Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. ÝMISLEGT þykir benda til þess að grá- gæsastofninn hafi verið vantalinn um allt að því helming að sögn dr. Arnórs Þóris Sig- fússonar fuglafræðings sem stundað hefur rannsóknir á íslensku gæsastofnunum frá árinu 1993. | 23 Grágæsastofninn vantalinn GUÐMUNDUR Kjærnested, fyrrver- andi skipherra, andað- ist 2. september sl. á gjörgæsludeild Land- spítalans, 82 ára að aldri. Guðmundur var einn nafntogaðasti skipherra Landhelgis- gæslunnar og tók þátt í öllum þremur þorska- stríðunum við Breta. Guðmundur fæddist 29. júní 1923 í Hafnar- firði. Foreldrar hans voru Halldór Kjærne- sted bryti og Margrét Halldóra Guðmundsdóttir. Guðmundur stundaði nám í Hér- aðsskólanum að Laugarvatni 1939– 41. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík ár- ið 1949 og skipstjóraprófi á varðskip- um ríkisins árið 1953. Guðmundur var háseti á Belgaum, Dettifossi og síðar á varðskipinu Ægi á árunum 1940–49. Stýrimaður á varðskipum Landhelg- isgæslunnar 1949–53 og skipherra frá 1954–84. Guðmundur var alla tíð virkur í félagslífi og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum um ævina. Hann sat í trúnaðarráði Stýrimannafélags Ís- lands á árunum 1950– 53, var formaður Starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar 1959–65, ritari Skip- stjórafélags Íslands 1962–66 og formaður þess 1971–75. Hann var einnig forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands á árunum 1973–75. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir, en þau giftust hinn 11. október 1944. Þau eignuðust fjögur börn, Símon Inga, Örn, Helga Stefni og Margréti Halldóru. Andlát GUÐMUNDUR KJÆRNESTED LÖGREGLAN í Reykjavík hefur handtekið alla fimm mennina sem grunaðir eru um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnar- nesi á föstudagskvöldið. Þeir eru á aldrinum sextán til tuttugu og sex ára. Enn átti eftir að yfirheyra nokkra hinna handteknu þegar Morgunblaðið fór í prent- un. Þá á eftir að fara yfir skýrslur og taka ákvörðun um framhald mála. Hinir grunuðu eru nú allir í vörslu lögreglunnar og verða þar áfram þar til ákvörðun verður tekin um hvort gæsluvarðhalds verður krafist. Skotvopnið, sem mun hafa verið notað, hefur enn ekki fundist, enda eiga ýmis máls- atvik eftir að skýrast við yfirheyrslur. Að sögn lögreglu fékk fórnarlambið, sem er piltur innan við tvítugt minni áverka en ætla mætti. Fékk hann minniháttar áverka á kvið og höfði. Nokkur vitni voru að brott- náminu og á lögregla eftir að ljúka yfir- heyrslum yfir þeim. Allir fimm eru í haldi lögreglu Í BANDARÍSKUM lögum um verð- bréfaviðskipti frá 1934 (Securities Exchange Act of 1934), sem lesa má á heimasíðu Fjármála- og verðbréfa- eftirlitsins í Bandaríkjunum (www.- sec.gov), er m.a að finna reglur um viðskipti fruminnherja með verð- bréf. Fjallar 16. kafli laganna um stjórnarmenn, aðalframkvæmda- stjóra sem eru fruminnherjar og stóra hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Samkvæmt lögunum er fruminn- herjum bannað að hagnast með kaupum eða sölu á verðbréfum á skömmum tíma. Því er þeim gert að eiga bréfin að lágmarki í sex mánuði. Hagnist fruminnherji á kaupum og sölu bréfa innan sex mánaða tímabils getur félagið sem í hlut á gert kröfu til þess hagnaðar. Þá er miðað við lengsta span milli kaupa og sölu á tímabilinu, það er lægsta kaupverð og hæsta söluverð bréfa innan um- ræddra sex mánaða. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki kveðið á um slík tímamörk, vegna viðskipta fruminn- herja með bréf í eigin félagi, í lögum eða reglum fjármálamarkaðarins hér. Almennt gildir sú regla að inn- herji má ekki eiga viðskipti ef hann býr yfir verðmætum upplýsingum sem fjárfestar hafa ekki almennt að- gang að. Íslenskum fjármálafyrir- tækjum er skylt, samkvæmt lögum, að setja sér ákveðnar reglur um verklag og senda þær Fjármálaeft- irlitinu til samþykktar. Hvert fyrir- tæki verður einnig að skipa reglu- vörð sem leiðbeinir innherjum um hvenær þeir mega eiga viðskipti og hvenær ekki. Þrír mánuðir hjá Íslandsbanka Í vikunni var tilkynnt um viðskipti sex forsvarsmanna Íslandsbanka með hlutabréf í félaginu. Þeir keyptu í lok maí síðastliðins 240 milljónir hluta á genginu 13,30 krónur og seldu réttum þremur mánuðum síð- ar, hinn 1. september sl., 241 milljón hluta á genginu 15,25. Brúttó sölu- hagnaður nam um 470 milljónum króna. Verklagsreglur Íslandsbanka um viðskipti starfsmanna með verð- bréf o.fl. kveða á um að starfsmaður, sem eignast hefur verðbréf í sam- ræmi við reglurnar, skuli eiga þau að lágmarki í þrjá mánuði frá kaupdegi. Bandarísk lög um verðbréfaviðskipti innherja Verða að eiga bréfin í 6 mánuði að lágmarki Íslenskum fjármálafyrirtækjum skylt að setja sér reglur UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ bauðst í gær til að senda alþjóðabjörgunarsveit Lands- bjargar á flóðasvæðin. Þetta kom í kjölfar beiðni frá Sameinuðu þjóðunum um að þjóð- ir heims settu björgunarsveitir sínar í við- bragðsstöðu. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir sveitina hafa verið setta í viðbragðsstöðu og hún sé tilbúin til að leggja af stað með skömmum fyrirvara. Utanríkisráðuneytið grennslast nú fyrir um íslenska konu sem saknað er í Miss- issippiríki í Bandaríkjunum eftir hin gríð- arlegu flóð í kjölfar fellibylsins Katrínar. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofu- stjóra hjá utanríkisráðuneytinu, er ekki bú- ist við öðru að svo stöddu en að konan hafi rýmt heimili sitt með öðrum. Þó verði leitað að henni þar til hún finnist. Pétur segir þó enn gríðarlegt álag á yfirvöldum og björg- unarsveitum ytra og allt enn í óvissu. Björgunarsveit í viðbragðsstöðu FURÐULEG en falleg sjón blasti við þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Suðurland. Á fallegri sléttu er nú að rísa sumarbústaður í einstökum stíl, en hann er all- ur byggður í anda og eftir aðferðafræði húsa- smiða fyrir um 800 árum. „Við erum að byggja hús sem gæti verið frá dögum Snorra Sturlusonar á tólftu til þrett- ándu öld,“ segir Gunnar Bjarnason húsa- smíðameistari, en sumarbústaðurinn er ætl- aður fjölskyldu hans. „Þetta er bæði segir Gunnar, sem byggði m.a. Þjóðveldis- bæinn við Stöng og var nú síðast annar meist- arinn við byggingu Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal sem er vönduð bygging í anda 14. aldar. „Það hefur ákveðið aðdráttarafl að fara úr Reykjavík og inn í hús sem gefur manni svona tilfinningu fyrir fortíðinni. Það eru massívir timburveggir og engin einangrun nema í gólfi. Svo er bara torf á þakinu. Þetta er handavinna frá A til Ö, allt unnið með hand- verkfærum, öxum og sköfum, engir naglar.“ stafverkshús og stokkahús, með hlöðnum sökkli og torfi á þaki. Við erum búin að vera að í sex vikur í sumar , en áður hef ég verið að grípa í þetta síðastliðin tvö ár. Þetta er þriðja árið sem við erum að, en ekki nema bara tíma og tíma á hverju ári. Þetta hefur risið í sum- ar.“ Gunnar segir helsta kostinn við þessa byggingaraðferð þá að byggingin sé allt öðru- vísi en nútíma sumarhús. „Nú vilja allir eiga eitthvað sérstakt og þetta er mjög sérstakt,“ Morgunblaðið/RAX Sumarbústaður að hætti Sturlunga ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.