Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 04.09.2005, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er mikilvægt að við lítum ekki á þunganir unglings- stúlkna sem vanda- mál sem er eingöngu bundið við stúlkurn- ar og kynhegðun þeirra,“ segir Sóley Sesselja Bender og bætir við að skoða þurfi þetta í stærra samhengi. „Í fyrsta lagi skiptir samfélagið máli og allt það sem stuðlar að eða dregur úr kynferðislegri ábyrgð ungs fólks. Það getur verið menning- arbundið af hverju stúlka verður ófrísk. Í öðru lagi má telja alla þá sem unglingar eru í samskiptum við og þar skipta foreldrar ef til vill mestu máli. Í þriðja lagi snýst þetta síðan um kynhegðun unglinganna sjálfra, hvort þeir sýni ábyrgð eða ekki, hvort þeir byrji snemma að lifa kynlífi og svo framvegis. Þetta sein- asta er það sem mér hefur þótt rann- sóknir hingað til hafa verið helst til uppteknar af, líkt og þunganir ung- lingsstúlkna gangi einungis út á það,“ segir Sóley ákveðin. Þegar hún talar um unglingsstúlkur á hún við stúlkur 19 ára og yngri. „Meginmarkmið minna eigin rannsókna var að skoða þunganir unglingsstúlkna með tilliti til tíðni þeirra, viðhorfa til svokallaðrar kyn- heilbrigðisþjónustu, notkunar getn- aðarvarna, ráðgjafar um getnaðar- varnir og ákvörðunar um barneign. Það má líklega að einhverju leyti rekja hærri tíðni unglingaþungana hér á landi miðað við önnur Norð- urlönd til menningarlegra þátta og þess að kynheilbrigðisþjónusta hefur ekki verið eins öflug hér og þar.“ Svíar 30 árum á undan Sóley hefur kennt við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands í tvo ára- tugi og verið dósent frá árinu 2000. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1977 og MS- prófi í fjölskylduáætlun frá Háskól- anum í Minnesota árið 1983. Hún stóð árið 1992 að stofnun Fræðslu- samtaka um kynlíf og barneignir og hefur tekið þátt í að þróa móttöku fyrir ungt fólk í Hinu húsinu, sem og móttöku á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi varðandi ráðgjöf um getnaðarvarnir. „Við áttuðum okkur í raun seint hér á landi á gildi forvarna varðandi ótímabærar þunganir hjá ungling- um. Við byrjuðum ekki með ung- lingamóttöku á heilsugæslustöðvum í Reykjavík fyrr en árið 1999 en í Sví- þjóð var það í kringum 1970. Þarna er tæplega 30 ára munur. Tíðni þungana á meðal unglingsstúlkna er lægri í Svíþjóð en hér og vandamálið þar minna,“ segir Sóley en bætir við að þótt tíðni þungana meðal íslensku stúlknanna sé há fari hún lækkandi. Staða ungra mæðra oft bágborin – Felur þessi háa tíðni endilega í sér að hér sé á ferðinni vandamál? Hvað fær þig til að skilgreina barn- eignir unglingsstúlkna sem vanda? „Samkvæmt stórri könnun sem ég lagði fyrir, landskönnun, höfðu 80% unglingsstúlkna sem urðu ófrískar ekki ráðgert barneignir. Ég fékk svör frá um 1.700 unglingum á aldr- inum 17–20 ára og svarhlutfallið var 70%. Þetta eru því góð gögn að álykta út frá. Hjá eldri konum er tal- an yfir óráðgerðar barneignir miklu lægri. Mér finnst ljóst að ef 80% ung- lingsstúlknanna hafa ekki hugsað sér að standa í barneignum sé um vanda að ræða. Unglingarnir virðast á