Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3, 800 Selfoss 480 2900 - lög.is Um er að ræða stórglæsilegan 268,6 fm fjallaskála í Hólaskógi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frábært tækifæri fyrir t.d. aðila í ferða- þjónustu, enda er skálinn á skipulagi sem jaðarmiðstöð á miðhálendi. Góð eldunaraðstaða á báðum hæðum með borðstofu. Gistipláss er þrískipt og eru m.a. föst rúm og kojur auk aðstöðu fyrir staðarhaldara/fararstjóra. Alls er gistipláss fyrir um 85 manns. TILBOÐ ÓSKAST! Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. & Sigurður Sigurjónsson TIL SÖLU EÐA LEIGU FJALLASKÁLINN, HÓLASKÓGI, SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPI. Starengi 108, Grafarvogi, opið hús frá kl 14-16 í dag Húsið er á einni hæð, 177 fm + 12 fm blómaskáli. Í húsinu er mjög stór stofa, tvö svefnherbergi ásamt vinnuherbergi (getur verið svefnherb. eða viðbót við stofu). Sólstofa (úr plasti) með rennihurð og tveimur rennigluggum er áföst stofu. Húsið inniheldur stórt bað, eldhús, forstofu, þvottahús, geymslu og bílskúr. Húsið er laust fljótlega. Mjög fallegt útsýni er til fjalla. Ekkert áhvílandi. Húsið hentar sérstaklega fólki með græna fingur svo og golfleikurum. Verð 45.0 millj. Sigurður sýnir eignina. Stórglæsilegt 307 fm einbýlishús, vel staðsett og í góðu göngufæri við miðborgina. Góð bíla- stæði eru á lóð hússins og mögulegt að reisa bílskúr á lóðinni. Húsið er teiknað af Einari Er- lendssyni, húsameistara. Eignin sem er kjallari og tvær hæðir auk rishæðar, sem ekki er inni í fermetrafjölda eignarinnar, er öll hin glæsilegasta og er aukin lofthæð á öllum hæðum, þ.e. allt að 2,9 metrar. Eignin skiptist m.a. á eftirfarandi hátt: Á aðalhæð hússins eru m.a. eldhús, hol og þrjár samliggjandi glæsilegar stofur. Á efri hæð hússins eru m.a. fimm herbergi og baðherbergi. Risloft er yfir allri efri hæð og er það með góðri lofthæð. Í kjallara hússins eru m.a. tvö herbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og geymslur. Mögulegt væri að innrétta sér 4ra herbergja íbúð í kjallara. Lóð hússins er mjög falleg og ræktuð og með góðum bílastæðum. Húsið er í góðu ástandi á ytra byrði og hefur þak m.a. verið endurnýjað nýlega. Óskað er eftir tilboðum í eignina. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Sólvallagata- einbýli Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG HRAFNHÓLAR 4 - 1. hæð Falleg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli um 64,4 fm. Rúm- gott eldhús með borðkrók, baðher- bergi með nýlegri innréttingu og tækj- um, tengt fyrir þvottavél. Flísalagðar suðvestur svalir. Örstutt í skóla, sund- laug, verslanir og flesta þjónustu. Verð 13,4 millj. Þórey og Guðmundur taka á móti áhugasömum milli kl. 16 og 18 sunnudag. Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Hraunbraut - 200 Kópavogi Draumahús ehf. Brynjólfur Hjartarson hdl. og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar. Stórglæsilegt og afar vel viðhaldið 290 fm einbýli á tveimur hæð- um. Rúmgóður bílskúr. Möguleiki er á aukaíbúð á neðri hæð auk stækkunarmöguleika. Frábær staðsetning. Gríðarlega mikið og fallegt útsýni. Eign fyrir vandláta. Verð 58.700.000. Hugmyndafræðin á bak við byggðakvóta hefur verið að bæta fyrir ýmiss konar áföll sem sjávarbyggðir hafa orðið fyrir og tryggja atvinnu í byggð- arlögum sem af ein- hverri ástæðu hafa misst aflaheimildir sín- ar. Ástæðurnar hafa verið margvíslegar s.s. sala afla- heimilda frá byggð- arlaginu eða afla- brestur. Að mínu mati á byggðakvóti fyllilega rétt á sér, – að því gefnu að hann skili þeim árangri sem honum er ætlað að gera! Og því miður verð ég að við- urkenna að reynslan hefur ekki verið góð. Mikið hefur skort á pólitískan vilja til að beita byggðakvóta þannig að hann skipti einhverju máli fyrir þau byggðarlög sem verst hafa farið út úr samþjöppun aflaheimilda. Í staðinn virðist honum hafa verið dreift nokkuð jafnt yfir byggð- arlögin þannig að flestir hafa feng- ið smá, enginn nóg og allir eru óánægðir. Eru hugsanlega einhverjar að- gerðir sem gætu skilað betri ár- angri og um leið dregið úr óánægju með núverandi kerfi? Deilur um stjórnun fiskveiða snú- ast um aðgang að auðlindinni. Erf- itt hefur verið fyrir áhugasama einstaklinga eða fyrirtæki að hefja vinnslu á sjávarafurðum þar sem mjög dýrt er að kaupa bæði tæki og aflaheimildir. Nýliðun í grein- inni jókst í tengslum við stofnun fiskmarkaða hérlendis þar sem að- gangur að hráefni batnaði töluvert. Einnig hvöttu markaðirnir til ný- sköpunar og vöruþróunar í grein- inni, því með tilkomu þeirra varð fyrst mögulegt að sérhæfa sig í vinnslu ákveðinna tegunda. Meiri sátt í Færeyjum Hérlendis er deilt harkalega um auðlindina á meðan mun meiri samhugur virðist ríkja um sjávar- útveginn í Færeyjum. Ég tel að það megi fyrst og fremst rekja til þess að í Færeyjum er skylda að selja a.m.k. 30% af aflamagni á fiskmarkaði og er miðað við að hlutfallið náist á hverju 3 mánaða tímabili. Reynslan hefur síðan ver- ið sú að fiskmarkaðurinn í Fær- eyjum hefur fengið um 45% aflans. Jafnframt þarf allur afli sem flutt- ur er út með gámum að fara í gegnum færeyska markaðinn og er ekki leyfilegt að flytja hann út með öðru móti. Einnig mega fiski- skip ekki sigla með meira en 25% aflans á hverju ári. Þannig er mun meira jafnræði á milli kaupenda og Virkan markað í stað byggðakvóta Eygló Harðardóttir fjallar um byggða- kvóta ’Jafnvel þótt allur þessiafli yrði keyptur af er- lendum kaupendum myndi þetta þýða tuga milljóna kr. aukatekjur fyrir markaðinn.‘ Eygló Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.