Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ fleiri. Ungt fólk þarf að geta fengið góða ráðgjöf um getnaðarvarnir án nokkurra hindrana,“ segir hún. „Ýmsir múrar geta verið til staðar í samskiptum á milli unglinga og for- eldra. Strákar virðast hafa þá sann- færingu að þungun sé alvarlegur hlutur. Á sama tíma virðast þeir til- búnir að taka sjensinn og telja til dæmis að smokkurinn dragi úr ánægju kynlífsins. Ákveðnir þættir í afstöðu þeirra gætu bent til að þeir fái ekki jafnmikinn stuðning og stelpurnar frá vinum og foreldrum. Foreldrar stúlknanna virtust sam- kvæmt könnuninni vita betur um það hvort þær notuðu getnaðarvarnir og ræða frekar málin. Rannsóknin sýndi að stúlkur voru líklegri til að nota getnaðarvarnir ef foreldrar vissu um notkun þeirra, segir Sóley.“ Óöruggt tímabil eftir að kynlíf hefst „Annað sem sagði fyrir um notkun getnaðarvarna var hversu mikið mál unglingunum þótti að gera ráðstaf- anir varðandi þær. Maður þarf að hugsa um það fyrirfram hvernig maður ætlar að verja sig í kynlífinu. Ætlar maður að nota smokk eða ekki? Það þarf að kaupa hann og eiga. Ef ætlunin er að nota pilluna þarf stúlkan að vera búin að fara til læknis og fá lyfseðil. Það er kannski einmitt þessi þáttur sem er einn sá erfiðasti varðandi ungt fólk og ábyrgð í kynlífinu,“ segir Sóley og bendir á að ungt fólk lifi oft kynlífi í einhvern tíma áður en það geri nokkrar raunhæfar ráðstafanir til að verja sig. „Það er tímabil sem getur verið mjög óöruggt, til dæmis áður en byrjað er að nota smokk eða smokk- urinn er einungis notaður öðru hvoru. Margir fara í gegnum heil- mikið áhættutímabil meðan þeir eru að stíga sín fyrstu skref í kynlífi og þá verða margar stúlkur ófrískar,“ segir hún. Vandræðalegt að kaupa smokka Sóley bendir á að unglingar hér á landi byrji snemma að stunda kynlíf Kynheilbrigðisþjónusta nefnist á ensku Sexual and Reproductive Health Services og er veitt til að stuðla að kynheilbrigði fólks – það er að segja heilbrigðu kynlífi og því að fólk geti eignast börn þegar það ætlar sér. Kynheilbrigðisþjónusta tekur meðal annars til fræðslu og ráð- gjafar um þungun, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Hún getur líka náð utan um almennar upplýsingar um kynlíf, um foreldrahlutverk og meðgöngu. Í lögum sem sett voru á Alþingi fyrir þrjátíu árum segir að gefa skuli fólki kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir (lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósem- isaðgerðir, nr. 25 22. maí 1975). Þar er talað um „ráðgjafarþjónustu“ sem veitt skuli á heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum. Að sögn Sóleyjar er slík ráðgjöf, með þarfir ungs fólks sérstaklega í huga, einungis í boði á nokkrum stöðum og þá sérstaklega á höf- uðborgarsvæðinu. Kynheilbrigð- isþjónusta á Íslandi er því að henn- ar mati á frumstigi. Í nágrannalöndunum hefur víða verið lögð mikil áhersla á slíka þjónustu og hún verið starfrækt í áratugi. Sóley segir nauðsynlegt að þjón- usta sem þessi sé sem víðast innan heilsugæslustöðva. Við þróun slíkr- ar þjónustu sé mikilvægt að taka mið af sérþörfum ungs fólks. Kynheilbrigð- isþjónusta á frumstigi ORÐIÐ hefur mikil breyting á mati fólks á verðmæti skóga á undan- förnum 30 árum. Áður fyrr fólst gildi skógarins fyrst og fremst í þeim trjáviði sem hann gaf af sér en að undanförnu hefur vægi annarra afurða farið sívaxandi og nýting skóga orðið fjölþættari, m.a. vegna ferðamennsku, kolefnisbindingar, verndunar líffræðilegs fjölbreyti- leika o.fl. Þetta kemur fram í skýrslum sem unnar hafa verið fyrir Norðurlandaráð og lagðar voru fram á norrænni ráðstefnu í Nödebo á Sjálandi dagana 29. og 30. ágúst, undir yfirskriftinni: Gildi skógarins fyrir nærsamfélög á Norðurlöndum. Ráðstefnan var haldin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og fjallaði um skógrækt og þýðingu skóga fyrir byggðir og sveitarfélög, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Ráð- stefnuna sóttu ráðherrar skógar- mála á öllum Norðurlöndunum og/ eða fulltrúar þeirra. Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni. Fram kom að nýskógrækt hafi mikil margfeldisáhrif í þessum sam- félögum ekki hvað síst vegna þess að hún eykur verulega verðmæti lands og fasteigna. Rætt var hvern- ig megi efla þessa verðmætasköpun og opna augu almennings og stjórn- valda betur fyrir þeim miklu mögu- leikum sem þar felast. Mikill áhugi á Íslandi á að auka þekju skóga Í máli sínu á ráðstefnunni lagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra áherslu á hinn mikla mun sem er meðal Norðurlandanna með tilliti til skógræktar og á margháttaða þýðingu þess að rækta nýja skóga og endurheimta skóglendi þar sem það hefur eyðst. Þrátt fyrir skóg- leysi Íslands er mikill áhugi hjá stjórnvöldum og almenningi á Ís- landi á að auka þekju skóga. Á heimsvísu skiptir aukin nýskógrækt miklu máli þar sem nú eyðist árlega þrisvar sinnum stærra flatarmál skógar en grætt er upp. Lagði Guðni áherslu á að Norðurlöndin gegndu forystuhlutverki í skógrækt á heimsvísu og að á þessu sviði yrðu þau að láta meira til sín taka. Þar gæti reynsla Íslendinga eftir tíu alda eyðingu skóga og jarðvegs og einnar aldar aðgerðir til þess að endurheimta þá verið mikilvægt framlag á heimsvísu. Mikil breyting á viðhorfi til verðmætis skóga Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði við umræður á ráðstefnunni að aukin nýskógrækt skipti miklu máli á heimsvísu. FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.