ein- hvern hátt ekki ná að halda utan um kynlíf sitt eins og þeir greinilega vildu, því þeir vilja almennt ekki verða foreldrar ungir. Hvort sem það er samfélagið sem ekki býður þeim þá þjónustu sem þeir þurfa, foreldr- arnir sem ekki eru vakandi, unga fólkið sjálft sem nær ekki að sýna ábyrgð eða hvað, þá er eitthvað sem brestur. Meirihluti ungra stúlkna á Íslandi verður ófrískur án þess að hafa ráðgert það. Stúlkurnar ætla sér ekki að eiga barn á þessum tíma og við þurfum að velta fyrir okkur hvað við getum gert til að hjálpa þeim. Annað sem fær mig til að tala um þetta sem vandamál er félagslegi þátturinn, ásamt heilbrigði móður og barns. Margar ungar mæður fá góð- an stuðning en það er ástæða til að hafa áhyggjur af hinum. Stór rann- sókn í Svíþjóð leiddi í ljós að staða ungra mæðra er oft bágborin. Heilsufar þeirra getur jafnframt ver- ið verra en hjá eldri konum.“ Ótti varðandi sögusagnir Með landskönnun sinni vildi Sóley meðal annars reyna að komast að því hvaða þætti ungt fólk í aldurshópn- um 17–20 ára teldi vera mikilvæga varðandi kynheilbrigðisþjónustu. „Ég vildi gera víðtæka könnun á meðal ungs fólks um þessi mál. Slík könnun hafði ekki verið framkvæmd hér á landi. Erlendar rannsóknir höfðu sýnt að ungt fólk fengi oft ekki þá þjónustu sem það þyrfti varðandi getnaðarvarnir, kynlíf, þunganir og fleira. Slík þjónusta á lögum sam- kvæmt að vera á heilsugæslustöðv- um og sjúkrahúsum hér landi, þótt hún sé það á fæstum stöðum. Það voru 92% svarenda minna sem vildu að sérstök kynheilbrigðisþjón- usta væri í boði fyrir ungt fólk, það er að segja að hún væri sérsniðin fyrir þennan aldurshóp. Ungt fólk þarf að nálgast á annan hátt en fullorðna og unglingum er ákaflega margt hug- leikið varðandi þessa þjónustu. Eitt af því er að geta spurt um hvað sem er varðandi kynlíf. Þar sem erfiðara er að nálgast um- rædda þjónustu úti á landi skoðaði ég landsbyggðina sérstaklega miðað við Reykjavíkursvæðið. 70% þeirra sem bjuggu í Reykjavík vildu að þjónustan væri ókeypis, sem var marktækt hærra en meðal þeirra sem bjuggu úti á landi. Í Reykjavík var svarendum meira í mun að geta nálgast þjónustuna án þess að panta tíma. Á landsbyggðinni þótti hins vegar mikilvægara að trúnaðar væri gætt,“ segir Sóley og getur sér til að það sé vegna þess að í smáum bæj- arfélögum ríki hræðsla um að hitt og þetta spyrjist út. „Ungt fólk þarf að vera frjálst og geta liðið vel meðan á viðtali í ung- lingamóttökunni stendur. Við þurf- um að hafa í huga að fyrir unglingum er þetta mjög viðkvæmt málefni, einkum meðal þeirra yngri,“ bendir hún á. Þurfum að brjóta niður múra – Einmitt vegna þess hversu við- kvæmt þetta er fyrir marga, held- urðu að unglingar myndu þora að mæta á sérstakan stað sem þennan? „Ef við vinnum ákveðið grasrótar- starf með ungu fólki, bjóðum til dæmis nemendum þangað og kynn- um hvað er í boði, gerum við þetta eðlilegt og vinsamlegt fyrir þá. Við þurfum að láta unglingana finna að það sé alls ekkert hræðilegt að leita á svona stað og að það sé eðlilegt þegar taka þarf ákvörðun um notkun getn- aðarvarna,“ svarar Sóley. Hún bætir við að hún fagni því