Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 25

Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 25
Lagarfljóti segir hann vera djúpa ró. „Lagarfljótið er afskaplega ró- legt vatnsfall þegar það er komið í sinn fasta farveg neðan við árnar sem mynda það. Halldór Kiljan Laxness yrkir um „Fljótsins dreymnu ró“ í Hallormsstaðarljóði sínu og það lýsir því mjög vel. Það er eins og draumkennt og liturinn slíkur. Hvergi sér til botns nema á örgrunnu vatni og allt svo dul- úðugt. Litir fljótsins eru afar margir. Grunnlitur er gulgrænn og litabreytingar fara eftir veðri, vindum og árstíðum. Líklega er ekkert vatnsfall eða stöðuvatn í landinu sem hefur eins fjölbreytta liti.“ Sveppafræðin og dulheimar Helgi er með annað rit í smíð- um, stóra bók um sveppafræði og íslenska sveppi. Er hún nánast tilbúin og verður fyrsta heildarrit um íslenska sveppi. „Handritið er til og búið að vera það lengi, ég byrjaði á „Svepplu“ á undan Lag- arfljótsbókinni. Hún byggist á rannsóknum sem hófust um 1960 og ég hóf að skrifa hana í kringum 1990. Ég hef ekki fengið útgefanda að henni, það verður sjálfsagt næsta verkefni ásamt því að laga handritið til. Svona rit þarf að endurskoða fram í rauðan dauð- ann. Ég get hugsað mér að skrifa fleiri bækur ef guð lofar. Kannski um dularveröldina.“ Helgi hefur birt fjöldann allan af greinum og ritgerðum um aðskilj- anlegustu efni og oft kallaður fjöl- fræðingur fyrir vikið. Þá hafa komið út eftir hann tvær smábæk- ur; Sveppakverið og Veröldin í vatninu árið 1979, sem notuð hefur verið sem handbók fyrir kennara og nemendur og var endurútgefin 1990. Hann hefur frá því hann flutti austur m.a. skrifað sögu og náttúrulýsingu býla í uppsveitum Fljótsdalshéraðs, um huldufólk á Héraði, náttúrumæraskrá Héraðs og landlýsingar um 50 skógrækt- arjarða fyrir Héraðsskóga, með örnefna-, landslags- og verndar- kortum, sem mun einsdæmi hér á landi. „Það er ýmislegt sem maður hefur komið nálægt,“ heldur Helgi áfram. „Stofnanir, félög og tímarit sem ég hef gengist fyrir. Sumt hefur lognast út af þegar ég hætti að hafa hönd í bagga með því. Það sem hefur dafnað best er Nátt- úrugripasafnið á Akureyri, sem eflst hefur gríðarlega og er orðið vísindastofnun, sem var alltaf stefnt að af minni hálfu. Ég veitti safninu forstöðu í aldarfjórðung, með útskoti í rannsóknastöðina Kötlu sem ég stofnaði og rak á Ár- skógsströnd í áratug. Tímaritið Týli var hluti af þessu líka og fjallaði á alþýðlegan hátt um nátt- úrufræði og náttúruvernd. Eftir að ég kom austur gekk ég m.a. til liðs við tímaritið Gletting, sem enn er gefið út við ágætan orðstír.“ Helgi hefur beitt sér fyrir verndun náttúrunnar, m.a. með stofnun Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) og með rit- un greina um virkjunarmál og náttúrufar. Hann hefur ritað um fossana í Jökulsá í Fljótsdal og Keldá, sem munu skerðast veru- lega vegna Kárahnjúkavirkjunar og um Gljúfrin miklu við Jöklu. Snemmsumars í ár kom svo út bókin Á sprekamó, safn 70 rit- gerða eftir jafnmarga höfunda og er bókin tileinkuð Helga sjötugum. Lagarfljót – Mesta vatnsfall Ís- lands er fyrsta bók sem rituð er um Lagarfljót. Helgi segir hana jafnframt vera fyrstu bók sem skrifuð sé um vatnsfall á Íslandi í þessu formi. Aðrar bækur hafi snúist um veiðar í ánum. Hann segir útgefandann, sem er útgáfu- félagið Skrudda í Reykjavík, hafa sýnt bæði velvild og bjartsýni að taka bókina til útgáfu og mikil vinna hafi verið að brjóta hana um og vinna myndefni. „Ég er afskap- lega feginn að vera búinn að koma bókinni í verk. Nú finnst mér ég geta horfið rólegur yfir aðra og meiri móðu. Ég lít á ritið sem hið mikilvægasta í ævistarfinu, eitt- hvað sem ég varð að koma frá mér. Ég hefði ekki verið ánægður að deyja frá þessu verki. Það er miklu auðveldara að deyja frá sveppabók, því þar verða aðrir sem taka við.