Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 42
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ÞAÐ STENDUR HÉR AÐ ÞEGAR BÖRN HAFA NÁÐ SEX ÁRA ALDRI... ÞÁ HAFA ÞAU SÉÐ YFIR MILLJÓN MORÐ Í SJÓNVARPINU ÞETTA ER ALVEG HREINT HRÆÐILEGT! VIÐ HÖFUM GREINILEGA EKKI VERIÐ AÐ HORFA Á RÉTTAR STÖÐVAR É ÆTLA SKO EKKI AÐ BORÐA ÞETTA GRÆNA! OJJ! ÉG MUNDI HELDUR EKKI GERA ÞAÐ EF ÉG VÆRI ÞÚ. ÞETTA ER NEFNILEGA GEISLAVIRKUR ÚRGANGUR SEM STÖKKBREYTIR ÞÉR ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA BETRI LEIÐ EN ÞETTA ÉG FINN MUNINN Beini MORGUNSTUNDIN OKKAR Í DAG BER HEITIÐ: HUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS. © DARGAUD JAMM HALLÓ? 124,7 STÖÐIN? GÆTUÐ ÞIÐ ENDURTEKIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ SÖGÐUÐ RÉTT ÁÐAN? ÞETTA VAR SVO FALLEGA SAGT MEÐ ÁHERSLU Á BESTI TAKK VIÐ ENDURTÖKUM…HUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS. MEÐ ÁHERSLU. HANN HIKAR EKKI VIÐ AÐ FÓRNA SÉR FYRIR OKKUR…HANN SETUR LIF SITT Í HÆTTU TIL AÐ LÁTA EIGANDA SÍNUM LÍÐA VEL. VIÐ HÖFUM SÉÐ HUNDA Í BRJÁLUÐU VEÐRI, GRAFA Í SNJÓ MEÐ LITLUM BLÓÐUGUM LOPPUM OG DRAGA UPP FROSNA SKÍÐAMENN. ÞETTA GERA ÞEIR ÞRÁTT FYRIR ÓBÆRILEGAN SÁRSAUKA. HALLÓ 124,7 STÖÐIN. MÁ ÉG SEGJA NOKKUR ORÐ VIÐ YKKUR? ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ YKKUR Dagbók Í dag er sunnudagur 4. september, 247. dagur ársins 2005 Þegar Víkverjistundaði nám er- lendis vandi hann sig á að safna kvittunum og halda gott bókhald yf- ir eigin neyslu. Vík- verji sá að hann myndi ekki hafa neina fram- færslu í náminu nema af námslánunum og sparifé og halda þyrfti vel á spilunum til að halda fjárhagsáætlun. Það er jú svo að ef stundað er nám í tvö ár og í hverjum mán- uði eytt tíuþúsund krónum umfram áætl- un, þá safnast smáfjárhæðirnar upp og verða á endanum allverulegar. Þegar Víkverji kom aftur til lands- ins vildi hann halda áfram þessum góða sið, enda lítið verk og létt að halda einkaneyslu-bókhald og mjög gagnlegt að hafa skýra sýn á hvert peningarnir fara. En viti menn: það er hægara sagt en gert að fá kvittun í íslenskum verslunum. Víkverji leyfir sér að fullyrða að langoftast er ekki haft fyrir því að afhenda kúnna kvittun, og oft að kvittun er ekki einusinni prentuð út. Jafnvel í matvöruversl- unum gerist það iðulega að kassa- starfsmaðurinn geng- ur út frá að Víkverji vilji ekki kvittun, og þarf jafnvel að bregð- ast hratt við svo kvitt- uninni sé ekki snarað beint úr prentaranum í ruslið. Víkverja þykir of- boðslega þreytandi að þurfa trekk í trekk að biðja sérstaklega um jafnsjálfsagðan hlut og kvittun. En Víkverji til- heyrir minnihlutahópi. Flestir landsmenn láta sér nægja að vita nokkurn veginn hversu mikil heimild er eftir á yfirdrættinum og hafa ekk- ert skipulag á eigin neyslu. Keypt er eftir geðþótta, og í besta falli að fólk hafi grófa hugmynd um greiðslu- byrði lána og skuldastöðu. Þegar síð- an löngunin kemur upp í eitthvað nýtt er svo freistandi að taka bara greiðslusamning eða aukalán: það munar jú ekkert um ef greiðslum er dreift niður á þrjú ár – eða hvað? Víkverji veit sem er að þeir sem ekki venja sig á að telja krónurnar sínar, þeir munu seint hafa ein- hverjar krónur til að telja á annað borð. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Leikhús | Á dögunum var fyrsti samlestur á nýju íslensku verki, söngfars- anum „Gestur – Síðasta máltíðin“ eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson. Segir verkið frá þeim Lauga og Ólíver, samkynhneigðum hjónum í Graf- arholtinu og nýjum nágranna þeirra: atvinnuflugmanninum heillandi, Gesti sem setur líf þeirra hjónakorna úr skorðum. Þeir Gautur og Gunnar fara sjálfir með hlutverk parsins en Gestur er leikinn af Hrólfi Sæmundssyni. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og píanóleikari Raúl Jiménez. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandræðagestur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sálm. 18, 1 .–2.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.