Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 36

Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 36
36 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ var ófögur sjón sem blasti við mér þegar ég keyrði Hellistungur í Norðurárdal í Mýrasýslu á þjóðvegi 1, fyrir nokkru. En þar var búið að framkvæma þvílíkt jarðrask í grónu landi, upp af gamla bæjarstæðinu í Forna- hvammi, að maður varð alveg miður sín. Þarna hafði jarðýta farið og ýtt upp slóða alla leið upp að Kambs- horni í Snjófjöllum og er sjálfsagt komin lengra núna, en jarðýtan var ennþá þarna uppi. Fyrir nokkrum árum var ég á veiðum á Holtavörðuheiðinni og þegar ég kom niður að Leitinu sem er nokkru austar en umrætt jarð- rask á sér stað, var lögreglan að taka menn sem höfðu keyrt ut- anvegar, þó ummerki eftir þá hafi ekki verið mikil, og fannst mér þetta mjög gott framtak af lögreglunnar hálfu, þeir hefðu betur verið í eft- irliti núna. Vegagerð ríkisins á Forn- ahvammslandið svo ég hringdi í Vegagerðina í Borgarnesi og spurð- ist fyrir um hvað væri í gangi, jú, Þverhlíðingar ætla að girða af sinn afrétt og þeir heimiluðu þeim að fara þarna yfir. Mér er spurn, þurfa svona mál ekki að fara til umsagnar í umhverf- isráðuneytið, eða í umhverfismat allavega? Þarna hefur verið órofið land og mjög fallegt útivistarsvæði árum ef ekki öldum saman, og þarna hef ég rölt um í tæp 40 ár, í smalamennsku, á rjúpnaveiðum og við myndatökur. Ég skil vel að það þurfi að halda varnargirðingum í lagi og er það bara hið besta mál, en í mínu ung- dæmi reyndu menn að sýna smá fyr- irhyggju og fóru með allt girðing- arefni á snjóbílum á staðina á veturna. Nú á tímum tækninnar virðast bændur vera hættir að hugsa þann- ig, þó veit ég að þeir hafa aðgang bæði að snjótroðara og sexhjólum þannig að þeir komast alveg um landið án þess að skemma það. Ég er útivistar- og sport- veiðikona, ég nota slóða sem fyrir eru, ef með þarf, en ég bý aldrei til slóða og keyri ekki utanvegar ef enginn slóði er. Mér dettur í hug einn „góður“ maður sem ég var í bíl með, en ég spurði hann eftir hvaða slóða hann væri að aka, hann svaraði, þessum fyrir aftan bílinn. Skildu bændur hugsa svona? Það verður sjálfsagt döpur kerl- ing sem röltir upp í Kambshorn á rjúpnaveiði í haust og getur ekki notið kyrrðarinnar og veiðimennsk- unnar, þegar bílarnir fara að aka þarna uppeftir, en því miður eru sumir veiðimenn þannig að þeir ganga sem minnst og keyra sem lengst. Vona ég að Þverhlíðingar græði upp þessi ljótu sár sem þeir eru bún- ir að gera og er þetta bændum þessa lands ekki til sóma, svo ekki sé nú meira sagt. En, ef sauðkindin er annars veg- ar virðist allt vera leyfilegt. Ég vil taka það fram að ég hef persónulega alls ekkert á móti sauð- kindinni, en allri þeirri skemmd í náttúrunni sem gerð er í hennar nafni hafna ég alfarið. MARÍA GUNNARSDÓTTIR útivistar- og sportveiðikona frá Fornahvammi, Logafold 174, Reykjavík. Er allt leyfilegt í nafni sauðkindarinnar? Frá Maríu Gunnarsdóttur: Íslenska sjávarútvegssýningin, sem haldin verður í Fífunni og Smáranum í Kópavogi, dagana 7.–10. september nk., er ein stærsta sjávarútvegssýning í heiminum. Einstakt tækifæri til að kynnast tækninýjungum á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu þar sem Íslendingar eru í allra fremstu röð í heiminum. Um 800 sýnendur frá um 40 löndum verða á sýningunni. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 verða afhent í tengslum við sýninguna Stórviðburður í Kópavogi SJÁV ARÚTVEGSSÝNINGIN 2005 ÍSLENSKA Forskráning aðgöngu er á staðnum: 4. sept kl. 1600 - 1800, 5. sept kl. 13:00 - 15:00, 6. sept. kl. 13:00 - 15:00 Opnunartími 7. sept. kl. 10:00 - 18:00 8. sept kl. 10:00 - 18:00 9. sept kl. 10:00 - 18:00 10. sept kl. 10:00 - 16:00 Upplýsingar um sýninguna veitir: Marianne Rasmussen-Coulling e-mail:Marianne.Rasmussen@nexusmedia.com Sími 44 1962 842 950 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Tvíbýlishús óskast Traustur kaupandi óskar eftir tvíbýlishúsi með tveimur góðum íbúðum í Reykjavík. Kópavogur - lyftublokk Óskum eftir 110-135 fm íbúð á 2. hæð eða ofar í lyftuhúsi í Kópavogi. Verðbil 22-30 millj. Hæð í Hlíðunum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 130-160 fm hæð í Hlíðunum. Íbúð við Espigerði óskast - staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir 110 fm íbúð við Espigerði. Sérhæð við miðborgina óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 fm hæð sem næst miðborginni. Staðgreiðsla. Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - rýming eftir 1 ár Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í háhýsi við Sólheima. Staðgreiðsla. Íbúðin þarf ekki að losna fyrr en eftir 1 ár. Íbúð við Kirkjusand óskast Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm íbúð við Kirkjusand. 800-1.200 fm lagerhúsnæði óskast Höfum verið beðin að útvega 800-1.200 fm lagerhúsnæði með góðri lofthæð til kaups. Iðnaðarhúsnæði í Garðabæ óskast 250-400 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð í Garðabæ óskast. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða. Traustir kaupendur. Dæmi úr kaupendaskrá: ATVINNUHÚSNÆÐI Nýtt og fullbúið 206,3 fm einnar hæðar einbýlishús með innbyggð- um bílskúr. Húsið skiptist í fremri forstofu, eldhús með borðkrók, stóra stofu og borðstofu, gestasnyrtingu, þvottahús og fjögur svefnherbergi og flísalagt baðherbergi á sér gangi. Allar innrétting- ar og hurðir eru af vandaðri gerð og á gólfum eru ljósar marmara- flísar og fallegt parket. Lofthæð er mikil í stofum og halogenlýsing er innfelld. Hitalögn er í marmaragólfum í alrými. Húsið er næst- innsta hús í botnlanga á skjólgóðum stað. Öll þjónusta er í næsta nágrenni, en örstutt er í óspillta náttúruna og gönguleiðir liggja að Reynisvatni, Rauðavatni, golfvellinum í Grafarholti og víðar. Verð 44,7 millj. LUNDUR F A S T E I G N A S A L A SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Sveinn Guðmundsson hdl. lögg. fast. Ellert Róbertsson sölumaður Karl Gunnarsson sölumaður SUÐURLANDSBRAUT 10, 2.HÆÐ, F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK GVENDARGEISLI 62 - EINBÝLI OPIÐ HÚS MILLI KL. 14 OG 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.