Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini í september í 1 eða 2 vikur. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini í september frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku Verð kr.39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur 15. eða 22. sept. (ath. 22. sept. er aðeins vikudvöl í boði). Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 34.990 í viku Verð kr.44.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur 15. eða 22. sept. (ath. 22. sept. er aðeins vikudvöl í boði). Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Síðustu sætin SÍFELLT fleiri landsmenn skokka og fyrir marga er skokkið hluti af lífsstílnum. Sumir sækja í félagsskap- inn ekki síður en holla hreyfingu. Þessi hlaupari var hins vegar einn á ferð þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins mætti honum. Eins og sjá má er farið að skyggja á landinu. Það er því að verða tímabært fyrir skokkara og aðra þá sem ferðast um á tveimur jafnfljótum að huga að endurskinsmerkjunum. Skokkar í skammdeginu Morgunblaðið/RAX TEKJUR ríkissjóðs voru tæpum 35 milljörðum króna hærri fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra, sem er 23% hækkun milli ára. Gjöldin hækkuðu hins vegar um 15 milljarða króna sem er 6% hækkun milli ára að frátöldum vöxtum og er afkoman tæpum 26 milljörðum króna betri en áætlað var og útkoman er 20 milljörðum króna betri en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í greinargerð fjármálaráðuneytisins af þessu tilefni. Fram kemur að heildartekjur rík- issjóðs námu 185 milljörðum króna fyrstu sjö mánuðina. Þar af eru skatt- tekjur 167 milljarðar króna og hækk- uðu þær um 18,7% frá sama tíma í fyrra. Verðlag hefur á tímabilinu hækkað um 3,8% og hækkuðu því skatttekjur um 14,4% að raungildi. Tekjuskattur einstaklinga hækkaði um 11,5%, en tekjuskattur lögaðila lækkaði um 5,6%. Mest aukning hlut- fallslega varð hins vegar á tekjum af fjármagnstekjuskatti sem hækkuðu um tæpa 3,5 milljarða króna milli ára eða 54%, sem er raunaukning upp á rúm 48%. Þá varð 44% hækkun á innheimtu eignarskatta en þar er fyrst og fremst að verki aukning í innheimtu stimp- ilgjalda vegna mikillar veltu á fast- eignamarkaði. Liðurinn aðrar rekstr- artekjur hækkaði einnig um 8 milljarða króna milli ára, en það skýr- ist einkum af arðgreiðslu frá Síman- um og af sektargreiðslum olíufélag- anna að því er fram kemur í greinargerð fjármálaráðuneytisins. Veruleg aukning er einnig í inn- heimtu veltuskatta á fyrstu sjö mán- uðum ársins eða um 19% sem jafn- gildir tæplega 15% raunaukningu milli ára. Þar skiptir virðisaukaskatt- urinn mestu máli en innheimtur virð- isaukaskattur er 22,5% hærri í ár en á sama tímabili í fyrra. Vörugjöld af bíl- um aukast einnig verulega og eru 76% hærri en sama tímabil í fyrra, sem endurspeglar stóraukinn bílainn- flutning það sem af er ársins. 5,7 milljarðar vegna vaxta Gjöldin hækka milli ára um 15 milljarða króna á þessu tímabili eins og fyrr sagði. Þar af eru 5,7 milljarðar króna vegna hækkunar vaxta- greiðslna en stór flokkur spariskír- teina ríkissjóðs var til innlausnar í apríl í vor. Að því frátöldu hækka gjöldin um 6% milli ára. Hækkun fé- lagsmála, en undir þau falla almanna- tryggingar, fræðslu- og heilbrigðis- mál, er 8,4 milljarðar eða 7,8%. Hækkun til heilbrigðismála nemur 4,8 milljörðum og til fræðslumála 3,1 milljarði kr. Greiðslur til almanna- trygginga eru því næst óbreyttar og það gildir einnig um aðra málaflokka. Þá kemur fram að 2,3 milljarðar króna voru greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á tímabilinu til þess að lækka framtíðarskuldbind- ingar sjóðsins. 35 milljarða tekjuaukn- ing fyrstu sjö mánuðina Eftir Hjálmar Jónsson egol@mbl.is SKILNINGUR á niðurbrotsferli í fiski hefur aukist og niðurstöður doktorsverkefnis í matvælafræði gefa fyrirheit um að fljótvirkir skynj- arar sem segðu til um gæði fiskmetis gætu komist í hendur neytenda og kaupmanna áð- ur en langt um líð- ur. Guðrún Ólafs- dóttir varði doktorsverkefni sitt við raunvís- indadeild Háskóla Íslands á dög- unum. „Titill verkefnisins er „Rokgjörn efni sem gæðavísar í kældum fiski“, en rokgjörn efni valda lykt sem við nemum með nefinu,“ segir Guðrún. „Undirtitillinn er „Mat á niðurbrots- efnum örvera með rafnefi“ og þessi niðurbrotsefni eru rokgjörn efni sem valda skemmdarlykt í fiski. Hugsunin var að kanna hvaða efni þetta eru og greina þau síðan með fljótvirkum hætti með svokölluðu rafnefi.