að neyðargetn- aðarvörn sé nú afgreidd í apóteki. „Þarna er búið að brjóta niður ákveð- inn múr og við þurfum að brjóta Ungar og verða þungaðar Hvergi á Norðurlöndunum verða fleiri unglingsstúlkur ófrískar en á Íslandi. Um 80% þungananna eru ekki ráðgerð. Sóley Sesselja Bender dósent varði nýverið doktorsritgerð sína Adolesc- ent pregnancy við lækna- deild Háskóla Íslands. Hún sagði Sigríði Víðis Jóns- dóttur að með samstilltu átaki mætti fækka þung- unum unglingsstúlkna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóley Sesselja Bender segir mikilvægt að ekki sé litið á þunganir unglingsstúlkna sem vandamál sem eingöngu sé bundið við stúlkurnar og kynhegðun þeirra. Mál- ið þurfi að skoða í stærra samhengi. Allt það í samfélaginu sem dragi úr kynferðislegri ábyrgð ungs fólks skipti til dæmis máli. ’Meirihluti ungrastúlkna á Íslandi verður ófrískur án þess að hafa ráðgert það. Stúlkurnar ætla sér ekki að eiga barn á þessum tíma og við þurfum að velta fyrir okkur hvað við getum gert til að hjálpa þeim.‘ – Íslenskir unglingar byrja að jafnaði að stunda kynlíf rúmlega 15 ára gamlir. Samkvæmt landskönnun sem Sóley S. Bender gerði meðal unglinga er með- altalið, án tillits til kynja, 15,4 ár. Á öðr- um Norðurlöndum er aldurinn að jafnaði hærri, eða í kringum 17–18 ár. – Tíðni þungana meðal unglings- stúlkna 15–19 ára er hæst hér á landi af Norðurlöndunum. Á tímabilinu 2001– 2001 var hún til dæmis tvöfalt hærri en í Danmörku. Þetta sýna gögn frá árunum 1976–2002 sem Sóley rannsakaði í tengslum við doktorsverkefni sitt. – Meira en helmingur íslenskra stúlkna sem verða ófrískar fer í fóstur- eyðingu. Þetta hefur breyst á allra sein- ustu árum. Áður voru fæðingar fleiri en fóstureyðingar og Ísland skar sig úr hin- um Norðurlandaþjóðunum. – Af öllum fæðingum á Íslandi árið 2003 voru tæp 5% fæðingar unglings- stúlkna 19 ára og yngri. Í Danmörku og Svíþjóð var sambærilegt hlutfall um 1,3%. – Samkvæmt rannsókn Sóleyjar olli ótímabær þungun unglingsstúlkum mikl- um heilabrotum. Þær gátu ekki hugsað sér að fara í fóstureyðingu, þar sem þær óttuðust að sjá eftir því síðar, en voru samt ekki reiðubúnar að eignast barn. Byrja að stunda kynlíf rúmlega 15 ára Í Bandaríkjunum er hæsta tíðni þungana meðal unglingsstúlkna í hin- um vestræna heimi. Hún er rúmlega tvöfalt hærri en á Íslandi. Lengi hafa menn velt vöngum yfir því hví tíðnin sé svo há og ein meginnið- urstaðan er sú að í Bandaríkjunum sé almennt ekki viðurkennt að unglingar stundi kynlíf. Sóley bendir á að bandarísk ungmenni mæti margvíslegum hindr- unum og undanfarin ár hafi George W. Bush til dæmis nær eingöngu lagt áherslu á skírlífi í kynfræðsluefni skólanna. Ekki megi tala um getnaðarvarnir og í mörgum ríkjum þurfi að fá samþykki foreldra til að hægt sé að fá slíkar varnir. Ungt fólk stundar þá kynlíf án getn- aðarvarna. Sóley bendir á að einmitt það að viðurkenna að unglingar lifi kynlífi sé grundvallarþáttur og eigi við jafnt hér sem þar. Það stuðli að því að þeir noti getnaðarvarnir. Archive Photos Þegar skírlífi eykur tíðni þungana …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.