“ virktum Ljósmynd/Skarphéðinn Þórisson steinunn@mbl.is Teikning/Málfríður Benediktsdóttir Málfríður Benediktsdóttir skynjar Orminn yfir Lagarfljóti sem máttuga og forna veru. Hún teiknaði myndina fyrir bókina. Ásýnd Lagarfljótsins mun breytast þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. ’Bæði venjulegt fólk ogskyggnt virðist geta séð einhverjar furðulegar skepnur í Lagarfljóti sem er ómögulegt að skýra. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 25 LÍKLEGA hefur enginn farið eins frækna skautaför á Lag- arfljóti og þá sem Guðmundur Magnússon (Sögu-Gvendur) í Bessastaðagerði sagði svo frá: „Það var einu sinni um vetr- artíma í hvössum vestanvindi, að ég fór á skautum út eftir Lagarfljóti. Jók vindurinn mikið ferð mína. Vissi ég þá ekki fyrri til en ég straukst ofan um vök eina. En svo var mikið kastið á mér, að ég hentist áfram lang- an veg undir ísnum, í eins kon- ar öngviti niðri í djúpinu. Loks- ins skaut mér upp gegnum ísinn með þeim hraða að ég kom hvar fjarri niður; varð ég að liggja þar lítinn tíma áður en ég áttaði mig.“ ---- Lagarfljót - Mesta vatnsfall Íslands, bls. 166. Úr þjóðsögum og sögum VIII e. Sigfús Sigfús- son. Skautaferð Sögu-Gvendar Lagarfljót – Mesta vatnsfall Íslands er 420 bls. og hefur að geyma um 500 ljósmyndir, teikn- ingar og kort. Bókin er gefin út í 1.500 eintök- um og er kostnaður við útgáfu um fimm millj- ónir króna. Aðalhöfundar mynda eru bókarhöfundur og Skarphéðinn G. Þórisson og umbrot annaðist Steingrímur Steinþórsson hjá Skruddu. 14:00-14:10 Setning; Árni M. Mathiesen sjávarútvegsrá›herra 14:10-14:20 Ávarp; Joe Borge framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu 14:20-14:30 Ávarp; William T. Hogarth fiskimálastjóri Bandaríkjanna 14:30-14:50 Auki› vir›i sjávarfangs; N‡ og öflugri tækni Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri flróunarsvi›s Marel 14:50-15:10 Auki› vir›i sjávarfangs; samstarf stjórnvalda og i›na›arins Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Rf 15:10-15:30 Kaffihlé 15:30-15:50 Auki› vir›i sjávarfangs; áhrif flutninga Kristján M. Ólafsson deildarstjóri flutningastjórnunar Samskipa 15:50-16:10 Auki› vir›i sjávarfangs; áhrif fiskvei›istjórnunar Bruno Correard framkvæmdastjóri hjá Carrefour 16:10-16:30 Auki› vir›i sjávarfangs; áhrif breyttrar fiskvei›istjórnunar í Alaska David Bedford framkvæmdastjóri hjá Sjávarútvegsstofnun Alaska 16:30-17:10 Pallbor›sumræ›ur fundarstjóri; Fri›rik Fri›riksson forma›ur nefndar um auki› vir›i sjávarfangs 17:10-17:15 Rá›stefnuslit; Árni M. Mathiesen sjávarútvegsrá›herra 17:15-18:15 Móttaka í bo›i sjávarútvegsrá›herra; Árna M. Mathiesen Rá›stefna í Reykjavík, Nordica Hótel, 8. september 2005 Auki› vir›i sjávarfangs Vinsamlegast sta›festi› flátttöku me› flví a› senda tölvupóst á kom@kom.is e›a í síma 540 8800 Rá›stefnan er haldin í tengslum vi› alfljó›lega rá›stefnu um florskeldi sem fram fer 6.-8. september, sjá nánar á heimasí›u sjávarútvegsrá›uneytisins; www. sjavarutvegsraduneyti.is rá›stefnan fer fram á ensku rá›stefna Fundarstjóri: Erla Björg Gu›rúnardóttir framkvæmdastjóri MARZ sjávarafur›a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.