“ Aukinn skilningur á áhrifum hitastigs Við slíkt mat er venjulega notað skynmat. Fólk þefar þá af fiskinum til að segja til um hvort hann sé skemmdur eða ekki. „Slíkt er mjög háð einstaklingum. Til að gera þetta vel þarf að hafa fimm til sex manns og slíkt er dýrt í framkvæmd,“ segir Guðrún. „Hug- myndin var því að þróa tæki sem væri einfalt í notkun og gæti sagt til um gæði í fiski.“ Guðrún segir niðurstöður rann- sókna sinna sýna fram á að skemmd- arferli í fiski sé afskaplega flókið, en þorskur, ýsa, karfi, loðna og reyktur lax voru meðal tegunda sem skoðaðar voru. „Fiskur skemmist á mismunandi hátt eftir því hvernig hann er með- höndlaður og geymdur. Tilraunirnar gengu út á að skoða áhrif mismun- andi hitastigs og bera síðan mælingar rafnefsins saman við hefðbundnar mælingar sem notaðar eru í iðnaði og rannsóknum í dag,“ segir Guðrún. „Það þarf að tryggja að hægt sé að segja til um ástand fisks miðað við aldur hans.“ Niðurstöður Guðrúnar sýndu fram á mikilvægi þess að geyma fisk kæld- an, sem ekki eru ný tíðindi, en nú var lögð áhersla á að skoða sértækar skemmdar örverur og niðurbrotsefni þeirra. Skilningur á áhrifum hitastigs á skemmdarferlið hefur því aukist mikið. Rafnef í hendur neytenda Rafnefið er ekki ný hugmynd og rannsóknir hafa verið gerðar á því síðan um árið 1990, en Guðrún segir að hugsanlega megi nýta niðurstöður hennar til að þróa betri skynjara til að segja til um hvort fiskur sé fersk- ur. „Neytendur gætu jafnvel sjálfir notað þá í framtíðinni, eða kaupmenn þegar þeir kaupa inn fisk,“ segir Guð- rún. „Stundum fá þeir fisk sem þeir vita ekki hvernig hefur verið með- höndlaður áður og ef þeir geta sagt til um gæðin gætu þeir kannski líka gef- ið betri upplýsingar til neytenda. Þá væri líka hugsanlega hægt að verð- leggja fisk eftir gæðum.“ Aðspurð um hvenær slíkir skynj- arar gætu komist í almannaeign seg- ist hún ekki búast við því á morgun, en tækninni fleygi hratt fram. „Það væri til dæmis hægt að setja skynjara í pakkningar matvæla sem skiptu um lit ef ekki væri í lagi með vöruna,“ segir Guðrún. „Það er krafa frá neytendum að pakkningar fari að gefa til kynna ástand á vörum. Dag- merkingar og kæling veita þó áfram mesta öryggið.“ Rannsóknir Guðrúnar fóru fram á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og leiðbeinandi Guðrúnar í verkefninu var dr. Kristberg Kristbergsson. Rannsóknirnar voru styrktar af Rannís, AVS sjóðnum og Evrópu- sambandinu. Guðrún Ólafsdóttir varði doktorsverkefni í matvælafræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands Gæði fiskmetis mæld með rafnefi Rafnefið (FreshSense) sem notað var í rannsóknunum er frumgerð af tæki sem þróað var í samvinnu Maritech, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Háskóla Íslands. Fiskur er settur í skálina og pumpa er notuð til að flytja loftsýni í skynjararýmið, þ.e. kassann við hliðina. Tækið er útbúið með raf- lausnarnemum sem skynja helstu niðurbrotsefni sem myndast við skemmd. Tækið er tengt við tölvu sem stjórnar og skráir mælingar. Efni sem valda skemmdarlykt í fiski má nota sem gæðavísa. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Guðrún Ólafsdóttir NÝJUM öryrkjum í hópi karla fækkaði á fyrri hluta ársins miðað við síðasta ár og dregið hefur úr fjölgun öryrkja meðal kvenna. Þetta kemur fram á fréttavef Trygginga- stofnunar. Að mati Sigurðar Thorla- cius tryggingayfirlæknis styrkja þessar niðurstöður þá ályktun að sterk tengsl séu á milli nýgengis ör- orku og atvinnuleysisstigs hér á landi og að ekki séu skýr mörk á milli heilsubrests og atvinnuleysis. Í frétt Tryggingastofnunar kemur fram að öryrkjum hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Gögn Tryggingastofnunar um fjölda nýrra öryrkja á fyrri helmingi áranna 2000 til 2005 sýni hins vegar að verulega hafi dregið úr fjölgun öryrkja. Meðal kvenna fjölgaði nýjum ör- yrkjum frá 2002 til 2003 um 28% og frá 2003 til 2004 um 21%. Frá 2004 til 2005 fjölgaði öryrkjum meðal kvenna hins vegar aðeins um 9%. Meðal karla fjölgaði nýjum öryrkj- um frá 2002 til 2003 um 43% og frá 2003 til 2004 um 37%. Frá 2004 til 2005 fækkaði nýjum öryrkjum í hópi karla hins vegar um 7% og örorkulíf- eyrisþegum um 13%. „Atvinnu- ástand hefur farið batnandi og þess- ar tölur staðfesta þau tengsl á milli nýgengis örorku og umfangs at- vinnuleysis sem áður hefur verið sýnt fram á,“ segir Sigurður Thorla- cius í fréttinni, Dregið hefur úr fjölgun öryrkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.