Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
E
ftir að Malmö Kosthall,
Listhöll Málmeyar,
komst í gagnið fyrir
margt löngu, varð
borgin um árabil
spennandi áfangastað-
ur íslenskra myndlist-
armanna sem áttu leið til Kaupmann-
hafnar eða voru búsettir í borginni.
Frá þeim tíma og mörgum ferðum
þangað með starfsbræðrum mínum
og stundum fjölskyldum okkar á ég
ljúfar og mikilsverðar minningar.
Upphaflega með skipsferju sem var
nokkurt mál, bæði um aðdraganda og
sjálfa ferðina sem tók hátt á annan
klukkutíma, að viðbættri tollskoðun,
þar næst svifnökkva sem þaut yfir á
hálftíma eða svo. En síðan brúin yfir
sundið kom er þetta lítið mál, einung-
is að hoppa upp í lest svona líkt og að
fara til Hillerød á leið í Friðriksborg-
arhöll og samsvarandi labbi, þannig
að nú er ég yfirleitt einn á ferð.
Fyrstu árin rak hver metnaðarfull
framkvæmdin aðra svo að á einn hátt
var listahöllin í samkeppni við Lou-
siana í Humlebæk, spennandi hlutir
að gerast og ósjaldan biðraðir við
miðasöluna. Takmarkið var lengi að
ná að sækja báða staðina heim, en nú
hafa miklar breytingar orðið þar á,
Listhöll Málmeyjar hefur hvorki
stækkað né þróast á jafngæfulegan
hátt og Lousiana, þar munu hafa ver-
ið í gangi niðurdrepandi deilur sem
ekki sér í endann á og hafa haft áhrif
á starfsemina þótt stundum rofi til.
Eins og innfæddur málari og gamall
skólabróðir frá Akademíunni í Kaup-
mannahöfn Jacques Zadig að nafni
tjáði mér á Borgundarhólmi, er kom-
inn þangað danskur forstöðumaður
sem vill ekkert með málverkið hafa að
gera en ræktar hugmyndafræði og
fjöltækni í spreng. Hvenær hann hóf
störf hef ég ekki á hreinu, en síðustu
tvö skiptin sem ég hef verið á ferðinni
hafa salirnir verið nær galtómir, nú
síðast í bókstaflegri merkingu. Aðal-
gerningurinn þá stundina samanstóð
af nokkrum hljóðnemum hátt uppi, en
annað var ekki sjáanlegt í risastórum
salnum nema að í horninu fjærst sá í
þrjá safnverði í hnapp. Þá var önnur
sýning í innri sal sem er sýnu minni
og hann fullur af litríku dóti, en þar
enginn gæslumaður sjáanlegur. Veit-
ingabúð jafnaðarlega með vinninginn
um aðsókn, virðist enda rekin af mikl-
um dugnaði, hins vegar var bókabúð-
in nær tóm og sýndist mér minna úr
að moða og úrvalið einhæfara en áð-
ur. Þetta var að vísu milli hádegis og
nóns á góðvirðisdegi og manngrúi á
torgum og aðalgötum, allir útiveit-
ingastaðir fullir af svipbjörtu fólki en
lítið um að vera í verslunum. Tók eftir
því að sýningarnar tvær á listahöll-
inni voru betur markaðssettar utan
dyra en ég man dæmi um áður, með
veggspjöldum í yfirstærð og borðar
strengdir yfir götur. Sök sér, en komi
maður á Lousiana á góðvirðisdegi má
ósjaldan sjá nokkrar stórar rútur þar
fyrir utan með útlenskum einkennis-
merkjum, ekki síst sænskum, og
þröng innan dyra.
Er vel minnugur þess þegarsænskur sýningarstjóri meðsvipaðar skoðanir og sádanski settist í forstöðu-
mannsstólinn í Lousiana og innleiddi
þar ýmis skringilegheit, sjó og há-
vaða, og náði því afreki að minnka að-
sóknina til muna. Yfirgaf setrið að ári
til mikilvægari starfa í London þar
sem hann stóð sömuleiðis einungis við
í eitt ár en hvarf þá aftur til síns
heima. Kom þá í hlut stofnandans,
hins aldna Knuds W. Jensens, að
rétta við orðspor safnsins sem fjöl-
þættrar listastofnunar, og hinn
danski eftirmaður hans virðist pluma
sig. Þetta er skilvirkt dæmi þess að
rétttrúnaður á ekki heima á samtíma-
listasöfnum, að gerendurnir og verk
þeirra skuli vera í aðalhlutverkinu, en
sýningarstjórar í bakgrunninum,
jafnframt að oflæti og ofríki eigi þar
ekki heima. Hugtakið „manipulation“
hér nærtækt, iðulega notað í merk-
ingunni að ráðskast með og hafa áhrif
á atburðarásina með kænskubrögð-
um og stífri markaðssetningu. Skýr-
asta dæmið ótvírætt að á níunda ára-
tugnum kom fram ný kynslóð
hlutabréfabraskara vestan hafs og
austan sem margfaldaði heimsverðið
á myndlistarverkum með innbyrðis
handstýringu sem reyndist þó
skammgóður vermir, fóru allir illa úr
því nema hinn sænski Frederik Roos,
sem listhöllin Rooseum í Málmey
mun kennd við.
