar, Annie Grif- fiths Belt, ljósmyndari National Geographic, breski rithöfundurinn og Íslandsvinurinn Tim Moore, ferða- og ævintýrahöfundurinn Tim Ca- hill, Dan Hayes, ritstjóri CNN Traveller, ljós- myndarinn Peter Menzel, David Leffman, ljós myndari og ferðabókahöfundur, Sören Sattrup, ritstjóri Politiken-ferðahandbókanna, Faith D’A- luisio, rithöfundur og sjónvarpsþáttaframleiðandi og síðast en ekki síst Rudy Maxa, einn virtasti álitsgjafi í Bandaríkjunum á sviði ferðamála. Meðal íslenskra þátttakenda á hátíðinni verða Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og skáld, Unnur Jökulsdóttir, rithöfundur og æv- intýrakona, Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður, og Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins. Þórdís Hadda Yngvadóttir, ritstjóri Icelandic Geographic, er hugmyndasmiður og fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar. Hún segist hafa komist í kynni við marga fyrirlesarana eftir að hafa kynnt blaðið sitt víða erlendis og það hafi auðveldað henni að kveikja áhuga frægra ferða- frömuða að koma til Íslands, en fæstir þeirra höfðu áður komið til landsins. „Ferðalög eru líklega einn mikilvægasti hluti af lífsstíl nútímamannsins og því má segja að ferðaþráin sé ofarlega á lista þegar kemur að af- þreyingu fólks. Fólk er t.d. tilbúið að leggja mik- ið á sig til að ferðast. Ferðalög eru bæði kostnaðarsöm og það þarf að takast á við margt á leiðinni. Oft byrjar ferðalag hins vegar aðeins sem lítil hugmynd, eftir lestur áhugaverðrar bókar eða blaðagreinar og stundum eiga sjónvarpsþættir eða frásagnir kunningja upptökin,“ segir Þórdís Hadda. „Aldrei hefur hins vegar viðlíka ferðahátíð ver- ið haldin hér á landi með jafn eftirsóttum þátt- takendum og ég vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta þar sem hátíðin er opin öllum áhugasömum. Nú gefst Íslendingum jafnt sem útlendingum einstakt tækifæri til að heyra frá- bærar ferðasögur og frásagnir víðförulustu ferðalanga í heimi um leið og gestir geta notið þess að ferðast í huganum á einni svölustu ferðahátíð, sem hér verður haldin,“ segir Þórdís Hadda að lokum. Ferðalög | Fjöldi fyrirlesara á íslenskri ferðaráðstefnu í Norræna húsinu Oft er ferðaþráin ansi skrýtin  Þórdís Hadda Yngva- dóttir er fædd 1970, stúdent frá MR og með BA-próf í bókmennta- fræðum frá HÍ. Árið 2002 stofnaði hún út- gáfufyrirtækið Nansen ehf., sem m.a. gefur út hið árlega Icelandic Geographic. Þórdís hef- ur skrifað greinar um Ísland og norðurslóðir fyrir alþjóðlega tímaritið CNN Traveller og frá 2002 hefur hún starfað sem kynningar- og útgáfustjóri ÁTVR. Hún er gift Katli Sig- urjónssyni og eiga þau tvö börn. Innritun á haustönn BRIDSSKÓLINN ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Byrjendanámskeið: Hefst 26. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23. Þú kannt lítið sem ekkert, en hefur alltaf langað til að læra undirstöðuatriðin í brids. Þá er byrjendanámskeið Bridsskólans tilvalið fyrir þig. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að koma með „makker“. Þegar upp er staðið, eru nemendur orðnir vel spilahæfir og kunna skil á grunnreglum hins vinsæla Standard-sagnkerfis. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa og lærðu brids í skemmtilegum félagsskap. Framhaldsnámskeið: Hefst 28. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Þú kannt brids. Tekur þína níu slagi í þremur gröndum án þess að blása úr nös. En það kemur fyrir að þú spilir þrjú grönd þegar betra væri að spila sex tígla. Og einhvern veginn nærðu ekki sambandi við makker í vörninni. Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans gefst þér gott tækifæri til að bæta við kunnáttuna. Þú lærir nútíma sagnir, hvassa spilatækni og samvinnu við makker í vörninni. Og skemmtir þér konunglega um leið. Ítarleg kennslugögn fylgja báðum námskeiðum. Kennari er Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. PÍANÓKENNSLA fyrir fullorðna Upplýsingar veitir Bryndís í síma 696 8515 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Viltu betri líðan? Þarftu að fara rólega af stað? Ný námskeið hefjast 5. september • Góð alhliða leikfimi • Bakleikfimi fyrir karlmenn • Jóga • Orka og slökun • NÝTT! Langtímaþyngdarstjórnun með persónulegu aðhaldi Fagfólk með sérmenntun og langa reynslu sér um alla þjálfun. Þægilegt og rólegt umhverfi. Upplýsingar og skráning á skrifstofu G.Í., Ármúla 5, sími 530 3600, www.gigt.is 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0–0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 Rc6 9. Dc2 Da5 10. Rd2 Be7 11. Bg3 Bd7 12. Be2 Hfc8 13. Hd1 Dd8 14. cxd5 exd5 15. Rf3 Db6 16. 0–0 Be6 17. Db1 Ra5 18. Ra4 Dd8 19. Rd4 Bd7 20. Rc3 Bxa3 21. Da2 Bb4 22. Rxd5 Rxd5 23. Dxd5 De8 24. Rf5 Be6. Staðan kom upp á Norðurlanda- mótinu í skák sem lýkur í dag í Vam- mala í Finnlandi. Evgeny Agrest (2.592) hafði hvítt gegn Tapani Sam- malvuo (2441). 25. Rxg7! Bxd5 25. … Kxg7 gekk ekki upp vegna 26. Dd4+ og hvítur nær manninum til baka. 26. Rxe8 Bc4 26. … Bb3 hefði engu bjarg- að vegna 27. Hd4! og hvítur stendur til vinnings. 27. Bxc4 Rxc4 28. Rc7 Hxc7 29. Bxc7 Rxb2 30. Hd7 Bc3 31. Hc1 Bf6 32. Bf4 b5 33. Hc6 Bg7 34. Hb7 a5 35. Hxb5 a4 36. Hcb6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Ferðaklúbburinn Flækjufótur fer helgarferð 24.–25. sept. Ekið verður um Stokkseyri, Eyrarbakka, Þykkva- bæ og Vestur- og Austur-Landeyjar. Gist á Hótel Dyrhólaey. Uppl. í síma 898 2468. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Hrunaréttir 16. sept.: Lagt af stað frá Gjábakka kl. 08 og Gullsmára kl. 08.15. Eftir réttirnar verður farið í Tungufellsdal o.fl. Boðið upp á kjöt og kjötsúpu að Hótel Gullfossi, Bratt- holti. Síðan ekið að Gullfossi og Geysi – um Laugarvatn, Lyngdalsheiði og Þingvelli. Skráningarlistar eru í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Alpastemning á Broadway Tónlistakemmtun með þekktum lista- mönnum frá Alpalöndunum, verður 5. sept. á Broadway Kl. 20, einnig verða ísl. tónlistaratriði, m.a. Ásta Begga og Gísli frá Hestheimum uppl. hjá FEB í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Á þriðjud. og föstud. kl.10.30 létt ganga um ná- grennið, allir velkomnir. Þriðjud. 6. sept. hefst glerskurður, umsjón Helga Vilmundard. Fimmtud. 8. sept. kl. 12.30 myndlist, umsjón Nanna S. Baldursdóttir. Strætó nr. S4 og 12 stansa við Gerðuberg. Furugerði 1 | Mánudaginn 5. sept. byrjar bókbandið, laus pláss. Hraunbær 105 | Námskeið í mynd- list, útskurði, glerskurði, perlusaum, kortagerð og skrautskrift eru að fara að byrja nú í sept. Skráning og nánari uppl. í síma 587 2888. Vinnustofan opnar 5. sept. Einnig er í boði leikfimi, boccía, félagsvist og bingó. Hæðargarður 31 | Hauststarfið er hafið. Komið við, staðfestið skrán- ingu og ræðið við leiðbeinendur. Fé- lagsmiðstöðin er opin frá kl. 9 til 16. Fastir liðir eins og venjulega. Hausti fagnað í Salnum með hátíðarbrag föstudaginn 9. sept. kl. 14. Spennandi námskeið á döfinni. Sími 568 3132. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Fundir æskulýðs- félagsins alla sunnudaga kl. 17.00– 18.30. Unglingar á aldrinum 13–15 ára eru boðnir velkomnir. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 4. sept-ember, er áttræð Helga Hans- dóttir, Hlíf, Ísafirði. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Miðtúni 45, Ísafirði, eftir kl. 17. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Erna María Björnsdóttir og Sunna Hrund Sverrisdóttir, heimsóttu Barna- spítala Hringsins nýlega og færðu hon- um 20.000 kr. að gjöf sem er ágóði af tombólum. Morgunblaðið/Jim Smart Hlutavelta | Þau Ísak, Lilja og Guðný héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.573 til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Júlíus Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.