Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Launakönnun Verzl-unarmannafélagsReykjavíkur með- al félagsmanna hefur leitt í ljós að laun verslunar- fólks hafa að jafnaði hækkað um 10% frá fyrra ári. Fram hefur komið í fréttum undanfarna daga að víða er mikil eftirspurn eftir fólki til starfa í versl- un og þjónustu og skv. ný- birtum niðurstöðum úr áð- urnefndri launakönnun kemur í ljós að ánægja meðal félagsmanna í VR með launin hefur aukist verulega frá síðasta ári. Þrátt fyrir þetta er staðreyndin engu að síður sú að yfir 900 fé- lagsmenn VR hafa verið atvinnu- leysisskrá að undanförnu. Þó dregið hafi úr atvinnuleysi á um- liðnum mánuðum er atvinnuleysi enn töluvert meðal félagsmanna flestra stéttarfélaga innan ASÍ. 1.209 á skrá hjá úthlutunarnefnd Þegar leitað er skýringa á þess- ari þverstæðu á uppgangstímum í efnahags- og atvinnulífi, stingur strax í augu að um eða yfir 70% at- vinnulausra eru konur. Atvinnuleysisbótadeild VR sér um að greiða atvinnulausum fé- lagsmönnum bæði VR og fjöl- margra annarra félaga atvinnu- leysisbætur úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Skv. nýjustu upplýsingum sem fengust sl. föstudag eru nú 1.209 einstakling- ar á skrá úthlutunarnefndar yfir atvinnulausa. Hefur atvinnulaus- um fækkað umtalsvert eftir því sem liðið hefur á sumarið. Konur eru 73% en karlar 27%. Að jafnaði eru atvinnulausar kon- ur töluvert yngri en karlarnir. Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, bendir á að skv. skráning- um hafi fjöldi atvinnulausra ein- staklinga farið mest í 1.300–1.400 manns. Hann var spurður um ástæður þess að svo margir eru enn á atvinnuleysisskrám þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vinnu- afli. „Við höfum helst hallast að þeirri skýringu að þau störf sem hafa boðist séu fremur karlastörf t.d. í byggingar- og vinnuvélageir- anum,“ segir hann. Spurður hvort sú breyting sé að verða að fólk sækist síður í þessi störf, t.d. við afgreiðslu og þjón- ustu en áður segir Gunnar Páll að þetta séu þau störf þar sem launin eru hvað lægst. „Hér er um að ræða þetta klassíska vandamál að fólk er að leita sér að hærra laun- uðum störfum og stekkur kannski ekki á hvaða starf sem er á lág- markslaunum, sem eru kannski lítið hærri en atvinnuleysisbæt- ur,“ segir hann. Hvað borgar sig? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðssérfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands, segir erfitt að benda á einhlítar skýringar á atvinnu- leysinu. Að hluta til snúist þetta um þá spurningu sem t.d ungar konur sem eiga börn standa frammi fyrir. Hvað kostar það að fara út á vinnumarkaðinn og greiða dagmömmu fyrir barna- gæsluna á móti því að vera heima hjá barninu og fá atvinnuleysis- bætur. Kannanir sem gerðar hafa verið bendi til að þessi ástæða vegi oft þungt. Hagfræðilega spurningin sé einfaldlega hvað at- vinnuleysisbæturnar eigi að vera háar svo þær virki ekki letjandi á að fara út á vinnumarkaðinn og leita sér að starfi. Gylfi segir einnig ljóst að áhugi fólks á að ráða sig til ýmissa starfa sem eru verr launuð hefur minnk- að verulega. „Það hefur sýnt sig í fleiri samfélögum en okkar að það eru til störf sem enginn vill vinna,“ segir Gylfi og bendir m.a. á þann vanda sem upp er kominn vegna skorts á starfsfólki til umönnunarstarfa. Sú umræða sé þó ekki ný af nálinni. Af athugun sem gerð var fyrir fimm árum megi sjá að þá var nákvæmlega sama umræða uppi vegna mann- eklu í umönnunarstörfum. „Þetta kemur í bylgjum. Þegar spenna og uppsveifla er á vinnumarkaði og eftirspurn er eftir fólki, skap- ast svona ástand um láglaunuðu störfin. Kjarasamningar eru svo miðstýrðir að það virðist ekki vera hægt að brjótast út úr henni og greiða laun skv. lögmálinu um framboð og eftirspurn.