Starfsemin í Rooseum er annars á
hverfanda hveli um þessar mundir af
keimlíkum ástæðum, helst offram-
boði á innsetningum og myndbönd-
um, man þó eftir framúrskarandi sýn-
ingu á hvítum málverkum fyrir
fáeinum árum. Í framhjáhlaupi ekki
vanhyggja að vísa til þess að íslenskir
listunnendur staddir í Osló í fyrri
viku, sögðu mér þær fréttir að troð-
fullt hafi veri í Munch-safninu á
fimmtudegi og jafnvel enn fleiri á
Ríkislistasafninu, en salirnir tómir á
Samtímalistasafninu á laugardegi.
En það voru hvorki Listahöllin né
Rooseum-núlistasafnið sem freistuðu
mín tiltakanlega að þessu sinni, öllu
heldur nýja hverfið sem er í bygg-
ingu, minnugur þéttingar byggðar í
Reykjavík fæðingarborgar minnar.
Heil fjögur ár síðan við Sæ-mundur Guðmundssynilæknir í Lundi og TryggviÓlafsson málari á Amager
eyddum dagstund á sýningunni,
BoO1 framtíðarborgin, við vestur-
höfnina, sögð hin fyrsta af þeirri gerð
í Evrópu og mikla athygli vakti.
Henni var komið á laggirnar í tilefni
þess að byggja átti nýstárlegt og
manneskjulegt hverfi á hafnarsvæð-
inu og vildu framkvæmdaaðilar
kanna alla möguleika um fjölþættan
og vistvænan byggðakjarna, auglýstu
eftir nýjum og ferskum hugmyndum
sem féllu inn í þann ramma. Málmey
vildi hrifsa til sín forystuna um mann-
bætandi litríkt og fjölþætt borgar-
hverfi og kosta miklu til, einkum
skáka Kaupmannahöfn hvar menn
þóttu hafa gert mikil mistök á næst-
liðnum árum.
Hafði ég lengi haft hug á því að for-
vitnast um hvernig gengi að koma
verkefninu í framkvæmd og leitaði
upplýsinga um það hjá fyrrnefndum
Zadig. Kvað hann allt síður en svo
hafa gengið hnökralaust fyrir sig,
framkvæmdum seinkað vegna mikilla
deilna um stórt og smátt, hins vegar
væri tákn svæðisins, turninn mikli og
óvenjulegi sem rúma skyldi 147 lúx-
usíbúðir risinn upp en margt annað
ófrágengið sem ætti löngu að vera
komið í gagnið. Hönnuður turnsins
Santiago Calatrava starfar í Zürich,
París og Valencia, menntaður í högg-
myndalist, arkitektúr og verkfræði.
Turninn ber allri þessari menntun
gerandans vitni ekki síst í skúlptúrn-
um. Kubblaga einingar vefjast í eins
konar framvaxandi spíral 186 metra
upp mót himnahvelfingunni, líkjast
eins konar upphrópunarmerki á Eyr-
arsundssvæðinu og kallast á við hafið
og umheiminn.
Forvitni mín vakin og gerði ég mér
ferð yfir til Málmeyjar sem var þó
ekki endilega inni í áætluninni. Hugs-
aði dæmið svo að þar hlyti að vera
eitthvað sem Reykjavíkurborg gæti
fært sér í nyt varðandi þéttingu
byggðar, þá einkum væntanlega upp-
Hinn 186 metra hái Turn arkitektsins San-
tiago Calatrava í Málmey. Sýn listamannsins,
og tæknileg færni verkfræðingsins tengjast
hér frjálsri lífrænni hreyfingu, strangri rúm-
fræði og nútíma efnistækni.
SJÓNSPEGILL
BRAGI ÁSGEIRSSON
Morgunblaðið/Bragi
Dagstund í Málmey
Helgin
öll