“ Kanna hvað stendur til boða Launakönnun VR bendir til þess að starfandi félagsmenn séu ekki eingöngu sáttari við launin heldur ánægðari í störfum sínum almennt séð. Gunnar Páll bendir á að VR hafi sjaldan upplifað jafn rólegt sumar hvað varðar kvart- anir frá félagsmönnum. „Við heyr- um sögur af því að fyrirtækin eru að bæta í og reyna að tryggja það að missa ekki mannskap. Það er meira um að fólk sem er að leita sér að vinnu fer á milli og kannar hvað býðst í launum og kjörum. Þeir sem eru að skipta um vinnu er fljótari en áður að fá annað starf.“ Ánægja með launin er þó mis- jöfn eftir atvinnugreinum. Merkja má minni ánægju í störfum sem heyra til samgöngum og flutning- um og ferðaþjónustu. Fréttaskýring | Margir eru án atvinnu í borginni þrátt fyrir mikið framboð starfa Konur 73% atvinnulausra Fólk sem leitar að vinnu fer á milli og kannar hvað býðst í launum og kjörum Eftirspurn er víðast hvar eftir starfsfólki. Ánægja með launakjörin fer vaxandi innan VR  Mun fleiri félagsmenn VR eru sáttir við launin sín í ár en í fyrra eða 51% á móti 40%. Einn af hverjum fjórum er ósáttur nú á móti einum af hverjum þremur 2004. Karlarnir eru ánægðari en konurnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í launakönnun VR 2005. Mest er óánægjan hjá starfsfólki í fyrirtækjum í sam- göngum, flutningum og ferða- þjónustu. Í fjármálaþjónustu og annarri sérhæfðri þjónustu er starfsfólk ánægðast. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SKÓLARNIR eru komnir í fullan gang og börnin fagna því langflest að vera komin aftur í félagsskap bekkjar- systkina sinna. Blíðir dagar haustsins eru nýttir í hvers kyns skemmtilega leiki, að minnsta kosti á meðan hann hangir þurr. Kólnandi vindar og björt sól einkenna haustdagana í Reykjavík og fæst sjaldan betra veður til að sprikla um og leika sér, hvort sem um er að ræða snúsnú, eltingar- leik eða gamnislag. Þessir krakkar í Vogaskóla voru að minnsta kosti vel hressir með félagsskap hver annars og glöddust eins og börnum einum er lagið. Morgunblaðið/Ásdís Spriklað í hressandi haustvindum LITLAR breytingar hafa orðið á af- stöðu Íslendinga til aðildar að Evr- ópusambandinu að undanförnu skv. niðurstöðum nýrrar könnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðn- aðarins. Þegar þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort þeir væru hlynnt- ir eða andvígir aðild Íslands að Evr- ópusambandinu sögðust 43% svar- enda hlynnt, 37% andvíg en 20% hvorki hlynnt né andvíg. Sé litið yfir hvernig afstaða Ís- lendinga hefur breyst til ESB-aðild- ar á sl. fimm árum kemur í ljós að dregið hefur úr stuðningi við aðild en í átta af hverjum tíu skiptum, sem spurt hefur verið, hafa þó fleiri verið hlynntir aðild en á móti. Mest hefur stuðningur farið í 52% í febrúar 2002 en minnst í 36% í febrúar 2003. Að sama skapi reis andstaðan við aðild hæst í 48% í febrúar 2003 en varð minnst 25% í febrúar 2002. 55% hlynnt því að teknar verði upp aðildarviðræður Svarendur voru einnig spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvíg- ir því að teknar yrðu upp aðildarvið- ræður við ESB. 55% svarenda sögð- ust hlynnt því að teknar yrðu upp viðræður, 30% voru andvíg því en 15% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg því. Þeim sem eru hlynntir því að taka upp aðildarviðræður hef- ur fækkað nokkuð á síðustu misser- um. Þá kom fram í könnuninni að 54% svarenda eru andvíg því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Ís- landi í stað krónunnar, 37% eru hlynnt því en 9% hvorki hlynnt né andvíg. 45% sögðust telja gott fyrir efnahags landsins að ganga í ESb en 38% töldu það slæmt. Úrtakið í könnuninni var 1.350 manns og svar- hlutfallið 61,1%. 43% hlynnt aðild að ESB en 37% á móti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.